Verkamaðurinn - 06.03.1964, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
jScgid það móður minni
Segið það móður minni,
að mig kveðji til Ijóða
andi frá ókunnu landi
og ættjörðin góða,
máttur, sem storm stillir,
stjörnublik á tjörnum
og löngun til þess að lýsa
leitandi börnum.
Segið það móður minni,
að mér sé hennar tunga
söngur, er létti löngum
lífsharm, snjóþunga.
Sá ég í orðum og anda
ísland úr sæ rísa
og hlaut í völvunnar veðrum
vernd góðra dísa.
Segið það móður minni,
að mörg hafi sprek brunnið,
héla, sem huldi rúður,
hjaðnað og runnið.
Skin leggur af skari.
Skuggar falla á glugga.
En minningar á ég margar,
sem milda og hugga.
Segið það móður minni,
að mig hafi eitt sinn þrotið
hug og dáð til að duga
og duftinu lotið.
Ungur í annað sinni
eygi ég nýja vegi,
fagna kyrrlátum kvöldum
og komandi degi.
Segið það móður minni,
að mörg eigi ég sporin
þangað, sem engin anga
iðgræn á vorin.
Sá ég drjúpandi daggir
dalablómunum svala
og heyri uppsprettur allar
um útsæinn hjala.
Segið það móður minni,
að marki síðustu sporin
skyldur muna og mildi,
mannslund frjólsborin.
Ljósið á lýðsins blysum
lækkar, en sól hækkar.
Flug þrá vaxandi vængir,
og veröldin stækkar.
Segið það móður minni,
að megi ég nó landi,
vísi mér leið og lýsi
Ijós himins, guðs andi.
Séð hef ég sýnir margar.
Sólgljá jólafanna
glæðir djörfustu drauma
dauðlegra manna.
Segið það móður minni,
að mold sé farin að anga,
svali leiki um sali
og sólbrennda vanga.
Býst ég nú brátt til ferðar,
brestur þó veganesti.
En þar bíða vinir í varpa,
sem von er á gesti.
(Úr Ljóð frá liðnu sumri, 1956)
Skúldið frá Fagra
skógi er lcitiö
Skáldið, sem söng sig dýpra inn í hjörtu samferðamonna sínno
en nokkurt annað. Honn var barn hinna örlagaþrungnu tíma tveggja
heimsstyrjalda og þó einkum óranna milli þeirra. Þa5 vor cins og
tilfinningaólga þessara tíma krisrallaðist öll í brjósti hons. Honn
gaf somtíðinni mál.
Ljóð hans urðu forvegur hinna voldugu, oft sórsaukafullu kennda,
sem fylltu hjörtu fólksins í svikalogni milli-striðsáranna. Með orðum
hans gat hver einstaklingur tjóð sig, losoð eigin hömlur.
Harpa Doviðs ótti morgo strengi, cngon folskan, engan slckon.
Því krupu samferðamenn við fótskör hörpusveinsins og hrifust með
til efsta hnjúks og neðstu djúpa.
I öllu vor hann stór, í engu smár. Hroko, grimmd, hræsni og
fláttskap sagði hann stríð ó hendur og vóg oð, með orðsins beitta
brandi. Fegurð, gleði, óst og lífsnautn söng hann verðugt lof. En
rikust vor óstin til hcimahoganno, lands og tungu.
Skáldið er nú þar, — sem frelsið ríkir og sígrænir skógor anga.
Hann licraði fjötur og þröng. Dauðinn hefur leyst læðinginn. Viðcrn-
in munu skáldi sínu góð. Flugþráin vor rík og vænghafið mikið.
— Með eilífðina eina fyrir unnustu og vin —. Það hentar og vel.
Einmani var honn mitt í hópi oðdácndo og vina.
— Og þegar menn fró grofrcit minum gonga
þó gleymist það, að ég hef verið til —.
Það mun aldrei. En hitt er vist, að engin kynslóð hefur möguleika a
cð skilja þetta skóld jafn algjörum skilningi sem sú, er honn lifði
með. Engri annarri getur honn orðið samur, því geðblær þessarar
var svo sérstæður og Dovíð var túlkandi tímabils hennar. Þetta verð-
$. marz og M.F.Í. K*
Á sunnudaginn er 8. marz. —
Þann dag fyrir 101 ári gaf Dana-
kóngur út tilskipan um endurreisn
Alþingis á Islandi. Fyrir það er
8. marz merkur dagur, en fleira
er, sem sá dagur hefur til síns á-
gætis. 8. marz er alþjóðlegur bar-
áttudagur kvenna. Einhverjir
kunna að spyrja, fyrir hverju
eru nú blessaðar konurnar að
berjast, hafa þær ekki fengið
þetta jafnrétti margumtaðaða?
Víst mun mega segja það, að
í mjög mörgum löndum hafa kon-
ur fengið jafnrétti við karla, á
pappírnum a. m. k. En það er
fleira, sem þær berjast fyrir og
ekki allt bundið sérstökum hags-
munum þeirra. Konur hafa t. d.
alla tíð verið ákveðnari og dug-
meiri en karlmenn í baráttu fyrir
friði manna á milli og þjóða.
Þetta er skiljanlegt og eðlilegt,
sé það nánar athugað. Það er
konan, sem ber barnið í þennan
heim og gefur því líf af sínu lífi.
Henni er eðlilega umhugað um,
að það líf haldist, sem hún hefur
kveikt. Lífið byggist á friði, en
ófriður er vopn dauðans, tæki
tortímingarinnar.
Nú á dögum eru vopnin stór-
kostlegri, tortímingin geigvæn-
legri en áður hefur þekkst. Von
hverrar móður, hverrar konu, er I minnisstæðir mörgum þeim, sem
að friður haldist í heimi. Stríð þangað hafa lagt leið sína.
er sú hætta, sem aldrei má sleppa
hafti af.
Hér á Akureyri er starfandi
félagsskapur, sem almennt gengur
undir nafninu M.F.Í.K. Sé lesið
úr skammstöfuninni þýðir hún
Menningar- og friðarsamtök ís-
lenzkra kvenna, og það er sér-
stök deild fyrir Akureyri, sem
hér er starfandi. Þetta félag hef-
ur unnið athvs?lisvert starf á
undanförnum árum með funda-
starfsemi, sérstaklega í sambandi
við 8. marz, en þá hefur félagið
hvern vetur fengið hingað úrvals
fyrirlesara og ræðufólk innlent
og erlent. Hafa fundir þeir, sem
félagið hefur gengizt fyrir orðið
8. marz-fundur MFIK verður
að þessu sinni í Alþýðuhúsinu og
hefst klukkan 3.30 á sunnudag-
inn. Þar verður flutt ávarp félags-
samtakanna í tilefni dagsins og
Einar Kristjánsson rithöfundur
les upp. En aðalræðu dagsins
flytur frú Hallveig Thorlacius
frá Reykjavík. Þá verður og sýnd
kvikmynd frá Heimsþingi kvenna
í Moskvu á sl. sumri.
Það hafa stundum verið færri
á 8. marz-fundunum, en ástæða
hefur verið til. Það er því vert að
vekja athygli á því, að þangað
er öllum heimilt að koma, körl-
um sem konum á hvaða aldri
sem er.
HEYRT
ÁGÖTUNNl
AÐ í athugun sé, hvort forin á
götum Akureyror muni not-
hæft hróefni i aluminium,
reynist svo þurfi ekki áS kvíða
efnisskorti.
AÐ unnið sé oð teikningu betrun-
arhúss fyrir fjárglæframenn í
höfuðborginni. Gert sé róð
fyrir svipaðri stærð og Hall-
grímskirkju og möguleikum ó
viðbótarólmu síðar.
AÐ hið örugga yngingarlyf sé nú
loks fundið. Aðeins spurning-
in hvort við verðum ekki douð
óður en Oddur fær þoð.