Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1966, Blaðsíða 16

Verkamaðurinn - 20.12.1966, Blaðsíða 16
[Flestir fslendingar munu ein- 'hverntíma hafa heyrt getið um T. S. Ellot. Fæstir munu þó hafa gefið sér tíma til að huga nónar að því, hver sá maður hafi verið. Þó hafa all- margir gert sér grein fyrir því, að Eliot hafi verið eitt hið mesta Ijóð- skáld á enska tungu á siðari tím- um, og nokkrir munu jafnvel hafa látið sér til hugar koma, að ýmis af nútímaskáldum okkar Islendinga muni svo margt hafa af honum lært. I eftirfarandi frásögu kynnumst við lítilsháttar manninum Eliot. Og fyrir það kunnum við höfundinum, Thomas Dozier, og þýðandanum, Daníel A. Daníelssyni, hinar beztu þakkir. — Ritstj.] Thomas Stearns Eliot var maður vanafastur og reglu- samur. Og hann átti til órofa tryggð. í mörg ár fór hann í sama vagni og á sama tíma dags milli vinnustaðar síns og þeimilis. Yfir þrjátíu ár skipti hann við sama klæðskerann. Þegar vín- sali Eliots lokaði búð sinni í London, og fluttist í fjarlægan landshluta, þá pantaði Eliot sitt Sherry og sitt Claret alla leið þaðan, heldur en hefja viðskipti við annan vínsala. Eliot og gam- all vinur hans einn, frægur list- gagnrýnandi, áttu sammælt til hádegisverðar þriðjudag hvern um tvo áratugi. Örsjaldan kom það fyrir, að Eliot ekki mætti. A þriðja tugi aldarinnar höfðu þau Eliothjónin einn og sama þjón. Fyrr á árum hafði hann verið embættismaður Yiktoríu drottningar. Eliot kall- aði hann lögreglumanninn Jak- ob. Árið 1930 fór Jakob, þá við aldur, úr vistinni, flutti í eitt óhrjálegasta úthverfi borgarinn- ar og bjó þar síðustu sextán ár ævinnar. Eliot heimsótti hann allan þann tíma, einu sinni í mánuði hverjum. Og hann greiddi útfararkostnað Jakobs, og gekk á eftir kistu hans til grafar. Trygglyndi Eliots kom aldrei greinilegar í ljós, en í óhvikulli umhyggju hans fyrir sjúkri konu sinni. Hún var fyrri kona hans, þau voru gefin saman árið 1915. Eftir nokkur ár fór að bera á geðsjúkdómi hjó henni, hann ágerðist, og þar kom, að hún var flutt að heiman til hælisvistar árið 1931. Hún and- aðist á hælinu, eftir sextán ára dvöl þar. Eliot heimsótti konu sína hvern einasta fimmtudag öll þau ár. Hún bar aldrei kennsl á manninn, sem kominn var í heimsókn til hennar. Síðar á ævi gekk Eliot að eiga konu þá, sem verið hafði einkaritari hans. í "því hjóna- bandi naut hann kyrrlátrar ham- ingu. Eliot var gæddur humor, sem reis á breiðum grunni, eilítið tvíræður. Líkt og William Blake forðum daga, fór Eliot snilldar- lega með hið opinskáa, engil- saxneska orð. Aðeins örfáir vildarvinir hans fengu að hnýs- ast í ljóðakver, sem hann setti saman á löngum tíma, og lét prenta fyr.ir sjálfan sig eingöngu. Sumar línurnar í einkabréfum hans sóru sig í þessa ætt, þoldu þó betur dagsins Ijós. Ýmsum þeim, sem hann var kunnugastur meðal útgefenda og bókmennta- manna, sendi hann minnilegar kveðjur: þar var fimi í orða- leikj um. Hann gaf nokkrum vinum sín- um auknefni. Einn vinurinn, þekktur útgefandi, maður vörpu- legur og gildnandi, hlaut nafnið „Hvalurinn“. Annar vinurinn, sem var einnig útgefandi, og þess utan Donne-sérfræðingur, víðkunnur gagnrýnandi og sam- býlismaður Eliots um langt skeið, sat öllum dögum hnepptur í hjólastóli sínum, og veiddi fólk í sitt vingjarnlega iret: verðar. Tilefnið var heimsókn mikilsmegandi útgefanda frá New York, en hann hafði óskað að deila geði við stórskáldið. Vandað var til kvöldsins, boðið var fáum gestum öðrum, sem allir þekktu Eliot persónulega, allt gert til þess að samkvæmið yrði skemmtilegra en venjulegt kvöldboð þar sem hver og einn sæti gapandi, í nærveru einhvers páfans. Þessar varúðarráðstaf- anir reyndust óþarfar. Þegar liðið var að miðnætti, höfðum við sezt kringum Eliot, og allir ræddu af áhuga og frjálsmann- lega þá miklu spurningu, hvort Sherlock Holmes væri faðir barnsins hennar Irene Adler. Eliot var manna fróðastur um hinn víðfræga leynilögreglu- mann, og kunni utanbókar margar blaðsíður í sögunum um hann. Seinna sagði Eliot mér: „Ég kveið svo fyrir að hitta út- gefandánn, að ég fékk mér þre- feldan sjúss áður en ég fór að heiman.“ leið frá London til Napoli. Skip- ið var á hægri siglingu út Temps- árósa. Ég brá mér upp á þiljur til að hreyfa mig og fá mér ferskt loft. Þegar ég hafði farið einn hring um þilfarið, gekk fram hjá mér maður, grannur og há- vaxinn, álútur nokkuð, klæddur tvítfrakka, belti um mitti, ensk ferðahúfa á höfði. Hvorugur mælti orð. Yið mættumst í næstu umferð, þá þekkti hann mig, stöðvaði mig og ávarpaði. Hann kvaðst vera á leið til Gibraltar, ætlaði að vera á Spáni í vorfríinu sínu. Við skiptumst á nokkrum gamanyrðum, hurfum svo inn í þokuna, í sína áttina hvor. Morguninn eftir, um átta- leytið, var bjöllunni hringt við klefadyr okkar hjónanna. Ég opnaði, þar stóð vikadrengur, hélt á silfurbakka sem á var kort frá Eliot: við vorum boðin til kvöldverðar. Ég kvaðst mundi skrifa svar fljótlega, en þá sagði sá sem sendur var: „Herramað- á málið eru langtum meiri en lesandann grunar. Lítum á framlag Shakespeares til enskrar tungu! Þó myndu skáldverk hans nú, sem væru þau rituð á dauðu máli, ef engin ensk rit hefðu verið samin eftir hans dag. Þjóð sem mælir á frumstæðri tungu, er ekki á háu menningar- stigi. Hlutverk skálds er að forða tungunni frá að vera eða verða frumstæð. Vér þörfnumst ávallt skálda.“ Morguninn eftir horfðum við hjónin á eftir honum, þar sem hann stóð um borð í ferjunni á leið til lands í Gibraltar. Haf- rænan lék um yfirhöfnina og ferðahúfuna. Hann sneri sér í áttina til okkar og veifaði í kveðjuskyni. (LIFE, jan. 1965: The Private World of T. S. Eliot. By Thomas Dozier.) V D. Á. Danielsson þýddi lauslega. hann var skírður „Köngulóin“. Fyndni Eliots hefur verið spáð langlífi. Lesendur kynntust henni allvel í kattaljóðum hans. Geta má þess, að Eliot átti aldrei kött. Eliot hafði gaman af mein- leysislegum smáhrekkjum. Það var á árunum milli heimsstyrj- aldanna, að hann tíðkaði kom- ur sínar í verzlun eina, þar sem seldur var á fáeina skildinga margs konar útbúnaður til að koma mönnum á óvart að sið skóladrengja. Eitt sinn sendi hann góðvini sínum súkkulaði með sápubragði. En uppáhaldið hans úr þessari verzlun var blöðrumyndaður skapnaður úr gúmi, og þeirrar náttúru, að væri hann kreistur, gaf hann frá sér óyndislegustu hljóð. Á þess- ari nýstárlegu uppfinningu sat Eliot að kvöldverði heima hjá sér meðal nánustu vina sinna í karla hópi, og með því að vagga sér, svo lítið bæri á, framkallaði hann ýmiskonar misyndishljóð. Og þá var honum konunglega skemmt, þegar hann varð þess vísari, að hinir hæversku, brezku gestir þögnuðu ekki eitt einasta andartak í alvarlegum borðræð- um, hversu hávaðasamt sem gerðist undir nóbelskáldinu. Hann kom eitt sinn á heimili mitt í London, boðinn til kvöld- Þegar Eliot var á fimmtugs- aldri, þjáðist hann um tíma af ofþreytu. Hann leitaði þá til sér- fræðings í Sviss, það var sál- fræðingur, og sá hóf þegar leit að orsök kvillans. Leitin var í því fólgin, að rannsaka drauma skáldsins. Eliot minntist þessa ævintýris þannig: „Ég varð að gefa þetta upp á bátinn. Undir- vitund mína fór að dreyma furðulegustu drauma, vafalaust til að þóknast sálfræðingnum.“ Orð voru hans yndi. „Ég rekst á orð,“ sagði hann, „tel það ágætt, geymi það til notkunar síðar. Eitt geymdi ég lengi í handraðanum, áður en ég not- aði það. Annað orð er þar núna, ég mun aldrei grípa til þess. Þú mátt eiga það ef þú vilt. Mér þykir það of líkt Milton.“ Og hann geymdi hugmyndir, eigi síður en orð: „Hugmyndum sökkvi ég í hugann, til langrar geymslu. Ein meginregla mín er, að byrja aldrei á kvæði fyrr en ég hlýt þar með að vanrækja algerlega eitthvert annað þýð- ingarmikið starf. Stundin kemur, að þú kærir þig kollóttan um allt annað en óorta kvæðið, þá verð- ur þú að gegna kallinu.“ Eitthvert síðasta skiptið, sem fundum okkar Eliots bar saman, var um borð í farþegaskipi á urinn sem sendi mig, stendur hér.“ Eliot birtist yfir öxl hans, ætlaði svo að stíga .inn í klef- ann, en hrökklaðist skelfdur til baka, þegar konan mín rak upp hljóð og svipti lakinu upp yfir höfuð sér. Um kvöldið var borðhald, langt og virðulegt, rauðvínið fullkomnaði það. Og lengi fram- eftir sátum við yfir púrtvíninu, ræddum allt milli himins og jarðar, en skáldskap eftirminni- legast. Ég minnist sérstaklega svara hans við tveimur af mörg- um spurningum rnínum. Fyrra svarið var um hið tor- skilda í skáldskap hans. „Áhrif ljóðs er-u eigi lítið komin undir lesandanum sjólfum,“ sagði hann. „Ef ritverk á að vera ein- hvers virði, þá verður höfund- ur að glæða það fjölþættari merkingu en hann sjálfur veit vera þar samkvæmt orðanna hljóðan.“ Seinna svarið laut að hinu síumdeilda hlutverki skálds í nútíma þjóðfélagi. Eliot mælti: „Ábyrgð skálds er öllum stund- um fólgin í verndun tungunnar, þróun hennar og endurnýjun. Skáld getur ekki innt af höndum við þjóð sína mikilsverðari þjónustu en þá, sem hann veitir tungu hennar. Áhrif skáldskapar Þriðjudagur, 20. desember 1966. Verkamaðurinn (17 tjaldabaki

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.