Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 31.01.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 31.01.1964, Blaðsíða 5
SKRJÁF í SKRÆÐUM Islendingur í Dauðadolnum. — Já, það er saga að segja frá því. Þetta er nú hverju orði sann- ara, en ég ætlaði ekki að trúa því, þegar ég heyrði, að þessi gamli vinur okkar hefði sjálfviljugur farið í útlegð í mestu eyðimörk Norður-Ameríku, I Dauðadalnum, þar sem hann hefur hafzt við einn fjarri öllum mannabyggðum nú í þrjátíu ár. Nei, það kemur ekki til mála, að ég segi þér nafn hans, en hann er svo sem jafngóður Is- lendingur og ég og þú, þótt ég og fleiri höfum án árangurs reynt að telja hann af þessari sérvizku. Honum verður ekki haggað, hann er ákveðinn að bera þarna beinin. — Var þessi ákvörðun eitthvert trúaratriði hjá honum? — Nei, ekki svo vitað sé. Hann lifði venjulegu lífi í samfélagi við aðra menn þangað til fyrir um þrjátíu árum eða svo, að hann fluttist þarna suður í eyðimörkina. Margir hafa haldið, að hann væri ekki með fullum sönsum, en það er ekki hægt að finna af tali hans. Ég hef átt heima syðst í Kaliforníu í mörg ár og heimsótt hann nokkr- um sinnum. Náin skyldmenni hans búsett í Kaliforníu hafa hvað eftir annað farið að finna hann og reyna að fá hann til að láta af þessu, sýnt honum fram á, að þetta nái engri átt að hann sé einn að hlma þarna úti á berri eyði- mörkinni, þar sem enginn væri til að liðsinna honum, ef hann veikt- ist, en árangurslaust. Honum virðist líða prýðisvel I þessum dómadags- hita. Hann striplast þar um með mittisskýlu eina fata, hefur strengt pokadruslur á staura, sem hann hefur rekið í sandinn og hefst við undir þessu á nóttunni og í mestu hitunum. Hann lifir á mjólk úr geitum, sem lifa þarna á hinum fábreytta gróðri, er sólbakaður og hraustlegur, með sítt skegg og hár. Sonur minn, sem hefur vöruflutn- ingabíla og keyrir oft yfir landið á þessum slóðum, sá einu sinni til hans, og hann kom mér á sporið að finna hann. Einu sinni ókum við þangað, og seinni konan mín var með í ferðinni. Hún hafði bak- að berjatertu, sem hún hafði með sér, og nokkrar flöskur af Seven- up. Þegar við vorum búin að finna minn gamla vin, ætluðum við al- veg að kafna af hita. Konan tekur upp tertuna og drykkinn og segir við eyðimerkurbúann, að ekki veiti nú af að væta kverkamar I þessum steikjandi hita og býður honum upp á hressingu. En hann bandaði því bara frá sér, kvaðst ekki leggja slíkan óþverra sér til munns, og við það sat, þótt konan hefði að- eins viljað gera karlinum daga- mun. Hann er þeirrar skoðunar, að aðrir ættu að fara að dæmi hans, og leggja niður lífsvenjur borgarbúans. Það mátti ekki á milli sjá, hvor vorkenndi hinum meira, við honum eða hann okkur. Ég fór að tala við hann á móður- ilmeigr líteyrissjiiur iinaðar- rnanna tekar til stgrfi Nú um áramótin tók til starfa máli okkar, og hann svaraði á ágætri íslenzku, þótt fáa hafi'Almennur lífeyrissjóður iðnaðar- hann getað talað við aðra en sjálf- manna fyrir frumkvæði Lands- an sig I þrjátíu ár. Þegar ég fór sambands iðnaðarmanna. Tildrög að leiða honum fyrir sjónir, að þessarar sjóðstofnunar eru þau, við værum nú orðnir svo gamlir,lað á 24- ISnþingi íslendinga, sem komnir um áttrætt og okkar nán- 1 haldið var á Sauðárkróki sumarið ustu vildu hlúa að okkur I ellinni 1962 var kosin nefnd tU að og fylgja okkur síðasta spölinn. I reglugerð i. fyrir slíkan lífeyris- En karl trúði mér þá fyrir því, aðisjóð- Frumvarp nefndarinnar var þess gerðist ekki þörf með sig. Isíðan samþykkt á 25. Iðnþinginu, Hann myndi onnast allt þetta1 sem haldið var 1 Reykjavík á S.l. sjálfur. Svo fór hann að sýna mér útbúnað sem hann hefur til taks, þegar hinzta stundin fer að. Hann hefur búið svo um, að þegar dauðastundin rennur upp, hefur hann tilfæringar, sem hann getur stjórnað svo að kvikni eldur undir bæli hans eftir svo og svo langan tíma, og þannig haldi hann sjálfur sína eigin bálför. Þetta var nokkuð hugvitssamlega útbúið, karlinn veit hvað hann syngur, en aldrei hefði mig grunað, þegar við vor- um að ærslast saman í sveitinni heima í Dakota, að þetta ætti fyr- ir honum að liggja. En svona fór það með okkur þremenningana, að Vilhjálmur hafðist I mörg ár við á nyrztu slóðum heims, þessi ónefndi vinur okkar gerir Dauða- dalinn að heimkynni slnu, en ég hef órum saman verið að flakka um allt landflæmið þar á milli. — Jósep af Mæri. — Tíminn. hausti, og var þar um leið kosin stjórn sjóðsins, en hún er þannig 1 skipuð: Þórir Jónsson, formaður, Óskar Hallgrímsson, varaform., Þorgeir Jósefsson, Sigurgestur Guðjónsson, Guðjón Hansen. Það sem vakir fyrir þeim, er að stofnun þessa lífeyrissjóðs standa, er fyrst og fremst að tryggja hinni fjölmennu stétt iðnaðar- manna hlutdeild í þeim hlunnind- um og öryggi, sem fylgir slíkri sj óðsstofnun. Allir ættu að geta verið sammála um nauðsyn þess að stofnaður sé einn allsherjar líf- eyrissjóður, sem opinn sé öllum iðnaðarmönnum, bæði sveinum og meisturum, hvar á landinu sem þeir búa eða starfa. Það sem mælir einkum með slíkri sjóð- stofnun er þetta: 1. Mörg iðnaðarmannafélög, sem nú þegar hefðu viljað stofna eigin sjóði, eru of fá- menn til að halda uppi slíkri starfsemi. 2. Oryggisleysi iðnstéttarinnar, ef um óhöpp eða vinnuslys (örorku) er að ræða. 3. Engin lánastofnun eða sér- sjóður er fyrir hendi, ef iðn- aðarmenn þurfa á lánum að halda til byggingar eigin húsnæðis. Sjóðfélagar geta allir iðnaðar- menn orðið. Auk þess getur stjórn sjóðsins heimilað, að aðrir en iðnaðarmenn gerist sjóðfélagar, enda hafi þeir framfæri sitt af iðnaði, iðnrekstri eða iðnaðar málum. Sjóðnum er ætlað það hlutverk að veita sjóðfélögum, ekkjum þeirra og börnum, lífeyri eftir svipuðum reglum og gilda hjá sambærilegum lífeyrissj óðum. í sambandi við ávöxtun á fé sjóðsins skulu sjóðfélagar hafa forgangsrétt til lántöku, og verður leitast við að hafa lánveitingar til einstakra staða og félaga í hlut- falli við innkomið fé þaðan. Skrifstofa sjóðsins verður fyrst um sinn hjá Landssambandi iðn- aðarmanna, Lækjargötu 10, Rvík og veitir framkvæmdastj óri þess, Otto Schopka, allar upplýsingar um starfsemi sjóðsins. (F réttatilkynning ). SKÍÐAHÓTELIÐ HLÍÐARFJALLI. Opið daglega fyrir gistingu og greiðasölu. Borð og matpantanir I síma um 02. dlrs^átíd Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, verður haldin í Alþýðuhúsinu laugardaginn 1. febr. kl. 9 e.h. Hótelstjóri. Prentum BÆKUR BLÖB TÍMARIT Hvera kener SMÁPRENT LITPRENTUN Prentsmiðja Björns Jónssonar h.t. Stmi 1024. Til skemmtimar: j 1. Samkoman sett. Adam Ingólfsson. 2. Upplestur: Einar Kristj ánsson, rithöfundur. 3. Söngur. Smárakvartettinn. Stjórnandi Jakob Tryggvason. 4. Gamanþáttur. Jónas Jónasson, leikari, Reykjavík. 5. Spurningaþáttur. Rósberg G. Snædal, rithöfundur. 6. Dans til kl. 3 e.m. Aðgöngumiðar verða seldir í Alþýðuhúsinu föstudaginn 31. frá kl. 5 til 7 e.h. og á laugardag kl. 2 til 3 e.h., verð að- göngumiða kr. 60.00 pr. mann. Félagsfólk er hvatt til að sækja hátíðina. Árshótíðarnefnd. Vikublað. — Útgefendur: Sósíaliata- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 3.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónsaonar h.f., Akureyri. MÆ • • r Krings|a vikunnar Messað verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 5 e. h. — Sálmar: 43 — 425 — 136 — 687. Athugið breyttan messutíma. B. S. Akureyringar! — Fjáröflunardagur Slysavarnad. kvenna er á sunnudaginn kemur. Við vitum af fenginni reynslu, að þið munuð taka vel konunum, sem koma með merki til ykkar og einnig kaupa muni og kaffi. — Bazarinn og kaffisalan hefjast á Hótel KEA kl. 2.30 e. h. — Hljómsveit leikur. — Þá viljum við minna á messuna kl. 5 e. h. Fyllið kirkjuna og sendið sameiginlega bæn fyrir öryggi og handleiðslu allra manna á sjó, landi og í lofti. Frjálsíþróttamenn — Ath! Æfingar á miðvikudögum kl. 6 e. h. Kennari Hermann Sigtryggsson. Stjórnin. Frá Sjáljsbjörg. Spilakvöldin byrja aftur laugard. 1. febrúar kl. 8.30 e. h. — Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Hjónaefni. í síðustu viku opinberuðu trúlofun sína Sóley Friðfinnsdóttir Sæ- borg Glerárhverfi og Bergur Ingólfsson Uppsölum Ongulstaðahreppi. Frá Vestfirðingafélaginu á Akureyri. Þeir Vestfirðingar, sem ekki gátu mætt á stofnfundinn 26. janúar, geta innritað sig, sem stofnfélagar til 10. febrúar 1964. — Áskriftalisti liggur frammi í umboði DAS, Hafnarstræti 96. HJÓNAEFNI. Laugardaginn 18. jan- úar opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ólöf Guðbjörg Tryggvadóttir, Glerár- bakka, Akureyri, og Guðjón Ásmunds son, Ægisgötu 5, Akureyri. Austfirðingar! Munið árshátíð Aust- firðingafélagsins á Akureyri í Sjálf- stæðishúsinu föstudaginn 21. febrúar n. k. Nánar auglýst síðar. Nefndin. Slysavarnarkonur. Munið að koma munum á bazarinn til viðtakanda, í síð- asta lagi á föstudag. Þá viljum við minna á fundinn í Alþýðuhúsinu kl. 8.30 e. h. á mánudaginn. Unglingum þeim, sem áhuga hafa á smáfiskarækt, er bent á að fundir fiski- ræktarklúbbsins „Ugga“ eru annan hvern miðvikudag í Iþróttavallarhúsinu klukkan 8 e. h. Nýjum meðlimum heimil innganga á fundunum. Upplýs- ingar í síma 2722 milli kl. 2 og 4 á daginn. Stjórnin. St. Georgs-gildið. Fundurinn er í Varðborg 3. febrúar kl. 9 e. h. Stjómin. Náttúrugripasafnið, Hafnarstræti 81, 4. hæð. — (Gengið inn að austan). — I vetur verður safnið opið almenningi á sunnudögum, kL 14—16. Þeir, sem vilja skoða safnið á öðrum tímum hafi samband við safnvörð, Helga Hall- grímsson, í síma 2983. Skíðafólk, athugið! Ennþá er ósótt allmikið af skíðum, sem tekin voru úr Skíðahótelinu í haust. Hlutaðeigendur eru beðnir að taka þau sem allra fyrst í Iþróttavallarhúsinu. Opið kl. 2—4 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 f. h. Föstudagur 31. janúar 1964 Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.