Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.08.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 21.08.1964, Blaðsíða 4
Stórvirkjun við Laxá / síðasta tölublaði var skýrt frá niðurstöð- um Sigurðar Thoroddsen verkfrœðings varð- andi rannsóknir á virkjunarmöguleikum við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, ef gert vœri ráð fyrir stórvirkjun þar með það fyrir augum að fá þaðan nœga orku til að fullnœgja raforku- þörf landsmanna um eitthvert árabil. Niðurstöður Sigurðar eru mjög athyglis- verðar, þar sem þœr leiða í Ijós, að hœgt er að byggja hjá Laxá við Brúar litlu minni virkjun en rætt hefur verið um að koma upp í Þjórsá við Búrfell. En kostnaður við virkjun Laxár yrði stórum minni en við virkjun Þjórs- ár. Hann yrði það miklu minni, að fyrir mis- muninn mœtti leggja trausta leiðslu yfir há- lendið og tengja þannig saman rafveitukerfin sunnanlands og norðan. En um slíka leiðslu hefur allmikið verið rœtt í sambandi við hugs- anlega Búrfellsvirkjun. Jafnvel heyrðust á sín- um tíma raddir um, að umrœdd aluminium- verksmiðja yrði byggð við Eyjafjörð, en raf- magn til hennar fengið frá Búrfelli. En einn er sá kostur, sem Laxá hefur um- fram Þjórsá og ekki verður fyrirfram reiknað í tölum, hve miklu getur munað fyrir þjóðina: Laxá er bergvatnsá með tiltölulega b'ruggu rennsli, einkum eftir að gerð hafa verið sér- stök mannvirki við upptök hennar til að tryggja rennslið. Þjórsá er hinsvegar annað af tveimur vatnsmestu og hamslausustu jökul- fljótum landsins. Enda þótt nútímatœkni hafi kannske ráð til að beizla slík fljót, þá er svo mikið víst, að gangöryggi virkjana við þau verður ekki tryggt nema með gífurlegum kostnaði og ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkum ráðstöfunum í þeim almennu áœtlun- um um virkjunarkostnað, sem gerðar hafa verið. Þeir einir, sem séð hafa bakkafull jökul- fljót ryðjast fram með klakaburð í leysingum á vori, geta gert sér í hugarlund, hvílíkur kraftur þar er að verki og hversu stórkostleg mannvirki muni þurfa að gera til að tryggja ótruflaðan rekstu vikjana í þeim, þegar þannig stendur á. Það er sjálfsagt gott og blessað að fá er- lenda verkfrœðinga til rannsókna og aðstoðar við áœtlanagerðir um virkjanir jökulfljóta. En menn verða ekki fullkomnir og alvitrir af því einu að vera útlendingar eða lœrðir menn. Muna ekki flestir söguna af skipinu ósbkkv- andi, Titanic. Ekkert átti að geta grandað því. Það var svo stórt og sterkt, að hvorki hvirfilbylir né hafsjóar áttu að geta unnið því mein. En það fórst í fyrstu ferð sinni. Haf- ísinn skar byrðing þess, svo að það hlaut að gista hafsbotn. Það er að vísu enginn hafís á Þjórsá, en klakaburður Jökulfljóta er ekki mildarí en hafís, og þar er sterklega fylgt á eftir. Það geta því ekki kallazt hrakspár, held- ur aðeins skynsamleg aðvörun, þótt sagt sé, að þau mannvirki og þær vélar, sem standast eiga atlot Þjórsár, þegar hún tekur á öllu sínu, mega vera í meira lagi traust. Þar er um allt annað að ræða en þau vatnsföll, sem Islend- ingar hafa byggt virkjanir við til þessa. Laxá og Sogið eru sem ungbörn að leika sér við, en Þjórsá og Jökulsá á Fjöllum líkari tröllum þeim, er verst getur í þjóðsögum. Þrátt fyrir alla tækni okkar tíma mun Islendingum enn fullerfitt að heyja glímur við tröll. Einhverjir munu segja, að ekki sé þó út- lendum of gott að glíma við tröllin og kannske séu þeir okkur fœrari um það. Er þá vitnað til þess, að stórvirkjun við Búrfell sé bundin byggingu aluminiumverksmiðju og orkufram- leiðslu fyrir hana. En ýmislegt bendir til þess, að allur vindur sé nú úr útlendum um bygg- ingu slíkrar verksmiðju hér á landi. Munu þeir telja, að athuguðu máli, að öruggara sé að halda sig við bnnur lönd en Island með þá framleiðslu, m. a. vegna þess, að þeir eru ekki bjartsýnir á virkjanir jökulvatnanna, sem engu eira. Til aluminiumvinnslu þarf mikið rafmagn og stöðugt. Eigendur aluminium- hringanna vilja ekki leggja í neitt happdrætti með orkuöflun. Og víst megum við Islendingar þakka fyrir, ef rétt reynist, að úr sbgunni séu hugmyndir um stóríðju útlendra manna í landi okkar. Það eina, sem gert var ráð fyrir, að við gætum hagnast á þeim rekstri var, að við fengjum ódýra afgangsorku frá stórvirkjun, sem við áttum að fá að byggja til að selja umrœddri verksmiðju rafmagn. Verksmiðfan átti að hafa forgangsrétt til kaupa á allri þeirri orku, sem hún þyrfti á að halda. En nú er Ijóst orðið, að við getum fengið ódýrara rafmagn með því að virkja Laxá til eigin nota en við gœtum fengið með Búrfells- virkjun og sölu til stórverksmiðju. Er þá ekki sjálfsagt að velja þann kostinn, sem hagstæð- ari er, velja þá virkjun, sem ódýrust er og tryggust. Það er engin röksemd fyrir virkjun við Búrfell, að sá staður er sunnan fjalla en ekki norðan. Norðlendingar hafa eins og aðrir þörf fyrir rafmagn. Og stórvirkjun í Norður- landi myndi skapa mikla vinnu um árabil og á þann hátt verða til þess að auka jafnvœgi milli landshluta. Þá yrði líka strax lögð há- spennulína yfir hálendið og þannig komið á nauðsynlegrí og aðkallandi samtengingu raf- veitukerfanna. Yrði aftur á móti virkjað syðra kynni svo að fara, að norðanmenn mættu bíða tímana tvo eftir sínum hluta orkunnar. Það er svo merkilega oft hugsað fyrst um syðri hluta landsins. Þ. Hvað yrði? ? / Reykjavík, ásamt Kópavogi og næsta ná- grenni, býr helmingur íslenzku þjóðarinnar. En sé suðvesturland allt talið mun ekki fjarri lagi, að þar eigi tveir þriðju hlutar þjóðar- innar heimili sín. Hvað yrði um þetta fólk, ef mikið eldgos hœfist einhvern morguninn í Rauðhólum eða á Klambratúni, svo einhverjir staðir séu nefndir? Það er mikil óheillaþróun, sem orðið hefur í okkar landi, að svo stór hluti þjóðarinnar skuli hafa safnazt saman á eitt landshorn. Þetta verður ennþá hœttulegra, þegar til þess Framhald á 8. síðu. n HVERAGERÐI ER HEIMSINS BEZTI STAÐUR Þessi fyrirsögn er gamalt við- lag Hvergerðinga, frá þeim tíma, er Hveragerði var lista- mannabær. Þá var gaman að lifa. Nú hneigist allt meir til hagkvæmni og starfa. Ég talaði í síðasta blaði um hæli N.L.F.Í. Það mál var út- rætt. En það er erfitt að hefja um- ræður um staðinn Hveragerði, án þess að gera honum ofurlítil skil í heild. Þorpið er nefnilega merkilegt. NÁTTÚRA. Hveragerði stendur í hálf- hringlaga hvilft milli fagurskap- aðra fjalla, er lykja það vestan, austan og norðan, en opið móti suðrinu víðu og fríðu. Af Kambabrún er það að sjá eins og grautarskál, sem guf- urnar streyma uppúr, og í vætu er þetta fögur sýning, því gufur eru í rauninni þúsundir mynda í einum fleti og skiptast stöðugt á um að birtast. Notagildi guf- unnar er þó mest um vert hér, aldrei þessu vant, fram yfir feg- urð. Staðurinn hefði ekki byggzt nema vegna þeirra. Norðan við þorpið rís Ham- arinn, einn fegursti staður á voru landi. Gróður þessa hamars er mjög fjölbreyttur og huldu- fólk á þar bústað. Hamarinn er Paradís andlegheita, og þar sem hann fer að renna saman við Kambana verður á einum stað laut, sem heitir Ljóðalaut. En einhverjir fjandmenn ljóða keyrðu í hana rusl frá þorpinu svo ástfangin skáld áttu á hættu að fá nagla upp í viðkvæmar iljarnar, yrði þeim reikað þang- að. Og í skógarnesinu utan við Ljóðalaut á að fara að byggja einhvern fjandann, sem þeir kalla „Mótel", hvort þetta er hænsnabú eða grænmetisstöð veit ég ekki, en það rímar á móti hótel. En handan Varmár er Al- þýðusambandið að byggja sum- ardvalarheimili fyrir meðlimi verkalýðsfélaganna. Þorpið er byggt á mikilli jarðsprungu, sem virðist full af sjóðandi vatni og vissulega vont bæjarstæði, en menn komu þarna að sinn úr hverri áttinni og byggðu sem næst hitagjaf- anum til að spara sér rör. Skipu- lag var þá óþekkt orð austan- fjalls og virðist raunar ekki á hvers manns vörum enn. En náttúrufegurð er þarna mikil og fari maður uppúr þorp- inu milli Hamarendans og Varmár, opnast undradalur aug- anu. Hann mun heita Reykja- dalur og er svo fallegur, að þeg- ar ég sá hann fyrst varð ég hræddur. Hélt ég væri dauður, óundirbúinn þá, og þetta væri eilífðarlandið. I dalnum eru býli og Sel Menntaskólans í Reykjavík. Við Hamarendann þarna er Gríla eða Grýta, hver hola, er gýs myndarlega á reglubundnu millibili, ca. tveggja tíma fresti. Kloflöngum skáldum þótti gott að ganga þarna á vordögum og láta andagiftina seitla inn í sig, eða kannski fremur gjósa. Varmá, volg og gróðurrík rennur gegnum þorpið og skipt- ir hreppum, en þótt það heiti Olfushreppur austan hennar höf- um við Reykjatorfuna með hér og köllum allt Hveragerði. I Varmá er foss inn í miðju þorpi. Heitir Reykjafoss og er fossa prúðastur í fasi, undir hon- um er hylur, þar þykir sjóbirting gott að lóna og þegar vel liggur á honum, þá hefur hann sig á loft og stekkur í fossinn eins og ör sé send af boga. Hann fer stundum uppeftir en oftar gerir hann þetta að gamni sínu svo að listamenn sjái hve vatnabúar eru miklu frískari í hreyfingum en listamenn. En dag einn var hann allur soðinn lifandi — það var bartæknin. Áin er alveg einstök uppeldis- stöð fyrir silung og efast ég um 4) Verkamaðurinn Jóhannes úr Körlum. Fösrudagur 21. ágúst 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.