Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 31.01.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 31.01.1964, Blaðsíða 2
Á sjónskííunni Ótti Verðir sálarinnar segja: Það má ekki segja börnum draugasög- ur, ekki sá fræjum óttans í hug þeirra eins og gert var í gamla daga á rökkurvökum. Þau urðu andlegir krypplingar af því og þorðu ekki um þvert hús að ganga. Tröll, forynjur og draug- ar sátu alls staðar á fleti fyrir. En standa engar forynjur í vegi nútímamanna? Erum við laus við óttann? Nei, engin kyn- slóð hefur verið þvinguð eins af ótta. Blöð og útvarp ala á þessum ótta með fréttaflutningi sínum og hrollvekjum, þarf ekki „hasar- blöð“ til. Kvikmyndir okkar eru oft óslit- in hrollvekja og bömin kynnast fáu fyrr. Umferðin er orðin mar- tröð ótta fyrir böm og fullorðna. Atómsprengj a er höfuðdraugur nútímans og helryk hennar. Fram- ámaður er hvergi óhultur í „menn- ingarlöndum“, óttinn býr í brjósti hans. Menn óttast aðgerðir ríkis- stjórnar, dýrtíðina, vaxtaokrið, út svarið og skattana. Allur heimur er okkur óttavaki nú, frá stærsta til hins smæsta. Styrjaldarþjóðir skjálfa við minnsta hark, Islend- ingar við nýjasta frumvarp Al- þingis. Menn óttast að þeir missi íbúðina og fái hvergi inni, konan óttast, að maðurinn komi fullur heim og maðurinn óttast, að kon- an taki honum illa, þegar hann kemur fullur heim. Hvert hjarta er hlaðið ótta, þó engar rökkur- sögur séu. Því verr, því miður. Einar Ben segir: Óttinn er virð- ingar faðir og móðir. Kann vera, en þá er „virðing“ ekki lengur dyggð. Verra hugtak hljóðar svo: Þú skalt búast við því illa, hið góða skaðar ei. Þetta er að vísu í anda tímans, en hroðalegt öfug- mæli. Menn skyldu einmitt búast við því góða, vera hlutlausir ella. Kvíði og ótti eru verstu sjúkdóm- ar og sjúkdómsvaldar nútímans. Þegar menn þora varla að njóta sígarettunnar af ótta við krabba. Það skyldi enginn ala ótta sinn né hlú að honum. Hann er það illgresi, sem upp skal reitt. Það gerist aðeins hið óhj ákvæmilega. Tökum því, þegar það kemur, en ölum ekki óttann við það í brjóst- um vorum. Hrakföllum linnir ekki Maður hefur ekki undan að skrifa um slys á íslandi. Það tek- ur hvað við af öðru á landi og sjó. Hið ágæta skip Jón Garðar fór niður og Hrönn ÁR—21 rak upp í Þorlákshöfn. Þetta mun vera áttundi báturinn, sem slítur upp í höfninni þar og er mikil blóð- taka ungu útgerðarplássi. Það er ekki beint uppörfandi að heyra slíkar fréttir úr verstöðvum, þeg- ar við bætist, að fiskverð skal standa í stað. Það má raunar segja, að menn og guðir leggist á eitt, að draga kjark og framkvæmdahug úr ís- lendingum. Hvað skyldi annars miða með hafnarbætur í þessari gullkistu, sem Þorlákshöfn er? Skulu hinir vösku sjómenn þar þurfa að vaka um aldur og ævi í bátum sínum þar? Það mun hafa munað litlu að hinn nýi bátur Friðrik Sigurðsson færi upp í sama veðrinu og Hrönn. Kannske er ekki furða þó íslenzka þjóðin sé hrædd? Það er slælega yfir henni vakað. Sjálf er hún ofurlítið Jfjuð og framúrleg. Tunnur Siglufjarðarverksmiðjan fór 1 eld. Morgunblaðið birtir mynd af tunnustafla á Akureyri í þessu til- efni 26. þ. m., minnist á að Sigl- firðingar vinni þar nú og birtir undir þessa alkunnu vísu, með eigin stafsetningu: Tunan valt og úr henni valt ofan í djúpa keldu. Skulfu lönd og blustu bönd en óoígjarðirnar héldu. Lífið er sem sagt skemmtilegt inn á milli, þegar prófarkalesari sefur. „Og Surtarlogi brennir vora jörð" En rétt sem vér erum að reyna að hressa upp á skapið, þyrmir á ný yfir oss. Yér flettum Moggan- um og lesum um ótta Vestmanna- eyinga við Surt. Jú, alls staðar eru hættur. Það hefur komið fram tillaga um vörð nótt og dag á Stórhöfða. Þaðan skal fylgzt með „Surti“ og gert aðvart, ef hættan nálgast. Vestmannaeyingar eru þó ekki aðili. Vestmannaeyingar haggast ekki sjálfir. Þeir hafa lif- að lífi sínu í lífsháska allt frá upphafi, a. m. k. frá Tyrkjaráni. Nei, það eru hinir, stofuprófess- orarnir, sem óttast fyrir þá. gamalt En hvers vegna nú? ísland er eldfjallaland. Það hafa áður komið upp neðansjávargos. Það er ekkert að óttast. Vest- mannaeyingar hafa áður séð hann svartan. Líf þeirra er einn lífs- háski. Barátta við Ægi. Þeir munu ekki flýja. Því þá vera að ofmeta hættur þeirra á skrifstofum í Reykjavík. Hafa þeir ekki nóg að gera með Hannes Hafstein og co.? Innilegar þakhir til allra þeirra, sem glöddu vistfólk á Elliheimili Akureyrar, um síðustu jól og áramót, með heim- sóknum og góðum gjöfum. Sérstaklega þökkum við Jóhann- esi Brynjólfssyni, Fegrunarfélagi Akureyrar, Rebekkustúk- unni Auði og kvenfélaginu Framtíðin rausnarlegar gjafir. STIÓRN ELLIHEIMILIS AKUREYRAR. ','s',','±f+','SS,f,i,'f',','S,'i'ff>if'f'S±'fff'*iff*i&i*ff^ff<íf,ffffftfff>í~ 1914 - 17.JANÚAR - 1964 Við þessi tímamót sendum vér öllum viðskiptamönnum vorum og velunnurum kveðjur og þakkir fyrir ánægjuleg viðskipti fyrr og síðar. - Jafnframt flytjum vér þjóðinni allri þakkir fyrir þann mikilsverða stuðning. sem hún hefur veitt hverju velferðarmáli félags- ins allt frá upphafi. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS 2) Verkamafurinn Föstudagur 31. janúar 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.