Vínland - 01.05.1906, Blaðsíða 3

Vínland - 01.05.1906, Blaðsíða 3
V í N L A N I). 19 Ný Braut í Canada. Fremstur í flokki hinna mestu íram- kvæmdamanna, sem nú eru ú lífi liér í landi, ■ , i. er James J. Hill, járnbrauta kóngurinn í'St. Paul. ilann heíir ekki að eins lútið leggja j&rpbrautir þvgrt og endilangt um öll norð- véstur ríki l'andsins og átt mestan þátt í f>éim miklu framförum landbúnaðar og verzlunar, sem f>ar hafa orðið síðustu árin, heldur héflr hann komið á nyjum samgöngum frá haíi til hafs um norðurhluta Bandaríkjanna og f>aðan yfirhafið að austan til Norðurálfunnar og að vestan til Asíu;—hann er mestur stórveldis frömuður (empire builder) hér í landieins og Bandamenn nú kalla hann alment. Hann er írskur að ætt, en fæddur í Can- ada. Til Bandaríkja kom hann ungur ogfé- laus; en nú er hann einn hinn auðugasti og voldugasti maður hér í landi. Hann hefir alla æfi unnið hvíldarlaust að heita má og er nú gamall orðinn; fjör hans og starfsf>róttur er óbilandi, og síðustu árin hefir karl ráðist í hvert stórvirkið á fætur öðru og virðist enn una bezt sínum hag er hann stendur í mestum stúrræðum. Hann hefirnú upp á síðkastið oft látið svo sem hann væri þreyttur orðinn og myndi bráðlega hætta öllu starfi en lifa í ró og næði f>að sem eftir væri æfinnar. En f>au ummæli hans hafa jafnan reynst fyrirboði f>ess að hann hafi nytt stór- ræði á prjónunum. Nú eru að einsfáir mán- uðir liðnir síðan hann 1/sti yfir f>ví að hann væri staðráðinn í f>ví, að segja af sér öllum yfirráðum járnbrautarfélagsins Great North- ern ogselja pau í höndur sonum sínum, En skömmu síðar kom f>að upp úr kafinu að gamli Hill var fastráðiun í að leggja nyja járnbraut um Canada, alla leið frá Winnipegtil Van- couver, að öllu leyti á eigin kostnað án nokk- urs fjártillags frá Canadastjórn. E>essi braut á að vera ein af aðal-brautum Great Northern- félagsins og verður lögð vestur nm Manitoba, Saskatchewan, Alberta og British Columbia, samliliða aðal-braut félagsins hér syðra. Hann hefir fyrir skömmu kunngert f>essa fyrirætlun sína í Canada. Hann hefir skjfrt verzlunarstjórum Winnipegborgar frá f>essu bréflega og í f>ví bréfi heitir hann pví; „að koma á fót nyju járnbrautakerfi og leggja braut pvert yfir norðvesturhluta Canada, sem eg vona að styðji að f>ví að bær yðar takienn meiri framförum og sömuleiðis land J>að, er liann á velmegun sína mest að f>akka“. Hill kveðst ekki hafa ennþáafráðið hvar hina nyju braut skuli leggja um norðvestur- land Canada, en hann veit vel að þarerland- rymi nóg fyrir nyjar járnbrautir og telur J>að víst að ekki verði vanj>örf á braut J>essari áð- ur langt líður. Hann hefir óbifanlega trú á J>ví, að Canada eigi mikla framtíð fyrir höud- um; og hann hefir sagt að f>ar muni að fám árum liðnum verða svo mikil hveitirækt í norðvesturlandinu að telja megi áreiðanlegt að hveitiakrar taki J>ar yfir svo mikið svæði, i að samsvari ferhyrniúg, sem er 500 mílur á hverja hlið, og af f>ví verði til jafnaðar upp- skeran 20 bushél áf ekruhni. Hveiti segir hann sé nú orðið' svó mikið f>ar í lándi, að járnbrautir hafi ékki við að flytjáf>áðJil mark- | aðar, sem ráða megi áf f>ví, áð í siðastliðnum j janúarmánuði vóru f>ær enn að flytja austur hveiti frá árinu 1904, sém hefir legið f>ar síð- an í kornhlöðúm liér og hvár í smábæjum fram með járnbrautum. t>ar sem nú er svo ástatt með flútningá segir Hill að öll f>örf sé já fleiri járnbrautúm }>Ö ekki væri til annars en koma hveiti bænda á markað, ogf>ó hygg- j ur hann að sú f>örf verði að tveim eða f>rem árum liðnum margfalt meiri en hún er nú. Hann byzt við að næstá haust verði liveíti bænda í norðvestur Canada næstum tvöfalt meira en f>að var í fyrra haust, vegnaþessað þangað fluttu svo margir duglegir bændur árið sem leið, og þeir liafa aukið J>ar akur- rækt svo furðu gegnir á einu ári. Hill hefir keypt mikið land hjáMedicine Hat, sem er smábær á Canada-Kyrrahafs- brautinni vestarlega í Saskatchewan-fylki og hann hefir látið mæla brautarlínu 100 mílur austur þaðan og 200 mílur vestur, en annars er lega brautarinnar enn óákveðin, en sagt er að mælingamenn hans séu nú komnir um land alt vestur frá Winnipeg, og afráðið er að byrjaá brautarlagning þessari í sumar. San Francisco. Allir, sem til J>ekkja, dáðst að því hve vel borgarbúar í San Francisco bera harma sína, og hve ótrauðir þeirhefja nyja baráttu fyrir tilveru sinni; þeir sem mist liafa allar eigur sínar kvíða engu; þeir hafa allir þann eina áseting að reisa nyja borg miklu meri en þá er horfinn er; þar hefir enginn nytur mað- ur lagt árar í bát, En þetta er að vísu ekki eins dæmi. Svipað J>rek, og engu minna, hefiroft Itfst sér áður hjá Bandamönnum þar sem þeir hafa orðið fyrir voðalegu áfelli. Svo var J>egar Chicago brann og Baltimore og Galveston (Tex.) varð hafinu að bráð. Enn er ekki byrjað að byggja San Fran- cisco, J>að er að segja, ekki J>á borg, sem á að standa veglegri og traustari en hin fyrri. Menn reisa sér þar nú sem stendur skyli til bráðabirgða, óvönduð hreisi úr bárujárni og borðvið. t>ar geta menn búið meðan verið er að hreinsa rústirnar og byggja vandaðri hús; og það verður enn langt þangað til að alt verður undir það búið að byggja upp borgina. Líklegast þykir nú að öllum rúst- um og rusli verki ekki rutt burt á skemri tíma en sex mánuðum,og alment verður ekki tekið til starfa við byggingar fyr en því er lokið. t>að hefir reynst afarerfitt að halda þar góðri reglu síðan borgin brann, en víst hefir það þó tekist öllum vorum fremur, og J>akka menn J>að mest snarræði og dugnaði borgar- stjórans, sem á svipstnndu setti hervörð um alla borgina og lætur herinn énn gæta þar góðrar reglu að nokkru leyti. Mestur vandi hefir á jþvl verið, að útbyta gjöfum, fæðu, klæðnaöi og öðrum nauðsynjum meðal fólks- ins. Flakkarar og letingjar þyrptust að úr öllum áttum til þess að sníkja mat og aðrar gjalir. og-ómögulegt var að þekkja þá frá sönnum þurfamönnum fyrstu dagana, meðan öllum var veitt jafnt J>að, sem til var. E>essir sníkjugestir lifðu í alls nægtum þangað til menn tóku alrnent til starfa, þá fýrst komst upp hverjir þeir voru, því þeir vildu ekkert gera, og öllum verkfæruin mönnum sem ekki vildu vinna var á bug vísað. Gjafabúðir voru margar víðsvegar í hverfum þeim, er borgar- lyðurinn hafði leitað sér hælis í, og sumir óráðvandir menn notuðu sér það og gengu dag eftir dag búð frá búð til þess að fá sem flestar gjafir þó þeirra væri engin þörf. Ein kerling fékk þannig fjörutíu rekkvoðir og það komst ekki upp fyr en hún fór að selja þær nokkru síðar.—Fyrstu dagana eftir jarð- skjálftann voru vistirmjög af skornum skamti því ógreitt var um aðflutning svomikinnsem þurfti. En það var mönnum mest til bjargar að höfnin og bryggjur borgarinnar urðu ekki fyrir mjög miklum skemdum í jarðskjálftan- um, og ekkert brann þar, því þar gat slökvi- liðið varið allar bryggjur og vöruhús með sjó. E>ess vegna gátu skip náð til borgarinnar tálmunarlaust eftir brunann, en landveg voru samgöngur allar teptar. Nú eru allar samgöngur greiðar orðnar og verzlun er orðin eins fjörug í borginni og áður var. Kaupmenn liafa gert sér búðir til bráðabirgða úr hverju efni, sem næst var hendi til að byggja úr og sumir verzla enu í tjöldum. Talið er víst að tjónið muni koma harðast niður á smákaupmönnum borgarinn- ar, því að þeir hafa flestir mist alla eigu sína og höfðu litla eða enga eldsábirgð á vörum sínum. E>eir hafa því lítinn eða engan höf- uðstól til þess að byrja verzlun aftur, og þó þeir geti byrjað er óvíst að þeir geti nokk- urn tíma komið verzlun sinni aftur í samt lag og áður, því smáverzlanir hafa flestar verið mjög arðlitlar í San Francisco. Hins vegar er víst að stórkaupmenn borg- arinnar og auðmenn allir standa jafnréttir eft- ir sem áður, því peningar verða óefað mjög arðberandi í San Francisco meðan verið erað byggja borgina. Sömuleiðis er útlit þar mjög gott fyrir alla erfiðismenn og handiðnamenn, því vinna er þar hvervetna á boðstólum fyrir þá, ogkaup hærra en áður var, og fer líklega ekki lækkandi fyrst um sinn. í San Francisco voru menn yfir höfuð hneigðir til hóglífis og þar bar lítið á þeim hvíldarlausa óróa, sem einkennir mjög bæjar- líf í flestum stórborgum hér eystra. En þess gætir ekki nú. Áfelli þetta hefir vakið hjá þeim fjör og áhuga, sem synir það, að mann. dáð Bandamanna á þar heima engu síður en annarsstaðar í landinu.

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.