Verkamaðurinn - 02.06.1967, Side 3
BLAÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI
EYSTRA
SKRIFSTOFA í BREKKUGÖTU 5 • SÍMI 11516
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM. ÞORSTEINN JÓNATANSSON
AUGLÝSINGASTJ. OG AFGR.M. RÖGNV. RÖGNVALDSSON
PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU BJÖRNS JÓNSSONAR H.F.
Verlulýðsfclögm urðu dl
bcíta sontÉniKctti sinuui
Við gerð kaupgjaldssamninga 7. júní 1965 gerðu
verkalýðssamtökin á Norðurlandi undir # forustu
Björns Jónssonar samning við ríkisstjórnina um ráð til
að bæta úr alvarlegu atvinnuástandi á Norðurlandi.
Er samkomulagið m. a. um eftirgreindar ráðstafanir:
1. Gert verði út á yfirstandandi síldarvertíð að
minnsta kosti eitt síldarflutningaskip á vegum
ríkisins til þess að gera tilraunir með flutning
söltunarsíldar til þeirra staða þar sem skortur er
atvinnu og aðstaða góð til síldarsöltunar. Veittur
verði sérstakur stuðningur veiðiskipum sem flytja
langleiðis söltunarsíld til atvinnulítilla staða.
2. Leitað verði tiltækra ráða til þess að tryggja hrá-
efni til vinnslu í frystihúsum og öðrum fiskvinnslu
stöðvum á Norðurlandi og Strandasýslu næstu
tvo vetur ef atvinnuþörf krefur og verði jöfnum
höndum athugað hagkvæmni flutninga á bolfiski
af fjarlægari miðum, stuðningur við heimaútgerð
og aðstoð við útgerð stærri fiskiskipa sem flutt
gætu eigin afla langleiðis.
Að áliti allra, sem til þekkja, hefur árangur þessa
samnings orðið mjög góður, og fullyrða má, að ef þessi
samningur hefði ekki komið til, hefði útgerð togskipa
frá Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík lagzt niður, og í
kjölfarið hefði siglt minnkandi atvinna og jafnvel at-
vinnuleysi.
Einnig hefur útgerð línu- og netabáta verið studd
með því að verðbæta afla, sem lagður er upp í ver-
stöðvum hér Norðanlands.
Styrkur til flutnings síldar til söltunar hér Norðan-
lands hefur komið í veg fyrir að þessi norðlenzka at-
vinnugrein legðist alveg niður.
Þau tvö ár, sem þetta samkomulag hefur gilt, hefur
stuðningurinn við norðlenzkan sjávarútveg og fiskiðn-
að numið um 24 millj. kr. og fullyrða má, að sjaldan
hefur peningum verið betur varið.
Þetta samkomulag átti að gilda í tvö ár, en hefur
verið framlengt til haustsins.
Norðlenzkir verkamenn, sjómenn og útvegsmenn
munu í komandi kosningum styðja að kjöri Björns
Jónssonar og vera þess minnugir, að kosningar eru
kjarabarátta. — I.
Núverandi ríkisstjórn hóf fer-
il sinn með því að lsekka kaup-
gjald launafólks stórlega og rýra
síðan lífskjör þess enn frekar
með gengisfellingu og með því
að afnema verðlagsbætur á laun
með hækkandi verðlagi. Alla
stjórnartíð sína hefur hún síðan
átt í stöðugum útistöðum við al-
þýðusamtökin og reynt í þeim
viðskiptum flestar leiðir, allt frá
beinum og óbeinum kauplækkun-
um með bráðabirgðalögum og
lögþvingunum til beinnar þátt-
töku við hlið atvinnurekenda í
verkföllum og vinnudeilum, þrátt
fyrir sérstaka og viðurkennda
hófsemi verkalýðshreyfingarinn-
ar í kröfugerð sinni og kaup-
gjaldsbaráttu.
Nú standa mál þannig, að öll
verkalýðsfélög í landinu eru með
lausa kjarasamninga frá sl.
hausti, en hafa ekki talið rétt
né skynsamlegt að láta til skarar
skríða eða festa samninga sína,
eins og sakir standa og meðan
fullkomin óviss ríkir uöi alla
meðferð efnahagsmála eftir kosn
ingar.
Björn Jónsson
þá ættu líf sitt og lífsafkomu laun
þeganna í landinu að verja, ekki
síður en í byrjun þess kjörtíma-
bils, sem nú er senn á enda, þeg-
ar hæst var reitt til höggs gegn
verkalýðshreyfingunni með
þrælalögunum, sem samtökin
stöðvuðu þá á elleftu stundu, í
nóvember 1963, með frábærri
samstöðu sinni.
Aðrar aðgerðir koma ekki til
lega batnandi lífskjör. Þetta vilj
um við m. a. gera með því, að
létta þungbærum gjöldum af út-
flutningsatvinnuvegunum, svo
sem útflutningsgjöldum og skött-
um til fjárfestingarsjóða, með
því að lækka eða fella niður tolla
af innflutningi þessarra atvinnu-
greina, með vaxtalækkun, og sð-
ast en ekki sízt með því að firra
þá ráni milliliðanna, sem nú
mergsj úga þessar atvinnugrein-
ar.
Við viljum endurbyggja tog-
araflota landsmanna, sem „við-
reisnin“ er að leggja í rústir, og
jafnframt þann bátaflota, sem
mest og bezt hráefni leggur til
vinnslustöðvanna, og er undir-
staða og lífæð sjávarbyggðanna
um meginihluta landsins.
Við viljum efla fiskiðnaðinn í
landinu með öllum tiltækum ráð
um og auka þannig afrakstur fisk
veiðanna, þótt hráefnismagn auk
ist ekki í stórum stíl, eins og
verið hefur.
Við viljum margfalda vísinda
starfsemi í þágu útvegs og fisk-
iðnaðar, sem og annarra atvinnu
Kjaramál-framfaramál
Stefna Alþýðnbandalag;§in§
Hin svokölluðu verðstöðvunar
lög falla sjálfkrafa úr gildi 31.
okt. nk., og uppbótakerfið, sem
nemur 1500—1700 milljónum
króna miðað við eitt ár, fær ekki
staðizt nema með stórfelldum
hallarekstri ríkissjóðs og eyðslu
gjaldeyrisvarasjóðs, sem mynd-
aður hefur verið með samsvar-
andi aukningu erlendra skulda,
en þær hafa vaxið úr 2685 millj.
kr. 1959 í 4460 millj. um síðustu
áramót.
Allir skynibornir menn vita og
sjá, að slíkar ráðstafanir, sem
enginn efnalegur grundvöllur er
til fyrir, leysa engan þann vanda,
sem fyrir hendi er, en stjórnar-
fiokkarnir þora hvorki né vilja
gefa neinar vísbendingar um
það, hvaða ráð skuli upp tekin
eftir kosningar. Þar hylja þeir
allt þoku og mistri.
Og ástæðurnar til þess eru
deginum ljósari: Þær, að allar
hugsanlegar aðgerðir í „viðreisn
ar“anda myndu örugglega kol-
fella ríkisstjórnarflokkana í
kosningunum nú, ef kunngerð-
ar yrðu áður en þjóðin gengur
að kjörborðinu.
En af reynslunni má þó ráða
með sterkri vissu, hvaða „þjóð-
ráð“ yrðu reynd, og yrði þar
ekki nema tvennt, sem til greina
kæmi. Annars vegar gengisfell-
ing ásamt kaupbindingu — hins
vegar enn stórfelld aukning upp-
bótakerfisins með nýjum þung-
bærum sköttum af almenningi
og í báðum tilfellum harðvítugt
stríð við alþýðusamtökin, sem
greina, eiris og komið er, undir
„viðreisnarstj órn,“ og því er það
nú mál málanna fyrir verkalýðs-
hreyfinguna og allt launafólk í
landinu, að fella þessa stjórn frá
völdum, og liggja þó til þeirrar
nauðsynjar margar og ríkari á-
stæður aðrar en þær, sem tengd-
ar eru hinum beinu kjaramálum.
Þar vil ég fyrst nefna atvinnu-
málin. í þeim málum hefur ver-
ið fylgt þeirri stefnu að láta ó-
beizlað fjármagn og gróðasjón-
arið þess ráða framkvæmdum
og staðsetningu atvinnutækja. í
því hefur athafnafrelsið verið
fólgið. Árangur hefur orðið sá,
sem allir vita, að fjármagn og
vinnuafl hefur streymt til óarð-
bærra þj ónustugreina og alger-
lega handahófskenndrar fjárfest-
ingar meðan undirstaðan hefur
verið að grotna niður og þrengt
hefur verið að henni með marg-
víslegum 'hætti.
Slíka háskastefnu viljum við
Alþýðubandalagsmenn stöðva
með því að láta mannlegt hyggj u
vit taka ráðin af blindri heimsku
fjármagnsins og stundargróðans,
sem kölluð er „athafnafrelsi,“
en er í raun stjórnleysi eitt.
Yið viljum taka upp heildar-
stjórn á þjóðarbúskapnum með
almannahagsmuni fyrir augum.
Við viljum vinna bráðan bug
að því að stórbæta stöðu höfuð-
atvinnuveganna í þeim tilgangi,
að þeir verði færir um að endur-
byggja sig samkvæmt nýjustu
tækni og geti jafnframt skapað
þeim, sem við þá vinna örugg-
greina, og stórauka leit að nýj-
um og hagstæðum mörkuðum
fyrir fullunnar afurðir.
Við viljum stóreflingu ís-
lenzks iðnaðar og þá alveg sér-
staklega þess, sem byggt getur á
innlendum hráefnum og er ná-
tengdur höfuðatvinnuvegunum.
Vegna hins takmarkaða innlenda
markaðar teljum við, að ýtrustu
gát verði að viðhafa varðandi ó-
beizlaða samkeppni erlends iðn-
varnings, sem nú er í ýmsum
greinum fengin hrein forréttindi
umfram innlenda framleiðslu.
Síðast, en ekki sízt, viljum við
styrkja og efla íslenzka atvinnu-
vegi og tryggja öryggi bærilegra
og batnandi lífskjara með því
að hafa fullt taumhald á verð-
lagi og verðbólgu. í þeim efnum
vildi ég nefna sem grundvallar-
skilyrði:
1. Stórfellda lækkun húsnæð-
iskostnaðar með gerbyltingu
lánakerfis og lágum vöxtum til
íbúðabygginga.
2. Breytingar á skattakerfinu,
sem léttu með öllu sköttum og út
svörum af lágtekjum og þeim at
vinnurekstri, sem nú er verst sett
ur.
3. Komið verði á virku verð-
lagseftirliti og spamaðar gætt í
ríkisrekstri.
4. Að gjöldum og tollum verði
létt af landbúnaðarframleiðslu.
5. Að fj árfestingarfj ármagni
verði, a. m. k. um sinn, alveg
sérstaklega beint að endurskipu-
lagningu atvinnufyrirtækja með
Framh. á bls. 5.
Verkamaðurinn (3
Föstudagur 2. júní 1967.