Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.03.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 06.03.1964, Blaðsíða 2
A sjónskífnnni Dauðsfallavika á Akureyri. Ohugnanleg vika er liðin. — Dauðsföll á hverjum degi. Þekktir menn, sumir á bezta aldri, hníga niður við störf sín og það setur óhug að bæjarbúum. Hver verður næstur? Þessa má nefna: Tómas Tómasson, elzta mann bæjarins 102 ára tæplega. Hann dó 26. febr. Ingimundur Árnason fulltrúi í KEA og fyrrverandi söngstjóri Geysis. Hann varð bráðkvaddur 28. febrúar tæplega sjötugur. — 29. febrúar urðu 3 menn bráð- kvaddir, tveir hér í bænum og einn vestur hjá Bakkaseli. Valdi- mar Haraldsson forstjóri í pylsu- gerð KEA. 51 árs að aldri. — Magnús Jónasson lögregluþjónn á Akureyri, 54 ára. — Þorgeir Sigurðsson, fullorðinn maður, sem hné hjá Bakkaseli, var ekki búsettur hér, en fór aðeins um staðinn. 1. marz bætti ekki um. Þann dag lézt þjóðskáldið Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi eftir stutta legu, og sama dag aldraður mað- ur, Stefán Benjamínsson, fyrrum bóndi á Stekkj arflötum, dvalar- gestur á Elliheimilinu. Vera má að um fleiri sé að ræða, en okkur þá ókunnugt. Þetta er óvenjulegt og enginn kann nokkra skýringu á því hvers vegna slík alda ríður yfir. Er það tilviljun, eða á þetta sér einhverj- ar duldar orsakir í afbrigðum verðáttu, strauma eða lægða? Það veit enginn. Við vonum bara að aldan sé hnigin í bili. Sól skín á yalinn! En yfir þessa áfalla viku skín sólin og veðrið minnir á vor. Við eigum gott land, við erum rík þjóð, við ættum að vera mjög hamingjusöm. Dauðinn er sjálf- sagður fylginautur lífsins, bróðir þess. Hann er eins oft velkominn og hitt, ef allt er með felldu. Það eru hin voðalegu slys, sem fylgja nútímatækni, sérlega farartækja, sem varpa þungum skugga á nú- tímann. Slysfarir í lofti, á sjó og landi. Það er hið óeðlilega, gegn því verður að vinna. Eg undrast sókn flugfélaganna eftir stærri og stærri farkostum, ég undrast þá stjórn, sem flytur þúsundir bif- reiða inn til bæja, sem voru þegar ofhlaðnir farartækjum, en það er sáralítið gert til að mæta því voða- álagi, sem hleðst á umferðaæð- arnar. Gróðasjónarmið einstakl- inga og ríkis samræmist alltaf illa veruleika daganna. En það er því 2) V«rkam«f«riaa miður að verða eina sjónarmið- ið. Kasrar nú fyrst rólfunum. Vöruverðið hefur hækkað svo hratt undanfarið, að verzlunarfólk þarf nýja verðlista á vikufresti, það stendur aldrei neitt í stað. Verð landbúnaðarvara hefur ver- ið að skríða upp í þessa 15% hækkun, sem til stóð. Það er greinilegt að makarínsöldin fer að halda hér innreið sína aftur. Og nú kom ný frétt: verzlunarálagn- ing skal hækka öll, samkvæmt boði 15—30% og svo fjölga þeim vörum, sem eru alveg óháðar boði og banni, aðeins geðþótta kaup- sýslumanna. Því spyrja menn: Hvernig endar þetta? Þegar búið er að fylla landið af bifreiðum, snúa stjórnarvöld sér að því að gera þær að sem nythæstum mjólkurkúm. Benzín hækkar eins og nýmjólk og nú skal enn rýmka verulega til um álagningu varahluta. Þetta skal vera refsing þeim, sem glæptust til að kaupa sér farartæki og mun enn þyngjast. En nú þyrfti að fara að fram- leiða heppilegar hjólbörur til að aka peningunum í verzlanirnar, þegar sóttar eru nauðsynjar dags- ins. Það ber þá enginn, ef svona heldur áfram. En kannski verða þeir ekki í vörzlu almennings, svo einu gildi. AVAXTASAFT DÖNSK: BL. ÁVAXTASAFT FLÓRA: HINDBERJASAFT JARÐARBERJA- SAFT V A L U R : KIRSUBERJASAFT JARÐARBERJA- SAFT KJÖRBÚÐIR SVARTIR H A N Z KAR Margar gerðir komnar KREP BUXNA- BELTI Svört og hvít Verð kr. 228.00 ÞYKKAR GOLFTREYJUR nýkomnar Verzlunin ÁSBYRGI Arðmiðar 1963 Félagsmenn vorir eru vinsamlegast beðnir að skila ARÐ- MIÐUM sínum fyrir árið 1963 í síðasta lagi 15. marz 1964. ARÐMIBUNUM ber að skila í aðalskrifstofu vora í lokuðu umslagi, er sé greinilega merkt nafni, heimilsfangi og félags- númeri viðkomandi félagsmanns. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AUGLÝSING UM AFNOTAGJALD AF ÚTVARPI Þeir, sem fengið hafa tilkynningu frá skrifstofu minni um vangreidd afnotagjöld af útvarpi 1963 og enn hafa ekki greitt, eru beðnir að gera það nú, svo eigi þurfi að koma til lögtaks. Bæjarfógetinn ó Akureyri og sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 29. febr 1964. ÚTFÖR DAVÍÐS STEFÁNSSONAR, skólds fró Fagraskógi Kveðjuathöfn verður í Akureyrarkirkju kl. 3 e. h. laugardaginn 7. marz n. k., á vegum Bæj- arstjórnar Akureyrar. Jarðsungið verður á Möðruvöllum í Hörgár- dal mánudaginn 9. marz n. k. og hefst athöfnin með húskveðju frá Fagraskógi kl. 2 e. h. sama dag. Bílferðir verða frá ferðaskrifstofunni Sögu. Fjölskyldan. — Kringsjá rikunnor Messað í Akureyrarkirkju á sunnu- daginn kl. 2 e. h. — Sálmar nr. 208, 231, 241, 174 og 232. P. S. Akurcyrorkirkjo. Sunnudagaskóli næsta sunnudag kl. 10.30. Eldri börn in uppi í kirkjunni, en yngri í kap- ellunni. — Sóknarprestur. Bazar heldur Kvenfélag Einingar n.k. sunnudag að Túngötu 2, sem hefst kl. 4 e. h. — Sjá auglýsingu í blaðinu. Vcgno peningagjafa, sem þegar hafa borizt t-i I viðgerðar á kirkju- rúðunni, vildi ég koma þeirri tillögu ó framfæri, að hafin verði almenn frjóls samskot og þannig á auðveldan hótt hægt að bæta hið ótokanlcgo tjón. Engan munar um að gefa sem svoror verðgildi eins biómiða. — Sóknarprestarnir munu toka á móti gjöfum, ásamt blöðum bæjarins. Kirkjugestur. Gjafir og óheit til Fjórðungssjúkra- hússins: Gjöf frá Hólmfríði Jónsdótt- ur kr. 2000.00 og frá ónefndum sjúkling kr. 500.00. Áheit frá Hann- esi Sigurðssyni kr. 10.00 og Baldri Sigurðssyni kr. 2000.00. — Gjöf til barnadeildar frá öskudagsflokki Þor- gerðar, Stellu og Grétu kr. 325.00. — Gjöf frá Sigurlínu Haraldsdóttur til minningar um Sigtrygg Þorsteins- son kr. 5000.00 og kertastjakar 14 stykki. Auk þess voru Sjúkrahúsinu gefnir 20 kertastjakar frá Önnu Tryggvadóttur og Guðmundi Gunn- arssyni, 18 kertastjakar frá ónefnd- um gefanda og 40 kertastjakar frá Hjúkrunarkvennafélagi Akureyrar. - Þá gladdi Rebekkustúkan nokkra sjúklinga með skemmtilegum jóla- gjöfum. — Innilegar þakkir. Ingibjörg Magnúsdóttir. Akureyrardeild MFÍK boðar til al- menns fundar sunnudaginn 8. marz kl. 3.30 e. h. í Alþýðuhúsinu. — Dagskrá: 1. Ávarp frá félagssamtök- unum. 2. Erindi: Frú Hallveig Thorla- cius. 3. Upplestur: Einar Kristjáns- son rithöfundur. 4. Kvikmynd frá heimsþingi kvenna í Moskvu sl. sum- ar. — Stjórnin. Knattspyrnufélag Akureyrar held- ur skemmtifund í Sjálfstæðishúsinu kl. 2 á sunnudaginn, 8. marz. Margt góðra skemmtiatriða. Gúmmísiígvél Nýkomið úrval af GÚMMÍSTÍGVÉLUM. M. a. FINSK STÍGVÉL, karla og kvenna, — gæðavara — SÆNSK STÍGVÉL, há fyrir hestamenn, og lág með spennu. TÉKKNESK BARNASTÍGVÉL — allar stærðir. Verð frá kr. 80.00. FINNSKAR KVENBOMSUR, Pósrsendum Skóbúð KEA úrval o. m. fl. Föstudagur 6. morz 1964.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.