Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.03.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 06.03.1964, Blaðsíða 3
Qull SKOI I AIJIKI IC STOIUÐJIJIIANNA í té Sigurður J. Gíslason er Skag- firðingur að uppruna. Hann er vísnasafnari mikill og hagyrðing- ur ágætur. Sigurður stundaði kennslustörf framan af fyrir vest- an, en hefur verið búsettur á Ak- ureyri til margra ára. Hann var svo vinsamlegur að leyfa mér að birta nokkrar stökur sínar: Þótt ég geri stöku stöku, stöku sinni, lítt ég því að sinni sinni, sinni bara vinnu minni. Drembilœti. Dramb og hroki eitra allt, eyða góðhug sönnum. Það er eins og andi kalt út frá sumum mönnum. D D D Grátlegt er þá góður svanni giftist drembilátum manni, og hleður niður glæpagj örnum, gorgeir fylltum vankabörnum. Bakkusarblót. Það er margur maðurinn marki slíku brenndur að hugsa ekki um sóma sinn sé hann orðinn kenndur. Þeir, sem Bakkus dýrka og dá og drekka í eigin banni, sínum níðast alltaf á innra og betra manni. Mest um vert. Mun það vera mest um vert mála í veröldinni, að þú öðrum getir gert glatt og hlýtt í sinni. n n n Það er æði margra mál að menn gegn auð og valdi hafi löngum sína sál selt við rýru gjaldi. D D D Ekki veit ég um það hvort andinn lifir náinn, hvort hann getur eitthvað ort eftir að ég er dáinn. ? n n Þegar síðast sýp ég hregg og sjónir myrkvast gera . og mér í brjósti brestur negg, búið er allt að vera. Geðbrigði o. p. h. Löngum gleði hyllt ég hef, hatrið kveðið niður en fljótt vill geðið ýfast ef eitthvað skeður miður. ? ? ? Föstudagur 6. marz 1964. Það er eitthvað mjog svo furðulegt að fylgjast með málflutn ingi stóriðjumanna, því að bak við áróður þeirra liggur sú trú, að Islendingar eigi enga aðra kosti sér til framfæris í framtíð- inni en að gerast þrælar erlendra auðhringa og vona af öllu hjarta, að þeir muni æfinlega sjá aumur á voluðum lýð. Einhvern veginn kemur það illa heim við, að Islendingar telja sig almennt kyngöfugustu þjóð hvítra manna, allir komnir af höfðingj- um og meiri mönnum, og lifa nú í heimi, þar sem ættlitlir menn og vinnulýður treysta sér til að bera höfuðið hátt sem frjálsir menn og berjast til valda gegn mestu her veldum heims. Sótt er eftir, að erlendir auð- hringir komi sér upp olíuhreins- unarstöð hér. Um leið og það er orðið, munu þeir reyna að setja okkur stólinn fyrir dyrnar með því að neita að vinna hráolíu frá vissum löndum, eins og gerzt hef- ur víða í heiminum, svo að þjóð- irnar hafa ekki átt annarra kosta völ en að kaupa vestræna hráolíu, sem hringunum er þá í sjálfsvaldi að setja verðið á, eða leggja út í byltingu ella. Hvað viðvíkur annarri stóriðju alþjóðlegra auðhringa, þá sýnir reynslan hvarvetna í heimi, að lít- ill fengur eða gæfa er þjóðum fólgin í því að gefa auðhringum litlu fingurna í efnahagslífi sínu; og íslendingar ættu manna bezt að vita, hve farsælt það reynist að hafa erlenda gróðahyggjumenn sem valdsmenn hérlendis. Það getur vel verið, að það sé vel borgað sölumannsstarf að þeysast milli erlendra stórborga til þess að pranga út til auðfursta framtíð íslenzku þjóðarinnar með aðstoð hagsmunafjár. Konungar Noregs og Danmerkur gerðu áður fyrr oft út sams konar sölumenn, þegar pyngjur þeirra voru að verða tómar. Okkur er sagt, að tvö erlend auðfélög séu tilleiðanleg til þess að koma sér upp aluminíum- bræðslu hér. Hvaða fríðindum þeim hefur verið heitið á kostn- að Islendinga fáum við ekki að vita. Annars staðar í heimi haga þeir sér jafn frjálslega og minkur í hæsnahúsi, þar sem hænsnunum er varnað útgöngu. Bezt hafa þeir komið sér fyrir í Suður-Afríku; enda minnir sölumennska þeirra, er sækjast eftir stóriðju erlendra auðhringa í land sitt, mest á þá svertingjahöfðingja, er áður fyrr seldu þegna sína í þrældóm fyrir áfengi og annan munað. Furstar nútímaauðvalds eru eng ir heimskingjar, þess vegna vilja þeir eftirláta íslendingum að byggja raforkustöð bræðslunnar á sína eigin ábyrgð. Hvítá virðist ekki bera mikinn aur til sjávar, en mælingar sýna, að það sé ná- lægt ein milljón rúmmetra á ári. Hvað það er mikið, sem Þjórsá ber fram, veit ég ekki, en hún er á heitum sumardögum brúnsvört af aur og urghljóð frá grjótinu, sem veltist fram eftir botni henn- ar, svo að auðséð er, að stöðvar- lón til vatnsmiðlunar yfir árið myndi fyllast á skömmum tíma, og þá ætti sandurinn, vikurinn og grjótið, sem áin ber með sér, enga leið aðra til sjávar en gegnum túrbínuna. Fyrir skömmu þurfti að skipta um túrbínu í Laxárstöð- inni vegna þess, að Kráká hafði borið eitthvað smávegis af sandi í Laxá. — Fyrir utan þetta er það meiningin að steypa mikinn stíflu garð á mesta jarðskjálftasvæði landsins, þar sem hraunelfa hefur fossað a. m. k. átta sinnum síðan síðustu ísöld lauk. Mér er spurn: Hvers vegna andmæla ekki jarð- fræðingar og verkfræðingar þess- um áformum stjórnmálamanna? Eru þeir að verða af sama sauða- húsi og hagfræðingar, sem geta sannað, hvað sem vera skal, fyrir borgun, eða dómarar, sem fyrir aukaþóknun geta æfinlega fellt þann úrskurð, sem valdhafar óska eftir? Skúli fógeti átti einu sinni tæki- færi til „að vigta rétt" og koma sér þannig í mjúkinn hjá auðs- og valdsmönnum, en hann kaus að verða foringi lítilmagnanna með þjóð sinni. í dag eiga íslenzkir raunvísindamenn sama val, á milli þess að vigta fyrir borgun eins og stj órnmálamenn óska eða að reynast þjóð sinni menn með því að hafa kjark og manngildi til að segja sannleikann. Einar Petersen, Kleif. Árshátíd Austfirðingafélagsins á Akureyri verður haldin í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 13. marz kl. 8.30 e. h. — Skemmtiatriði þau sömu og áður auglýst. — Dansað til kl. 2. — Aðgöngumiðar seldir í Sj álfstæðishúsinu miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 6—8 e. h. Nefndin. Skáknámskeið hefst í Verzlunarmannahúsinu við Gránufélagsgötu n. k. föstudag, 6. marz, kl. 8 e. h. Kennarar úr Skákfélagi Akureyrar. Innnritun í skrifstofu æskulýðsfulltrúa, íþróttavallarhúsinu daglega kl. 2—4 e. h. Sími 2722. Skákfélag Akureyrar. Æskulýðsráð Akureyrar. Löngun hvata, vilja vits veitir oftast betur, kverkataks- og barkabits- bragða neytt þá getur. Mannlýsing: 011 hans loforð eru svik, allt hans tal er þvaður. Honum þykir hægra um vik að heita en vera maður. Snemma gengið til rekkju: Andinn hrörnar, æfin dvín, elli tekur völdin. Sú var tíð að sálin mín sat ekki heima á kvöldin. Ahureyríngor! - Norðlendingar! Við undirritaðir höfum opnað ferðaskrifstofu ó horni Hóla- brautar og Geislagötu, undir nafninu FERÐASKRIFSTOFAN LÖND & LEIÐIR H.F. — Mun hún annast hvers konar fyrir- greiðslu hópa og einstaklinga, innanlands og utan. Leitið upp- lýsinga og tilboða. Lítið inn. Virðingarfyllst, FERDASKRIFSTOFAN • • lond & LEIÐIR II.F VIÐ GEISLAGÖTU — SÍMI 2940 STEINN KARLSSON VERNHARÐ SIGURSTEINSSON V. FRÍMANN Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.