Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.01.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 04.01.1964, Blaðsíða 3
Qutt f tá Okkur bárust ekki margar ljóðaliækur fyrir jólin. Aðeins Landsvísur eftir Guðmund Böðv- arsson, en það var ekki svo lítið, því bókin er góð. Eg birti hér brot úr rímu til Hornstrendings, sem hentar mér vel í þessum þætti þó úr mörgu betra sé að velja í bók- inni: Nú mó honum bregða í brún sem ber að garði, sízt að undra að hann verði eins og lagður bitru sverði. Hvergi er garði haldið við né hlass á velli, hvergi sést á hlíðarstalli heimafé á beit í fjalli. Hvergi leggur léttan reyk frá lágu þaki, morgunkyrrð þó magni og veki minning ilms af brenndu spreki. Enginn þar á bjargabrúnum birtast kynni og í háum hamraranni huga að djörfum sigamanni. Enginn sést á færafiski fram á miði, byggðin þrumir öll í eyði, eins og slegin guðareiði. Samt er landið, söm er nótt og sævarþytur, en efa og söknuð að þér setur eins og hafískul um vetur. Hér hafa beittar tímans tennur táið sundur aldavef, er iðnar hendur ófu um þessar klettastrendur. Hröðum skrefum hrörna og týnast hverfa og fara, eins og sandinn sópi bára, söguminjar þúsund ára. Óskráð bíður ævisagan enn að sinni þeirra er undan bana og banni burgu dæmdum flóttamanni. VERKAMAÐURINN fæst í Reykjavík í Bókabúð KRON og Söluturninum, Austurstræti 18. Á Húsavík í Bóka- og blaða- sölunni. 7 fyrrasumar fengu starfs- menn ríkisins mikla hœkkun á laun sín. Að vísu var hœkkun- in mismikil, minnst hjá þeim, sem minnst höfðu fyrir og því mesta þörf fyrir hœkkun, en svo mikil hjá ýmsum þeim, sem hœrra voru launaðir, að þess eru ekki áður dœmi hér á landi a. m. k. að svo miklar kauphœkkanir hafi orðið á ieinu bretti hjá nokkurri stétt. Að meðaltali mun hœkkunin hjá ríkisstarfsmönnum liafa numið 40—45 prósent. Svip- aða hœkkun fengu starfsmenn flestra bœjarfélaga áður en ár- inu lauk. I desembermánuði neyddust fjölmörg verkalýðsfélög til aS hefja verkfallsbaráttu til að knýja fram nokkra hœkkun á sínum kauptöxtum. í kröfum þeim, sem félög þessi gerðu í upphafi var höfð hliðsjón af hækkunum þeim, sem opinber- ir starfsmenn höfðu þá þegar fengið. Var almennt farið fram á 40—45% hœkkun. Eftir langa og harða baráttu og verkfall hátt á aðra viku urðu lyktir þœr, að verkalýðsfélögin fengu yfirleitt 15% hækkun og varla meira í nokkru tilfelli. Andstaða atvinnurekenda gegn Jcröfum verkalýðsfélaganna var svo hörð, að með eindæmum má teljast; andstaða þeirra er þó alltaf skiljanleg og þarf engan að undra þó að þeir vilji ekki borga meira en þeir komast af með minnst. En jafnharðsvíruð og ekki síðri var andstaða ríkisstjórn- arinnar. Sú andstaða er aftur á móti torskildari. Þessi sama ríkisstjórn lagði blessun sína yfir hœkkanirnar, sem opin- berir starfsmenn fengu, en gat svo ekki unnt almennu verka- fólki eða iðnaðarmönnum neinna kjarabóta. Afstaða hennar vérður tœpast skýrð nema á einn veg: Markmið hennar er að koma á skarpri stéttaskiptingu í þjóðfélaginu, þar sem mikið bil sé milli ríkra og fátœkra. Annars vegar á að vera braskara- og kaupmang- araliðið ásamt vel titluðum embættismönnum ríkisins. Ilins vegar á allt almennt verkafólk, sjómenn, iðnaðar- menn og bœndur að vera. Að þessu er keppt eftir ótal leið- um, en afstaða ríkisvaldsins til kaupgjaldsmálanna hefur ber- legast sýnt hvert markmiðið er. Fœstir munu hingað til hafa gert ráð fyrir því, að starfs- fólk ríkis og bæja væri ákaft í að vinna með ríkisstjórninni að þessari þróun mála. Hitt er annað, og getur enginn láð því, þó að það taki fegins hendi við sæmilegum launum. En nú hef- ur sá atburður gerzt, sem bend- ir til þess, að opinberir starfs- menn hyggist sjálfir taka virk- an þátt í því að búa til og breikka bil milli sín og annarra launastétta þjóðfélagsins. Það liðu aðeins 10 dagar frá því verkalýðsfélögin knúðu fram 15% hœkkunina, þar til stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bœja samþykkti einum rómi að gera kröfu til, að opin- berir starfsmenn fengju einnig þessa 15% hœkkun á sín laun. Eftir að verkalýðsfélögunum hefur mistekizt að ná fram nokkuð viðlíka hœkkun og op- inberir starfsmenn fengu, rísa þeir opinberu upp og krefjast að fá til viðbótar sinni hœkkun sömu hœkkun í prósenttölu og verkalýðsfélögin fengu, en í fleslum tilfellum þýðir það mun meiri hækkun í krónum talið. Þannig er gerð krafa til þess, að bilið breikki enn. Þrátt fyrir þá miklu hœkk- un, sem opinberir starfsmenn fengu í fyrra, skal því alls ekki haldið fram, að þeir séu yfir- leitt oflaunaðir. En verkafólk er vanlaunað og það eru bœnd- ur einnig. Áður en hœgt er að samþykkja, að starfsmenn hins opinbera fái meiri hlut út þjóð- arbúinu en þeir nú hafa, verð- ur að stórauka hlut verka- fólksins og bœndanna, þess fólks, sem nú býr við þrengst- an kost, en vinnur þau störf, sem eru undirstaða annarra starfsgreina og þar með undir- staða þess, að eitthvert kaup sé hægt að greiða. Það hefur að undanförnu verið oft og víða á það bent, að lœgst launaða fólkið í land- inu hefur um árabil minnstar hœkkanir fengið á sín laun. Þegar bezt hefur látið, hefur það fengið sömu prósenttölu í hœkkun og aðrar stéttir, en það þýðir alltaf minna að krónutölu. Auk þess hafa þeir hœrra launuðu oftast fengið hœrri prósenttölu. Á þessu verður að verða breyting. Og á meðan almennt verkafólk fœr ekki meiri leiðréttingu sinna mála, en það fekk í fyrra mánuði, er ekki hœgt að fall- ast á hœkkanir á kaupi þeirra, sem mesta kaupið hafa. Nú skortir jöfnuð en ekki meiri misskiptingu. Sé fjármagn fyrir hendi til að greiða meira í kaup en nú er gert, og það er vafalaust að fjármagnið er til, þá er það verkafólkið og bændur, sem nœst eiga að fá sína hluti aukna. Síðan kemur röðin að öðrum, en fyrr er heldur alls ekki hægt að taka þeirra mál til afgreiðslu. Þ. Morgt er skrýtið Hð kostor bcnzíníð HO hver litri Myndarleg hækkun varð á j benzínverði nú um áramótin. Lít- erinn kostaði á gamlaársdag kr. 4.20, en þegar aftur voru opnaðar benzínafgreiðslur eftir áramótin var verðið orðið kr. 5.70. Meirihluti hækkunar þessarar, eða kr. 1.30, er afleiðing nýju vegalaganna, sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir jól. Þetta álag á benzínið á að renna til fram- kvæmda við vegagerð í landinu, þar sem stjórnarflokkarnir töldu sig ekki geta veitt neina aukningu til þeirra mála úr ríkissjóði, þrátt fyrir allt talið um góða afkomu hans og söfnun í sjóði. Er vissu- lega ekki vanþörf á því, að vegafé sé aukið. En rétt er í þessu sam- bandi að minnast þess, að um- ferðin í landinu hefur áður verið skattlögð með benzínskatti, hjól- barðaskatti, þungaskatti og fleiri álögum. Hefur ríkissjóður haft af þessu stórum meiri tekjur, en aft- ur hefur verið úr honum veitt til framkvæmda við vega- og brúa- gerðir. Hefði verið full ástæða til, að þær upphæðir allar hefðu verið lagðar til veganna áður en farið var að auka svo mjög skatt- heimtuna, sem nú er orðið. Þá er eftirtektarvert, að bezín- verðið hækkar 20 aurum meira á hvern lítra en nemur hinum nýja skatti. Það sýnast vera allgóð innheimtulaun til handa olíufélög- unum. En þau munu í hópi óska- barna ríkisstj órnarinnar, og henni þykir seint of vel gert við þau börnin sín, sem hún hefur velþóknun á. Atviiiua Fullorðinn maður, fremur lítill fyrir sér, óskar eftir léttri vinnu. Askilið að kaup sé hátt Upplýsingar hjá blaðinu. 1 I 1 Kaoptoxtor Eíningor og BíbtjðroféL hmetno tirtir Bloðið hefur snúið sér til for- ustumonno Verkalýðsfélogsins Einingar og Bilstjórafélogs Akur- eyror og spurzt fyrir um hvort kouptaxtor félaganna hafi ekki hlotið fulla viðurkenningu at- vinnurekenda. Voru svör for- manna bcggja félaganna ó þó lund að vinna væri nú aftur hafin (2. jan.) ó öllum þeim vinnu- stöðvum þar sem meðlimir þessara félaga vinna og væri hvarvetna unnið eftir töxtum félaganna þar sem þeir til þekktu og engar kvart- anir hefðu borizt um fróvik fró ouglýstu kaupgjaldi. A vinnustöðvum Einingar hefur aðeins einn atvinnurekandi sýnt tregðu ó að sætta sig við kaup- taxtonn og lét ekki hefja vinnu fyrr en 2. jan. Hjó öðrum viðsemj- endum Einingar hófst vinna yfir- leitt fyrir jól. Er af þessu sýnilegt að atvinnu- rekendur hér sætta sig oð fullu við þó ókvörðun þessara félaga að ókveða laun með kauptaxta fyrst um sinn þótt félag þeirra hafi viljað friða forustu Vinnuveit- endasambands íslands með því oð undirrita skapvonzkulegt bréf sem það síðan hefur lótið birta í blöð- um. Athyglisvert er þó oð í til- skrifi þessu er lögmæti kauptaxta- auglýsingarinnar hvergi vefengt og hefur enginn nema mólgagn Alþýðuflokksins hér í bæ haldið þeirri firru fram að aðgerðir fé- laganna hafi ekki í olla staði verið fyllilega löglegar. Eftir því sem blaðið hefur getað fregnað af öðrum félögum ó Norð- ur- og Austurlandi/ sem kaup- taxta auglýstu i lok verkfallsins er þaðan hið soma að segja: að hvarvetna eru taxtarnir viður- kenndir í reynd. Laugardagur 4. jonúar 1964 Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.