Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.01.1964, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 04.01.1964, Blaðsíða 7
SKRJÁF í SKRÆÐUM Hart var þó á Skaga. Mörgum verður nú ef tiI vill ó að brosa að eftirfarandi sögu. Þó er hún ekki brosleg, heldur sýnir hún okkur inn í heim þeirra hörmunga, sem harðindi og fótækt bjuggu næstu fyrirrennurum okkar. Veturinn 1880—1881 var einn hinn harðasti og versti, sem yfir þetta land hefur gengið. Fylgdist þó flest að, fódæma fannfergi, ægilegar frosthörkur, svo fyrir kom að hross helfrusu í haganum, og hafþök af ís fylltu firði og víkur hér norðan lands og bönnuðu alla sjóvarbjörg. Varð af þessum sök- um öllum bjargarskortur, til lands og sjóvar, bæði fyrir menn og dýr. Það var að hallandi þessum voða-vetri, að gamall maður I koti einu yzt á Skaga, andaðist. Vegna ótíðar, ófærðar, og af fleiri ástæðum kannske, var ekki hægt að koma líkinu til greftrunar inn að kirkjustaðnum, Ketu, en þang- að er langur vegur og nú fátt um flutningatæki. Ekki var heldur til- tækur viður í líkkistu. Húsakynni á koti þessú voru hirt bágbornustu í alla staði og því enginn vegur að, geyma hinn látna ! bænum. Því varð það fangaráð heimamanna að fara með líkið niður undir fjörukamb- inn og grafa það þar í fönn, því frostin mundu sjá um að ekki slægi í það, sem hjarnið geymdi. En þá voru margir svangir á Skaga. — Ekki leið á löngu þar til óboðnir og aðgangsharðir gestir leituðu þess er fönnin fól og tönn á festi.. Komu hér bæði til refir og hrafnar, ásamt hinum minni- máttar vargi, músunum. Bráðlega varð það heimamönnum Ijóst, að afgangur gamla mannsins mundi litla grafarró hljóta í freranum og yrðu til að koma skjót ráð ef bjarga átti líkinu undan varga- kjöftum. Var því sent í flýti á fund sonar hins framliðna, en hann bjó sæmilegu búi ekki all- fjarri. Hann brá hart við, rak samon kistu, setti hana á sleða og sótti lík föður síns. Flutti hann það síðan í kistunni heim til sín og geymdi í skála. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Einhvern dag, skömmu síðar, gengur bóndi um likhúsið og sér þá að nöguð eru göt á kistuna í fleirum en einum stað, og þegar hann gengr nær, hlaupa nokkrar mýslur út um götin, heldur felmt- ursfullar og skömmustulegar. Vissi þá bóndi að ekki yrð likams- leifar hins framliðna forvaraðar fyrir varginum, nema að ný og betri ráð kæmu til. Hann tók þvi líkið úr kistunni, vafði um það brekáni og böndum og hóf það þannig umbúið upp i skreiðarhjall sinn, með jöfnu bili frá jörðu og rjáfri. Þannig tókst að bjarga þvi, sem enn varð bjargað af líki gamla mannsins, þar til því var komið inn að Ketu, í vigða mold. Samkvæmt kirkjubókum hefur mánuður liðið frá andláti til greftrunar í þessu tilfelli. fAð efni til eftir sögn samtímamanns). Attrœður öldinpr Marka-Leifi og „meinsærið". Svo bar til í Skagafirði fyrir ára- tugum, að bóndi nokkur varð að játa það á sig, öð hafa fjölgað hrossastóði sinu með því að grípa hross og hross frá öðrum. Var hér m. a. um að ræða hryssu eina, sem hann hafði afmarkað og haldið sem sinni eign um 2 eða 3 ára skeið, enda fylgdi henni nú bæði tryppi og folald, sem hvoru tveggja bar fjármark bóndans. Nú var auglýst eftir réttum eig- anda þessara hrossa, því bóndi þóttist ekki muna gjörla hvaðan hann hefði gripið merina á sinum tíma. Marka-Leifi blandaði sér auðvitað í málið, þvi hann var mjög fjárglöggur og auk þess flestum kunnugri búsmala öllum í tveimur sýslum. Hann hélt því fram, að hryssan væri vestan úr Húnavatnssýslu og nefndi bæði bæ og bónda. En nú bar svo til að bóndi þarna úr nágrenninu, sem Sigurður hét, vildi helga sér hryss- una og það sem henni fylgdi. Hann var síðan látinn sanna eign-. arrétt sinn með eiði, og fór að þvi búnu heim til sín með hrossin þrjú. Þegar Leifa eru flutt þau tið- indi, að Sigurður hafi svarið sér hryssuna, líkar honum stórilla og segir hraðmæltur að vanda: — Meinsæri, meinsæri! Hreint meinsæri! Ekkert annað en mein- særi! Viðstaddir spurðu þá Leifa af hverju hann drægi það, eða hvort Sigurður mundi ekki þekkja hross- in sín. Nei aldrei, sagði Leifi, og flutti þessa ræðu til viðbótar: Hann á tvo hesta, báða brúna, annar er 26 vetra, en hinn er bara 6 vetra, en hann þekkir þá aldrei i sundur, heldur rekur þá ævinlega báða heim þegar hann ætlar að nota annan, — og ekki nóg með það, heldur verður hann að fara á bak á þá, — og ef hann dettur af bakl, þá veit hann að hann er á reiðhestinum, þessum 6,vetra, en ef hann dettur ekki, þá er hann á kerruklárnum, þessum 26 vetra. Haldið þið svo að þessi maður geti svarið sér hross? — Hent á lofti nýlega. — í dag er merkisdagur á Krist- nesi. Merkisafmæli eins þrek- mesta og þrautreyndasta vist- manns hælisins, Stefáns Jóhannes- sonar frá Hóli í Fnjóskadal, Stebba frá Hóli eins og hann var og er oftast nefndur í daglegu tali. En að lítt athuguðu máli virð- ist það ekki trúlegt, að hann Stebbi eigi 80 ár að baki sér gengin. En við verðum að beygja okkur fyrir sannleik, staðreynd- Árin milli 1880 og 1890, þau árin er Stefán sleit fyrstu barns- skónum, voru íslenzku þjóðinni erfið í skauti, ár ísavetra og kaldra grasleysissumra og hung- urs og harðréttis við hvers manns dyr. En þau stæltu dugnað, vilja, hörku einstaklingsins. Því um tvennt var að ræða: Að duga eða drepast. Stefán fékk í arf það veganesti, sem dugað hefur honum vel, sem Kringsjá vikunnar Frá Sjálfsbjörg. Jólafundur Sjálfs- bjargar verður haldinn sunnudaginn 5. janúar kl. 8.30 e. h. Fjölbreytt skemmtiatriði. Félagar fjölmennið og taki'ð' með ykkur gesti. Skemmtinefnd. St. Georgs-gildið. — Fundur í VarSborg 6. janúar kl. 9 e. h. — Stjórnin. Lúðrasveit Akureyrar heldur jólatón- leika í Akureyrarkirkju sunnudags- kvöldið 5. janúar kl. 8.30. Auglýsið V erkamanninum. um sögunnar. Réttum 100 árum eftir móðuna miklu, á því herrans ári 1883, 13. des., segja okkur kirkj ubækurnar að fæðst hafi drengur á Draflastöðum í Fnjóska dal. Foreldrar þessa snáða voru hjónin Jóhannes Sigurðsson og Sigríður Sigurðardóttir, sem þá voru þar til heimilis, í hús- mennsku. Drengur þessi hlaut nafnið Stefán. Hann stendur nú hér á meðal okkar, eftir baráttu í átta tugi æviára og rís sem klett- ur úr hafinu er lætur lítt haggast. Þrátt fyrir nístandi næðinga und- angenginna áratuga ,fátækt, ör- birgð og langvarandi heilsuleysi. Og nú síðast hefur Stefán hlotið það hlutskipti í lífinu að verða að dvelja á berklahæli í 25 ár. En hvíti dauðinn svo kallaði hefur ekki enn komið Stefáni á kné. Flestir venjulegir menn hefðu þó þurft minna til. Já, ég hygg að Stefán sé fyrir margra hluta sakir sérstæður, já sérstakur, en mikill persónuleiki. Hann vekur eftir- tekt við fyrstu sýn. Það mun hafa verið fyrir 30 árum að ég sá Stefán fyrst og hans minnist ég ávallt síðan, hversu mér þótti maðurinn stór- skorinn, kraftalegur og líkur fornmönnum. Ásjónan stórskorin, en svipurinn jafnan hreinn og drengilegur. Þar var sem speglað- ist hreinleiki sálarinnar sem og í augum hans og þá eiginleika hef- ur honum tekizt að varðveita til þessa dags. Stefán Jóhannesson frá Hóli í Fnjóskadal áttræður 13/12 1963. Hefur verið vistmaður á Kristneshæli i 25 ár, og myndin tekin þar á afmælinu. sagt: Þrek, dugnað, seiglu og hörku kynstofnsins hefur hann drukkið í sig með móðurmjólk- inni. Að vísu mun Stefán hafa alizt upp við harðan kost eins og flestir íslendingar hafa orðið að sætta sig við á liðnum öldum. En þó hefur honum sem og flestum öðrum jafnframt hlotnast góður, óbrotgjarn arfur: Prúð- mannleg Iyndiseinkunn, dugnaður og þrautseigla. í hálfan þriðja tug ára hefur Stefán gist heilsuhælið á Krist- nesi, oft sárþjáður, svo þjáður að vart hefur honum verið hugað líf, en ávallt fram til þessa dags hefur seiðmagn lífsins borið sigur af hólmi. Hinn hvíti dauði hefur orðið að lúta í lægra lagi, fyrir með' fæddum og áunnum eiginleikum Stefán Jóhannessonar. íslenzka þjóðin þyrfti að eiga sem flesta einstaklinga með eiginleikum Stebba frá Hóli. Hvar sem hann hefur kornið við sögu er dugnað- ur hans viðurkenndur. Þar stend- ur hann feti framar en samferða- mennirnir. Fnjóskdælingar geta verið stoltir af Stebba sem full- trúa sínum, hvar sem hann kemur SIFFURGARN (Zephyrgarn) í fögrum lithverfingum. Mólaður strammi mikið úrval. Póstsendum, sími 1364. Verzlun Ragnh. O. Björnsson við sögu, ég er persónulega stoltur af að vera sveitungi hans. Aðalstarf Stebba nú seinni árin hér á Kristnesi hefur verið að binda vír, eins og það verk er kallað, alla þá daga sem hann hefur mátt sig úr rúminu hreyfa. En hinn venjulegi vinnudagur hefur ekki nægt Stefáni, þess utan hefur hann oft sézt sitja á rúmi sínu og binda fiskspyrður. Svo mikill er starfs-áhugi þessa manns. Og líklega er það starfið fremur en nokkuð annað sem haldið hef- ur honum uppréttum, fram á þenn- an dag. Já, eins og Stefán sjálfur hefur orðað það: „Ef ég fæ ekki að vinna, þá er ég búinn að vera. Þá dey ég strax.“ Það er án efa ósk allra vist- manna Kristneshælis, að honum auðnist ætíð að vinna með hug oig hönd á meðan dagur er á lofti, þar til hann verður kallaður burt til starfa á annan vettvang, til nýrra starfa þar. Mínar hugheilu óskir eru þær, að þér vegni ávallt sem bezt. Beztu þakkir fyrir liðnar stundir. Lifðu heill að lífsins hinzta degi. Kristneshæli, 13/12 1963. Haraldur Hallsson. Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og FulltrúaráS AlþýSu- bandalagsins í N orðurlandskj ördauni eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. ■— Lausasöluverð kr. 3.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssosar h.f., Akureyri. Laugardagur 4. janúar 1964 Verkamaðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.