Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1966, Síða 8

Verkamaðurinn - 20.12.1966, Síða 8
Veitribenen, sem koma nokkuð við sögu í stjórnmálum þar. Ekki er hægt að leggja dóm á þessa flutninga nema haft sé í hug það sem gerðist á stríðsár- unum í Póllandi og Tékkóslóvak- íu, en þar náði grimmd nazista hámarki sínu. í D.D.R. sker þetta fólk sig hins vegar ekkert úr og afkom- endur þess virðast engan áhuga hafa á hinum gömlu heimkynn- um foreldranna, og skilja, að stríðið hlýtur að hafa sínar af- leiðingar fyrir Þjóðverja. Eftir stofnun sína þurfti hið unga ríki D.D.R. sjálft að leysa sín vandamál án aðstoðar ann- arra. Sovétríkin höfðu nóg með sig, enda voru fjölmargar borgir þeirra í sama ástandi og í Þýzka- landi og Þjóðverjar bóru sökina á þessu öllu saman, svo ekki var mikillar hjálpar að vænta við uppbyggingu landsins. Sósíaldemokratar og Komm- únistar höfðu sameinazt 1946 og myndað Sósíalska einingarflokk- inn, SED, en aðrir stjórnmála- flokkar landsins gengu nú til samstarfs við hann sem forystu- flokk landsins. Wilhelm Pieck varð fyrsti forseti landsins. Uppbygging landsins varð miklu erfiðari og hægari en Vestur-Þýzkalands, sem hafði yfir ólíkt meiri náttúruauðæfum að ráða og varð að svæði, sem bandarískt auðmagn streymdi til, en stríðið hafði örvað iðnað Bandaríkjanna og aukið fram- leiðslumátt þeirra, svo að fjár- festing í öðrum lörídum var þeim höfuðnauðsyn. Sem kunnugt er hafa ráðandi öfl í VesturÞýzkalandi eða D.B.R. lýst því yfir fyrir löngu, að á hin nýju landamæri Pól- lands og Tékkóslóvakíu myndu þeir aldrei fallast og ekki myndu þeir viðurkenna D.D.R. Þeir skoða og hafa alltaf skoðað sig sem hina einu réttu fulltrúa alls Þýzkalands og gera kröfu til að landamæri Þýzkalands frá 1937 verði látin taka gildi á ný. Nato hefur tekið þessa sömu afstöðu og ríki þess viðurkenna t. d. ekki vegabréf frá D.D.R. Frá upphafi hefur því D.B.R. háð kalt stríð gegn D.D.R. og allir þekkja viss atriði úr sögu þessara samskipta. Stjórnir Vestur-Þýzkalands hafa skoðað sig sem löglega um- boðsmenn Austur-Þjóðverja og reynt í krafti auðs þess, sem þar hefur safnazt saman að grafa undan D.D.R. sem nki. Svo sem í öðrum ríkjum sósíalismans var í D.D.R. fljótt komið á fót allfullkomnu trygg- ingakerfi og aðgangur að skól- um, þar á meðal fagskólum og háskólum gerður ókeypis og óháður efnahag nemendanna m. a. var námslaunakerfi sett á fót sem gera átti hverjum einum kleift að stunda það nám, sem námsgeta hans og hugur stæðu til. Meðan landamærin til Vestur- Þýzkalands voru opin var mikið um það að menn báðum megin hennar létu D.D.R. sjá sér ókeyp- is fyrir alls konar sérfræðimennt- un, en hyrfu svo til D.B.R. strax að því loknu þar sem kaupgjald var miklu hærra fyrir sérfræði- menntaða menn. Sú staðreynd, að vöruúrval var miklu minna í D.D.R en vestan landamæranna og marg- ar vörur sem flokkuðust ekki undir nauðsynjar alls ekki á boðstólum orsakaði mikinn svart an markað með peninga og voru austurmörk seld í .þeim viðskipt- um á allt niður í1/^ ai verðmæti sínu. Að baki þessu stóðu alls kyns samtök í Vestur-Þýzkalandi, bankar o, fl., sem auðguðust einnig sjálf á braski þessu. Fyrir austurmörkin keyptu svo íbúar V.-Þýzkalands og V.-Berlínar matvörur og ýmsar nauðsynj avörur sem í D.D.R. voru seldar mjög ódýrt. Kunnur vestur-þýzkur hag- fræðingur, fyrrv. þingmaður Sósíaldemókrata, próf. Baade hefur áætlað að á þennan hátt hafi verðmæti að upphæð 85 milljarðar marka runnið úr D.D.R. vestur yfir. Sjálfir áætla Austur-Þjóðverjar þessa upphæð miklu hærri. Þannig stóðu málin fram til þess tíma, að Berlínarmúrinn var reistur og landmærunum al- gerlega lokað 13. ágúst 1961. Vestur-Þýzkaland hélt uppi skefjalausum áróðri fyrir fólks- flótta í krafti þess að geta boðið hærra kaupgjald. Gerðar voru skipulegar tilraunir til að trufla eða eyðileggja heilbrigðisþjón- ustuna með því t. d. að fala alla lækna heils byggðarlags í einu til starfa í Vestur-Þýzkalandi og svo mætti lengi telja. Eins og fyrr segir urðu Aust- ur-Þjóðverjar seinni til að reisa borgir sínar við eftir stríðið en Vestur-Þjóðverjar, og enn getur þar rústir að líta, en mikið er byggt og D.D.R. er orðið há- þróað iðnaðarríki í hraðri fram- för á öllum sviðum. Batnandi lífskjör og hraðvax- andi efnahagslegar framfarir, þar á meðal aukið vöruúrval er það, sem mest er einkennandi fyrir þróun mála þar í landi síðustu árin. Eitt af því, sem Austur-Þjóð- verjar eru stoltir af og athygli hefur vakið í Vestur-Evrópu er skólakerfið, en það var endur- skipulagt alveg nýverið. Austur-Þj óðverj ar hafa geng- ið fram í því með oddi og egg að uppræta nazismann innan landamæra sinna, þeir viður- kenna hin nýju landamæri Þýzkalands svo og tilveru tveggj a þýzkra ríkja, og fara aðeins fram á viðurkenningu heimsins á tilveru sinni sem sjálfstæðs ríkis, enda hafa þeir á annan áratug farið ómótmælanlega með húsbóndavaldið á heimili sínu. En Vestur-Þýzkaland, sem lýtur forustu sömu borgarastéttarinn- ar og hrundið hefur Evrópu út í tvær heimsstyrjaldir á þessari öld, gerir kröfu til yfirráða yfir landinu og stórra landsvæða austan landamæra þess að auki. Þróun innanlandsmála í Vestur-Þýzkalandi er auk þess slík að mörgum hugsandi mönn- um hefur lengi staðið ógn af en aðrir hafa eins og vaknað upp við vondan draum eftir kosning- arnar í Bajern snemma á þessum vetri. Á síðastliðnum vetri urðu þau tíðindi í samskiptum Austur- og Vestur-Þjóðverja að bréfa- skipti hófust milli Sósíalistiska Einingarflokksins í Austur- Þýzkalandi, S.E.D., og Social- demokrata í Vestur-Þýzkalandi, S.P.D. Upphaf þessara bréfastóipta var það að SED sendi opið bréf til S.P.D. og fékk svar skömmu síðar, en vestur-þýzkir stjórn- málaflokkar höfðu ekki viljað ræða við austur-þýzk stjórnar- völd um Þýzkalandsmálin fram til þess tíma. í þessu fyrsta bréfi beinir S.E.D. þeirri spurningu til S.P.D. hvernig þeir hugsi sér Þýzka- land framtíðarinnar og á hvem hátt þeir hugsi sér að Þýzkaland verði sameinað í eitt ríki. Benda þeir á að slík sameining sé óhugs- andi nema með samkomulagi milli hinna tveggja þýzku ríkja og allar frekari landakröfur Þjóðverja verði útilokaðar. . Slíkur samningur sé aftur á móti óhugsandi nema sambúð ríkjanna batni og enn spyr S.E.D., hvað S.P.D. finnist hægt að gera til að bæta sambúð hinna tveggja þýzku ríkja. Bætt sam- búð sé vart hugsanleg meðan annað ríkið telji sjálft sig hinn eina rétta umbjóðanda þess fólks er hitt ríkið byggir. Loks stingur S.E.D. upp á því að þessir tveir flokkar sem báðir eru verkalýðsflokkar hvor í sínu landi taki upp samvinnu og reyni að koma Þýzkalands- málunum úr þeirri blindgötu, sem þau eru í. Kristilegir Demokratar, þ. e. stjórnarflokkurinn, fór ekki dult með þá skoðun sína að bréfinu ætti ekki að svara, en S.P.D. sá þó sinn kost vænstan að senda svar sem gekk þó mest út á gagnrýni á landamæravörzlu D.D.R., en þeir töldu þau engin landamæri vera. I næsta bréfi vísaði S.E.D. þeirri fullyrðingu á bug að landamæravarzlan og Berlínar- múrinn væri nokur orsök vanda- málanna, því þau hefðu staðið méir en áratug áður en landa- mærunum var lokað. Hins vegar leiddu þessi bréfaskipti til þess, að um tíma var táðgert, að flokkarnir sendu fulltrúa á fundi hvors annars og skyldu þeir hafa málfrelsi á þeim. Þá kom á dag- inn það vandamál, að vestur- þýzka stjórnin telur sig vera rétt yfirvöld alls Þýzkalands, og skoðast austur-þýzkir embættis- menn sem landráðamenn í Vestur-Þýzkalandi. Eftir nokkurt þref milli S.P.D. og Kristilegra Demokrata var þó samþykkt að veita ræðu- mönnum frá S.E.D. á þingum S.P.D. friðhelgi meðan á þing- unum stæði. Af þessum bréfa- skiptum kom glögglega í ljós að S.P.D. var ófús að stíga nein skref til að draga úr spennunni milli þýzku ríkjanna tveggja, svo árangur bréfaskiptanna varð aðeins sá að skýra afstöðu flokkanna til vandamálanna. Hins vegar er að koma í ljós að vestur-þýzkir ráðamenn gera sér ljóst skipbrot stefnu sinnar og treysta sér ekki til frambúðar að framkvæma Hallstein-kenning- una (þ. e. að slíta stjórnmála- sambandi við þau ríki sem stjórn málasamband hafa við D.D.R. að undanteknum Sovétríkjun- um). Við íslendingar höfum nú um árabil haft verzlunarsamband við D.D.R. og menningarsam- skipti í vaxandi mæli. Islenzkt námsfólk hefur stundað þar há- skólanám og alls konar sérnám í meir en 10 ár við hin hagstæð- ustu skilyrði sem okkur bjóðast. Það er ekki vanzalaust að ríkis- borgarar D.D.R. skuli ekki fá að koma hingað til lands á sín- um réttu vegabréfum, eins og aðrir ferðamenn. Nú liggur fyrir Alþingi til- laga til þingsályktunar þess efnis, að ísland taki upp stjórnmála- samband við þýzka Alþýðulýð- veldið. Er þess að vænta að slíkt geti orðið Innan tíðar. ORÐSENDING fró Happdrætti Þjóðviljans DREGIÐ 23. DES. VINNINGAR: 2 Moschovitch bifreiðar 5 aukavinningar á tvö þúsund hver Þeir, sem fengið hafa heimsenda miða og ekkýhafa gert skil nú þegar, eru beðnir að draga það ekki lengur. Umboðsmenn HÞ í Norðurlandskjördæmi eystra eru: Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, Ólafsvegi 2 Akureyri: Rögnvaldur Rögnvaldsson, skrifst. „Verkamannsins", Brekkugötu 5 Húsavík: Gunnar Valdimarsson, Uppsalavegi 12 Raufarhöfn: Guðmundur Lúðvíksson. Happdrætti Þjóðviljans S k ó I a v ö r ð u s t í g 19 8) Verkamaðurinn Þriðjudagur, 20. desember 1966.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.