Verkamaðurinn - 20.12.1966, Síða 10
4. KAFLI
Það hefur talsverða þýðingu fyrir frama manns
og alla lífshamingju, að hann hafi ekki mjög lít-
ið álit á sjálfum sér. Álit annarra manna á hon-
um skiptir því aðeins máli, að hann taki mark á
því sjálfur, en það er hættulegt.
Hemingway, sem var greindur maður og hugs-
aði ýmislegt fullt eins skýrt og aðrir, segir frá
því í bók sinni um grænhóla Afríku, hversu var-
hugavert það sé fyrir rithöfund að taka mark á
hóli ritdómenda. Sá maður, sem tekur mark á
hrósinu og lætur það gleðja sig, mun sennilega
einnig taka mark á skömmum, þegar þar að kem-
ur og láta þær hryggja sig; og til helvítis með
ritdómara.
Sjálfstraustið er einn af meginþáttum í al-
mennri heilsu borgarans og mikils um vert, að
hver maður fái notið þess frá blautu barnsbeini.
Um það hefur Stefán Guðnason sagt mér lær-
dómsríka sögu.
Þegar nafni minn Guðnason-óx upp á Fá-
skrúðsfirði bjuggu foreldrar hans í utanverðu
Búðakauptúni. Faðir hans vann í innanverðu
þorpinu, og nafni minn færði honum þangað
kaffi í þriggja pela glerflösku, sem hann bar um
öxl sér í ullarsokk, en þá höfðu hitabrúsar enn
ekki verið fundnir upp í þeirri mynd, sem þeir
iiú tíðkast.
Enn er þess að geta, að Stefán Guðnason varð,
að eigin sögn, mjög seint læs. Það telur hann
stafa af því, hve snemma móðir hans tók að
kenna honum til bókar. Fjögurra ára gamlan
setti hún hann á hné sér og kenndi honum að
þekkja stafina. Það gekk greiðlega, en þá upp-
götvaði nafni minn, að hér var hann farinn að
gera eitthvað, sem hann vildi ekki og þar með
ýfðist menntabrautin. Valgerður, sem er stór
kona og fönguleg, var mjög metnaðargjörn fyrir
hönd sonar síns og ákvað að kenna honum það,
sem henni sýndist honum henta. Nafni minn varð
líka snemma stór og þannig skapi farinn, að hon-
um hefur verið ógjarnt að gera að tilefnislausu
það, sem öðrum er mjög í mun, að hann geri.
Eitt var það enn, sem hrjáði Stefán Guðnason
á þessum árum, en það var frönsk tík, sem átti
heima uppi í brekkunni um miðhluta þorpsins.
Þegar hann kom út að loknu daglegu lestramámi
með kaffiflöskuna að færa föður sínum, þá'sat
þessi tík fyrir honum og beit hann. Nafni minn
var orðinn svo hræddur við tíkjna, að hann neytti
allra bragða til að stinga hana af, ýmist með því
að krækja upp fyrir bústað hennar í plássinu eða
læðast fjöruna, en svo vitur var tíkin, að hún sá
alltaf við honum og beit hann daglega.
Sennilega hefur það verið vegna þess, að á-
reitni tíkurinnar kom jafnan í kjölfar daglegs
lestrarnáms, að hann þóttist skynja dulin tengsl
milli bókmálsins og óargadýrsins, sem jók and-
úð hans á lestrinum.
Áður en lauk, var ótti hans við hina tannhvössu
bókmenntatík orðinn slíkur, að hann hefði hlaup-
ið í sjóinn undan henni, ef hann hefði ekki séð
það með eigin augum, hversu ágætlega synd hún
var og dugleg að sækja spýtur, sem hent var í
sjóinn.
Þannig gekk þetta sem sagt í mörg ár, að Val-
gerður kenndi syni sínum að lesa og tíkin beit
hann, unz hann var orðinn tólf ára. Þá var hann
orðinn svo stór og sterkur, að Valgerður orkaði
ekki lengur að halda honum með afli við bók-
námið. Þá klæddi hún þau bæði upp einn góðan
veðurdag, skundaði með nafna minn til kenn-
arans, sem átti heima í innanverðu kauptúninu,
setti piltinn við borð fyrir framan hann með
bók og lét hann reyna sig. Að prófinu loknu
hvessti hún svo haukfrán augun á kennarann og
spurði með þetta: „Jæja, er drengurinn læs eða
ekki læs?“
„Hann er læs,“ sagði kennarinn.
Nafni minn varð mjög hissa, er hann heyrði
þennan úrskurð af vörum kennarans.
Móðir Stefáns Guðnasonar varð eftir inni í
þorpi, en nafni minn skokkaði einn áleiðis heim
til sín eftir þorpsgötunni, utan við sig af undrun
vegna úrskurðar kennarans. Á tilskildum stað
kom svo franska tíkin steðjandi ofan brekkuna
í veg fyrir hann, en brá nú heldur í brún, því
Stefán Guðnason hljóp á móti henni og barði
hana lamabarningi.
Þaðan í frá var það tíkin, sem hljóp úr vegi
fyrir nafna mínum, og frá þeim degi var hann
fluglæs.
Af þessari sögu geta ístöðulitlir menn dregið
í það minnsta eina merkilega ályktun. Ef mað-
ur er ekki hræddur við tíkina sjálfa, heldur það
álit, sem hún kann að hafa á manni, þá er á-
stæðulaust að láta hana bíta sig mjög lengi þess
vegna, að það er alls ekki víst, að hún hafi rétt
fyrir sér.
Mjög mikill rembingur er viðsjárverður. Það
hef ég reynt sjálfur og vegna þess, hvað ég hef
stopult minni, hef ég raunar reynt það oftar en
einu sinni.
Síðast var það verst.
Það var fyrir norðan. Eg var að safna dagskrár-
efni í fylgd með Jóni Sigbjörnssyni. Við byrjuð-
um í Grímsey, en námum næst staðar í Skaga-
firði, og þaðan skyldi svo kjafta sig vestur eftir
landsbyggðinni.
Þótt tilburðir séu hafðir til fyrirhyggju, vill
vinnuáætlun ganga úr skorðum í leiðangrum sem
þessum. Maður ákveður nokkra viðkomustaði,
þar sem kunnugt er um fróða menn og skemmti-
lega, og treystir síðan á það að frétta til enn fleiri
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiviiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBmfliHiimiiiiiiii
Svo virðist, sem saman hafi farið með
þjóð okkar fréttahungur og frósagnarlist.
Allt fró fyrstu dögum byggðar í landinu
hefur sagan verið höfuðskemmtan almúga
og svo virðist, sem lögmól eftirspurnar og
framboðs hafi verið i jafnvægi fró fyrstu.
En hvað er þessi saga? Sagan er í raun-
inni fréttafrósögn úr nútíð og fortíð og
undantekningarlitið persónuleg: Maður
hét . . . Ætt hans rakin, hvar hann bjó,
sogt fró þvi fólki, er hann ótti samskipti
við, afrek hans talin, mistök, sorg og
sigror. En enginn er svo allssnauður, að
ekki fari of honum einhver saga og eng-
inn svo umkomulaus, að hann viti ekki
eitthvað og muni, sem aðrir hafo ekki ó
hraðbergi. Umrenningor og förufólk voru
gangandi fréttablöð. Og þó þetta fólk
væri í rauninni dýrt spaug og vankonta-
ríkt, líkt og nútíma fréttamiðlun, var því
einatt fyrirgefið og vel tekið, vegna
þeirra nýjunga, sem það flutti. Og hver
vill ekki lóta taka sér vel og hafa sér til
ógætis nokkuð? Þvi vor það, að þetta fólk
lagði sig fram um oð ofla sér söguefna
og þjólfaði sig vitandi vits í þvi að segja
sem bezt fró. Og þetta ótti við alla jafnt.
Skemmtunarmenn hafa olltaf verið vel-
komnir jafnt i koti sem höllu og þetta
skóp af sjólfu sér óformlegan þjóðskóla
i frósognorlist. Har.n útskrifaði bleklaust
furðumarga snillinga og gófan gekk í
arf og lærðist fró kyni til kyns.
Só, sem ólst upp í fóbreytileik af-
skekktra byggða veit hve mjög þessi list-
grein hóf mennina yfir tómleika daganna.
Honn man kannski nokkra þuli, sem gótu
gert hvern minnsta atburð að ævintýri og
hino fóbreyttustu frétt oð stórri sögu. Og
mólið lék þessum mönnum ó tungu, varð
galdur sem slikt, ivafið og somslungið
sérstökum persónuleika og rómi sagna-
mannsins.
En þvi miður lagðist þessi óskróði
þjóðskóli niður, er dagblöð og útvarp tóku
að sér hlutverk gesta og gangandi. Frétta-
flutningurinn varð vélræn atvinna, fró-
sagnamótinn einhæf rödd þular.
En nokkrir halda alltaf sínu . . . Stefón
Jónsson er fæddur með sagnagaldur þjóð-
arinnar i brjósti, konungborið mól henn-
ar á vör. Hann hefur unnið sér slikt eftir-
læti sem maður frétta og viðræðu að slíkt
er einsdæmi. Það vor því ekki nema að
vonum, að fólk tæki með fögnuði bók fró
hendi hans. Sú varð líka raunin með
Krossfiska og hrúðurkarla og síðan fleiri.
Gaddaskata, sem þessi kafli er tekinn úr
sver sig í ættina. Ræðan upphefst um
sjólfstraust, svo leiðir hvað af öðru og
föng eru viða dregin að. En rauði þróður-
inn gengur í gegn og skilor sér traustur i
lokin. Mér er sem ég heyri aftur óma af
móli sagnaþulanna gömlu heimo, sem
gótu skapað klukkustundar „dagskró"
af einu orði, ellegar tveggja stunda fró-
söguþótt útaf einni setningu, fundinni ó
förnum vegi . . . Og það verður hverjum
list sem honn leikur. K.
STEFÁN JÓNSSON,
fréttamaður.
HIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIflHHIIIimillllllHlllllllllllllllllllllllllllll
10) Verkamaðurinn
Þriðjudagur, 20. desember 1966.
manna í grenndinni, sem gaman væri að hitta
að máli. Þetta verður svipað þúfnahlaupi í mýr-
lendi. Maður stekkur út á þúfnakoll, án nokkurr-
ar greinilegrar fyrirhyggju um þann næsta, og
áður en varir, er maður orðinn lafmóður og
magnþrota, stundum í miðjum flóanum. Þannig
vill þrjóta greind í skynsamlegum viðræðum,
þegar hratt er ekið milli bæja og rætt við marga
menn af litlum vísdómi.
Þennan inngang ber ekki að skilja sem tilraun
til afsökunar, heldur beiðni um miskunn lesenda,
fyrst ég hef ekki heldur vit á því að þegja ofan
í skugga, á rekkju andspænis bónda, sat gest-
ur, lágur maður með dökka skeggrót, lífleg augu,
en rólegt fas, Stefán Jónsson frá Höskuldsstöð-
um, og lagði lítið sem ekkert til málanna að
sinni.
Hófst þar næst hljóðritun:
Nær myndu þeir feðgar byggja upp á Bólu?
Þegar verðlag lækkaði og betur áraði til fram-
kvæmda en nú hefði gert í aldarfjórðung.
Hvað vissi hann til fyrirrennara síns, Hjálm-
ars?
Mikinn skáldskap og annað listfengi, en ákaf-
í gröfina um það, hvernig ég varð mér til skamm-
ar á Bólu í Skagafirði.
Þetta var á sólbjörtum sunnudegi í júlímán-
uði, og erindið náttúrlega að hljóðrita útvarps-
efni á óðali Hjálmars skálds JónsSonar. Dagur-
inn byrjaði ekki vænlega. Við fengum niðursoð-
ið kjöt til kvöldverðar á laugardag. Jón veiktist
af matareitrun uin nóttina og var naumast ról-
fær um morguninn. Hann var gulgrænn á hörund
fram undir hádegið, en orðinn að kalla lífvæn-
legur í framan um tvöleytið, þegar við gengum
um hlaðvarpann á Bólu.
Þá var sem sagt sá tími dags, þegar hyggnir
bændur unna sér meltingarværðar eina stund á
slætti, og hér var gengið seint til dyra. Við sett-
um slúðurdósina í gang og hljóðrituðum upphaf
heimsóknarinnar í ómi þriggja kristilegra högga
á veðraða útidyrahurðina.
Og hvað vissi ég svo sem um Hjálmar í Bólu?
Stuttan hrakfallabálk, sem þó var ævisaga frá
vöggu til banasængur í hárri elli, fátæktarsögu.
Eg átti að heita kunna þjóðfundarkvæðið og kon-
ungsbraginn, sem heitir ísland í ljóðabókinni,
kvæðið um Svein riddara, sem Sigurður Nordal
tók í lestrarbókina, fáeinar stakar níðvísur og
heimslystarvísur með grískletruðum klúryrðum
og svo náttúrlega Umkvörtun, sveitarníð hans um
Akrahreppsbúa, reiðilesturinn, sem enn rýkur
af á ýmsum bæjum í Blönduhlíð.
Þetta varð að nægja í viðtal við Bólubónda
um fyrirrennara hans, Hjálmar heitinn Jónsson.
Það var Guðmundur bóndasonur, sem heilsaði
okkur og leiddi í haðstofu með þeirri alþýðlegu
háttprýði, sem hefur gestrisni íslenzkra sveita-
manna í æðra veldi og gerir hana konunglega.
Sjálfur lá Valdimar hóndi fyrir í rekkju sinni,
stór karl og beinagildur, nú á níræðisaldri, með
mikið höfuð og hnúskótt, og kvaðst hafa verið
hálflasinn síðustu dægrin. Hann bauð okkur upp
á hvannarótabrennivín og tók mjög vingjarnlega
þeirri málaleitan að ræða við mig á segulbandið.
Þriðjudogur, 20. desember 1966.
lega litla gæfu. Hann misnotaði gáfur sínar og
var grönnum sínum ekki góður.
Viðtalið varð undur stutt og átti sér ekki ann-
að gildi en heiti jarðarinnar, þar sem það var
hljóðritað, en þegar hljóðneminn hafði verið
fjarlægður héldum við áfram að tala um Hjálm-
ai, og ég spurði sem svo, hvort það hefðu þá ekki
aðallega verið höfðingjarnir, sem urðu fyrir
barðinu á honum. Því andmælti Valdimar og
sagði, að það hefði nú einmitt verið það versta,
að hann hefði því oftar vegið að smælingjunum,
sem þeir voru fleiri.
Eg sagði, að ekki hefði Bólu-Hjálmar vegið
að smælingja, þar sem hann orti níðkvæðið ó-
dauðlega um Svein riddara.
Hér þóttist ég heldur betur hafa brugðið skildi
fyrir skurðgoð mitt, Hjálmar Jónsson. Valdimar
þagði við athugasemdinni, en nafni minn frá
Höskuldsstöðum kvaddi sér hljóðs úr rekkjunni
handan gólfsins:
„Veizt þú, hver Sveinn riddari var?“ spurði
hann.
Ég sagðist vita, það sem ég hefði trúað frá
blautu barnsbeini, að hann hefði verið einn af
stórbokkum Norðurlands og sennilega mikill
kúgari alþýðunnar.
„Nú ættir þú,“ sagði nafni minn, „að koma
við á elliheimilinu á Sauðárkróki, fyrst þú ert
á vesturleið. Þar er gamall maður, sem Sveinn
heitir, sonarsonur Sveins riddara, sem Hjálmar
orti um. Sveinn gamli á elliheimilinu er líka
kallaður riddari. Uppnefnið er ekki arfleifð frá
afa hans, heldur fékk hann það af sömu ástæðu
, og hann, sem sé þeirri, að hann hafði lag á því
að bera sig mannborlega í fátæktinni.“
Nafni minn kyað það satt vera, að ennþá sviði
undan bituryrðum Hjálmars þar í hreppnum,
enda byggju þar afkomendur ýmissa þeirra, ekki
fjarlægir, sem Hjálmar kvað illa um.
„Nú er hann löngu dáinn og þeir líka, sem
hann kvað um, og það er bezt að við reynum að
láta alla njóta sannmælis. Hjálmar var ekki minna
skáld fyrir það, þótt hann hafi kannski ekki borið
af öllum nágrönnum sínum um mannkosti.“
Sólin var tekin að færast yfir á vesturloftið.
Hún gyllti orðið hvelft og hrukkótt enni gamla
bóndans í rekkjunni andspænis mér. Hið efra
varð baðstofan þeim mun rokknari og þaðan
hljómaði rödd Stefáns á Höskuldsstöðum, vin-
gjarnleg, ekki einu sinni spotzk, aðeins ýtin og
þétt, eins og skjöldur fyrir minningu látinna
sæmdarmanna í Blönduhlíð.
Svo kvaddi ég sem sagt þá í Bólu, heldur
greindari, en hvergi nærri jafn borubrattur og
ég kom.
Á hlaðinu skeði svo atburður, sem sjálfsagt
veldur nokkru um það, að ég tengi þessa frásögn
mína af Bóluheimsókninni sögu Stefáns Guðna-
sonar og viðureign hans við bókmenntatíkina.
Um leið og við komum út, skauzt gulur hund-
ur fyrir húshornið með óskaplegu gelti og beit
mig umsvifalaust í kálfann á hægra fæti. Þetta
var mikið bit og vafalaust mjög sárt fyrir hund-
inn, því þessi hægrifótarkálfi er úr álmvið. Hund-
urinn rak upp átakanlegt vein og sentist ýlfrandi
með skottið milli fótanna ofan tún og síðan sem
fugl flygi vestur allar mýrar.
Síðar gafst mér tóm til að skoða djúp tanna-
förin á gervifætinum.
Þetta var sem sagt óhappadagur gálausra skolta
í Blönduhlíð.
Björg, föðursystir mín, sem kunni miklu fleiri
sögur og sagði þær betur en flestar aðrar konur,
sagði okkur krökkunum einu sinni frá því, hvem-
ig feimna fólkið varð til. Við vorum þá að hjálpa
henni að pilla garnir.
„Drottinn skapaði á sínum tíma miklu fleira
fólk heldur en Adam og Evu, því honum þótti
þeim ganga seint að uppfylla jörðina, auk þess
sem hann var ekki í alla staði ánægður með þau,
sem lesa má í ritningunni.
Þetta fólk var til hægðarauka búið til allt á
einu bretti úr sama efni og hin tvö, og síðan var
settur í það heill dagur að ganga á milli og blása
lífsanda í nasir þess.
Auk leirfólksins, sem á brettinu lá og ætlað
var að verða mennskir menn, var þar allmikið
af huldufólki. Framleiðslan gekk vel að öðru
leyti en því, að sumir þeirra, sem hnoðaðir voru
huldufólk lentu saman við hina, og var blásið í
nasir þeim lífsanda mennskra manna. Þeir
kunna aldrei virkilega við sig í mannheimi, og
það er út af þeim, sem feimna fólkið er komið.“
Ef þú býður manni vingjarnlega góðan dag og
hann roðnar, þá máttu ekki skopast að honum
fyrir feimnina, því það væri sama og guðlast.
Runólfur Pétursson sagði mér margar átak-
anlegar sögur af feimni sinni og annarra.
„Feiminn maður er skinnlaus á sálinni, svo
viðkvæmur er hann. Ef hann hættir að vera feim-
inn, þá er það vegna þess, að snertingin við heim-
inn hefur smám saman myndað sigghjúp utan um
sálina í honum. Þá verður hann líka óeðlilega
tilfinningalaus í samskiptum sínum við aðra.“
Hann sagði mér meðal annars sögnina af því,
Frh. á næstu síðu.
Verkamaðurinn (11