Vínland - 01.05.1906, Síða 1

Vínland - 01.05.1906, Síða 1
VfNbAMD V. árg. MINNEOTA, MINN., MAÍ 1906. Nr. 3. 10. maí var merkisdagur í sögu líússa. Þá mættu fulltrúar pjóðarinnar í fyrsta sinn áj>ingi. Keisarinn setti Fyrsta sjálfur þingið í Péturs- þióðþing borg með mikilli við- Rússa h0fn °g hl/legri ræðu; lvjósendur sýndu meiri áhuga og sjálfstæði við kosningar en líkur voru til. Einkum reyndust bændur hygnari og þjóðhollari en ráð var fyrir gert. Flestir voru þeirrar skoðunar, að sakir fáfræði og kúgunar mundi bændalyðurinn á Rússlandi reynast ófær til að greiða atkvæði skynsam- lega, og of lítilsigldur til þess að fara þar að annara vilja en stjórnarinnar og landsdrotn- anna. En J>að fór alt á annan veg. Bændur kusu næstum allir frjálslynda þjóðræðisfull- trúa á J>ing, en J>ingmannaefni stjórnarinnar urðu hvarvetna undir. Svipuð urðu úrslitin í borgunum. í fáeinum kjördæmum báru verkamenn svo mikið vantraust til hins fyrir- hugaða J>ings, að peir vildu ekki beita kosn- ingarétti sínum, en annars gengu peir alment röggsamlega fram og kusu J>á fulltrúa, er þeir treystu bezt til að tala sínu málj. Yfirhöfuð urðu úrslit kosninganna pau, að mjög fáir ein- veldissinnar komust á J>ing, ákaflr byltinga- menn nokkru fleiri, en meirihluti allra J>ing- manna vill viðhalda keisarastjórn með því móti að þingiö fái nóg vald til þess að liafa yfirhöndina. Ræðu þeirri, er keisarinn flutti við þing- setninguna,var vel tekið Joá í svipinn; en brátt kom í ljós megn óánægja meðal þingmanna yfir Jjví, að keisarinn hafði ekki sagt neitt um álit sitt,á helztu áliugamálum þjóðarinnar, og alls ekki látið neitt í Ijós um J>að 1 ræðu sinni hvað honum myndi Joóknast við þau að gera. Þótti |>eim hann hafa mjög brugðist vonum þjóðarinnar í þessu sem öðru, ogþví var það þingsins fyrsta verk að semja ávarp til keis- arans með kröfum um það, að hann léti lausa alla útlaga og fanga, sem dæmdir væru fyrir pólitískar sakir, eins og hann sjálfur hafði gefið þjóðinni von um að gert mundi verða er þing kæmi saman. Ónnur helztu málin, er J>ingið bar undir hann voru þau, að leggja skatta á lönd krúnunnar og útbyta löndum meðal bænda. Þingið kaus nefnd manna til þess að flytja keisara ávarp þetta. En hann neitaði að veita þeirri nefndáheyrn, ogkvaðst ekki veita móttöku neinum boðskap frá J>ing- inu annan veg en Jjann, að hann væri fluttur ráðaneyti sínu og því falið að færa sér hann. Þegar sendinefnd þingsins var J>annig gerð afturreka, varð allur Joingheimur óður og uppvægur. Vildu þeir sem æstastir voru segja keisara upp allri hollustu þegar í stað og hefja stjórnbyltingu um land alt, en eftir langa deilu og harða gátu J>ó hinir gætnari J>ingmenn stilt til friðar og sýnt æsingamönn- um, að hér væri enn sem komið var ekki um annað en sið.venju að ræða, og J>að mætti skoða sem formgalla af þingsins hálru ef henni væri ekki fylgt. Var þá afráðið að senda ávarpið ráðaneyti keisarans og fela ]>ví, að færa honum J>að. — Nú er J>að komið til keis- arans og búist við svari frá honum á hverri stundu. Iveisarinn bauð Witte að leggja niður völd sín áður en ]>ing kom saman, og tók at- kvæðalítinn einveldissinna til ráðaneytisfor- seta. Þykir líklegt að Witte komist aldrei framar til valda á RúSslandi. SambandsJ>ingið hefir sým meiri rögg af sér en þjóðin átti von á. öldungadeildin gekk til atkvæða um Framkvæmdir lagaframvarp J> a ð Sambandsþingsins ura eftirlit með jafn- aði á flutningsgjaldi á járnbrautum, er legið hefir fyrir J>ingi sið- an í haust, og hún sam{>ykti J>að með 71 at- kvæði gegn J>remur. Þetta gerðist 18 maí eftir langa baráttuogharða,sem háð varhvíld- arlaust í tvo mánuði í efri málstofu J>ingsins. Svo sundurleitar virtust skt>ðanir öldunwanna á máli }>essu, að flestir töldu víst að það myndi ekki útrætt verða svo að til atkvæða yrði gengið á ]>essu þingi. En ]>jóðinni var ann- ara um J>að mál en nokkurt annað, sem þá var á dagskrá og krafðist [>ess af þingmönnum sínum, að sam{>ykkja frumvarpið sem fyrst. Biinkum var J>að ]>ó Roosevelt forseti, sem lagði fast að öldungadeildinni og ámintihana oft svo rækilega um skyldu hennar gagnvart J>jóðinni í J>essu máli, að hún sá sér varla ann- að fært en láta undan og leiða J>a? til lykta. Það [>ótti einnig markvert, að helzti flutnings- maður ]>essa máls í öldungadeildinni var sena- tor Tillman (frá South Carolina), sem erdem- ókrat, og liefir flutt beiskari skammarræður en nokkur annar á J>ingi um Roosevelt forseta og stjórn hans. Yfir höfuð var mál J>etta ekki gert að flokksmáli á J>ingi. Demókratar voru engu fremur með því eða móti en republik- anar. Með lögum ]>essum verður nefnd J>eirri, er stjórn Bandaríkja hefir sett til J>ess að hafa eftirlit með verzlun milli ríkja, veitt fult vald til að ákveða hvað sé sanngjarnt flutnings- gjald á járnbrautum J>eim, er flytja vörur ríkja á milli, og henni er skylt að sjá um J>að, að járnbrautir taki jafnt gjald af öllum og veiti engum neinn afslátt eða sérstaka ívilnun.—■ Þetta eru aðalatriði J>essara laga; en sú breyt- ingartillaga var einnig samþykt, að hverju ágreiningsmáli, sem út af ]>essu risi milli járnbrauta og skiftavina ]>eirra, mætti skrjóta til dómstóla og [>aðan til liægstaréttar,ef ekki ]>ætti við unandi úrskurð nefndarinnar. Lög þessi banna einnig járnbrautafólög- um að flytja á brautum sínum neitt J>að, er J>au kalla sjálfs síns eign, nema við og þá muni aðra er brautin sjálf J>arf á að halda. Með |>essu á að koma í veg fyrir að járn- brautafélög reki einokunarverzlun,ssm engin samkepni gæti við ráðið ef J>au flyttu allar sínar vörur kostnaðarlaust að kalla. Sérstak- lega erbann J>etta stílað gegn sameining kola- félaga og járnbrautafélaga, sem lengi hefir reynst J>jóðinni skaðvæn. Nefnd sú, er öldungadeildin kaus til J>ess, að rannsaka hvað tiltækilegast væri að afráða um Panama-skurðinn, hefir geíið ]>ann úrskurð, að ráðlegast sé að gera hann á jafnri hæð við yfirborð sjávar. — Fulltrúadeildin hefir samj>ykt frumvarp um, að Bandaríkin láti smíða herskip eitt, er verði hið mesta í heimi og á að kosta tíu milj. dollara. Norðmenn hafa nýlega mist tvö beztu skáld sín og ritsnillinga. —- Alexander L. Kjelland dó G. apríl í Björgvin, Ibsen 57 ára að aldri. Hann var á- og ga-tt skáld og ritaði margar sög- Kjelland ur frábærlega fjörugar og skemtilegar, en varla verður hann J>ó talinn með mestu stórskáldum Norð- manna, og rit hans eru lítt kunn öðrum en NorðurlandaJ>jóðum. —- Henrik lbsen dó 23. maí í Kristianiu, rúml. 78 ára. Hann var fyr- ir löngu heimsfrægur orðinn fy'rir leikrit sín, og þó ekki séu allir á eitt sáttir í dómum um verk hans, J>á er hann þó að flestra dómi hið mesta skáld er Norðmenn hafa átt og einn af mestu skáldraæringum heimsins, J>eim er uppi voru á síðari hlut nítjándu aldar. Leiðrétting: í greininni um Jarðskjálftann í Californiu í síðasta blaði Vínl. segir, að Oakland standi „vestanvert fjarðarins andspænis San Fran- cisco“, enáaðvera „austanvertfjarðarins“ o.s. frv. í nokkrum eintökum var einnig sú villa að Palo Alto væri um 300 mílur suður frá San Francisco í staðin fyrir 30 míiur.

x

Vínland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.