Vínland - 01.08.1906, Blaðsíða 2

Vínland - 01.08.1906, Blaðsíða 2
42 V í N L A N D . Washington Evjan Inn í Wisconsin ríki norðanvert gengur' fjörður einn mikill úr Michigan vatni í suð- J vestur, sem heitir Græniflói. Langur skagi gengur fram milli fjarðarins og vatnsins og út frá honum liggja fáeinar eyjar í fjarðar- mynninu — fornar leyfaraf skagatánni:—all- ar eru þær smáar og óbygðar nema ein: sú eyjan er iangstærst og heitir Washington-ey. Eyja jþessi er 30 milur ummáls en'lítt vogskorinn og flatarmál pví freklega 30 ferh. mílur. Hún er öll að mestu leyti kalksteins- j berg, yfirborð pess mishæðótt nokkuð en alt | f>ó fremur lágt, svo varla er eyjan neinstaðar hærri en 150 fet yfir Michigan vatn. Alt er kalksteinsberg petta fult af fornum kóröllum og skeljum ymsra annara sjávar dfra, sem jsar hafa lifað áður en kalksteinninn myndað- ist, en [>á var Micbigan vatn saltur sær og land alt [>ar umhverfis á mararbotni. Víða myndar kalksteinsbergið lága hamra, [>ver- linípta,áströndinni,en að mestu leyti erströnd- in láglend mjög og aðlíðandi halli niður að vatninu, og víða sjást par greinilega fornar sjávarstrendur spölkorn upp frá vatninu. Um allaeyna liggur sandur og lausagrjót ofan á berginu, pó víða standi kalksteinsklappir upp úr. Víða er innan um lausagrjótið granit og aðrar steinategundir, sem ekki hafa upphaf- lega átt heima á eynni, en hafa fluzt pangað með skriðjöklum á ísöldinni. Ofan á sand- inum er punt lag af gróðrarmold, sumstaðar svo blandað sandi, að pað verður naumast að- greint frá honum með berum augum, en hér og hvar eru landblettir paktir [>ykku moldar- lagi, pó alt sé pað meira og minna sendið. t>eear hvítir menn komu fyrst til eyjar- innar var hún alpakin skógi, og enn er hún mjög skógi vaxinn, og í fjarska lítur hún út -eins og péttvaxinn skógur standi par upp úr vatninu. Allur liinn stórvaxni skó<rur, er bar stóð áður en ey'jan by<gðist, er nú höggvinn, nema á litlu svæði norðaustan á eynni. En -allsstaðar par sem bændur hafa ekki upprætt skóginn algerlega, til pess að rækta engi og akra, vex hann upp aftur ótrúlega fljótt, pví landið er frá náttúrunnar hendi skógland,og pess vegna prífast par margskonartrjátegund- ir og skógaplöntur mæta vel, og tré vaxa par á berum klettunum, ef pau að eins fínna par nægar sprungur til að festa í rætur sínar. Sem nærri má geta er land petta ekki vel fallið til akuryrkju, pó er furða hvað mik- ið pað getur framleitt ef nóg rignir par um -sumartímann,og vanalega er[>ar enginnskort- ur á regni til lengdar. Korntegundir ná par ■sjaldan fullum proska, aðrar en hafrar og bygg; hveiti hafa sumir bændur par reynt að rækta ár eftir ár, en eru nú hættir við pað flestir eða allir. Baunarækt ber par oft mik- inn arð og flestir bændur hafa baunaakra; en arðmest er pó kartöflurækt, og fleiri garð- plöntur gætu að líkindum prifist par vel ef -alúð væri lögð við að rækta ]>ær. Eplarækt er töluverð par á eynni, en gæti pó að líkind- um veriö miklu meiri en hún er, pví víða príf- ast par eplatré mjög vel, prátt fyrir litla liirð- ingu. Ivirsiberjatré vaxa par vel og yfmsar berjategundir eru ræktaðar og prífast mjög vel. Kvikfjárrækt er par nokkur; allir bænd- ur hafa nautgripi og hesta, pó fátt sé pað hjá flestum, pví graslendi og engjar er ekki víð- áttumikið. Svín ala fáir, sem eðlilegt er, par sem maís sprettur ekki svo að til fóðurs verði notaður fyrir pau; hins vegar er hænsnarækt stunduð paralment og yfir höfuð'mjög arð- berandi. Á eynni búa nú um 1000 tnanns og aðal- atvinnuvegur peirra er landbúnaður. Ábylis- jarðir bænda par eru flestar smáar í saman- burði við bújarðir á sléttunum hér vestra; margir hafa par ekki meira en 40 ekrur til ábúðar, nokkrir um 80 en mjög fáir 160 ekr- ur eða rúml. pað. Fiskiveiðar stunda margir jafnframt landbúnaði en fáir einvörðungu. Fiskur er enn mikili í norðanverðu Michigan vatni, pó nú sé hann fyrir löngu horfinn að msstu leyti úr pví sunnanverðu, Hjá Wash- ington ey hafa ávalt verið fiskisælar veiði- stöðvar, og smáfiskur gengur par jafnan upp í landsteina, en sá fiskur, sem er nokkurs virði, er veiddur á sumrum í lagnet langt frá landi á 50 til 100 faðma dyfpi; en á vetrum veiða menn á handfæri upp um vakir á ísnunt. Fiskur hefir oft verið helzta verzlunarvara eyjarmanna. Samgöngum og viðskiftum milli evjar og meginlands er að mörgu leyti ábótavant. Á sumrum ganga skip daglega milli eyjarinnar og nálægra hafna á meginlandinu, og tvisvar á viku kemur pangað skip frá Chicago; öll eru skip pessi eimskip en fylgja pó sjaldan ferðaáætlun svo nákvæmlega að ekki skakki að minsta kosti nokkrum klukkustundum. Umhverfis eyna eru ymist grynningar eða ekkert hlé fyrir vindum, sein pví veldur, að hvergi eru [>ar liafnir fvrir stór skip nema á einni vík norðanvert á eynni. Vík pessi nefnist Washington Harbor, og par er bæði gott hlé fyrir vindum og aðdypi mikið, svo stærstu skip geta legið par fá fet frá landi, En alt land umhverfis höfn pessa er eign manns, sem ekki býr á eynni og vill engum selja par landblett til að byggja á, og ekki heldur bæta sjálfa höfnina né byggja par skyli fyrir ferðamenn; spillir pað mjög aðsókn ferðamanna til eyjarinnar. Á vetrum leggur alt vatnið milli eyjarinnar og meginlands svo að skip ganga par hvergi. en straumar eru rniklir ! vatninu, og af peirra völdum er par ísrek mikið haust og vor, svo að pá er stund- um alveg ófært dögum saman milli lands og eyjar, ogá vetrum spyrngurísinn oft og reyn- ist sjaldan traustur til lengdar. Uetta liindr- ar svo samgöngurog verzlun eyjarmanna við meginlandið, að peir eru að miklu leyti úti- lokaðir frá pví allan veturinn. Þó gengur póstur par á milli alla rúmhelga daga, en næstum tvo daga er hann á leiðinni milli eyj- ar og næstu járnbrautarstöðva á landi—er pað hin seinfarnasta póstleið, sem vér pekkj- um til í Bandaríkjunum. Bandaríkjastjórn hefir nylega látið leggja talslma á vatnsbotni pvert yfir sund pað, er liggur milli megin- lands og eyjar, sem er nálega tveggja mílna breitt, og er pað stór hagsbót eyjarbúum. Á vetrum geta eyjarbúar lítil eða engin verzl- unarviðskifti átt við meginlandið og kajp- menn par verða pví að birgja sig á hverju hausti með vöruforða til vetrarins. Af pví, sem hér er sagt, má ráða, að eyja pessi er illa fallin til akuryrkju, og pað er mesta furða, hvað bændum par hefir orðið ágengt að hreinsa land petta og undirbúa par akra og engi, I>að hefir verið erfiði mikið og allir hafa purft á polinmæði að halda, sem að pví hafa unnið ár eftir ár að ryðja par burtu grjóti og skógi; en pað ber furðanlega lítiðá pví, að peir menn séu beygðir og bugaðir af langvinnu erfiði frumbylingsáranna,— upp- gefinn er par varla nokkur maður, - - pað er auðsætt á peim öllum,að prátt fyrir alla erf- iðleika hafa bjartsynar vonir ráðið meiru en kvíðafullar áhyggjur. I>ar er enginn maður ríkur, [>ó nokkurir megi heita í góðum efnum; en svo er heldur enginn purfamaður á allri eynni; allir eru par sjálfbjarga og hafa nóg fyrir sig, og vist má fullyrða, að varla sé í neinni nylendu menn yfir höfuð ánægðari með sinn hag en hér á pessari hrjóstrugu eyju, og pað ber sjaldan við að nokkurflytji paðan búferlum. Dauflegt mun vera par á eynni á vetr- um meðan samgiingur allar eru teptar og eyj- arbúar hafa ekkert annað af umheiminum að segja en pað, sem peir frétta með pósti seint og síðar meir, og sjálfir liafa peir sér fátt til skemtunar annað en dansa og skautaferðir—• unga fólkið —pví félagslíf er par varla neitt svo teljandi sé. En á sumrum er par skemti- legt. Eyjan er pá pryðisfögur, alskrydd fjölbreyttum skógi, og vatnið á allar hliðar víðáttumikið sem haf væri. llvergi í pess- um hluta landsins eiga menn betra friðland í skauti náttúrunnar en þar, enda leyta pang- að margir á sumrum til pess að hvfla sig fjarri skarkala og ónæði stórborganna. Til skemt- unar sér geta peir, sem vilja, verið við fiski- veiðar par á ströndinni, og víða eru ágætir baðstaðir, par sem aðgrunt eroghreinn sand- ur í botninum. Það eru pví allar líkur til að pegar fram líða stundir verði meiri aðsókn par á eynni en nokkurum öðrum stað við Michi- gan vatn af mönnum, sem vilja leyta sér hressandi hvíldar í sumarfríinu. Enn er sú aðsókn ekki orðin stórkostleg vegna pess, að enginn hefir til pessa látiðsér ant um að aug- lysa eyna, og hún er pvf ókunn flestum öðrum en peim, er af tilviljun liafa heyrt hennar getið. í sögu íslenzkra landnámsmanna vestan hafs mun eyjar pessarar jafnan verða getið, og hún verður par flestum öðrum stöðum hér

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.