Vínland - 01.05.1906, Síða 6
.22
VÍNLAND.
Kristinn Sósíalisti.
Saga eftir Gharles M. Sheldon.
(Niðurl.), Yi!;u. eftir að presti hafði borist
bréf þetta bar ókunnan gest að prestssetrinu.
Séra Friðrik Stanton var ekki heima en hinn j
velbúni komumaður sagði ráðskonunni að hann
myndi blða heimkomu lians. Honum var vísað
inn á skrifstofu prestsins og þar sat hann þar til
prestur kom heim og yeitti öllu, sem hann þar sá,
hina mestu eftirtekt.
Komumaður stóð upp og h e i 1 s a ð i presti
glaðlega.
„Dr. Stanton?“
,,.Iá“. ..
„Aleð öðrum orðum ,Markús Burn?‘“
Séra Friðrik svaraði engu en virti hinn bros-
leita gest nákvæmlega fyrir sér.
„Þér verðið að fyrirgefa ónæði það,ereg geri
yður“, mælti komumaður ög brösti á ný. „Eg ef
annar eigandi útgáfuhússins------ í New York
ög eg er lrominn hingað til Lennox til að kynnast
höfundi hinnar merkilegustu bókar þessarar tíðar.
Þér getið eigi íengur dulist undir gerfinafni þessu.
Almenningur heimtar að fá að þekkja yður. Yið
höfum engan frið á skrifstofunni í New York
fyrir áskorunum frá lesendunumum að birta mynd
af yðnr og iýsingu, og fyrirlestrafélögum, sem vilja
fá yður til að halda ræður. Dagblöðin eru að leita
að yður, og það má alt að því kraftaverk kallast,
að þér ekki hafið fundist fyr. Við viljum fyrir
hvern mun fá mynd af yður og æfisögu yðar til að
í nýrri skrautútgáfu af bókinni, og eg er hér kom-
birta inn til þess að fá þessu framgengt“.
„En ef eg nú neita að verða við þessum til-
mælum?“ spurði séra Friðrik alvarlega.
„Neita! Minn góði herra, það er ómögulegt!
Almennings óskinni verður aö fullnægja. Það
verður hvort sem er ómögulegt að dyijast mikið
lengur“.
, Því ekki það? Mörg ár liðu svo að enginn
vissi að George Eliot var höfundur ,Adam Bedes*.
í fimm ár vissi enginn að Charles EgbertCraddock
vár kona. Dr. Joseph Parker í Lundúnum, léteigi
nppskátt að hann væri höfundur bókarinnar ,Ecce
Deus‘ fyr en eftir að tíu ár voru liðin frá því bók-
in kom út, og um hann hafði hans eigið safnaðar-
fólk lengi rætt áður en það komst að því að hann
væri höfundurinn“.
,,En minn kæri herra, eg skil ekki í öðru en
að þér hljótið að vilja að yðar sé getið. Engin
bók, sem gefin hefir verið út i þessu landi, hefir
haft aðra eins útbreiðslu og bók yðar. Við höf-
um neyðst til að hætta við allar aðrar bækur til
þess að geta haft undan að prenta hana. Ekkert
dæmi þessu líkt er til i sögu bókaútgerðarinnar“.
„Samt sem áður vil eg ekki láta mín getið.
Eg hefi heimulegar ástæður fyrir því að viljaekki
vera þektur sem höfundur bókarinnar“.
Útgefandinn þagði nokkra stund.
„Eg efa stórlega að þér getið varðveitt þetta
leyndarmál. Ef það er yðar einlægur ásetningur,
þá gerum við auðvitað alt, semí voru valdi stendur
til að hjálpa yður til þess. Þér megið reiða yður
á það“.
Svo spurði hann eftir augnabliks hvíld:
„Getið þér — viljið þér — það er að se.gja —
er það af nokkrum þeim ástæðum, sem þér vilduð
leyfa útgefendunum sjálfum að vita um?“
Hægt og séint svaraði séra Friðrik Stanton:
„Nei, það get eg ekki. Ástæðuna get eg engúm
manni sagt“.
Komumaður hneigði' sig, og skötnmu síðar
kvaddi bann prest og andm-tók það loförð hátíð-
lega að ljósta eigi upp leyndarmáli lians. Þegar
gesturinn ,var farinn, beygði prestur höfuð sitt
niður á börðið, og þégar hann loks !eit uþp' aftur,
voru sorgarrúnirnar á ásjónu lians enn dýpri en áðr
ur og svipur hans yar enn þreytulegri nú þegar
frægð hans var á hæsta stigi, frægð, sem bann virt-
ist vilja forðast. og flýja undan eins ög honum
stæði stuggur af henni.
Sumarið leið og aftur kom haust og vetur.
Þá varð sá viðburður í dómkirkjusöfnuðinum i
Lennox, sem seint mun mönnum úr minni líða.
Séra Friðrik Stanton, guðfræðisdoktor, var kosinn
í biskupsembætti, í stað annars, semúr því göfuga
embætti hafði orðið að víkja eökum ellilasleika.
Vígsla hans til hins háa embættis átti nú að fara
fram í dómkirkjunni, sem hann svo lengi hafði
þjónað sem prestur. Söfnuðurinn, sem saman var
kominn við þetta tækifæri, var glæsilegur á að
horfa, því þar gaf að iíta allan höfðingjalýð borg-
arinnar í dýrum klæðum. Æðstu yfirboðarar
kirkjunnar og prestar viðsvegar aðkomnir voru
þar einnig samankomnir. Þótt sóknarbörnum Dr.
Stantons þætti sárt að missa hann sem sálusorgara
var þó fögnuður mikill þeirra á meðal yfir hinni
háu tign, er honum hafði veizt.
liodney dómari, frú Kodney og ungfrú Mildred
sátu á sínum venjulega stað rétt framundan kórn-
um. Þegar liinn nýkosni biskup kom fram á há-
pallinn, þar sem hinir klerkarnir sátu, varð honum
ósjálfrátt að líta þangað, sem Kodney fólkið sat.
Síðan snéri hann sérað hinum aldurhnigna og göf-
uga biskup, sem það hiutverk hafði fengið að
leggja fyrir hann hinar venjulegu vígslu spurn-
ingar. Hannleit aldrei af biskupnum meðanáat-
höfninni stóð og var hátíðleg aivarayfirsvip hans,
en andlit hans var að því er ungfrú Mildred virtist
óvenjulega fölleitt.
Biskupinn: Kæri bróðir! Með því heilög
ritning bíður oss að leggja ekki skyndilega hend-
ur yfir nokkurn mann til að fela lionum umsjón
kirkju Krists, þá eigið þér í ótta drottins að svara
þeim spurningum, sem eg nú legg fyrir yður:
Eruð þér þess fullviss að þér séuð réttilega til
þessa embættis kjörinn og að vilja drottins vors
Jesú Krists?
Svar: Já, eg er þess fullviss.
Biskupinn: Trúið þér því staðfastlega að hei-
lög ritning innihaldi luna sáluhjál].legu lærdóma,
og viljið þér þá lærdóma kenna þeirri hjörð, er
yður verður trúað fyrir, og engan anran lærdóm
boða en þann, sem beilög ritning geymir?
Svar: Því Iofa eg, n eð guðs hjálp.
Biskupinn: Viljið þér vera árvakur í því að
útrýma öllum annarlegum ogóheilnæmum lærdóm-
um, sem gagnsteðir eru guðs orði og leynt og
ljóst hvetja aðra til bins sama?
- j
Svar: Það vii eg gera, með drottins hjálp.
Biskupinn: Viljið þér afneita öllum illum'
girndum og veraldlegum tilhneigingum, og lifa
grandvöru, réttlátu og heilögu líferni í þessu lífi,
svo að þér i öllum hlutum getið gefið öðrum gott
eftirdæmi og óvinurinn geti u’m ekkert ásakað
yður?
Svar: Já, þa^ vil.eg gera, með aðstoð guðs.
Biskupinn: Yiljið þér stuðla að því eftir mættl
að varðvéita kærleika og frið meðal manna; en-
aga og vanda um við óstýriláta, óráðvanda og óguð-
lega samkvæmt valdi því er guðs orð gefur yður
þar til?
Svar: Já, me,ð guðs hjálp.
Biskap'inn: Viljið þér með varkárni og sam-
vizkusemi annast vígslu og útsending þeirra, er
gerast skulu kennimenn kirkjunnar og hafa eftir-
lit með embætiisfærslu þeirra og leiðbeina þeim'
eftir mætti?
Smr: Já, með guðs hjálp.
Hinn gamli biskup lét aftur handbókina og til
mikillar undrunar öllum lýð tók hann til að ávarpa
hinn nýkosna biskup með eigin orðum. Slíkt
hafði aldrei komið fyrir við biskups vígslu í manna
minnum.
„Kæri bróðir, séra Friðrik Stanton! Mér finst
það vera heilög skylda mín við þetta tækifæri að
bæta nokkrum orðum við það, sem eg nú þegar
hefi í uinboði kirkjunnar lagt fyrir yður. Um
þessar mundir gera hvarvetna vart við sig trúar-
bragðalegar kenningar, sem mjög koma í bága við'
sannleikans kenningu og eru sérstaklega skaðleg-
ar fyrir kirkju vora. Eg talahér um hinasvoköll-
uðu kriitileffujafnrœðis-kennÍDgu, sem nú útbreið-
ist óðum. Sérstaklega hefi eg í huga hina háska-
legu og afvegaleiðandi skáldsögu, sem ber nafnið
Kristinn Sósíalisti. Kenningar þeirrar bókar
stofna auðlegð ogupphefðarstöðum manna í voða,
ogef þær yrðuað framkvæmdum mundiþetta hafa
illar afleiðingar í för með sér fyrir kirkjuna og
neyða hana til að breyta öllu núverandi fyrir-
komulagi sinu. Sem eldri bróðiryðar finn eg mig
til þess kvaddan að skcra á yður mjög alvarlega,.
að nota þau áhrif og það vald, sem þér með þessu
embætti fáið, til þess með ræðum og ritum að verja
með öllum yðar miklu gáfum og hæfileikum þær
kenningar, sem vér höfum meðtekið af feðrum
vorum, og heyja óaflátanlegt stríð við villulær-
dóma þá, er framsettir eru í áminstri bók, og svo-
mikið vald hafa fengið yfir hugsunarhætti alþýð-
unnar og jafnvel margra í hinum æðri stöðum
mannfélagsins. Ofdirfska er það, ef til vill, af mér,
þótt eg sé yður mörgum árum eldri, að skora áyð-
ur að nota nú yðar miklu andans gáfur og sterka
ímyndunarafl til þess að semja bók, sem kollvarp-
aði algerlega kenningum þessarar háskalegu bók-
ar samtíðar vorrar. Hvað sem því liður, þá skora.
eg á yður hátíðlega, að berjastji móti hinni ban-
vænu kenningu, sem kölluð er liin kristilega jafn-
ræðis-kenning. Viljið þér lofa því frammi fyrir
guði?“
Meðan á ræðu þessari stóð sat frú Kodney"
höggdofa af undrun og ánægju, og hið sama mátti
segja um alla aðra á þeirri fjölmennu samkomu..
í fyrstu hafði frú Kodney að BÖnnu mislikað stór-