Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.11.1963, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 15.11.1963, Blaðsíða 3
Cull í tú Margir hafa hugsað hlýtt til þáttarins undanfarið. Þetta snjalla ljóðabréf barst nýlega og hófst á umslaginu með: 0<\um hverfa undir snjá okkar grænu sumarstrá. Holtin eru hélugrá. Hvergi finnast gull í tá. Svo kemur hér innihaldið: Oðarsmiðinn fýsir fá frá mér nokkur gull í tá. Því er miður, að ég á af þeim jafnvel minna en K. Þó ég hafi reynt að rjá við rím og stuðla eins og K. ritvellinum er ég á eins og visið sinustrá. Er því getan allt of smá, eins og þú munt skilja, K. þó ég reyndi lið að ljá með litlum kornum í þinn sá. En þú fagnar flestu, K. og finna muntu gull í tá, getirðu náð í gneggið hjá gaukunum þarna austur frá. Þú skalt bæði um láð og lá leita miklu víðar, K., fljúga yfir fjöllin há, fara á kaf í sundin blá. Þú munt undir sólu sjá sitt af hverju glampa þá. Einhvern tíma eignast K. átján karat gull í tá. Á. D. —0— Forni stakk þessu að okkur: Okkur gefíjt ei gull í tá, gleði styttist bilið. orsökina eg þá sá, við áttum það ei skilið. —0— Ekki veit ég hver sendi þessa perlu: < Kort með nesti, krappan skó, klafa og festar bar ég. Lengst og mest mig þreyttu þó þeir, sem beztur var ég. < ( —0— Og svo sendi R. þessa: Af mér fokið fiðrið er, felst í þoku ströndin. Flugi lokið læt ég hér líkt og „pokaöndin". „Skammsýnir menn munu nú þrátta um, hver hafi gefizt app fyrir hverjum, hver talað við hvern og svo framvegis. En þjóðin fagnar aðalatriði málsins: að henni hefur verið forðað frá vandrœðum og nú verður talað saman í friði í stað þess að berjast á vinnu- stöðum.“ Framangreind tilvitnun er tekin úr forystugrein Alþýðu- blaðsins á sunnudaginn var, daginn eftir að kunnugt varð um samkomulag ríkisstjórnar- innar og forystu verkalýðssam- takanna um frest til 10. des- ember til að ganga frá nýjum samningum um kjör láglauna- fólks. Það er rétt hjá Alþýðu- blaðinu, að minnstu skipta deilur um það, hvorir átt hafi frumkvæði að samkomulagi þessu, enda þótt „skammsýnir menn“, eins og Bragi Sigur- jónsson ritstjóri Alþýðumanns- ins, geri það að aðalatriði málsins og haldi áfram þeirri lygi, að ríkisstjórnin hafi fyrir löngu óskað eftir þessari til- högun mála, en Alþýðusam- bandið neitað. Það, sem mestu skiptir nú, eftir að þessi frestur hefur ver- ið ákveðinn, er að hann verði skynsamlega notaður, að báðir aðilar setjist við samninga- borðið ákveðnir í því að ná samningum, en ekki verði um neitt málamyndakjaftœði að rœða, sett á svið til þess eins að slá ryki í augu fólks og drepa tímann. Kratablaðið á Akureyri held- ur því fram, að deilurnar á Alþingi um þvingunarlaga- frumvarpið hafi aðeins verið deilur um leiðir að marki, en ekki deilur um markmiðið sjálft. Þetta er, því miður, ekki rétt. Aform ríkisstjórnarinnar var áreiðanlega það, að koma í veg fyrir nokkrar teljandi kjarabœtur til handa láglauna- fólkinu. Þessi stjórn hefur frá uppliafi sínu keppt að því að ókapa skarpa stéttaskiptingu í landinu. Henni hefur ekki ver- ið fast i hendi að veita þeim bœtt kjör, sem nóg hafa haft fyrir. Hún reis þá fyrst upp á afturfœturnar, þegar ekki varð lengur við það ráðið, að hinar lœgst launuðu stéttir þjóðfé- lagsins sœktu sinn rétt. Gegn slíku jannst henni sjálfsagt að standa. Það var bilið milli „stórra og smárra“, sem átti að gera breitt, breiðara en það hefur þó verið. En ákveðin og einbeitt sam- staða verkafólks hefur fengið því áorkað, að stjórnin hefur hörfað um set, verkafólkið unnið eina orrustu í stríðinu um kjörin og stéttaskipting- una. En ein orrusta, þótt hún geti raunar verið þýðingar- mikil, er aðeins brot af heilli styrjöld. Því dugar ekki að sofna á verðinum að orrustu lokinni. Verkalýðsfélögin verða að vera vel vakandi og gæta hagsmuna félagsmanna sinna af árvekni, ef vel á að fara, sýna og sanna, að þau séu á hverri stundu tilbúin til nauð- synlegra aðgerða, ef níðast á á rétti hins vinnandi manns. Hannibal Valdimarsson benti réttilega á það í útvarpsum- rœðunum um daginn, að þegqr ákveða skal launaskiptingu í þjóðfélaginu, ber fyrst að œtla þeim, sem framleiðslu- störfin stunda, sómasamleg laun, en síðan að skipta upp því, sem þá er afgangs. Þetta er regla, sem allir œttu að sjá, að sjálfsögð er, því á fram- leiðsluatvinnuvegunum veltur öll afkoma þjóðarbúsins og þjóðfélagsþegnanna hvers og eins. Hitt er heimskra manna liáttur, að byrja á að ákveða laun embœttismanna, forstjóra, kaupmanna og hvers konar milliliða, en enda á að ákveða hlut þeirra, sem verðmætin skapa. Og þá tekst kannske svo til, að ekkert er eftir, þegar að því kemur að ákveða hlut þeirra, sem hirða sauðfé eða draga fisk úr sjó. Það er öllum bezt að gera sér grein fyrir því, að allra yrðu hlutirnir smáir, ef enginn fengist til að sinna gegningum eða róa til fiskjar. Þ. Stórir hlutir oö litlir Af vettvangi verkal ýðsmála Máttur samtaka og einingar Með órofa einingu, slíkri að fá eða engin dæmi munu fyrr í sögu verkalýðshreyfingarinnar í land- inu, tókst launþegunum að hrinda ódrengilegustu og ósvífnustu órás- inni, sem geið hefur verið á frelsi alþýðunnar og helgustu réttindi. Um miðnæturskeið s.l. föstu- dag gafst ríkisstjómin upp og kl. 15,30 á laugardag steig forsætis- ráðherra, Ólafur Thors í ræðu- stól í Efri deild Alþingis og bað, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, um að þvingunarlagafrumvarpið, sem ríkisstjórnin hafði flutt fyrir röskri viku og haft um miklar heitstrengingar og svardaga að gert skyldi að lögurn, hvað sem tautaði og raulaði, yrði ekki af- greitt. Sú öfluga mótmælaalda, sem risið hafði með þjóðinni allri og á engan hátt var takmörkuð við pólitískar skoðanir eða stétta- skiptingu innan þj óðfélagsins, hafði knúið ríkisvaldið til að gef- ast upp og ganga til samninga við verkalýðshreyfinguna og því verður ekki trúað að óreyndu, eftir það sem ó undan er gengið, að þær samningaviðræður fari ekki fram af fullum heilindum. Verkalýðshreyfingin er einnig reynslunni ríkari. Hún getur, í ljósi atburða síðustu vikna, séð skýrt og greinilega, hver er máttur einingarinnar, þeirrar einingar, sem nóbelsskáldið Halldór Kiljan kallaði á sínum tíma „auð verka- mannsins“. Verkalýðshreyfingin hér á Ak- ureyri getur verið mjög stolt yfir þeim hlut, sem hún átti í því, að koma þvingunarlagafrumvarpinu fyrir kattarnef. Launþegafundur- inn, sem Fulltrúaráð verkalýðs- félaganna boðaði til fyrra mánu- dag er ekki einasta langsamlega stærsta samkoma, sem verka- lýðshreyfingin hefur haldið hér í bæ, heldur mun sjaldan eða aldrei hafa verið haldinn fundur hér á Akureyri þar sem allir þeir, er hann sóttu voru jafneindregið á cinu máli og að þessu sinni. Aldrei fyrr hefur verkalýðs- hreyfingin hér í bæ svo að ég viti til boðað til fundar á miðjum vinnudegi, aldrei fyrr hefur verið farið fram á það við verkalýðs- hreyfinguna, að hún mótmælti árásum með skyndiverkfalli og sjaldan eða aldrei hefur verka- lýðshreyfingin hér í bæ sýnt ein- hug sinn og baráttuvilja á slíkan hátt og að þessu sinni. Heita mátti að vinna legðist öll niður, einungis örfáir vinnustaðir voru starfræktir síðari hluta dags- ins og aðeins með litlum hluta starfsfólks. Slík órofa eining verkafólksins og í ljós kom á þessum mikla Æskulýðsráð Akureyrar er um þessar mundir að hefja starfsemi sína. 1 vetur verða ýmis námskeið á þess vegum, unglingadansleikir og ráðgert er að hafa „opið hús“ fyrir unglinga. Ekki hefur enn reynzt unnt að fá heppilegt húsnæði fyrir þessa starfsemi, en í ráði er að notast við íþróttavallarhúsið í vetur, búa það húsgögnum og tækjum. Ekki er unnt að segja á þessu stigi máls- ins, hvenær það verður tekið í notkun. Þá er starfsemi hafin í klúbb- um sem starfað hafa á vegum Æskulýðsráðs, en þeir eru: Vél- hjólaklúbburinn Vitinn, Fiski- ræktarklúbburinn Ugginn og dansklúbburinn Sjöstjarnan. Einn klúbbur enn hefur hlaupið af stokkunum að tilhlutan æsku- lýðsráðs, en það er sportbáta- klúbbur, bæði yngri og eldri fundi er án efa fyrirboði mikils sigurs í þeirri baráttu fyrir rétti og kjörum þeirra lægst launuðu, sem nú stendur yfir. Þvingunarlagafrumvarpið er dautt, móttur samtaka og einingar verkalýðshreyfingarinnar varð því að aldurtila. deild sem mun hefja starfsemi sína nú í vetur. Af námskeiðum sem fyrirhuguð eru á vetrinum má nefna: Námskeið í meðferð og viðgerð Vélhjóla með hjálparvél. Radionámskeið (þar sem búin eru til lítil útvörp o. fl.). Dansnámskeið (semverður eftir jól). S j óvinnunámskeið. Búnaðamámskeið. Námskeið í teikningu og með- ferð lita. Auglýsing var í síðasta blaði um þau námskeið þar sem inn- ritun er hafin. NáttúrugripasafniS, Hafnarstræti 81, 4. hæð. — (Géngið inn að austan). — I vetur verður safnið opið almenningi á sunnudögum kl. 14—16. Þeir sem vilja skoða safnið á öðrum tímum hafi samband við safnvörð, Helga Hallgríms- son, í síma 2983. E—664. Ndmshcíi fyrír unglinga föstudogur 15. nóvember 1963 VerkamaSurinn (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.