Vínland - 01.09.1902, Blaðsíða 8
virðist aldrei vera eins glaður og ánægð-
ur eins og þegar hann getur verið hjá
þeim.
Þegar hann var níu ára gamall fékk
hanu vinnu í matvöru búð í smábæ, sem
Braddoclr lieitir, í Pennsylvania, og komst
pá í kinni við W. R. Jones, sem var yfir-
maður við stóra járnverksmiðju par, er
síðar komst undir yfirráð Carnegie’s.
Jones tók hanti úr búðinni þegar hann
var 15 ára, og fékk þrjá og hálfan dollar
um vikuna, og gaf houum vinnu á verk-
smiðjunni og sex dollara að launum um
vikuna. Tíu árum síðar varð Schwab
eftirmaður Jones sem yfirmaður verk-
smiðjunnar, með $36,01)0 í árslaun
$3,000 um mánuðinn; en skömmu síðar
varð hattn forseti Carnegie félagsins,
með $50,000 árslaun. Nú er hann um
fertugt. og er orðinn yfirmaður járn- og
stál-félagsiús mikla, sem hefur verk-
smiðjur um öll Bandaríkín, og iaun hans
eru $250,000 um árið; eru það talin hæstu
laun, sem nokkur alþýðumaður hefur
nokkurn tíma fengið. Eignir hans í fé
lagtnu eru auk þess margra miljón doll-
ara virði.
Vilhjálmur Stefárvsson.
Þessi landi vor, sem sækir um kenzlu-
málastjóra embættið í N.-Dak. er að eins
tæpra 23 ára gamall, og hefur aldrei jafn
ungur tnaður sótt um rikisembætti í N,-
Dakota. Ilaun er fæddur í Nýja íslandi
í uóvember 1879. Með foreldrum sínum
llutti ltann til N.-Dak., árið 1881. Paðir
hans var Jóhann Stefánsson, er lengi bjó
í grend við Mouutain, en er nú dáinn.
Vilhjálmur hefur gengið á hásUólan \
Grand Porks og átti þar eftir eitt ár, ett
ætlar að ljúka námi sínu við háskólan í
Chicago. llann hefur fengist við kenzlu-
störf all-lengi; auk þess verið meðrit-
stjóri við blaðið Plaindealer í Grand
Forks. Haun hefur orkt talsvert mörg
ljóð, sent birst ltafa á prenti.
Loftriti til íslarvds.
Eftir nokkrar bollaleggingar varð það
aö samkomulagi í neðri d., að setja í
fjáraukalögin svo lagaða og orðaða at-
hugasemd:
“Af fjárveitingunni ttndir 12. gr. staflið
I) í fjárlögum 1902 og 1903 (35,000 kr.
«em fyrsta borgttn í 20 ár) má verja svo
miklu, sem nauðsyn krefur, til þess að
kotna á loftrita (aerograf) milli lleykja-
víkur og útlanda og milli 4. stöðva á ís-
landi, einnar í liverjum landsfjórðungi,
að því áskyldu, að samningarnir um
þetta verði, áður en þeir eru fullgerðir,
lagðir undir atkvæði alþingis, og að til-
lagið frá íslands hálfu verði eigi hærra
en sem samsvarar 2-5 af allri þeirri fjár-
hæð, sem dauska ríkið (Danmörk og ís-
laud) leggur til."—tnafuld.
Minrvi Vestur-ísleodinga.
[Sungið á þjóðhátiðinni í Reykjavík,
2. ágúst:]
Til bræðra fyrir vestan ver,
nú vinar-kveðju sendttm vér
frá hjartans hlýrri glóð.
Og hvar sem alla heims um slóð
eitt hjarta gleðst við þetta ljóð,
þar lifir enn þá íslenzk þjóð
-vort eigið hjarta-blóð!
Því fjær sem hver einn ættjörð er,
því ástfólgnara’ í huga ber
hann æ sitt ættar-land;
því viturn vér, að ísland á
sér ávalt trygga sonti þá,
sem örlög slitu okkur frá,
en ættar tengir band.
Guð efli jafnan yðar hag
og yðttr blessi sérhvern dag
og leiði lukku-spor.
Hver yðar, sæmd er ávann sér,
sá Islands nafn um heiminn ber,
hann góðtir sonur íslands er,
því yðar sómi’ er vor!
J ún ólafxxon.
Skiilamálið Nýja.
Eftir fregnum, sem vér höfum fengið
úr ísafjarðarsýslu, er búist þar við þvi,
að vel get.i svo farið, að álíka eldur
kvikni þar út af hinu nýja Skúlamáli,
sem þar er á ferðinni og gert er að um
ræðueíni hér i blaðinu, eins og út af
Skúlamálinu gantla. Gengið er að þvi
vísu þar vestra, að úr því að rannsókn er
hafin á annað borð, mttni ekki síður
rannsakað atferli sýslumanns-manna, eu
hinna, og getum að þvi leitt, að ýinislegt
muni þá koma upp ur kafinu.sem fremur
sé sögulegt en sem fegurst afspurnar.
Sýnishorn af því, sem á góma ber, sjá
menn i grein Sk. Th. i ísafold, þar sem
hann segir það almælt, að einn þeirra,
er yfirheyrður var, Hjálmar bóndi Jóns-
8on á Stakkadal, liafi borið fyrir rétti, að
af hálfu hans (8k. Th.) og flokksbræðra
hans “hafi engu ólöglegu verið við sig
beitt, ett að á liiun bóginu hafi einn rf
atkvæðasmölum Hafsteins sýslumanns
boðið sér 50 kr., ef hann vildi kjósa
Hafstein; en þetta segir sagan, að sýsltt-
maiini hati láðst að borga, eða álitið það
málinu óviðkomandi.”
Þingmenn ísflrðinga hafa að sögn kært
sýslttmann H. Hafstein fyrir amtinanni
og sýslumaður ætlaði til Reykjavíkur i
tilefni af þeirri kæru. Málshöfðun sögð
í vændum gegn þeim frá sýslumanni. Svo
menn sjá, að ekki horfir friðvænlega.—
Norðurland.
St|órna.rskráii\ SaLmþykt.
Stjórnarskrárfrumvarpið íslandsráð-
gjafans var samþykt í efri deild i fyrra
dag S eiuu hljóði. Það hafði eius og
kunnugt er, verið samþykt í einu hljóði
í hinni deildinni.
Þar er nú svo langt komið, að ekki er
eftir nema útgöngusálmurinn, að sumri,
að þingrofi undangengnu og nýjum þing-
kosningum. Það er full vissa fyrir frá
annars samþyktaraðilans hálfu, stjóruar-
innar, að málið fær sín fullnaðarúrslit,
með konungsstaðfestingu á frumvarpinu,
og í annan stað svo örugg von um sam-
þykki hins, þingsins nýkjörna þá, að
næst gengur fullri vissu. Það er eins og
segir í framanskráðu ávarpi framsóknar-
flokksins, að enginn mun gerast svo
djarfur, að fara tið lireyfa við málinu þá,
þ. e, brey-ta frutnvarpinu eða hafna,—
skera á færið, þegar loks er verið að inn-
byrða aflann, svo torfenginu lielir liann
verið. -laafuld.
LærSt Skt5lirvn.
Svolátandi þingsályktun um breyting
á reglugerð itins lærða skóla íReykjavík
hefir neðri deild sa.nþykt og efri deild
aðra að niestu samhlj.
Alþingi ályktar, að skora á landsstjórn-
ina að hlutast til um,
Að reglugerð hins lærða skóla í
Keykjavík verði breytt svo,
Að gríska verði afnumin sem skyidu-
námsgrein,
Að kenslustundum í latínu verði fækk-
að að mun,
Að latne3kir stílar verði lagðir niður
við próf, og
Að kenslutíma þeim, sem þannig vinst,
verði varið til aukinnar kenslu í móður-
málinu (einkum til ritgerða), í nýju mál-
unttm ytirleitt (einkum enskuog dönsku)
eðlisfræði, dráttlist, leikfimi og til að
taka ttpp kensln í skólaiðnaði -,
Að daglegar kenslustundir séu fimm í
2-3 neðstu bekkjunum.— tsafuld.
LÍFII) í NORDVESTUR LANDINU.
Ef þér hafið í hyggjti, að-skifta um
bústað, þá farið til Nnrðvestur-landsins,
þar sem það borgar sig að lifa. Þar er
framtíðar veldi landsins. Veðrátta og
landslag er þar margbreytilegt. Þar
verður land aldrei í cins lágu verði og
það er nú. Ekkert land jafnast á við
það til akuryrkju, aldina ræktar og naut-
gripa-ræktar. Vatnsveitingar gera bónd-
ann óháðan regufalli, og beztar vatns-
veitingar eru í Montana og Washi.igtou.
Borgir og bæir þjóta upp í Norðvestur-
landinu.
Látið mig vita hvers þér þarfaist og
eg skal reyna að liðsinua yður. Alls
konar land er að fá í héruðum þeim, sem
Northern Pacific brautin liggur uin. Lágt
fargjald fæst handa landlelteaduin í
septeinber og október. Skriflð mér hvert
þér viljið fara, og eg skal láta yður rita
hvað það kostar.
CHAS. 8. FEE,
St. Paul, Mlnn.