Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1966, Page 7

Verkamaðurinn - 20.12.1966, Page 7
Nokkrar staðreyndir um Þyzka alþýðulýðveldið JÓN HAFSTEINN JÓNSSON TÓK SAMAN Sumarið 1945 komu leiðtog- ar Bandaríkjanna, Stóra-Bret- lands og Sovétríkjanna saman í Potsdam til þess að fjalla um framtíð hins sigraða Þýzkalands. í ágúst sama ór undirrituðu þessir aðilar og síðan einnig Frakkland sáttmála sem nefndur hefur verið Potsdamsáttmálinn. Sáttmáli þessi felur m. a. í sér ákvæði um algera afvopnun _Þýzkalands og að það skuli ekki endurhervæðast. Þó skuli nazista- flokkurinn bannaður og tryggt, að hann verði ekki vakinn upp í nýrri mynd. Einnig er kveðið svo á, að stríðsglæpamönnuin skuli refsað og að nazistar víki úr öll- um embættum, t. d. úr skóla- og uppeldiskerfinu. Þá skuldbinda þeir sig einnig til að skoða Þýzkaland sem eina efnahags- lega heild. Hið erlenda hernám skyldi vera til bráðabirgða. Berlín, sem vegna legu sinnar tilheyrði hernámssvæði Sovét- ríkjanna, skiptist í fjögur her- námssvæði. Hernámsveldin fjög- ur skipuðu sameiginlega þýzka borgarstjórn í Berlín. Potsdamsáttmálinn gefur þýzku þjóðinni möguleika á að tryggja friðsamlega og lýðræðis- lega þróun móla og ávinna sér þannig virðingarsess í samfélagi þjóðanna. A næstu órum verð- ur raunin sú, að hernámssvæð- um Vesturveldanna er smátt og smátt þjappað saman. I ársbyrjun 1947 var brezka og bandaríska hernámssvæðinu steypt saman í svokallað Bi-Zone og árið eftir rann franska svæð- ið inn í þessa heild (Tri-Zone). Þá var einnig árið 1948 inn- leiddur sérstakur gjaldmiðill á þessu svæði og sömuleiðis í Vestur-Berlín, en só borgarhluti var tekinn út úr hinni sameigin- Þriðjudagur, 20. desember 1966. miðpunkti Berlínar. Alexanderplatx vorið 1945 I miðpunkti Berlínar. Alexanderplatx vorið 1966. legu borgarstjórn á borginni allri og komið upp sérstakri borgarstjórn fyrir hann, West- Berliner Senat. Árið 1949 var svo Sambands- lýðveldið Þýzkaland, D.B.R., stofnað með Bonn sem höfuð- borg. Vestur-Berlín var áfram undir hinni sérstöku hernáms- stjórn, West-Berliner Senat, og telst ekki til sambandslýðveldis- ins. Mánuði síðar var svo þýzka Alþýðulýðveldið D.D.R. stofnað á hernámssvæði Sovétríkjanna með Austur-Berlín sem höfuð- borg. Þar með voru fram komin þessi tvö þýzku ríki, sem hvíla á ólíku þjóðskipulagi og hafa full- komlega aðskilin stjórnar og réttarkerfi. Deutsche Demokratische Re- publik eða D.D.R., sem vestur- þýzka útvarpið nefnir gjarnan Mið-Þýzkaland, er að flatarmáli á stærð við ísland, en þar búa ca. 17.5 millj. manna. Höfuð- borgin Austur-Berlín hefur kringum 1.2 millj. íbúa. Landið er fátækt af náttúruauðæfum, þ. e. málmum og kolum. Árið 1936 voru 2.7% af steinkolafram- leiðslu Þýzkalands, 5,3% af járngrýitsframleiðslunni og 7.7% af stálframleiðslunni á því landsvæði sem nú er D.D.R. Þarna voru aðallega landbún- aðarhéruð og sum mjög van- þróuð t. d. Mecklenburg. I lok stríðsins eru borgirnar í rúst og atvinnuvegirnir í kalda kolum. Að austan eru hin svokölluðu Oder-Neisse landamæli við sam- eiginlegt fljót, sem skilja D.D.R. frá Póllandi, einnig liggur land- ið að Tékkóslóvakíu. Sem afleiðing stríðsins færð- ust landamærin milli Þýzkalands og þessara tveggja ríkja nokkuð til og fengu þau landsvæði, sem óður lutu Þjóðverjum, en höfðu íbúa, sem bæði voru þýzkir og pólskir eða tékkneskir. Hinir þýzku íbúar þessara svæða urðu að taka sig upp og flytja sig inn fyrir hin nýju landamæri Þýzkalands. í Yestur- Þýzkalandi myndar fólk þetta og afkomendur þess samtökin „Die Verkamaðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.