Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.08.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 21.08.1964, Blaðsíða 2
A sjónskífunni Góður gestur í U.S.A. Eldri maður hér í bæ. St. G. sendi okkur þessa gamanvísu út af heimsókn forsætisráSherra vors í vesturveg. Doktor Bjarni Benediktsson ætti betra skilið og einkennilegt, að við skulum meta hann svo miklu lægra en Westmenn: Finnst mér gott að flogið hefur í fjarlægð brottu ráðherrann. En þó bezt, ef gæfan gefur, að geymi westrið ætíð hann. i Já, sínum augum lítur hver silfrið. Forsíða Morgunbl. 19. ágúst og útvarpið sama dag hafa heldur önnur sjónarhorn í til- efni heimsóknar þessarar. Dr. Bj arni gekk um garð Hvíta húss- ins „og brugðu þeir á glens", Johnson og hann. Án efa hafa þeir rætt í bróðerni hin helztu vandamál heimsins, er þeir „gengu í bróðerni um garðinn". Báðir mátu, út frá aðstæðum, framlag landa sinna til friðar og farsældarmála heimsins m. a. beint fjárframlag. Dr. Bjarni hefur sagt: Við leggjum til her- stóðvar á sjó og landi. En, hvað var að? Mr. Johnson segir: Að það komi öllu meir í hlut Banda- ríkjanna en Islands að veita að- stoð við lausn vandamála. Þó taldi forseti sér heiður að ræða við þennan undirmálsmann í rúbertunni miklu, björgun frið- arins. Dr. Bjarni lætur hafa það eftir sér, að heimsóknin í Hvíta húsið hafi verið „mjög vinsamleg". Forsetinn sagði dr. Bjarna frá störfum sínum. Samkvæmt út- varpi hafði Johnson lýst fyrir dr. Bjarna tveim hamingjumál- um sínum: a. góð samvinna við Bandaríkjaþing og b. vinsemd Islands. Þá borðaði dr. Bjarni hádegis- verð hjá Rusk utanríkisráS- herra og er því miSur ekki getiS hvaS var á borSum. En einnig hér var alvara lífsins á ferS (svo halda menn aS ferSir ráSherra til útlanda séu skemmtiferSir!) Dr. Bjarni lætur hafa eftir sér aS lokinni máltíS: ,^Ég er Rusk utanríkisráS- herra sammála um, aS mj ög sé mikilvægt aS aðildarríki NATO leysi sjálf sín í milli þau ágrein- ingsmál, er upp kunna að koma innan bandalagsins". Hér er án efa átt við deilurnar á Kýpur og víðar. Margt fleira gerSist í þessari eftirminnilegu heimsókn. M. a. 2) Verkamaðurinn skiptust þessir heiSursmenn á gjöfum. Johnson gaf gullbakka, okkar maSur GuSbrandarbiblíu. En ekki má gleyma hinum dauSu. Dr. Bjarni lagSi fagran blómsveig aS leiSi Kennedys í ArlingtonkirkjugarSi. I viStal- inu viS Morgunbl. segir dr. Bjarni aS þetta hefSi veriS mjög hátíSlegt (hjásér!) SíSan: „Ég lagSi blómsveig á leiSi Kennedys, frá íslenzku þjóSinni og ríkisstjórninni og síSan var lúSrablástur og hálfrar mínútu þögn. Herforingi fylgdi mér aS gröfinni og má segja aS þetta hafi veriS hernaðarleg athöfn", sagSi dr. Bjarni. Svo er veriS aS gera grín aS framlagi okkar til hernaSar. Dr. Bjarni fór einnig í ^ tíma heimsókn til sendiherra Is- lands í Washington, hvort þaS var þar eSa annars staSar kom hann því aS, aS Bandaríkin væru forystuþjóS hins frjálsa heims. Átti hann þá kannske ekki erindi vestur eftir allt saman. I heild virðist heimsókn for- sætisráðherra vors hafa orðið okkur bæði til gagns og sóma. Þess er m. a. getið, að Johnson hafi í garSgöngunni sagt fólki: „Hér er sumt af því fólki, sem ég starfa fyrir," síðan kynnt dr. Bjarna sem mikinn vin Banda- ríkjanna og Atlantshafsbanda- lagsins. Síðan skrifað nafn sitt í gips eins slysamanns. SíSan kom sýningin á sundlauginni, svölunum og öllu því. Skammir eða? I blaðinu 7. ág. birtust tvær skammavísur um Verkam. Þess- ar voru nafnlausar, en birtar samt vegna snilli. Nú hefur sami a. m. k. sama rithönd, sent nýja vísu og er ekki jafn bitur: i Vaxið hefur vilji ykkar, vel er stálið brýnt. Nú er ekki neitt, sem „klikkar". Nú er blaðið fínt. Eg þakka. En vill ekki huldu- maður gerast áþreifanlegur. Hann virðist ekki hafa fyrir neitt að skammast sín. Þetta blaS fer ekki upp af standinum, þótt einhver lesenda segi þaS, sem honum býr í brjósti. 1 101 ferhcnda Rósberg G. Snædal gaf út 101 ferhendu, sem hér var getiS. St. G. hagyrðingur hér í bæ, sendir þennan ritdóm: Vorsins blak sem líði létt ljóðs um akur-beSin, þar er vaka sónar sett, sígild staka kveSin. Þökk báSum, veitanda og viS- takanda. Annar maSur, sem ekki þorir aS sýna sitt rétta andlit, sendir einnig ritdóm um þessar hring- hendur R. S. G.: Oft viS stökur er aS reyna, oft er getan smá. Hér má bara hundraS og eina, hundraS og eina sjá. - . ', ¦ Vertu rólegur vinur. Rósberg væri viss aS bæta viS svo þær yrSu 102. Þá færS þú nr. 102. i Brcf til Veðurstofunnar Kæri Páll Bergþórsson, veSur- fræðingur. Við hér á Sjónskíf- unni getum ei látið undir höfuð leggjast að bera fram við þig og stofnunina harðorða kvörtun yfir því, að hér skuli vera látið snjóa niður í fjörur dagana 18. —19. ágúst. En daghiti ekki hafður meiri en það, að snjó tekur ekki upp í Vaðlaheiði og Skarðið teppt. Vér mælum hér fyrir hönd Norðurlandskjördæmanna beggja. Þið munuð bera fyrir ykkur hinn gamla frasa, að þið ráðið ekki veðri. Þetta þarf ekki að segja okkur. Þið kunniS skil allra lægSa og hæSa í lofti. ÞiS segiS fyrir um veSur í dag og á morgun, jafnvel hinn daginn. I læknisfræSi þykir þaS mest um vert aS greina orsakir sjúkdóma, takist það er hægt að hafa af- gerandi áhrif á gang þeirra og oftast drepa þær veirur, er valda. Þetta liggur í augum uppi: Þið getið beint lægðum og hæðum í hagkvæmar áttir svo hér sé þýð- vindi og hiti um miðjan ágúst og veSur annars hagkvæm kjör- dæmum úti á landi. Hitt hefur margur á sansi, aS hér sé enn eitt dæmi um ofríki þaS og yfirgang, sem hin of- vaxna höfuSborg sýnir lands- byggSinni. Vart þykir oss heldur aS þaS sitji á þér aS láta fjallaskúri væta töSu bænda hér í sjálfum júlí mánuSi, þegar óæSri kjördæmi, svo sem Eysteins, búa viS brak- andi þurrk. Sóttir þú ekki aSra fegurstu konu fram-Hörgárdals? Eru þetta launin? Nú vil ég fyrir hönd kjördæm- anna gefa þér upp ofurlítinn óskalista yfir tilhögun veSra á komandi ári, taliS frá 20./8. Frost má ekki koma í ágúst og fyrri hluta sept. vegna berja- tínslu og kartöfluræktar, sízt ef nýta á kartöflur eins og nú er á dagskrá þ. e. í spíritus. Heyskap- artíS þarf og aS vera. Fyrrihl. sept. viljum vér gjarna létta lauf- vinda og má rigna í hægu. Um miSjan mánuS þennan má gjarna snjóa í fjöll vegna gangna, en réttardagar skulu þurrir frá hendi veSurstofunnar. Október sé meinhægur og má eSlilegt teljast aS laufvindar sýsli aS sínu. Nóvember og des- ember líSast meS smá umhleyp- ingum, þó ekki fjárskaSaveSur. Jan., febr. og marz skulu vetrar mánuSir og séu þá ærlegar stór- hríSar og frost um 30 st. á celsíus á Fjöllum. Apríl skal vin- samlegri. Þá komi upp rindar í lágsveitum og blár í mýrina á Sumarhúsum. Maí skal mildur, þá er sauSburSur. Skiptast á sunnan andvari og regnskúrir og sé sólfar mikiS. Júní, júlí, ágúst: Einmuna veSurblíSa vegna hey- skapar og sólbaSsþarfa innisetu- fólks. Má rigna á þjóSvegina vegna ryksins. Þetta biSjum viS ykkur aS athuga í vinsemd o. s. frv. Qult í t« Þar sem HveragerSi er á dagskrá í blaSinu, væri rétt aS rifja eitthvaS upp þaSan í dag. Nóg varS til, en gleymskan er gleypin, og hennar var fengur- inn í slíkri smá-gamansemi. Jóhannes úr Kötlum og Krist- ján frá Djúpalæk kváSust á mik- inn part úr vetri, kom svona ein og ein staka á viku. ASeins tveim hefur verið sinnt, vegna kosta hinnar síSari, en kveð- skapurinn hófst í tilefni tj öru, og loddi viS lengst af keimurinn. Kristján kvaS: Ég skal vaka fram á fjöru fantinn taka strax í kveld. Ég skal maka Jóa í tjöru, ég skal baka hann viS eld. Jóh. kom nokkru síSar, ábúS- armikill og laundrjúgur til K. Þetta var svariS: / AS kveikja í Stjána er kostur rýr, krónutap þaS yrSi. Tjaran er svo djöfull dýr, en drengurinn einskisvirSi. \ Slíku er vitanlega ekki hægt aS svara. Gunnar Ben. og Kristmann bjuggu sem fleiri í Skáldagötu, sem nú heitir Frumskógar. Þeir voru sammála um fátt, þó sízt pólitík. K. taldi allt vont austan- tjalds. Gunnar öfugt. Einhvern- tíma segir Kristmann viS G. Ben.: Nú er þaS ljótt, karl minn. Þeir eru orSnir svo lúsugir í Rússíá, aS þaS eru lýsnar, sem bera þá, en þeir ekki þær. Ja, þarna sérðu mátt samtak- anna, sagSi Gunnar. Onnur perla: Jökull Jakobs- son gaf út sína fyrstu bók! Ætli kallinn hafi hjálpaS stráknum, sagSi einhver. Nei, svo bölvaS er þaS nú ekki, sagSi Kristmann. Séra Helgi var afburSa snjall hagyrSingur og er margt til eftir hann prentaS og óprentaS. Ég vel mér sýnishorn úr bók hans: Raddir um nótt. Útg. 1944. Hyggindi, sem í hag koma: Þegar sektin sækir aS sálarfriSi manna, flýja þeir oft í felustað frjálsu góðgerðanna. Til að öðlast þjóSarþögn, þegar þeir aSra véla, gefa sumir agnar ögn af því, sem þeir stela. I Um K. f. D. orti Helgi m. a.: i í MeS svo kláran þroska og þrár þekkti ég sára fáa. Um hans brár og höfuShár hjúpast áran bláa. Þetta skírskotaði til guð- spekiáhuga K. Helgi fékk svar sem ekki er prenthæft, úr því sem komið er. Skaftafellssýsla hefur lagt Hveragerði marga góða menn, ekki sízt að skólunum. Ekki veit ég hvaSa sýsla á þarna mest úrval, en ÖlfusiS á kennarann ÞórS. Þessi flutti eitt sinn á kennaramóti erindi um „sína sveit", greinargott og skipulegt, sem hans var von. Hann sannaSi, aS Ölfus er ekki einungis eitt bezta mj ólkurf ramleiSslusvæSi landsins, heldur og, aS þaSan væri ættaS hiS mesta afbragS fólks. Nefndi dæmi: Kiljan átti ömmu á einum staS, Jón Helga- son prófessor öSrum, þarna í Forunum. Þá kvaS K. Hér er nóg um mjöS og mjólk og margir skyri sletta. f Ölfusinu er einnig fólk, ekki vissi ég þetta. U Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar b.f., Akureyri. Föstudagur 21. óqúst 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.