Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1968, Side 1

Verkamaðurinn - 06.09.1968, Side 1
Allar innfluttar vörur hækka í verði. — Fyrsti hluti efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar Síðastliðinn þriðjudag voru sett bráða- birgðalög um 20% innflutningsgjald á allar innfluttar vörur til viðbótar þeim innflutningsgjöldum og tollum, sem fyr- ir eru. Ennfremur verður tekið 20% gjald af útgjöldum vegna ferðalaga er- lendis. Samkvæmt yfirlýsingum ráðherra eru þetta bráðabirgðaaðgerðir, en frekari og enn harkalegri ráðstöfunum í efnahags- málum má búast við eftir að lýkur þeim viðræðum fulltrúa allra stjórnmálaflokk- anna, sem nii standa yfir um efnahagsmál þjóðarinnar og hugsanlegar aðgerðír í þeim. Þetta nýja innflutningsgjald verður, sem áður segir, lagt á allan innflutning, en heimildarákvæði er um að endurgreiða megi gjaldið í einhverri mynd vegna hækk ana á brennsluolíu og umbúðum sjávar- útvegsins, veiðarfærum, sem ekki eru framleidd innanlands, svo og fóðurvör- um landbúnaðarins. Þá er í lögunum ákvæði um, að Verð- lagsnefnd skuli beimila verzlunarálagn- ingu á sem næst 30% þeirrar hækkunar, sem af innflutningsgjaldinu leiðir. Það má öllum ljóst vera, að af þessum ráðstöfunum ríkistjórnarinnar leiðir mikl ar vei'ðhækkanir, ný verðbólgualda ríður nú yfir, og hafa þær þó nógu margar ver- ið á valdatíma þessai'ar stjórnar, sem boðaði það við fæðingu, að hún myndi koma á stöðugu verðlagi í landinu. Það hefur farið á annan veg, og verðbólgu- aldan, sem nú kemur, er aðeins sú fyrsta, sem hrint verður af stað á næstu vikum og mánuðum, því að allt efnahagskerfið er að hrynja. Þegar aflatregða og söluerfið- leikar bætist við óstjórn liðinna ára, þá þarf enginn að búast við góðu. LANDSFUNDUR BoSaS hefur veriS, að lands- fundur Alþýðubandalagsins verði haldinn í Reykjavik dagana 1. til 3. nóvember næstkomandi. Með störfum þessa fundar verður ón efa fylgzt af óhuga um land allt, þar sem fullvíst er, að þar verður tekin endanleg ókvörðun um það, hvort Alþýðubandalagið verður byggt upp sem óhóður lýðræðis- sinnaSur stjórnmólaflokkur eða hvort klíku harðlínumanna í Sós- iolistafélagi Reykjavíkur tekst enn að komo i veg fyrir, að svo verði, eins og þeim hefur tekizt i óratug. En nú er þróun móla loks svo longt komið, oð lengur verður ekki beðið með oð hrökkva eða stökkva. Verði sú stefna róðandi ó landsfundinum að halda Alþýðu- bandaloginu i sömu mynd og þoð hefur verið, eins konar hólfskap- aður flokkur, þar sem meðlimir Sósialistafélags Reykjavikur fari með æðstu völd, þó eiga lýðræðis- sinnaðir sósíalistar og stuðnings- menn Alþýðubondalagsins ekki ann ars völ en oð stofna nýjan flokk fyrir sig og lofa klíkunni i Sósial- istafélagi Reykjavíkur oð róa einni ó bóti og þó undir hvaða nafni, sem hún helzt kysi, en heppilegur formaður klikunnar væri Þorvald- ur Þórarinsson, lögfræðingur. Allavega er Ijóst, að innan Sós- ialistafélags Reykjavíkur er tals- verður hópur fólks, sem ekki ó heima i þeim lýðræðislega og sós- íalíska fjöldaflokki, sem alþýða landsins óskar eftir og biður eftir. Alþýðubandalagið ó ekki að hirða eftirlegukindurnar i Sósíalistafélagi Reykjavikur, og Sósialistafélag Reykjavikur ó ekki að fó stjórn Alþýðubandalagsins í sinar hend- ur. Þarna verða og hljóta að koma glögg skil í milli, og niðurstaðan fæst eigi siðar en ó landsfundi Al- þýðubandalagsins fyrstu dagana í nóvember. Hýjd drdttarbriuitin ð Akureyri í sumar hefur verið unnið af kappi við nýju dráttarbrautina á Akureyri, og er framkvæmd- um nú svo langt komið, að á þriðjudagskvöldið var togarinn Kaldbakur tekinn upp í brautina til botnhreinsunar, en hann er langstærsta skip, sem tekið hef ur verið upp í dráttarbraut hér á Akureyri. Hingað til hafa tog- ararnir jafnan þurft til Reykja- ur eða til útlanda, þegar þurft hefur að taka þá upp til eftir- lits ða aðgerða. Hér eftir verð- ur hægt að vinna þau verk hér heima, og er það að sjálfsögðu mikils virði. Annars var Snæfellið fyrsta skipið, sem tekið var upp í hina nýju dráttarbraut, og síðan var Stígandi frá Olafsfirði einnig tekinn upp í sleðann, meðan Snæfellið var þar en eftir er að koma fyrir hliðarfærslum. Þá er einnig eftir að grafa mikið út og lengja sporin, en fullgerð á dráttarbrautin að geta tekið upp 2000 tonna skip. — Er vafa- laust, að hún verður veruleg lyftistöng fyrir atvinnulíf í bænum. ;■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Guðmundur Frímaim, y skáld. heiðraður ÞAR ER GOTT AÐ VERA Akureyrarbær á myndarlegan sjóð, sem kenndur er við menn ingu. Hann hefur verið notaður til listaverkakaupa, sem er lofs vert, og Helgi Valtýsson, rithöf- undur hefur notið hans fyrir nokkrum árum, sem er líka lofs vert. Nú á síðasta afmæli bæjar- ins voru Guðmundi Frímann, skáldi, veittar 50 þús. krónur í heiðurs- og þakkarskyni fyrir skáldskap hans. Þettá er vissulega þakkarvert og hefði mörgum þótt, áð fyrr mætti vera. Guðmundur Frí- mann hefur verið búsettur hér lengi, reynzt hinn ágætasti borg ari, nýtur kennari og á sér vini marga og aðdáendur. Hitt er þó mest um vert, að Guðmund- ur er í hópi hinna allra beztu skálda með þjóð vorri og stend ur alveg sér. Ljóð Guðmundar verða aldrei talin geta verið eftir annan en hann, þennan ljúfa söngvara Langadals. Eftir Guðmund hafa komið 10 bækur, frumsamin ljóð, þýð ingar og smásögur. Guðmundi er óskað mikillar hámingju og langra daga til rit- starfa og stjórn Menningarsjóðs Akureyrar þakkað framtakið. k. Um mánaðamótin júní og júlí í sumar voru 10 orlofshús í orlofshúsahverfinu að Illuga- stöðum í Fnjóskadal tilbúin til notkunar, og fluttu fyrstu or- lofsgestirnir þá í nokkur þeirra. en ekki var fullskipað fyrstu vik una. En fréttir bárust skjótt af því, að þarna væri gott að vera, og síðan hafa húsin jafnn verið í notkun. Hafa dvalizt þarna um 50 til 60 manns hverja viku og mun samhljóða álit allra, sem reynt hafa, að á Illugastöðum sé gott að vera, húsin mjög skemmtileg og útbúnaður allur góður. í stuttu máli sagt, heppi legur, friðsæll og góður hvíldar staður. Þá hefur umsjónarmaðurinn eystra, Róáberg G. Snædal, tjáð blaðinu, að umgengni gesta hafi verið með ágætum og sam búðin gengið ágætlega í þessu yngsta þorpi Norðurlands, sem yfirleitt skiptir um íbúa viku- lega. Enn er fullskipað eystra, þótt tekið sé að halla sumri, en þetta mun þó síðasta vikan, sem fullpantað er, og sennilegt, að staðnum verði ekki haldið opn- um öllu lengur á þessu sumri en næstu viku. Að vori verða fimm hús til viðbótar tilbúin til notkunar. Þá verða og lóðir og umhverfi komið í skemmtilegra horf, en í sr.mar hefur verið unnið að ýmsum framkvæmdum og lag- færingum úti við. Má búast við að næsta sumar verði íbúar að lllugastöðum yfirleitt um 80 talsins, og ekki þarf að efa að- sóknina eftir þá reynslu, sem fengizt hefur í sumar.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.