Verkamaðurinn - 20.12.1966, Side 11
ífcMA cr iKiðin ak
Framh. af 4. síðu.
an Hörgdæling til fylgdar við þá vestur yfir heið-
ina og treyst á að sú fylgd fengist á efstu bæjun-
um. Hvernig sem það var, brást sú fyrirætlan og
þrír einir lögðu þeir upp frá Flöguseli um
kvöldið. Húsbændur löttu þá þó fararinnar og
buðu fram gistingu, en sýslumaður vildi ekki
tefja.
Fljótlega eftir að þeir kvöddu í Flöguseli tók
veður að ýfast af norð-vestri og fylgdi bleytuhríð
fyrst en síðar frost og fannkoma. Hörgárdalsrun-
an er ærið löng og ekki greiðfær þegar veður
stendur í fang og fönn fyrir fótum. Útlit er fyrir,
að færðin hafi verið orðin það þung þegar þeir
komu undir heiðina og jökulinn, að þeir hafi þá
afráðið að skilja hestana eftir og freista að ganga
vestur yfir.
Veit nú enginn með vissu hvað næst gerist.
*
ÞESSA NÓTT og hinn næsta sólarhring var versta
veður í sveitum beggja vegna fjallgarðsins, en
fannburður til fjalla. Á mánudag, 14. október
rofaði svo til, að byggðamenn gerðu leit að þeim
félgum því strax var óttast um afdrif þeirra. Fund-
ust þá hestar þeirra allir við Sandá, en það er
þvergil efst í Hörgárdal. Bendir það til þess að
þeir hafi aldrei á heiðina farið. Næstu daga var
svo leitinni haldið áfram af fjölmenni þótt óhægt
væri bæði færi og veður. Fundust smám saman
hnakkar þeirra þremenninga og fleira af farangri
svo og vettlingur Jóns Vídalíns og einhverjar
aðrar'flíkur. Mikill snjór var á heiðinni og tók
hann ekki upp fyrr en löngu seinna. Þá var enn
mögnuð leitin, en kom þó fyrir ekki. Leið svo
veturinn og vissu allir hver örlög þeir félagar
hefðu hreppt á Hjaltadalsheiði.
Hin sviplegu afdrif sýslumannsins unga voru
hvarvetna hörmuð, en þó hvergi eins og heima á
Hólum og í Víðidalstungu. Ekkjan, Helga Steins-
dóttir, varð kona léttari skömmu eftir helför Jóns,
eða 29. okt. Hún eignaðist sveinbam og var því
vitanlega gefið Jónsnafnið. Sá Jón Vídalín lifði
og varð hinn nýtasti maður og klerkur. Hann þjón-
aði lengi í Laufási við Eyjafjörð. Kona hans var
Sigríður systir Skúla landfógeta, en sonur þeirra
Geir biskup Vídalín.
Veturinn eftir slysið var harður og leysti snjóa
seint um vorið. Steinn biskup var á varðbergi og
lét hefja leit að afgangi þeirra þremenninga strax
og tök voru á og tilgangur einhver. Svo var það
loksins „degi fyrir Jónsmessu“ 23. júní, að lík
þeirra fundust vestan til á heiðinni, nærri vegar-
slóðanum, „við varða lítinn, heil og óskert44.
Menn þóttust sjá merki þess að Jón Þorláksson
frá Miklagarði hefði veitt sýslumanninum og
sveininum unga hinzta umbúnað, lagt buru ofan
á lík þeirra og brotið hana svo vel að allt í kring,
að ekkert hafði rótast, en sjálfur lá hann þar
skammt frá undir síðhempu sinni. Líkin voru
flutt til Hóla og jarðsett þar.
Þannig segir Gísli Konráðsson frá líkafundin-
um, en heimildum ber ekki í smáatriðum saman,
hvað það atriði sögunnar snertir, en að mestu þó.
Þá segir G. K. einnig: „Mörgum þótti undarlega
aðberast, ei á lengri leið, því þaðan er þeir fund-
ust er ei langur vegur ofan í Hjaltadal og yfir að
Reykjum, fremsta bæ í dalnum að vestan.“ Hefur
svo og löngum viljað verða, að mönnum komi
margt á óvart um tildrög lífs og dauða. Hitt er
víst, að ekki hafa þeir félagarnir linnt göngu
þarna nema fyrir það eitt að fjör og máttur hefur
verið þrotið eftir löng fangbrögð við vályndar
veðurnornir Hjaltadalsheiðar.
*
SVO SEM ÁÐUR SEGIR hefur ferðin frá upp-
hafi lagzt illa í Jón Vídalín. Enn eru til sagnir
um það, að síðasti áfangi hennar hafi ekki hvað
sízt valdið honum ugg og angri, enda ekki ólík-
legt, að honum hafi hrosið hugur við að leggja
á Hjaltadalsheiði undir nótt í tvísýnu útliti, og
hafa ekki traustari fylgd en hann hafði. Heim-
ildir eru fyrir því, að þeir komu að Myrká á
leið sinni fram Hörgárdalinn og falaði sýslu*
maður þar fylgd vestur yfir, sem ekki var hægt af
einhverjum ástæðum, að veita honum. Þegar hann
reið frá Myrká, kvað hann:
Ó, hve tíminn er að sjá
undarlega skaptur.
Hvað mun dagur heita sá
að hingað kem eg aftur?
Einhverntíma um veturinn, eftir að lengi hafði
verið leitað að þeim þremenningum, án árangurs,
vitraðist Páli lögmanni það í d'raumi, að lækur
rynni undir hnésbætur Jóns sonar hans, þar sem
hann væri niðurkominn. Sagði lögmaður ýmsum
nákomnum frá þessu, en þegar líkin fundust stóð
það heima, sem hann hafði sagt. Þá er það og í
annála fært, að Jón heitinn hafi af forsjálni
stungið fingurgulli sínu upp í sig áður en hann
sofnaði svefninum langa, en fingurgull það var
bæði fagurt og dýrt, sem siður var með heldri
mönnum á þeirri tíð. Líkræningjar hafa verið til
á voru landi, íslandi, og sannaðist það eftirminni-
lega hálfri öld seinna, við aldurtila þeirra Reyni-
staðarbræðra á Kili, þótt engar líkur bendi til,
að slíkt hafi komið fyrir á Hjaltadalsheiði, anno
1726.
*
Helztu heimildir: Húnvetningasaga G. K.
(handrit), Annálar Hins ísl. bókmenntafélags,
Vísnakver Páls lögmanns Vídalíns, Manntal
1703,, ísl. æviskrár, Sýslumannaævir B. B. o. fl.
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHmn
Gaddaskata
Framh. af 11. síðu.
þegar hann uppgötvaði, að hann var sjálfur laus
við feimnina.
Þá gerðu þeir út, hann og Halldór bróðir hans,
frá Húsavík eystra, og áttu tvo sexæringa. Svo sem
þá tíðkaðist á Austurlandi réðu þeir Sunnlend-
inga á bátana hjá sér.
Meðal Sunnlendinganna var tiltölulega ungur
maður, kallaður Sveinn kvongaði, vegna þess að
honum gleymdist sú staðreynd, að hann var gift-
ur maður.
Sveinn þessi hafði eitt sinn farið til Ameríku
og kunni vel að segja frá reynslu sinni þar. í
verbúðunum á kvöldin og eins undir færum sagði
hann Ameríkusögur af slíkri list, að unun var á
að hlýða, og þeim bræðrum fannst skömm að því,
að fleiri skyldu ekki fá að njóta þeirra en ver-
menn í Húsavík.
Á miðju sumri höfðu þeir talið Svein á að
halda samkomu í Bakkagerði á Borgarfirði eystra
og segja fólki frá Ameríku. Samkoman var síðan
boðuð, — sennilega full fljótt, því kvöldið fyrir
hana setti að Sveini voðalegan kvíða fyrir morg-
undeginum. Hann svaf lítið um nóttina, og daginn
eftir, á leið til samkomustaðar, veitti Runólfur
því athygli, að hann nagaði ákaft hárgreiðu sína.
Þegar til Bakkagerðis kom, var ekkert eftir af
henni nema stór tindur og ræfill af þremur öðrum.
Þetta var á sunnudegi og Borgfirðingar fjöl-
menntu til samkomunnar. Þegar Sveinn sá fólks-
fjöldann í húsinu, varð hann náfölur og svitaperl-
ur spruttu fram á enni hans.
En nú var of seint að snúa við. Hann komst
með einhverjum hætti í ræðustólinn, en þar með
var honum líka öllum lokið. Hann stóð þar og
gapti, og á augabragði fóru gárungarnir á áheyr-
endabekkjunum að skopast að honum.
Þá sagði Runólfur, að rétt hefði verið að
styðja ræðumann á dyr án frekari umsvifa. En
þeir höfðu selt innganginn á tvær krónur. Sveinn
hafði fengið þarna næstum eins háa upphæð og
nam öllu sumarkaupinu hans, og einhverja til-
raun varð hann að gera til að halda fénu.
Svo byrjaði hann og sagði: „Það er óskaplega
heitt hérna.“
Þá kallaði einhver spéfuglinn: „Það finnum
við sjálfir. En hvernig var í Ameríku?“
„Ég vann þar fyrst á bóndabæ,“ sagði Sveinn.
„Það eru nú til fjósamenn hér í Borgarfirðin-
um,“ sagði einn gárunginn.
„Þetta var stórbýli,“ sagði Sveinn. „Það voru
meira en hundrað kýr í fjósi.“
„Hundrað mjólkandi kýr,“ sagði gárunginn.
„Hver heldurðu að trúi því?“
Þá brast Svein kjarkinn með öllu og hann sagði:
,,Það voru náttúrlega ekki allt saman mjólkandi
kýr, því sumt voru hænsni.“
Þá sprakk þetta litla samkomuhús utan af hlátri
Borgfirðinga. Runólfur sagðist hafa hlegið líka,
því á þessu sumri var komið svo mikið sigg utan
á sálina í honum, að hann var hættur að kveljast
með hinum feimnu.
Sveinn var leiddur út úr húsinu, öngviti nær,
og Borgfirðingar heimtuðu inngangseyri sinn
greiddan til baka. Þó urðu einar tíu krónur eftir
af sjóðnum, merki þess, að þar í firðingum fund-
ust fimm menn, miklu betur innrættir en títt er
í mannheimi.
12) Verkamaðurinn
Þriðjudagur, 20. desember 1966.