Vínland - 01.09.1902, Side 6

Vínland - 01.09.1902, Side 6
Enska.r Bækur. The Thrai.i. of Leif the LutKY, by Ottilie A. Liljencrantz, McClurg& Co., Cbicago, 1902. Ekki er það fyrir þá sök, að saga þessi beri sérstaklega af öðrum enskum skáld- sögum, sem út hafa komið nýlega, að hennar er hér getið, heldur sökum þess, hve efnið er hugðnæmt oss íslendingum. Bókin hefur fengið mikið lof i hérlend- um tímaritum, ef til vill meira en hún á skilið. Höi'undurinn er sænsk stúlka í Ohicago, og er þetta fyrsta bókin, er hún hefur samið. Bókin ber með sór, að höfundurinn hefur lesið mikið í hinum fornu norræuu bókmentum og sett sig all-vel inn í lífið á víkinga-öldinni. Þrjátíu kapitular eru í sögunni og framan við pá alla eru erindi úr Hávamálum, þt'dd á ensku af þeim Pau) du Chaillu og prófessor Hasmus B. Anderson. En á undan tveimur kapitulunuui eru þættir úr Flatejjarbók Sagan er látin fara fram í Noregi, Grænlandi og Vínlaudi. Það er á dögum Olafs konungs Tryggvasonar. Norrænir víkingar hafa rænt í Englandi og tekið þar til fanga göfugan jarlssou, Alwin að nafni, ogliaít liann meðsérheim til Nor- egs. Þar er liann seidur mansali og verða eiganda skifti á honum hvað eltir annað uuz hann er keyptur handa Leiii hepna Eiríkssyni, sem er hirðmaður Olaís kon- ungs og situr í Þrándlieimi með víkiuga sveit. Leifur er hinn mesti snillingur og ber af öllum Noregs köppum. Þræliinn enski uuir illa liag sínum. Hann verður að þola alls konar skapraunir af mönn- um Leifs, en er þó göfugastur peirra allra. Að eius einn maður, Sigurður Haraldsson, fóstursonur Leifs, kanuast við jarlssoninn í þrælaklæðunum. Þeir verða vinir og fóstbræður. Með liði Leifs er skjaldmey ein, Helga að nafni, dóttir auðugs manns i Þrándheimi, er Gilibét. Hún er uppaliu á Bröttuhlíð á Grænlandi hjá Eiríki Kanða, föðurLeifs. Nú hefur húu fengið að fara með Leifi í víkiug og fylgir henni fóstri Leifs, pýzkur maður, er Þorkell heitir. Helga er stórlynd og æíimýragjöru,hin fegursta mær. Það verður þrælnum enska þyngst þrautiu, að vera þræll í auguin hennar, því forlögin koma þeim jafnan á livors annars slóðir í ýmsum æhntýrum, og þrællinn fær stjórnlausa ást á hinni fögru skjaldmey, en má ekki láta á því bera. í liði Leifs er kappi mikill, nefndur Egill Svarti. Hann ber einnig ástartiug til Helgu. Alwin og Egill heyja einvígi og fellir þrællinn Egil en gefur lionum líf. Sökum lærdóms síns kemst þrællinn í kærieika við Leif Eiriksson sjálfau og við það batna kjör hans. þó hann þræll sé eftir sem áður. Leifur fær þá skipun frá Olafi konungi, að fara til Gra-nlands þess erindís, að kristna Eirík Kauða, og heldur því Leifur þangað heim með öl)u liði slnu, Eiríkur býr á Bröttuhlíð í Eiríksíirði. Hann er garpur mikill, en harður í skapi og óþjáll. Leifl og liði lians er tekið með fögnuði miklum og búin veizla. En er Eiríkur verður þess vís, að Leifur liefnr tekið kristna trú, verður hann ofsareiður. Liggur við sjálft, að þar berjist lið þeirra Leifs og Eiríks. En Leifur kemur í veg fyrir það. Leifur er gerður að nokkurs konar dýrling. Allir menn verða að beygja sig með lotningu fyrir honuin. Hann er svo vel búinn að íþróttum, að enginn þarf að reyna við hann, og svo líkúr er hann sjálfum Olafl konnngi Tryggvasyni, eins og honuin er lýst í fornsögunum, að mað- ur getur ekki varist þeirri hugsun. að liöfundurinn liafl skapað Leif eftir þeirri fyrirmynd. Leifur situr með föruneyti sínu í Græulandi þann vetur og er fæð mikil milli þeirra feðga. Alwin þræll og Sigurður Haraldsson eru mestir vinir Leifs. Alwin er hans hægri hönd. Við og við hittast þau Helga, en Atwin er í endalausri óvissu um hugarþel liennar í sinn garð. Uuir hann því illa. Leifur liefur lagt stranglega fyrir menn sína, að fylgja vel kristnum sið og skuli sá lífiuu fyrir týna, sem út af brýtur. Nú er þar galdrakona nokkur í firðinum og segir hún heiðnum mönnum fyrir uin- örlög þeirra. Alwin fær ómótstæðilega þrá að leita til hennar og fá að vita, hvort liann megi vona, að fá að njóta Helgu. Verð- ur það úr, að hann, ásamt Sigurði, leitar á fund liennar á næturþeli. Nornin seg- ist sjá haun i anda standandi við hlið Leifs i ókunnu laudi, og gefur honum einuig von um Helgu. Óvildarmaður Alwins, þræll nokkur, hefur njósnað um þessa næturferð þeirra félaga. Hann flnnur og kníf, sem Alwin bar og átt liafði áður Leifur hepui. Hann ber knífinu inn í skálann um kveldið, geng- nr fyrir hásæti Eiríks og segir hvar hann hafi fundið hann. Það liýruar yflr Eiríki, er hanu kennir knif Leifs og gerir hanu nú gys að trú lians, þar lianu þykist kristinn en leiti þó frctta hjá norninni. Leifur er ekki viðstaddur. En þegar Alwin heyrir. þetta geugur hann fram og ber blakið af Leif en játar á sig. I því kemur Leifur inn. Hann gengur beint að Alvin og klífur liöfuð lians með sverði. Alwin hnígur á gólfið. Við þetta stekkur Helga upp, kastar sér ytir líkið og hrópar, að liún hafi elsltað hann. Tím- inn líður. 8vo kemtir í Ijós, að Alwin liflr og hefur verið græddur á laun á lieimili Egils þess, sem áður var fjand- maður hans. Helga fær það að vita. Þau finnast, binda ástir sínar og gera ráð sín. í millitíðinni kemur til Grænlands ís- lenzkur maður, er Grettir heitir og verið liafði með Bjarna Herjólfssyni, er hann hrgfctist vestur um haf. Siðan kemur þangað Bjarni Herjólfsson sjálfur. Frðtt- ir Leifur af honum um ferðir hans^ Verður það til þess, að hann ásetur sér að fara að leita laudsins. í annan stað kemst AIwiu á laun burt og heldur til Normandí eftir ráðum Sigurðar, er þar átti vini. Skiftir liann þar um liam, múl- ar sig dökkan á hörunds'it og fa*r sér þar skínandi klæði, kemur svo aftur þanuig búinn rétt áður en Leifur Ieggur á stað í landkönnunar ferðina. Þvkist þá Sig- urður þekkja hann sem höfðingja stór- ættaðan frá Normandí. Fær Alwin því að fara með, og er svo lagt á stað. Nor- mandíti höfðinginu gengur Leifi næstur að virðingu og verða þeir vinir miklir. Eftir að búið er að sigla nokkra dagar flnst Helga í skipinú; hún hafði stolist með. Verður Leifur því afar-reiður, eu verður þósvo búið að standa. Nú segir margt af ferðiuni. Fyrst er lent þarsem nefut er “Helluland” [Labrador?], síðan þar sem þeir nefna “Markland” [Nova Scotia?] og loks þar sem þeir nefna “Vín- land” [Mi s achusetts]. Mörg gerast þar æfintýrin. Þar eru þeir árlangt. Snúa svo heim. Það kemur upp, að Leifur hefur strax í iipphafl þekt Alwin í dularklæð- unum. Svo er hagað til atburðunum, að þati fá loks að njótast Alwin og Helga. Þegar Leifur kemur aftur til Grænlands og tíðindin spyrjast. um hepni lians, játar Eiríkur Kauði, að guð sá, er Leifur dýrki, sé meiri Þór og Óðni. Enéar svo qagan farsællega fyrir alla. Eins og sést af þessum útdraitti, þá er hin rétta saga Leifs og fundar hans á Vínlandi öll úr lagi færð, og er það stór galli á bókinni. Annar ókostur er það á sögurmi sem skáldsögu, að lesarinn finn- ur allvíða kraftaskort hjá höfundiuuin til að nota sór kringi ujslæPurnar, sem hann þó er búinn að skapa, svo næga áherzlu vantar á flest höfuð-atriðin. Höf- undurinn reynir mjög mikið til að láta enska málið ná hinum saina blæ, sem er á gömlu sögunum, en mislukkast það býsna mikið. (Það tókst aftur Mr. Nor- ris, er ritaði “Grettir in Drangey” í vetur, svo snildarlega). Geta iná þess, að í þess- ari siigu eru svo að segja öll nöfn ekta norræn og rétt stafsett- alvsg eins og í íslenzkiinni. Ný orð kouia fyrir, sem víst hafa ekki fyr verið biúkuð i ensku, t. d. orðið “nithing”-níðingur, og “peace holy”-friðhelgtir. íslendingar liafa vafa- laust gaman af að lesa þessa bók. THK LlTITKGYOFTHE ICKT.ANDIC) ClIfHCH, bv the liev. Prof. F. J. Bergmann. Dálítill ritlingur (á ensku) með þessu nafni er nýútkominn. Það er 9. hefti af 4. árgangi tímarits þess, sem The TMurgi- cnl Aesociation í Pittsburg, Pa., gefur út. Eins og nafnið ber með sér, er ritið um tíðareglur íslenzku kirkjunnur. Efninu erskift í sex kafla. Fyrsti kaflinn er um guðsþjónustuna fyrii siðbótina og er þar einnig sagt frá kristnitökunni á Islandi. Atinar kaflinn er um siðbótina. Þriðji kaflinn er um guðsþjónustuha á siðbótar- tíðinni. Fjórði kaflinn er um guðsþjón- ustuna á yfirstandandi tíð, og sjötti kafl- inu er um guðsþjónustuna á komandi tíð. Niðurröðun efnis og framsetning er prýðisgóð, málið lipurt og gallalaust, en gott hefði verið, að ritið liefði mátt vera nokkuð stærra og ytírgripsmeira. Ritlingurinn er bæði höfuudinum og ís- lendingum yflr höfuð að tala til sæmdar.

x

Vínland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.