Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.11.1963, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 15.11.1963, Blaðsíða 4
• • HIÐ MIKLA KROFUMOT Fátt er þaff, sem afturhald heimsins óttast meir og hatar en samstöðu almennings. Há- marki ná þessar skapshræringar, þegar fólk tekur sig til og fer kröfugöngur og heldur fjölda- fundi til áherzlu kröfum sínum. Viðbrögð afturhalds á íslandi eru kunn, bæði gegn verkalýð og Samtökum hernámsandstæð- inga. Er þar skammt að minnast geðshræringanna í sambandi við komu varaforseta Bandaríkj- anna. En nú gerðist það á þessu sumri, að einhver stærsti kröfu- fundur, sem sögur fara af, var haldinn í sjálfri höfuðborg Bandaríkjanna. Tvö hundruð og tíu þúsund manns söfnuðust saman við minnismerki frelsis- hetjunnar Abrahams Lincoln. Og fundurinn var haldinn til að leggja áherzlu á lagafrum- varp Bandaríkjaforseta, mn jafn rétti kynþáttanna. Að ýmsu leyti líktist fundur þessi útihátíð, fólkið var létt- klætt og upplitsdj arft og bar kröfur sínar fram með festu og virðuleik. Langflestir þátt- takenda voru svartir og það voru þeir, sem fyrir fundinum stóðu, en hinir hvítu stóðu nú við hlið þeirra og er talið, að um 30% hafi verið af hvítum ■kynstofni. Hundruð voru þau kröfu- spjöld, sem borin voru, áletran- ir þeirra voru um frelsi, jafn- rétti og vinnu fyrir alla, í ótelj- andi afbrigðum orða og tákna. Sendinefndin frá Davilíi í Virginia bar sorgarbönd um arma og 15 ára drengur þaðan sagði: Réttlætið er jarðsungið hjá okkur. Hann hafði þrisvar verið tukthúsaður. Athygli vöktu einnig kröfu- spjöld hópsins frá Albany, Ge- orgiafylki. Þar gaf að líta á- letranir svo sem: Milton Wilker- son 20 stungur, Emanuel Mc- Glendon (67 ára) þrjár stungur, James William, brotinn fótur. Þannig tjáði þessi hópur harð- ýgi lögreglunnar í sínu heima- ríki. Hér voru og ræður flutt- ar og sungið, m. a. margir and- legir söngvar. Þrátt fyrir alvöru þessa fund- ar og hinar ákveðnu kröfur, kom ekki til teljandi óeirða, aðeins 3 menn voru handteknir. Fasisti einn, sem vildi þreyta mælsku- list og tveir strákar, sem sýndu svertingjum óvirðingu. Tilefni göngunnar var réttlátt, svertingj unum var treyst til friðsemdar og það traust brást ekki. En það markverðasta var, að hinir hvítu tóku fullan þátt í fundinum og setningar eins og: Vorir hvítu bræður, eða svörtu félagar, heyrðust nú af vörum fleiri manna en nokkru sinni áð- ur hefur þekkst. Negrarithöfundurinn James Baldwin, er m. a. skrifaði met- sölubókina: Næst með báli og brandi, hann varð nú að viður- kenna, að von væri um friðsam- lega lausn kynþáttavandamáls- ins. í fyrsta sinn, segir hann, hafa negrarnir í Bandaríkjunum uppgötvað, að þeir eru menn, þeir hafa komist að raun um, að þeir eru ekki algjörlega of- urseldir náð hinna hvítu eins og svo alltof mikið hefur borið á. Loks hefur þjóðin gjört eitthvað verulegt til að leysa vandamál okkar, og reynir nú á hina svörtu. Þess vegna er þessi dag- ur öllum öðrum markverðari. Nú er það prófraunin hvernig negrarnir fylgja málum sínum eftir í framtíðinni. A. Philip Randolph, eini lit- aði stjórnarmeðlimur í Verka- lýðssambandi Bandaríkjanna, átti hugmyndina að þessu kröfu- móti. Hann hefur áður gengist fyrir mótmæla- og kröfugöngum litaðra. Nú var hugmynd hans, að negrar í hundruð þúsunda tali gengju til Washington og tækju upp þrásetu í sölum og nágrenni þingsins, og neituðu að víkja þaðan, fyrr en laga- frumvarp Kennedys hefði náð fram að ganga. Negraleiðtoginn Martin Luther King tók uppá- stungu hins aldna verkalýðsleið- toga fagnandi. En það var farið að öllu með gát. 22. júní sl. var send nefnd negra á fund Kennedys og honum tilkynnt þessi ákvörðun. Forsetinn tók nefndinni með fullum skilningi, en var smeykur við ætlunina um þrásetu í þingsölum. Hið sama benti varaforsetinn, Lyndon B. Johnson, nefndinni á, er málið kom til hans kasta. Hann minnti á „hinn harða hóp“ Suðurríkja HðSKULDUR HEFUR KVATT Síðastliðinn mánudag var til grafar borinn í Reykjavík Höskuldur Björnsson listmálari í Hveragerði. Okkur vinum hans er tregt tungu að hræra. Hann var félagi og bróðir, svo af bar. Fyrir hans nánustu er mikils misst, en þjóðin hefur einnig misst einn af beztu sonum sínum. List Höskuldar er sérstæð og hans nafn mun nefnt oftar, er tímar líða. Hví fengum við ekki notið hans lengurP Um leið og ég minnist með þakklátum huga hins látna, sendi ég eiginkonu hans, Hallfríði Pálsdóttur, börnum og öðru venzlafólki, hug- heilar samúðarkveðjur mínar og minna. i K. f. D. senatora, er myndu benda á slíkt sem uppreisn og taldi hættu á, að hinir mörgu velviljuðu og hlutlausu þingmenn að norðan, myndu kannske breyta afstöðu sinni eða afstöðuleysi til hins verra, ef gripið yrði til svo rót- tækra aðgerða. Þessi sjónarmið tóku leiðtogar negranna til greina, en gangan og hópfund- urinn mikli varð að veruleika. Og þetta varð sögulegur viðburð ur, sigurdagur hins svarta kyn- stofns í Bandaríkjunum. En hver verður svo árangur- inn? EUGENE FIELD: Leíkföngin hans (Little Boy Blue) Og rakkinn hans grár af rykfalli er, en rúskinn og tryggur sem fyr, og dátinn hans ryðfallinn búnað sinn ber, með byssuna á verðinum kyr. Já, forðum var seppinn hans fagur og nýr, og fáður hans týgjaði ver, það kveld, er svo Ijómandi kátur og skýr hann kyssti og setti þá hér. Hann sagði: ,,Þið munið að hafa ekki hátt, og hérna bíðið þið mín!" Hann trítlaði í rúmið og dreymdi þar dátt þau dýrindis leikföngin sín. Af saklausa drauminum vakinn hann var, það vöktu hann englar með söng---------- Hve mörg þessi ár, frá því burtu hann bar, hve bið hinna trúu er löng! Á stólnum hans rykfallin standa þau enn, og stillt, á sinn þögula hátt, þau bíða, að snerti þau barnshöndin senn, og brosi þeim andlitið smátt. Þau furðar, hvað undir hans fjarveru býr, svo firnalöng þeim sem hún er. Nær kemur hann, Ijómandi kátur og skýr, sem kyssti og setti þau hér? 1954. D. Á. DANÍELSSON. 4) Verkamaðurinn Á því er enginn vafi, að mót- mæla- og kröfufundur þessi var jákvæður fyrir negrana í Banda ríkjunum, sérstaklega af því að allt fór svo friðsamlega fram. Þetta var skírskotun til sam- vizku hins óbreytta hvíta borg- ara, er skynjaði nú ljósar en fyrr hið mikla óréttlæti, sem hinir svörtu eiga við að búa. Sjálfur forsetinn hefur látið á sér heyra, að mótið háfi verið í rétta átt og muni styrkja bar- áttukröfur negranna um algjört jafnrétti við hvíta. Hvort þetta kröfumót er inn- legg fyrir tillögu Kennedys um réttarbætur til handa negr- unum, er enn ósannað mál. Hitt er víst, að minnihluti þing- manna, sem hlutlausir og óá- kveðnir eru, hafa ekki um neitt að sakast, afstaða þeirra er enn jafn óráðin. En þetta mun ekki hafa bætt hug Suðurríkjaþing- mannanna, sem höfðu nógu á- kveðnar skoðanir fyrir fram. I þeirra augum er slík kröfuganga nánast uppreisn. Blöð, útvarp og sjónvarp vestra tóku myndarlega á frá- sögnum af fundinum. Innlegg þeirra er stórkostlega jákvætt, því að hvert heimili í landinu fékk nánar fréttir af þessum at- burðum. New York Times birti 6 síður, myndir og frásagnir, um fundinn og alls staðar hefur málið verið rætt af samúð. Takizt að vekja samúð hinna óbreyttu milljóna Bandaríkja- manna, munu líkurnar fyrir rétt- látum s'igri negfranna aukast. Enginn veit, nær sú stund kem- (Framhald á nœstu síðu.) Föstudagur 15. nóvember 1963

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.