Verkamaðurinn - 07.02.1964, Side 2
A sjónskífunni
---------------------«
höfuðborgirmi slíkt hús. Ég ætla,
♦—------------------
Bændur
Ýmsir háttsettir greifar í höfuð-
borginni eru farnir að hafa þung-
ar áhyggjur af íslenzkum landbús-
aði, nú allt í einu. Þeim þykja
bændur framleiða lítið, vera of
margir og búa með skakkar teg-
undir búfjár. Sauðfé og kýr þykja
nú ekki lengur henta íslendingum
heldur muni svína- og fuglarækt
vera hið eina rétta. Þessir sömu
herrar hafa einnig uppgötvað of-
beit á landið og telja það í stór-
hættu. Einna átakanlegast komu
þessar skoðanir fram í hinum eft-
irminnilega þætti Benjamíns
bankastjóra, um daginn og veg-
inn, s.l. des. Helzt er að skilja á
þessum herrum öllum, að verið sé
að undirbúa allsherjar sókn á
hendur bændastéttinni, til útrým-
ingar.
Hversu má það vera, að óskyn-
samlegt sé að hafa í landinu bú-
stofn, sem nýtir gróður þess að
langmestum hluta sér til eldis? Er
virkilega meiri búvísi í því að
flytja inn fóður handa öðrum teg-
undum húsdýra? Landið er sauð-
land gott, og við kunnum vel að
meta afurðir þess. Kýr og kindur
munu því enn verða hér megin
uppistaða í bústofni, hvað sem
upphrópanir innibleikra gemlinga
verða háar.
Þó þykir manni skörin færast
upp í bekkinn, þegar fulltrúar
bænda á Alþingi, taka að kvaka
undir þann ógeðslega söng, sem
stéttinni hefur verið simginn und-
anfarið. Björn Pálsson þingmað-
ur bænda í hinum fj ölbyggðu hér-
uðum Norðurlandskjördæmis
vestra, virðist hafa verið lesandi
Alþýðumannsins á Akureyri, text-
inn, sem Björn flutti á Alþingi í
sambandi við umræður um breyt-
ingar á búnaðarsjóði, hefur
verið prentaður í því og öðrum
málgögnum krata um mörg und-
anfarin ár. Bj öm talar um að telj a
þurfi kjark í bændur, kenna þeim
að heyja meira og stækka búin,
venja þá af betli og barlómi og svo
framvegis. Eitthvað hlýtur að búa
að baki sííkra orða, fyrst einn af
þeim, sem mest þarf á atkvæða-
betli að halda meðal bænda, lætur
slíkt út úr sér. Annars er furðulegt
hvað bændur láta bjóða sér í orði
og gérðum. Endalaus „búnaðar-
fræðsla“ í útvarpi verkar nánast
eins og skop. Ætli reynsluvísindi
kynslóðanna verði ekki drýgri á
metunum en öll sú endemis þvæla,
sem búnaðarfræðsla kallast. Og
hvernig er það svo með „Bænda-
höllina“? Það virðast ekki vera
neinir fáráðir betlarar, sem skaffa
að íslenzkir bændur standi alger-
lega jafnfætis öðrum stéttum í
þjóðfélaginu að vinnu og verk-
kunnáttu. Björn Pálsson þingmað-
ur talaði aðallega um austfirzka
bændur vegna tilefnisins, en hann
undanskildi enga. Það er satt og
til lítils sóma fyrir Framsóknar-
flokkinn, að illa hefur verið búið
að austfirzkum bændum, sem
vegna aðstöðu sinnar á mörkuð-
um og óþurrkasamra sumra, eiga
erfiðari aðstöðu, en stéttarbræður
þeirra í veðurmildari sveitum og
í námunda við stærri markaði. En
Austurland er víða mjög vel til
sauðfjárræktar fallið og ætti að
framleiða kjöt, fremur en halla sér
að mjólkurframleiðslu eins og nú
horfir. En það er neyð, sem veld-
ur þeirri þróun, neyð, sköpuð af
þeim glerhúsabúum, sem grjótinu
kasta.
v
Reykur
Umræðurnar um óhollustu síg-
arettureykinga og einnig síhækk-
andi verðlag, hefur án efa haft
jákvæð áhrif, í þá átt að draga
úr neyzlu þess voðavalds, sem
reykingar eru, og þarf engin vís-
indi til. Við finnum það vel, sem
þessum óvana erum háðir, að reyk-
ingar spilla þoli og sljóvga hugs-
unina. Margir hafa tekið sig til nú
síðustu dagana og hætt að reykja,
eða fengið sér pípu. Árangurinn
og úthaldið er vitanlega misjafnt.
Þetta er allt gott og blessað, þó
mest um vert væri, ef unga fólkið
hæfi síður nú en áður að reykja.
Margt getur skemmtilegt skeð
í sambandi við slíka lífsvenju-
breytingu. Eftirfarandi gæti hafa
komið fyrir á síðustu vikum:
Ung hjón, sem bæði luku sínum
kamelpakka daglega, ákváðu
strax að loknum blaðamannafundi
með Dungal, að hætta algerlega
að reykja. Varðveita þannig
heilsu sína og spara sér rúmar 50
kr. dag hvem. Þetta voru greind-
arhjón og þóttust eiga nægan
viljastyrk, ekki sízt bæði samein-
uð í hinu góða áformi.
Þetta gekk ágætlega fyrsta dag-
inn. Eiginmaðurinn kom sæll og
sigri hrósandi heim frá vinnunni
um sjöleytið, og hitti konuna
glaða og óvenju hressa. Ekki varð
þeim freistingin að falli næsta
dag fram að kvöldmatnum. Þau
nutu hátíðarinnar meira að segja
óvenju vel, þó efnið í hana hefði
ekki kostað nema 100 kr. Konan
hafði einmitt orð á því að hún
skynjaði betur bragð fæðunnar
og eiginmaðurinn viðurkenndi þá
staðreyr.d, að reykingar slæfa
næmi bragðlauka. Þau fengu sér
kaffisopa á eftir og þá kom ein-
hver smáókyrrð yfir eiginmann-
inn, þetta athugaði konan ekki
fyrr en síðar, Eiginmaðurinn
hafði orð á því, að hann þyrfti að
snyrta sig dálítið, raka sig og svo
framvegis, og hvarf í nokkurri
skyndingu inn á baðherbergið.
Nú léku margs konar bylgjur
um þetta friðsæla hús. Hugsana-
leiftur smugu þil og hurðir og
þutu gegnum óvara heila. Konan
kveikti sér í sígarettustúf og
gleypti ofan í sig tvo, þrjá ilm-
andi, forboðna ávexti. En hún
áttaði sig og fleygði eitrinu frá sér
í vaskinn. Þá, einmitt, skaut upp
hugsuninni í sál hennar: Hann,
hvað er hann að gera frammi.
Hún þaut fram. Hurðin var ólæst
og hvað sá konan? Maðurinn
hennar hallaði sér sakleysislega
upp að glugga snyrtingarinnar,
um varir hans lék upphafið sælu-
bros. 1 lerbergið var fullt af reyk.
Ferðu svona að, ræfill? spurði
konan og viprur gráts og reiði af-
skræmdu hennar annars snotra
andlit. Reykir þú í laumi, ha?
Maðurinn sór og sárt við lagði:
Ég var ekki að reykja, alveg satt,
elskan. En þessi svæla hérna inni?
Konan ætlaði að springa af vand-
lætingu. Ég var að brenna bréf,
gamalt bréf, það er satit. Brenna
bréf, þá hefur það verið ástabréf,
ó, guð! Er það Sigga, eða Stína?
— Hvort sem orð féllu þannig eða
ekki, vitum vér ekki, né hvað fleira
var sagt, en leikurinn barst fram
í eldhús, og nú var komið að
eiginmanninum: Oho, reykur hér?
Stalstu til að reykja meðan ég
skrapp fram að raka mig? Hefur
auðvitað reykt heima báða dag-
ana? En sá karakter. Nei, konur.
Þennan lopa geta svo aðrir
teygt, ég hef ekki áhuga á því. En
hjónin fengu sér sáttakaffi og
kamel um kvöldið, og golan söngl-
aði hina snjöllu vísu Stefáns
Vagnssonar við tvo opna glugga,
sem reykurinn steig út um:
Stríddu þrátt við strit og baks,
stundum átti að glíma, urðu sátt
af erjum dags, eftir háttatíma. En
kannske var hún ort af fjarskyldu
tilefni? — Má bjóða þér rettu?
k.
Helgi Eiríksson fró ÞórustöSum er
ekki lengur ó meðal vor. Hann varð
bráðkvaddur 2. þ. m.
Helgi Eiríksson var höfðingsmenni
i sjón og raun. Allir, sem kynntust
honum geyma minningu hans í þakk-
látu hjarta. Hann var lengst af bóndi
hér í Eyjafirði, en samhliða og kann-
ske fyrst og fremst var hann maður
bókanna. Ef þig skorti upplýsingu um
gamalt rit eða sjaldséðan pésa þá
vissi Helgi allt um málið og gat oftast
greitt fyrir því. Eftir að hann flutti til
Akureyrar 1958 gat hann meir farið
að helga sig hugðarefnum sinum og
vann m. a. í bókaverzlun. En þeim,
sem þetta ritar, liggur einnig á hjarta
einlægt þakklæti til Helga vegna
Minjasafnsins okkar. Hann var lífið
og sálin i söfnuninni og vegna ötul-
leika síns og almennra vinsælda, barg
hann fleiri kostagripum úr höndum
eyðingarinnar en nokkur annar.
Farðu vel Helgi og þökk sé þér
fyrir lif þitt í þágu hversdagsmála og
göfugra hugsjóna.
Myndin hér að ofan var tekin af
Helga i Minjasafninu á Akureyri á
síðasta vori.
K. f. D.
IHjartanlegar þakkir sendi ég ykkur öllum, sem á ýmsan <$
hátt sýnduð mér vináltu og virðingarvott á áttræðisafmœli <j|
mínu. — Lifið heil. K
SVAVA JÓNSDÓTTIR. |
‘>f,fs&fS,',f,f,f,f,f,',',',',',',',',',',',f,',f,'S,',f,','S,',',f,<,',,,',<%<>?X>f,',-!,',t
Frá Húsmæðraskólanum á Akureyri
SAUMANÁMSKEIÐ hefjast þriðjudaginn 11. febrúar n. k.
Upplýsingar verða gefnar kl. 3—6 e. h. föstudaginn 7.
febrúar í sírna 1199.
Vex þvottalögnr
FRÁ SJÖFN:
Uppþvottur: 1 teskeið f 6 Itr.
Hreíngerning: 1 teskeið í 4 Itr.
í viðkvæmon þvott: 1 teskeið í 4 Itr.
Fæst í öllum matvörubúðum vorum.
KAUPFELAG EYFIRÐINGA
NÝ SENDING!
HOLLENZKAR VETRARKÁPUR
og
D RAGTI R
VERZL. BERNHARÐS LAXDAL
Hafnarstræti 94 . Akureyri
SKÍDAHÓTELIÐ HLÍÐARFJALLI.
Opið daglega fyrir gistingu
og greiðasölu.
Borð og matpantanir i síma
um 02.
Hótelstjóri.
VERKAMAÐURINN
fæst í Reykjavík í Bókabúð
KRON og Söluturninum,
Austurstræti 18.
Á Húsavík í Bóka- og blaða-
sölunni.
2) Verkamaðurinn
Föstudagur 7. febrúar 1964