Vínland - 01.09.1902, Blaðsíða 3
Afrlku; Frakkland sigraði Madagascar;
Bandarikin unnu Filipps-eyjar; 8tór-
veldin kæfðu sameiginlega uppreistina í
Kína: mörg smærri strið önnur liafagerst
á sama tíma.
En mun nd bvrjað þúsund ára rísi
friðarius, eða eru pjóðirnar að eins að
hvíla sig um stund og blása mæðinni
eftir hálfrar aldar morð ogbrennur? Lik-
lega hið síðara. Ekki er dreift. úr hern-
um; flotarnir sta*kka; metnaður þjóðanna
er engu minni nú en áður. I það minsta
keppast fjórar þjóðir uin að verða ylir-
drotnar heimsins, nfl. Kússar, Bretar,
Baudamenn og Þjóðverjar. Sem stend-
ur er yflrdrotuanin að nafninu í höndum
Breta,'en er sj'nilega að sleppa úr greip-
um þeirra í liendur Bandaríkjanna. Þó
alt sé nú með spekt og friði, þarf ekki
mikið útaf að bera, svo alt fari í bál og
brand.
Fáir hinna liygnari stjórnmálamanna
gera sér vouir um varanlegan frið. Enn
þá eru mennirnir blóðþyrstir. (Jetur að
sönuu verið, að hin ofsafengna dýrkun
verzlunarguðsins dragi menn nokkuð frá
dýrkun stríðguðsins. Verzlunarkong-
arnir ná ef tii vill nokkru af völduni úr
höndum stríðsforingja, og verzlunar
kongarnir vilja ekki öunur stríð en
þau, sem háð eru í verzlunarsamkund.
unum með dollarnum.
Alþýðumervtun í B a. n d aríkj-
\jnum.
Það er vanalega tekið sem mælikvarði
fyiir mentun alþýðumanna, hvað margir
eru læsir og skrifandi, og samkvæmt
síðustu manntalsskýrslum verður alþýða
Bandaríltjanna eftir því að dæina ekki á
háu stigi meðal mentaþjóða heimsins;
í samanburði viö sumar þjóðir í Evrópu
standa Bandamenn á mjög lágu menta-
stigi. Eftir skýrslum frá Þýzkalandi,
Sviss og Svíþjóðu um uppfræðslu ungra
manna, sem árlega eru teknir í lierþjón-
ustu, og sýna nógu nákvæmlega menn-
ingarástand karlmanna í liverju landinu
um sig, eru þeir mjög fáir, sem hvorki
kunna að lesa né skrifa. Á Þýzkalandi
eru að eins 0.11 af hundraði (eða rúml.
einn maður af þúsundi) sem kunna
hvorki að lesa né skrifa. í Sviss eru
0.18 af liundraði (eða tæpl. tveir af þús.)
sem ekki eru lesandi, og 0.67 af huiidr
aði, sem ekki eru skrifandi. I Sviþjóð
eru að eins 0.08 af hundrað (eða einn
maður af hverjum 1250) sem ekki era
lesandi og 0.86 af liundraði kunua ekki
að skrifa.
En meðal fullorðnra karimanna hér
í landi sýna skýrslurnar frá 1900, að í
bæjunum eru 5.8 af huudraði, og í
eveitahéruðuuuin 12.8 af hundraði, sem
ekki eru læsir og skrifandi, og mun flest-
um, sem búa hér í norðvestur-ríkjuinim
virðast það ótrúlega mikið, eu þegar bet-
ur er að gætt kemur það í ljós, að meiri
lilutinn af hiniiin óupplýstu alþýðumönn-
um eru í suður-ríkjuiium, og mest svert-
inejar eða nýkomnir menn frá suður- og
austur-iöndiun Evrópu. Ef taldir eru að
eins hvítir menn, fæddir hér í landi, þá
er ekki mei>' en 0.8 af hundr., sem eru
hvorki læsir né skrifatidi, og í norðvestur-
ríkjunum eru þeir iangfæstir, að eins
0.8 af hundr. meðal bæjarbúa.
En í suður-ríkjunum eralþýðumentun
á mjög lágu stigi; ef vér tökum til dæmis
Louisianaríkið, þá flnnuin vér, að þar eru
37.7 af hverjum liundrað karlmöntuim,
sem livorki kunna að lesa né sltrifa, eða
töltivert. meir, en þriðji liver karlmaður.
Þetta er auðvitað mest af því, að i þessu
ríki er næstum helmingur íbúanna svert,-
ingjar.—.iafnvel í Hawaii er alþýðument-
un ekki svo bágborin, því þar eru ekki
nema 81.4 af liundr. ólæsir, og á Ítalíu,
sem stendur einna iægst að alþýðutnent-
un af öllum liindum i Evrópu, eru 33.76
af hverjum hundrað karlmöunum hvorki
læsir né skrifandi.
Helztu VerzIunarþjóSir Heimsins.
Samkvæmt áætlun stjórnarinnar á
Þýzkalandi eru útfluttar og inníhittar
vörur allra þjóða virtar samtals á 23,800
miljónir dollara árið 1901. Þær þjóðir,
sem mesta verzlun reka við önnur lönd,
eru Bretaveldi, Þýzkaiand og Bandarík-
in. Allar vítfluttar og innfluttar vörur
Bretaveldis (að meðtöldum öllum ný-
lendum og skattlöndum) eru virtar á
7,000 miljónir dollara, Þýzkalands á
2,718 miljónir og Bandaríkjanna á rúml.
2,118 miljónir doilara.
Þess konar reikningar eru aldrei
nákvæmlega réttir og verða mjög mis-
munaudi eftir því, liver aðferð er höfð
til að virða vöruruar. Skýrslur frá fjár-
máladeild Bandaríkjanna gefa þessa
upphæð: Bretland, $2,906,523,868: Þýzka-
land, $2,464,142,282; Bandarikin, $2,318,-
505,040. En þar er að eins talin útleud
verzluu Englands sjálfs, en hin víðleudu
ríki, sem því lúta í öðruin heimsálfum,
eru ekki talin með, þó sum þeirra, eins
og nýlendurn ii' í Suður-Afríku, Indland
og Canada hafl hvert um s'g meiri
verzluuarviðskifti við aðrar þjóðir en
sum óháð ríki. En samt sem áður er
verzlun Englauds við öiinur lönd svo
miklu meiri en þeirra þjóða, sem næst
stauda, að Englendingar skipa sæti út, af
fyrir sig sem mesta verzlunarþjóð lieims-
ins, en Þjóðverjar og Bandamenn eru
taldir í öðruin flokki. Þá verða í þriðja
flokki Frakkland, $1,713,784,609 og Hol-
land, $1.472,562,786, en áætlunin um
verzlun Hollendinga er einu ári eldri en
liinar. Eugar þjóðir aðrar en þær, sem
nú eru taldar, reka verzlun við útlend-
inga, er nemi 1,000 miljónum dollara.
Næst verður Belgía, $778,357,613 og
Austurríki og Lngverjalaiid,$739,089,978.
Verzlun hvers lands stendur alls ekki í
neinu sambandi við stærðina; bæði Hol-
land og Belgía hafa iniklu meiri verzl-
unarviðskifti við önnur lönd en Austur-
riki, Ítalía og liússland. í næstum öllutn
Evrópulöndum, að undanskildum Aust-
urríki, Ungverjaíandi og Rússlandi, eru
innfluttar vörur miklu meiri en lítfluttar
vörur. En að því leyti eru Bandaríkin
ein í sinni röð, að þar eru útfluttar vörur
miklu meiri en innflutt ir vörur. Útflutt-
ar vörur, $1,438,083,900; iunfluttar vörur,
$880,421,056.
Verzlurv Canada..
Sir AVilfred Laurier, stjórnarfoimaður
Canada, er nú i París og með honum eru
þar W. 8. Fielding, fjá. málaráðgjafl, og
William Pattersnn, toilmálaráðgjnfi Can-
ada. Er það talið víst, að þeir séu þar í
þeim erindagerðum, að semja við Frakka
fyrir hönd Canadabúa, um frjálslega
verzlun og toll-lækkun á vörtim. Haf-
þráða-skeyti flytja þá fregn, að Sir Wil-
fred hafi boðið Fiökkum, að lækka toll (i
öllum iuufluttum vörum frá Frakklandi
um 15 per cent í Canada, ef Frakkar
vilji aftur á móti tawa við vörum l'rá
Canada nieð lægsta tolli, sem er frá 12 til
25 per eeut. lægri en toilur á vörum frá
Bandaríkjunum. Ef Frakkar viljaslaka
til enn meir en það, er sagt að 8ir Wil-
fred sé fús á að taka vörur þeirra með
jafn-lágum toili og vörur frá Englandi.
Það er einnigá orði, að stofna gufuskipa-
línu beina leið milli Frakklands og
Canada, er fái 60,000 dollara styrk árlega
frá hverju ríkiuu um sig.
Bandaríkin gætu haft í höndum sér
næstum alla verzlun Canada. Það er
mest fyrir eigiugirni og þrákelkni trjá-
verzlunarmanna i noi'ðvestui'-ríkjunum,,
að vér töpum þeirr’ verzlun. Þeir vildu
ekki iáta lækka tolla á við frá Canada.
Það var ekki meir en sem svaraði einum
doilar á þúsund fetuin, sem ágreiningur-
inn var um, en þeir vildu með engu
móti slaka t.il, og fengu senatorana frá
Michigan, Wisconsin og Minnesota til að
framfylgja siuu niáli á þingi, og af því
leiddi það, að allir sérstakir verzlunar-
samniugar við Canada voru ónýttir. En
til þess, að gjalda Bandamönn'im líku
likt, lækkuðu Canad ^búar tolla á iun-
fluttum vörum fiá Englaudi, og reyndu
að l,ikka kaupmenn sína til að kaupa
vörur síuar þar, en ekki í Bandaríkjun-
um. En þrátt fyrir þá tilraun, fer verzl-
un Canada við Baudaríkin enu vaxandi,
og má því nærri geta, liversu mikil sú
verzlun mundi nú vera ef sambands-
þing vort vildi lækka tollana.—Á síðustu
tíu inánuðum liefur Canada kevpt $95,-
362,429 vii ði af tolluðum vörum; af því
er $28,339,870 frá Englandi, sem er $1,-
309,026 meir en á sama tímabili í fyrra>
eu frá Bandaríkjunum eru $48,104.781,
sem er $5,417,618 meir en ásama tímabili
í fyrra. Tollfríar vörur frá Englandi
voru virtar $10,998,417 og var það um
$3,651,200 meir en í fyrra. Útlend verzl-
nn Canada nemur nú alt að fjögur
hundruð miljónum dollara, og ef rétt
væri að fariö ættu Bandaríkin að geta
haft næstum alla þá verzlun.