Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.01.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 04.01.1964, Blaðsíða 4
- Við dramót Verzlnnin lllín Brekkugötu 5 óskar öllum viðskiptavinum sínum GLEÐILEGS NÝÁRS. XXi'^'i'itifi'i^'i'^'i'i'i'i'Í'^'iii'i'i'^'X^'i','^'Xi','^i*'i'i'i'i'ÍtÍ'ififit & & & I Gleðilegt nýór! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Baugur h.f. Gleðilegt nýór 1 Þökkum viðskiptin á liðna árinu. I / Þórshamar h.f. y^SSSS^SSi'SS^SS^SSSS^iV^^,t^im*SSif>fi$&&Í$$ Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á árinu. Samvinnutryggingar. ^i'i'Si'i'i'iVi'iSi'i'i'i'i'i'i'i'i'i'i'i'i'i'i'ii'iVi'iÍi'i'i'i'i'i'ifi'i'i'i'i'i'Ít. XS,',','i'i'i'i'ir,'i','i',','SS,',',','Si'i'S,'i'Si'i'Si'i'i'i'i'i'i'i'i'i'i'i'iti'i' Farsælt komandi ór! Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Xi'iti’Si'i'i'i'i’i'Si'Si'SSi'Si'i'i'i'Si'i'Si'i'i'i'i'i'Si'ititi'i'Í'iiÍtititititit, Framhald af 1. síðu. arri óáran, sem magnast hefur í efnahagsmálunum undir þeirra stjóm og fyrir þeirra tilstilli. Staðreyndir tala hér allt öðru máli. Frá því í október 1958 í þann mund er núv. stjórnar- flokkar tóku við völdum og þar til í okt. s.l. hafði verkamanna- kaup hækkað um 28% en neyzluvöruverðlag hafði á sama tíma hækkað um 62%. Það þarf vissulega sérstaka tegund rök- semdafærslu til þess að „sanna“ að 28% kauphækkun verka- manna geti valdið 62% verð- lagshækkun, ekki sízt þegar það liggur fyrir að kauphækkanimar urðu alltaf löngu á eftir verðlags- hækkununum. I raun réttri hefur ekki verið um að ræða öll „viðreisnarárin“ neina kröfugerð um hækkuð laun, því rauntekjur fyrir hverja unna tímaeiningu hafa farið sí- lækkandi. Allt slíkt tal er því markleysa ein. Og þetta hefur gerzt þrátt fyrir það að hreinar þjóðartekjur á mann hafa vaxið á þessu tímabili Um meira en 10% (til ársloka 1962) og á s.l. ári mun enn hafa oröið fram- leiðslumet, þrátt fyrir stjórnar- stefnuna. En á sama tíma og verkamenn fengu 28% krónu- hækkun á 5 árum fengu hæst- launuðu embættismenn allt upp í 141% hækkun (forsætisráö- herrann þó nokkru meiri hækkun). Þegar það lá fyrir í byrjun nóvembermánaðar s.l. að verka- lýðshreyfingin ætlaði að mæta þessari þróun launamálanna með kröfum um að verkamanna- laun hækkuðu í þá upphæð (kr. 96 þús. á ári), sem stjórnarvöld reikna með að lægsta þurfi til þess að framfleyta meðalfjöl- skyldu — þá var svar ríkisstjóm- arinnar þvingunarlagafrumvarp- ið fræga, sem átti að svipta launa stéttirnar öllum rétti til þess að semja um kaup sitt og kjör. Með því frumvarpi gægð- ist fram hið rétta eðli og innræti þeirra, sem nú hafa ríkisvaldið í hendi sér og breytir þar engu um þótt kjarkinn brysti til þess að freista þess að láta slíka lög- gjöf koma til framkvæmda, þeg- ar séð varð að kjarni verkalýðs- hreyfingarinnar stóð einhuga um að hafa slík eindæmi að engu, en gekk inn á að fresta boðuðum verkfallsaðgerðum um mánaðar- tíma, gegn því að sá tími yrði notaður án undanbragöa til þess að þrautreyna leiðir friðsam- legra samninga. Mánaðarfresturinn færði þó hvorki atvinnurekendum né rík- isstjórninni aukinn samnings- vilja enda munu hvorir tveggja hafa talið, að þeir ættu nú betri aðstöðuna er verkfallsaðgerðir skyldu hefjast á óhentugasta árs- tímanum fyrir verkalýðssamtök- in. Hins vegar var það von manna í verkalýðshreyfingunni, að hin víðtæka samstaða innan hennar gæti bætt upp hinn óhent- uga samningstíma og tryggt bærilega úrlausn á meginkröfum hennar, en þær voru um 40% kauphækkun, verðtryggingu kaups og styttingu hins óhóf- lega vinnutíma. Það verður að segjast sem satt er að þessar vonir brugðust og sannaðist hér hið gamal- kveðna að engin keðja er sterk- ari en veikasti hlekkurinn. For- ingjar verzlunarmanna hófu fljótt sérsamninga og klufu sig frá meginfylkingunni eftir að- eins 3ja daga verkfall með 10% kauphækkun í vasanum, en höfðu áður afsalað sér til fram- búðar rétti sínum til frjálsra samninga um launakjör sín. Iðja í Rvík fór í slóð lagsbræöra sinna í V.R. 5 dögum síðar með árssamning um 14% kaup- hækkun án allrar verötrygging- ar eða framgangs annarra hlunn- inda. Allt gerðist þetta fyrir vafalausan tilverknað pólitískra afla í þjónustu atvinnurekenda og ríkisstjórnarinnar. Þegar hér var komið og enn hrikti í fleiri hlekkjum samtaka- keðjunnar styttist leiðin óðum að þeirri lykt mála að verka- lýðsfélögin neyddust til að una þeim nauðungarkjörum til bráðabirgða að falla frá tveim meginkröfum sínum um verð- tryggingu kaups og styttingu vinnutímans, en fá kaup aðeins hækkað um 15%. En þegar sú kauphækkun er metin verður að hafa í huga að stórfelldar verð- hækkanir voru, þá er samningar voru gerðir, þegar fyrirséðar þótt engin launahækkun yrði. Enn var vituð sú fyrirætlun rík- isstjórnarinnar að veita út í verðlagið allri þeirri launa- hækkun, sem um yrði samið, hvort sem hún yrði stór eða smá. Var því enn ríkari ástæða til þess að halda fast við kröfuna um verðtryggingu þess kaups, sem um var samið, en til þess skorti afl samstööunnar að þessu sinni. Nú á áramótum verður ekki betur séð en það sé fastur ásetn- ingur ríkisstjórnarinnar að láta enn eina dýrtíðarholskefluna steypast yfir þjóðina, trúlega þá mestu, sem yfir hefur dunið á valdatíma hennar. Jólaleyfi AI- þingis er nú haft í styttra lagi fyrst og fremst vegna þess að ríkisstjórnin ætlar að stórhækka hinn almenna söluskatt og vill engan tekjutíma missa af árinu. Þannig verður allt verðlag hækk- að um hundruð milljóna til við- bótar þeim hækkunum, sem leiða af fyrri aðgerðum ríkisvaldsins og þeim hækkunum, sem telja mætti eðlilegar afleiðingar kauphækkananna. Ef marka má áramótaboðskap forsætisráð- herrans er svo fitlað við hug- myndir um nýjar lögþvmganir í kjaramálunum og gengisfellingu síðar á árinu. Það verður því ekki séð nú, að stjórnarflokk- arnir hafi lært neitt af reynslu síðustu ára. „Viðreisnarstefnan“ og styrjöld hennar við almenn- ing á að haldast í fullum gangi. Afleiðingar þessa geta svo auð- vitað engar orðið aðrar en hrak- andi lífskjör, sem verkalýðs- hreyfingin hlýtur nauðug viljug að mæta með harðnandi kaup- gjaldsbaráttu. Það er vissulega von að marg- ur spyrji: Hvenær verður hér breyting á? Hvenær verður hætt að tæta okkar litla þjóð- félag sundur í stríðandi hópa þegar mest þörfin er á að sam- eina kraftana? Hvenær leggjast allir á eitt um að tryggja það að nútíma tækni og vitlegt skipulag á rekstri þjóöarbúsins færi vinnustéttunum öruggari lífs- kjarabætur og mannsæmandi vinnutíma að hætti annarra þjóða? Sjálfsagt er enginn fær um að dagsetja eða jafnvel ár- setja það hvenær slík gerbreyt- ing á okkar stjórnarfari er lík- leg og nú við áramótin veröur ekki sagt að vel horfi um að breytingin sé nærri. Hitt þarf vinnustéttum landsins að vera ljóst, að þá fyrst eru þær sættir ríkisvalds, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar, sem einar geta fært þjóðfélagi okkar frið og öryggi, mögulegar að verka- lýðshreyfingin, bæði hin fag- lega og pólitíska, styrkist og efl- ist, reynist fær um að sanna þaö, að hún er það vald og það afl i þjóðfélaginu, sem taka verður fullt tillit til, en hvorki verður sniðgengið né barið til auð- sveipni. Þess vegna er uppbygging og efling Alþýðubandalagsins, hinnar pólitísku greinar verka- lýðshreyfingarinnar mál dags- ins, mál ársins, sem nú réttir okkur hönd sína. Þess vegna er alefling faglegrar einingar inn- an Alþýðusambands Islands það verkefni, sem öllum verkalýðs- sinnum hvar í flokki, sem þeir standa ber að keppa að að leysa og leysa fljótt. í þeim efnum eru þær skipulagsbreytingar, sem nú eru í undirbúningi innan sam- takanna mikilvægar og einna líklegastar ráða til þess að draga úr þeirri pólitísku spennu, sem lamað hefur samtökin fram á þennan dag og gert hefur póli- tískri fimmtuherdeild höfuðand- stæðinganna lífvænt innan þeirra. Megi árið 1964 færa íslenzka alþýðu og samtök hennar nær þeim markmiðum, sem henni og þeim ber að keppa að: sköpun réttlátara þj óðf élags, f riðsam- legra þjóðfélags, þjóðfélags ör- yggis og batnandi lífskjara. Þrátt fyrir allt skulum við ganga til móts við komandi ár í þeirri sannfæringu að það beri í skauti mikla áfanga á réttri leið. 4) Verkamaðurinn Laugardagur 4. janúar 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.