Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.01.1964, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 04.01.1964, Blaðsíða 8
Á öld vísinda og tœkni Verkamadurinn eru limir græddir saman og varahlutir settir í meun Það getur víst ekki framhjá neinum farið, að við lifum á öld tækni og vísinda. Tækniframfar- irnar eru svo örar, að menn eru hættir að hrökkva við, þótt þeir heyri, að í dag hafi það verið framkvæmt, sem í gær var talið óhugsandi að reyna. Fyrir aðeins 20 árum voru flug- vélarnar enn tiltölulega lítill þátt- ur í samgöngumálum heimsins. Nú streyma hundruð og aftur hundruð risastórra flugvéla heimshornanna á milli hvern ein- asta dag. Og hraðinn vex stöðugt. Nú eru þess dæmi, að íslendingar hafi borðað hádegismatinn sinn heima, skroppið suður yfir Atl- antsála í miðdegiskaffi, en aftur verið mættir í kvöldmatinn heima hjá sér. Þá eru menn teknir upp á því að skjótast út fyrir gufuhvolfið og þjóta á nokkrum mínútum í kringum jarðkúluna án þess að þeim verði meint af. Gandreið telst ekki lengur galdur, heldur vísindagrein. Ferðir til tunglsins eða reikistjarnanna í sólkerfi okk- ar eru ráðgerðar í fyllstu alvöru. Vélar, sem á fáum mínútum leysa þær ráðgátur, sem manns- heilinn væri heil ár að glíma við, eru orðnar algengar. Þegar forseti1 Bandaríkjanna er myrtur á ferða- Alþjóðlegt skdkmót Fyrsta alþjóðlega skákmótið, sem haldið er hér á landi, hefst í Reykjavík 12. þ. m. Er það haldið að frumkvæði Skáksambands ís- lands. Þátttakendur verða 14, þar af 5 erlendir gestir, sem eru: Tal, fyrrverandi heimsmeistari, Nina Gaprindasvili, heimsmeistari kvenna, bæði frá Sovétríkjunum, Robert Wade frá Bretlandi, Sveinn Jóhannessen frá Noregi og Glig- oric frá Júgóslavíu. lagi um land sitt, horfa tugir ef j verða ekki hundruð milljóna manna á aðfarirnar heima í stofu hjá sér. Og fáum sekúndum eftir að at- burðurinn hefur átt sér stað hefur fregnin borizt út til yztu afkima jarðarinnar. Þegar íslendingur geyspaði golunni út í Kaupmanna- höfn á fyrri öld, liðu mánuðir áð- ur en fréttin barst til foreldra heima á íslandi. í fyrri heimsstyrjöldinni, sem ) miklar framfarir, að ekki líkist neinu öðru en römm- ustu lygasögum fortíðarinnar, þeirra tíma, þegar frjóir hugir manna höfðu ekki við annað að glíma en að spinna upp fjarstæðu- kennd hugarfóstur um drauga og galdra. Nú er það ekki lengur orðið einsdæmi, að maður deyi drottni sínum, hjartað hætti að slá og blóðið hætti að renna um æðar, ' ''tl' ' Happdrættið Dregið hefur verið í Happ- drætti Verkamannsins. Núm- erin verða birt í næsta blaði. — Þeir, sem ekki hafa gert skil, þurfa að gera það strax. við köllum, lágu hermenn stríðs- aðila mánuð eftir mánuð í skot- gröfum hvorir andspænis öðrum og skiptust á skotum úr ósköp ein- földum rifflum, drápu einn og einn andstæðing eða fórust sjálfir af kulda og harðrétti. Nú hóta stórveldin hvort öðru, að verði upp á þau abbast skuli öllu lífi á öðrum helmingi jarðarinnar a. m. k. eytt á næstu mínútum. En það er ekki aðeins á sviði samgangna eða manndrápa, sem tæknin tekur framförum. Einnig að því er tekur til þess að bjarga en sá hinn sami gangi samt meðal frænda sinna ljóslifandi skömmum tíma síðar. Nú eru menn í raun og sannleika vaktir legt sé að lækna augu þeirra. Augu látins fólks eru tekin úr dánum og grædd í lifandi fólk. Þó að heilabú manna ruglist, tekst oft að „hræra“ í því með góðum árangri, þannig að starf- seinin komizt í samt lag aftur. Þá er farið með árangri að taka líffæri úr dýrum og græða þau í menn í stað skemmdra líf- færa þeirra. Við heyrðum í gær sagt frá því í útvarpinu, að nýru apa hefðu með góðum árangri verið grædd í mann. Það má lengi láta gamla bíla halda áfram að ganga og gegna sínu hlutverki, ef ekki skortir varahluti til þeirra, ef jafnan er hægt að endurnýja það, sem úr sér gengur. Nú virðist stefna að því sama með þá vél, sem nefnd er maður. Nú er farið að endur- nýja vissa hluta þessarar vélar með varahlutum, og við vitum ekki hvar takmörk þeirrar starf- semi kunni að verða í framtíð- inni. En við vitum, að læknum og vísindamönnum þykir ekki lengur tiltökumál að taka fram fyrir hendur almættisins og setja á vet- ur þá, sem samkvæmt öllum þeim lögmálum, sem til skamms tíma voru viðurkennd, ættu að vera dauðir og komnir til feðra sinna. Þegar ekki er lengur treyst á end- urnýjunarhæfileika mannslíkam- ans eingöngu eða lyfjagjafir né látið nægja að skera burtu mein- semdir og græða sár, þá vitum við ekki hvert áframhaldið verður. um En sumir vísindamenn láta í það skína, að sá tími sé ekki langt undan, að fólk verði almennt svo sem 150 til 200 ára. En fari svo, upp frá dauðum. Það er jafnvel þá vitum við heldur ekki; hvort bara skellt í þá hjarta úr stáli á meðan dyttað er að gamla hjart- anu og það síðan látið taka til starfa á nýjan leik. Og bæði austri og vestri er unnið að því að framleiða eilífðarhj örtu úir plasti til að stinga inn í brjósthol manna, þegar gömlu hjörtun, sem þeir fæddust með, eru ekki lengur starfi sínu vaxin. Blindir eru ekki lengur vonlaus- mannslífum eða lengja líf manna, hafa orðið og eru stöðugt aðir um að fá sjón, enda þótt óger- beri að fagna því eða ekki. Hinu getum við treyst, að vísindamenn- irnir halda áfram að glíma við 1 það verkefni að lengja mannsald- urinn og jafnframt halda kolleg- ar þeirra áfram að finna upp og framleiða stöðugt afkastameiri vélar til manndrápa. Samræmi sýnist ekki gott þar í milli. En svona er heimurinn. Með þessu greinarkorni birtum við tvær myndir, er okkur hafa borizt frá því stóra og fjölmenna landi Kína. Þær sýna okkur svip- mynd af einum þætti þess, sem læknavísindunum í dag er orðið mögulegt. Á annarri myndinni sjáum við sundurhögginn handlegg. Það er handleggur 27 ára gamals verka- manns, sem 2. janúar fyrra ár varð fyrir því slysi í verksmiðju, þar sem hann vann, að ein af vél- um verksmiðjunnar klippti hand- legg hans í tvennt. Sj álfsagt hefur hinn ungi verka- maður, Wang Tsun-po, strax og hann sá handlegg sinn detta í tvennt, sannfærzt um, að hann hlyti að lifa sína ævidaga sem örkumla maður, og nærri má geta að dimmt hefur í huga hans, fram- tíðin ekki virzt björt. En Wang Tsun-po var þegar í stað ekið til næsta sjúkrahúss, og í stað þess að veita hina venju- legu „fyrstu hjálp“ og búa um stúfendann svo sem venjulegt er í tilvikum sem þessu, þá ákvað yfir- læknir sjúkrahússins að græða handlegginn saman. Ekki munu allir aðstoðarmenn hans hafa ver- ið sannfærðir um, að sú aðgerð tækist, en hvað dr. Chen Chung- wei sjálfur hefur hugsað veit eng- Mnn. Hitt er staðreynd, að hálf- i tíma eftir að slysið varð var verka- | maðurinn kominn á skurðarborð- . ið og þar hafizt handa um að- | gerð, sem tók hálfa áttundu klukkustund, en bar þann árang- ur að Wang Tsun-po heldur hendi sinni og allar líkur benda til, að hún muni koma honum að fullu gagni í framtíðinni. í nóvember sl. var hann farinn að geta notað hana til að borða með og einnig til að skrifa. Á myndinni hér sést hann lyfta sex kílóa lóði með sam- settu hendinni. Læknarnir, sem aðgerðina frömdu þykja hafa unnið mikið afrek, en kannske þykir þetta inn- an fárra ára aðeins sjálfsagður hlutur, að líkamshluti, sem brotn- ar eða heggst í tvennt, sé grædd- ur saman aftur. Margt bendir til þess. Viðgerðaþjónustan er að komast á svo hátt stig. Vísa vikunnar Sá, er gín við fölskum feng, frelsi sínu tapar. Bölvað svín úr bezta dreng brennivínið skapar. 2. janúar 1963 leit hægri hendi kín- verska verkamanns- ins Wang Tsun-po pannig út eftir slys. j I dag borðar honn, I ikrifar og vinni Fleira með þessari sömu hendi. A hinni myndinni sést hann lyfta 6 I | rir t ' Je» p » ■ ’VrA""" V* " / kiloa loði. Su mynd /ar tekin í nóvem- ber s.l.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.