Verkamaðurinn - 20.12.1966, Qupperneq 13
Só hlær bezt . . .
Ási í Bæ hefur skrifað bók
með nafni þessu, og er það saga
hans sj álfs, séð með eigin aug-
um, eða nokkrir þættir lífssög-
unnar væri sönnu nær. Bókin
hefst á þennan hátt:
„Sumar þjóðir eru svo illa af
guði gerðar að þær vita ekki
einu sinni á hvaða gáfnastigi
þær standa. íslendingar eru
afturámóti svo vel gefnir að
þeir vita að þeir eru gáfaðasta
þjóð í heimi. Þetta er talin mest
dýpt allrar speki: að þekkja
sjálfan sig.“
Bók sem hefst með slíkum
skemmtilegheitum, er vissulega
vandskrifuð til enda, svo stíg-
andi mætti vera uppávið. Enda
hygg ég að af öllum snjöllum
málsgreinum bókarinnar muni
þessi lífseigust. En þetta er samt
sem áður óvenju vel skrifuð
bók. Maðurinn er mikill spé-
fugl, afar vel búinn að andleg-
um klæðum. Hann hefur náttúru-
skynjan listmálara, málfar al-
þýðunnar allt og að auki glitað
blæbrigðum ljóðskáldsins. Hann
veit nákvæmlega, í fíestu falli,
hve langt skal ganga í frásögn-
k-%^%^%-%'%'%^%-%^%-%-%-%-%--
K. f. D.
getur
bóka
inni til þess, að eitthvað sé alltaf
eftir handa lesanda til að renna
grun í, þó ekkert skorti á að hún
skili því, sem krafist verður til
sennilegheita. Hann virðist hafa
dulskyn, sem hann skammast sín
ekki fyrir að bekenna og hefur
meir að segja vit og þor til að
taka alvarlega og fara eftir
hljóðalaust. En hvað um efnið?
Hann rekur æskuminningar,
mikla reynslu, sem veikti að-
stöðu hans til líkamlegra átaka
og merkti sálarlífið verulega (að
líkindum þó jákvætt?) Hann er
alltaf jafn hreinskilinn og leynir
ekki brestum sínum. Hann segir
svo áfram lífssöguna, sem er
lengst af mjög tengd útgerð og
átökum við hin grimmulegu öfl,
sem virðast stjórna öllu útgerð
viðkomandi, allt frá duttlungum
fiska og veðráttu til lánardrottna.
Og Ási er í stuði á sjónum.
Á tíma er hann í þvílíku stuði,
að hann gerist aflakóngur vertíð
eftir vertíð, og er þó ekki við
neina klaufa að keppa í verstöð
verstöðvanna, Vestmannaeyjum.
Hann lætur hiklaust stjómast af
draumum og hugboðum, ein-
hvers konar óskilgreindum sagn-
aranda, sem aldrei bregst. Fisk-
urinn liggur kannski á örlitlum,
afmörkuðum bletti austan Eyja
eða vestan, en þangað leiðir and-
inn Ása, nákvæmlega þarna
rennir hann. Uppgripin eru með
feiknum og allt leikur í lyndi.
Og það saxast á söguna. Lífið er
kappleikur um víðan völl sjávar,
það er söngur með gítarleik,
víni og vinum. Stíllinn glitrar
og skín í leiftrum og litbrigðum.
Maðurinn var í stuði og hann er
enn í stuði í bókinni, sem stílisti
og skáld. En svo fer að halla á
í útgerðinni. Allt leggst á eitt,
aflabrögð og lánastofnanir
bregðast. Stuðið er búið í lífinu,
og það koðnar nú einnig í frá-
sögninni. Ási er reiður, sár og
beiskur. Og hvernig á að vera
jafn skemmtilegur, þegar guð
og menn leggjast á eitt á móti
manni, og sagnarandinn farinn?
Bókin dalar undir lokin eins og
lífsgæfan. Nánar sagt, sagan
skiptir um tón. Hún verður
ádrepa í stað listar og skops. En
ádrepan er mj ög sterk og sé saga
útgerðarinnar sönn til enda, þá
vildi ég lofa guð að vera ekki
sjávarútvegsmálaráðuneyti eða
bankastjóri og þaðan af síður
lögfræðingur. Þessi veiðisæli
vísnasöngvari getur nefnilega
gefið þung kjaftshögg og stór
með sínum slitna sjóvetti. Hann
er ekki kjarklaus maður þessi
Ási í Bæ. En hver mun svo sam-
úðarríkur, að hann þakki ekki
öllu því illa, sem varð til þess
að svona prýðileg bók var
skráð? Það er að vísu búið að
rýja Ása alveg inn að bjór í
sögulok ... En það var bara
gott, því reynslan sýnir að það
er einmitt þar fyrir innan sem
höfuðkostir mannsins liggja.
Ragnar Lár myndskreytti fall-
ega þessa bók. Heimskringla gaf
hana út.
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H.F.
AKUREYRI
óskar öllum viðskiptavinum sínum
GLEÐILEGRA JÓLA OG
FARSÆLS KOMANDI ÁRS!
Þakkar viðskiptin á árinu.
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
i. *
;W>f)f>f)f)f)f)f>f)f>f>f>t>f)f)f>f!f>f>f)f>f>f>f)f>f>t>f>f>f)f>f>f>f>t)f>f>f)f)f)f>f>f*>f>t>f)f>f)f>f>f>f>f>f>t)f)f!f>f>f)f)f)f)f)f*>t>f)f!f)>
14) Verkamaðurinn
Tjaldljóð
í þúsund sinnum þúsund ár
ég þráði kvöld í djúpri ró,
með heiðan mána, hlýjan blæ
og haustbleik lauf um strjálan skóg,
og tjald í lundi, lind við skör,
ag lægi ég og biði þín,
án uggs, án bænarvers á vör,
án vissu og efa, stúlkan mín.
Og þó um haust í hljóðum skóg
ég hafði tjald initt reist um skeið
á bakka vatns, er værð mér bjó,
ég vænti ei neins og engu kveið,
þá lyftist skör míns tjalds frá teig
og tunglskin lék um náttstað minn,
í ljóma þess, en léttar steig
úr lundi, mær, á gólfið inn.
Mér skildist ei, að þá og þar
fékk þrá mín svarið, okkar fund.
Ég beið og þráði þúsund ár.
Hver þekkir sína óskastund?
Og enn í kvöld sem barn ég bíð,
er bleikur dauðinn nálgast hratt,
þess augnabliks í töfrum tungls,
sem tjald mitt hefur gist og kvatt.
K. f. D.
Fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna
á Akureyri
óskar öllum meðlimum félaganna
GLEÐILEGRA JÓLA OG
FARSÆLS KOMANDI ÁRS!
Þriðjudagur, 20. desember 1966.