Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.08.1964, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 21.08.1964, Blaðsíða 6
Einstæðingsskapur og umkomuleysi setti að vonum sérkennilegan og að vissu leyti merkilegan svip á at- hafnir afdalabúa íslands í fyrri daga og viðhorf þeirra til lífsins í heild. Fólkið var einangrað og útilokað frá samneyti við nágranna og vini, sakir fannkynngi, frosta og fjarlægða milli bæja. Hver einstaklingur varð að búa að sínum eigin hugsunum, sem urðu myrkar og dulrænar vegna samgönguleysis við aðra menn and- lega skylda. I fásinni myrku híbýlanna skapaði hið frjóa ímyndunarafl fólksins ýmsa vætti, illa og góða — fleiri þó illa — sem ákveðið viðfangsefni og vanda- mál að fást við, svo sem forynjur, drauga, tröll útilegu- menn o. fl. Að vísu var tiltölulega auðvelt að vara sig á útilegu- mönnunum sem sagt var að byggðu dalinn hand^n fjallsins þar suður á heiðinni og sama máli var að gegna með tröllin sem áttu heima í gljúfrunum þar nokkru innar. Þessir óvættir sáust þó með berum aug- um og því auðvelt að varast þá ef gætilega var farið. En það var öðru máli að gegna með draugana, þessa væri skrýtilegt í fari þeirra og því ótækt að þeir lægju óbættir hjá garði. Eg minnist enn einnar nætur er hann gisti hjá föður mínum, ég mun þá hafa verið 6—7 ára. A kvöldvökunni sagði hann draugasögur uppihaldslaust til háttatíma. Fannst mér að hann hlyti að taka öllum mönnum fram að málsnilld og fróðleik. Eina sögu sagði hann þó svo öfgafulla að jafnvel ég varð efablandinn, ég dirfðist því að spyrja hann ofur gætilega, hvort þetta væri áreiðan- lega sönn saga. Gísli leit við mér snúðugt og svaraði stutt. „Þessi saga er til á prenti, strákur." Ur því svo var, skildi ég auðvitað að hún hlaut að vera sönn, því enginn mundi leyfa sér að prenta lýgi, hvorki í sögu- formi eða á annan hátt. Jdnbjörn Gíslason: ristu klakann við þeysireið draugaklerkanna og mýrina heim til staðarins, en augu manna voru svo haldin að ekkert var sjáanlegt. Mér flaug í hug að þessi skafla-fara hljóð í ísnum, líktust tortryggilega mikið venjulegum ísbrestum í hörðu frosti. Ekki hafði ég samt orð á þessum grun mínum, ég hélt að það þætti ef til vill bera vott um virðingarleysi fyrir prestastéttinni sem heild, að efast um nærveru meðlima hennar á þennan sérkennilega hátt. Með lýsingu þessa á staðháttum og umhverfi sem baksýn, verður hér með fylgjandi draugasaga að skoð- ast og dæmast. Eg var lengi á báðum áttum í þessum sökum, þorði ekki að aftaka neitt, því ég vissi að „það er harla margt á himni og jörðu sem heimspekina dreymir ei um." En hér var frá mínu sjónarmiði allur vafi ómögulegur. Ég hafði fengið fulla vissu og óræka sönnun á fyrirburðum og sýnum sem áður virtist tor- skilið, og ber því eins hér eftir sem hingað til verð- REIMLEIKAR höfuðféndur allra afdalabúa fyrr og síðar. Þeir riðu húsum um nætur, stóðu í dimmum skotum og krókum bæjardyra og gangna og köstuðu koppum og kirnum í saklaust fólkið, og þegar út af tók drápu kind í fjárhúsi eða kú í fjósi. Við meiðslum á skepnum var auðvitað nokkur vörn, að mála stóran kross með góðri koltjöru á dyr peningshúsa, og helzt að signa hverja skepnu áður en fjárhús voru byrgð að kvöldi. A fjármörgum heim- ilum var þetta allmikið verk, og þar sem f j ármenn voru ekki því trúrri og húsbóndahollari, mun vanræksla nokkur hafa átt sér stað í þessu efni. Hinir áhrifamestu refsivendir á óstýriláta krakka \ar venjulega einhver uppáhalds draugur, eða Grýla og Leppalúði, þessi merkilegu fyrirbrigði er sum góð- skáldin fluttu svo smekklegar drápur forðum. Af þessu leiddi, að með vaxandi vizku í þessum efnum, urðu Lörnin meistarar í slíkum fræðum og í engu eftirbátar hinna eldri. Á rökkurkvöldum þegar fullorðna fólkið lagðist til svefns, þar til kvöldvaka byrjaði, söfnuðust krakkarnir venjulega saman á einhverju rúmi sem enginn notaði í þann svipinn og sögðu hvort öðru draugasögur. Vana- lega voru yngstu og ístöðuminnstu börnin höfð í miðj- um hópnum, þar var hættan tiltölulega lítil, en hin eldri og kjarkmeiri til beggja hliða og sérstaklega gagnvart baðstofudyrum, því þaðan var háskinn vanalega mestur og bráðastur ef illa fór. Það mátti stundum búast við að draugurinn sem sagan var af, birtist allt í einu ljós- lifandi, eða svo sagði sögumaður venjulega til þess að öðlast nánari athygli áheyrenda. Oftastnær sögðu elztu börnin sögurnar, þau töldu sig vita mest um þessa hluti og því sjálfsagða leiðtoga þessara fræðslustunda. Stundum enduðu þessar rökkurskemmtanir þannig, að slíkum felmtri sló á allan hópinn, þar með talinn leiðtogann sjálfan, að enginn þorði að hræra minnsta fingur, en biðu þess í dauðans skelfingu að ljós væru tendruð. Umrenningar og annað ferðafólk var ótæmandi upp- spretta kynja- og öfugsagna af öllum tegundum, og lögðu því ríflegan skerf til þessara mála. Gísli heitinn Brandsson var einn hinn kunnasti og merkasti sérfræðingur í þessari grein. Samkvæmt hans eigin sögn, sá hann gegnum holt og hæðir, þekkti per- sónulega hvern draug í tveimur sýslum, vissi upp á hár, hvaða heimili, ætt eða einstakling hver draugur fylgdi og öll tildrög að uppruna hvers eins. Hann hélt því jafn- vel fram, að sumir hinna allra merkilegustu, hefðu aukið kyn sitt, taldi hann það gott vegna þess að margt 6) Verkamaðurinn Ég hafði ekki haft mikil kynni menntaðra fræði- manna og kunni heldur enga grein þar á, en ég fór þó í huganum að bera þá fáu sem ég hafði heyrt talað um saman við Gísla. Fyrst af öllum datt mér í hug sóknar- presturinn sem var nýbúinn að húsvitja. Eftir að ég hafði metið og vegið allt hlutdrægnislaust frá beggja hálfu, duldist mér ekki að Gísli var langsamlega fremri, bæði fyrir smekkvísi á umtalsefni og fróðleik yfirleitt, £ið því ógleymdu hvað hann var skemmtilegri, þrátt fyrir það að sögur hans settu stundum að mér æsandi, óttablandinn hroll. Um langan aldur áttu ýms höfuðból og betri heimili sína eigin drauga eða afturgöngur, sem tilheyrðu staðn- um eins og gamla vinnufólkið, sem helzt aldrei mátti skipta um vist. Um kotbæi var allt öðru máli að gegna, flökkudraugar, sem hvergi áttu hæli, komu þar náttúr- lega við stöku sinnum, en gátu hinsvegar ekki verið þekktir fyrir að vera kenndir við slík hreysi að stað- aldri og sniðgengu þau heldur. Um tvítugs aldur var ég svokallaður vinnumaður á tveimur bæjum í Húnavatnssýslu, eitt ár á þeim fyrri, sem var Auðkúla í Svínadal, og þrjú ár á Móbergi í Langadal. Þessi tvö ágætu heimili sem ég man lengur en marga aðra staði sem ég hef dvalið á, höfðu hvert um sig, sinn eigin heimilisdraug. Móberg átti Móbergs- Móra, sem mér þótti ekki mikið varið í, vegna þess, að mér auðnaðist aldrei að kynnast honum hvorki í sjón eða reynd, en samverkafólk mitt — sumt að minnsta kosti — sá hann næstum daglega og taldi þann ágalla minn hörmulegan, að vera ekki skyggn. Auðkúla hafði aftur á móti fleiri en einn, enginn vissi hve marga, en hitt var öllum kunnugt, að allt voru það afturgengnir Auðkúluprestar er höfðu fyrir langa löngu drukknað í Svínavatni, á leið frá samnefndum kirkjustað, til Auðkúlu. Enginn veit hvað sögn þessi er gömul, varðar heldur ekki miklu máli. Vegalengd milli Auðkúlu og Svínavatns er ef til vill ein og hálf ensk míla, sé farin skáhöll leið yfir suður- hluta vatnsins og sú leið var ætíð farin þegar ísalög voru. Frá Auðkúlutúni liggur hallandi mýri alla leið ofan að bökkum Svínavatnsins. A vetrum leggur sam- fellda svellbreiðu á alla þessa mýri og má því heita einn góður skeiðsprettur milli bæjanna á flughálum og glær- um ísum. Á þessari leið drukknuðu gömlu Kúlu klerk- arnir og allir gengu þeir aftur og allir leituðu þeir heim að Kúlu. Á frostgrimmum, mánabjörtum vetrarkvöldum sagð- ist fólkið á Auðkúlu heyra þegar skaflar gæðinganna skuldaða virðingu fyrir þessum gömlu og merku sögn- um. Árið 1899 réðist ég vinnumaður að Auðkúlu í Svína- dal og kom þangað með föggur mínar á vinnuhjúa- skildaga það vor. Margt var þar hjúa á mínum aldri og hugði ég hið bezta til vistarinnar. Húsbændur mínir hinir prýðilegustu og virt og elskuð af öllum. Jafn- aldrar mínir á staðnum töldu það skyldu sína að fræða mig um allt sem viSkom vist minni þar, um heimilis- hætti og reglur er allir töldu skyldu sína að fylgja. Ágalla á vistinni vissi það enga, nema ef vera kynni orðróm, að hér væri reimleiki nokkur og margir væru hér myrkfælnir. „ÞaS er eins og þetta liggi hér í landi," sagði fólkið. Ég krafðist frekari sagna um þessa hluti og var mér þá sagt allt sem allir vissu um þennan prest- lega draugagang. Ég var spurður hvort ég væri nokkuð myrkfælinn. Ég sagði það ekki vera til muna. Þrátt fyrir það að ég var naumlega sloppinn viS unglingsárin, hafSi ég aS mínum eigin dómi öSlast furSumikla þekkingu á ýmsum veraldlegum fræSum, sem ég taldi aS gagni mættu koma. Ég hafSi t. d. lært aS reykja tóbak, átti sæmilegan pípustubb og tóbaks- poka. Þegar ég meS pípu mína, sat á tali viS mér eldri menn, fannst mér aS þeir þyrftu ekki mikiS aS fyrir- verða sig fyrir samneyti við mig. Einn sólbjartan sunnudag sat ég inni í baðstofu í ró og næði og þyrlaði reyk í fagurlegum rósahringum allt í kringum mig. Presturinn, húsbóndi minn gekk fram hjá, leit til mín og tók sér sæti í grennd við mig. „Svo þú reykir þá," sagði hann vingjarnlega. „Já, dálítið," svaraði ég ofurlítið upp með mér og bjóst við aS hann mundi láta orS falla í þá átt aS slíkt væri þroskamerki, á ekki eldri manni. En í þess stað segir hann: „Veiztu þaS, Jónbjörn aS þú ert fyrsti unglingurinn í minni þjónustu sem brúkar tóbak svo nokkru nemi. Eg tel þaS fremur ósiS þegar alls er gætt. Tóbak spillir heilsunni. ÞaS kostar töluverSa peninga, að ógleymdri eldshættunni sem af því stafar. Mitt ráS er, aS þú annaS hvort hættir því algerlega eSa minnkir þaS um helm- ing." Hann gaf mér engan tíma til svars, en stóS upp, brosti vingjarnlega og gekk til stofu. Mig hálflangaSi til að spyrja hvenær hann hefði sjálfur byrjað að reykja, en bæði var það, að mig brast kjark til, enda enginn tími heldur. Föstudagur 21. ógúst 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.