Vínland - 01.08.1906, Síða 6

Vínland - 01.08.1906, Síða 6
46 V í N L A N D . Höndin ósýnilega við stýrið. Eftir Ilnmer M. Price. Eimlestin nr. 5 nam ávalt staðar í Minela og var þar borðaður miðdagsverður. Til bæjarins komum vér þennan dag á tiltekinni stundu. Mark- ús Winston var pósttiutningsstjcri og eg var að- stoðarmaður hans í póstvagninum. Hann var með elztu raönnum í pjónustu stjórnarinuar og betri mann hefl eg aldrei þekt. Haltur var hann á öðr- um fæti, og var um að kenna byssukúlu frá borg- arastríðs tíðinni. liraustlegur var hann útlits en nokkuð orðinn gráhærður í kólli. Aldrei hafði hann kvænst né átt heimili, en þó var liann bjart- sýnis maður ávalt og á hverju sem gekk. í þetta sinn hafði eg lokið máltíðiuni á undan honum og gekk fram að gufuvélinni að fá mér eld til að kveikja í pípu minni. Gamli Ray Ellis var vélar- stjóri á lest okkar og hafði hann nú lokið við að olíubera vélina þegar eg kom til hans, svo við sett- umst búðir niður í kompu vélarstjórans. Við tök- um þa eftir því hvar gamall maður, stór og tígu- legur, kemurgangandi fram með lestinni ogá eftir honum góðleg og gráhærð lcona, Þegar þau komu fram að gufuvagninum dró maðurinn sig aftur Úr og lét konuna vera á undan. Hálf-feiinnislega spyr konan Ellis, hvorthann sé vélarstjórinn. „Já, konagóð'1, svaraði Elli.s og tók ofan olí- ugu húfuna sína, „hvað get eg gert yður til greiða?“ „Þér getið alt gert fyrir okkur, ef þér bara vilj- ið. Sjáið þér til, það er dfengurinn okkar. Ilann er hættulega sár, og ungi læknirinn upp í Marlow vesturí Indianahjálendunnisendiokkurhraðskeyti og bað okkur að koma tafarlaust og hafa með okk- ur bezta sáralækninn í landinu, annars lifði dreng- urinn ekki til sólarlags annars kvelds. Lestar- stjórinn segir okkurað þessi lest nái ekki lestinni á Rock Island járnbrautinni í Fort Wortli í kveld og við verðum því að bíða þar í alla nótt“. Hún b.eið nú nokkrastund oggamli Ray liam- aðist að þurka svitann af höndum sér. Loks leit hann upp og mælti: „Já, frú mín góð, það munar 32 mínútum. Hvernig get eg orðið yður að liði?“ Gamla konan horfði á hann bænaraugum. „Þér getið flýtt svo ferðinni, að við náum til Fort Worth áður en Rock Island lestin leggur af stað. Eg veit þér getið það, og við skulum gefa yður »lt, sem við eigum ef þér gerið það“. Svo bætti hún við, eftir litla þögn, í svo lágum róm, að það var eins og enginn ætti að heyra það nema gamli vélarstjórinn einn: „Eg skal biðja fyrir yður svo lengi, sem eg lifl. Á hverjum morgni og hverju kveldi skal eg bera fram nafn yðar við Ilásætið og biðja Hann að blessa yður, sem jafnvel í angistinni ú krossinum gleymdi ekki henni móður siuni“. Rykugur og olíugur frá hvirfli til ilja og vand- ræðalegur á svipinn, stóð Ray Ellis á fætur: „Frú“, mælti hann, „eg er nú ekki mikill bæna- garpur sjálfur, en eg trúiábænina. Hún litla dótt- fr mín kom mér heilum yflr brennandi brú einu sinni með bænum sínum, og var hún þó sjálf hvergi nærri. Hún rétt vaknaði um nóttina þegar klukk- an sló tvö — það var fimm míuútum áður en lest- ina bar að Kaldár-brúnni — og hún fann það á sér, að eg var ídauða hættu,fór ofan úr rúminu,kraup á kné og bað til guðs þar til hún þóttist vita, að eg væri sloppinn úr liættunni. Rrúin hrundi um leið og aftasti vagninn slapp yfir hana. Egsé nú að vísu ekki hvernig við fáum hraðað ferðinni fram yfir það, sem áætlað er, en einhvernveginn hefi eg það á meðvitundinni, að hafi maður ú annað borð hjartað barmafult af elsku til einhvers manns, og sé það algerlega laust við eigingirni, þásjái Hann, sem uppi yfir oss er, einhver ráð. Hann hefir oft alls konar ráð, sem við vitum ekkert af. Yiðskul- um gera hvað við getum — bið þú bara drottin alla tíð, og ef eg á annað borð fæ tækifæri til að spretta úr spori, þá bið guð um það eitt, að hjólin tolli á brautarteinunum, svo skal eg og gamla ,Fjörutíu og sex‘ annast alt annað“. Lestarstjórinn var að gefa brottfararbending- una og eg var í þann veginn að stökkva niður úr gufuvagninum, þegar gamli Ray bætti við: „Farið þið nú til baka I fólhsvagnana, ogmun- ið það nú að sleppa aldrei tökum af drotni — hald- ið fast í hann. En hvar er sáralæknirinn, sem þið áttuð að koma með?“ Þáhófgamli maðurinn upp höfuð sitt og stað- festa og viðkvæmni skein í ásjónu hans, og hann svaraði: „Eg er sáralæknir. Eg veit hvernig sárum drengsins míns er háttað og eg get bjargað lífi lians, ef eg næ til hans í tíma, svo sannarlega sem eg heiti Nelson". Lestin hélt af stað og við Markús Winston gerðum póstsendingunum skil. Þegar við vorum búnir sagði eg Win3ton frá samtalinuhjá gufuvél- inni. Hann lét sig það miklu varða,og spurði mig, er eg hafði lokið sögu minni, hvort eg vissi hvað gömlu hjónin liétu. „Jú, gamli maðurinn sagðist heita NeIson“. „Ilvað þá!“ segir Markús, „eg vissi að eg hefði séð þann mann áður, þegar hann gekk fyrir dyrn- ar á póstvagninum. Hann var sáralæknir okkar í stríðinu, og það var hann, sem saumaði saman á mér kinnina i Ghickamauga og batt um brotið á lærbeini mínu við Rezaeca. Við töldum hann mestan sáralækni í heimi, og þó var hann jafnan viðkvæmur eins og kvenmaður. Eg fer aftur í fólksvagninn til að heilsa upp á þau. Heldurðu að þú getir annast um póstinn? Og heyrðu, hvað mikla peninga hefir þú á þér?“ Eg þóttist vita livað Markús liafði í huga, en eg efaði stórum, að við hefðum rúð á svo miklum peningum, að við gætum keypt það af járnbraut- arstjórninni að breyta ferðaáætluninni. Lest þessi hlaut að bíða eftir öðrum lestum, sem komu til móts við hana í Dallas, og þarsem Fort Worth var að eins 30 mílur þaðan, sá eg engin ráð til að ná þangað í tæka tíð. Skeð gæti það, að Ilay Ellis fengi leyfi til að haga ferðinni frá Dallas ántillits til ferðaáætlunarinnar, en ómögulegt yrði honum að ná þaðan til Fort VVorth á svo stuttum tíma. Forth Worth varendastöð Rocklsland brautarinn- ar og lestin fór þaðan ávalt á tilteknum tíma. í heilt úr hafði eg daglega farið þessa leið en aldrei hafði eg náð til Fort Worth úður sií lest legðl ú stað. Þegar Markús loksins kom aftur til mín í póst- vagninu vorum við komnir í nánd við Dallas. All- an síðari part dagsins hafði eg annast póstaf- greiðsluna einn, því póstsendingar voru með minna móti. Tvisvar hafði eg séð Markús skjótast inn ú hraðskeytastöðvarnar þegar lestin nam staðar, og í Terrell tók eg eftir að hann fékk skeyti, en er eg leit framan í liann sá eg að hann var vonlaus. „Jæja“, segi eg og bíð eftir svari. „Hér er símskeytið“, svaraði hann og rétti mér það. Það hljóðaði svo: „Winston,póstafgreiðslumaðurá lestinni nr. 5, — Peninga tilboð yðar ekki þegið. Aðrar ráðstaf- anir áður gerðar. — Campbell, ráðsmaður“. „Jæja, þetta gerir ut um málið“, sagði eg og skilaði honum skeytinu. „Nei, það gerir ekki út um það, langt frá því“, sagði Winston. „Gamla móðirin hefir skotið máli sínu til æðra dómstóls lieldur en ráðsmanna járnbrautanna, og hún fær úrskurð þeirra ónýttan. Eg veit ekki hvernig það atvikast, en eg trúi þvl statt og stöðugt11. í Dallas vorum við önnum kafnir við að ferma og alferma póstflutninginn. Alt í einu sjáum við gamla Ray EUis koma út úr liraðskeytastofunni æðandi eins og vitstola maður. Andlitið var blóð- rautt og augun tindrandi. Ilann rétti Markúsi blað og sagði: „Lestu þetta fljótt“. Winston las með skjálfandi rödd: „Vegna brúðhjónaá lestinni nr. ö bíður Iíock Island lestin 20 mínútur. Þér flýtið ferðinni frá Dallas án tillits til tímatöflunnar, svo þér náið lest- inni í Fort Worth“. Þannig var þú „úrskurður lægra dómstólsins“- bara misskilningur. „Aðrar ráðstafnnir“, sem áð- ur voru gerðar, voru þær, að koma brúðhjónunum,. sem nú voru að fara inn í lestina okkar, í tíma til Fort Worth. En þú, unga frú, sem þarna styðst við arm brúðguma þíns, var það hæsti réttur — hæðsti réttursá, sem veit um alla „úrskurði11 áður en þeir eru uppkveðnir--sem kom þértilað kjósa þennan dag sem þinn heiðursdag? 8á dómstóll veit alla hluti og ef til vill er það í öðrum til- gangi en að auka á fögnuð þinn, mín kæra, að þessi gufulest mun þjóta og stökkva og fljúga með meiri hraða en nokltur önnur lest hefir farið yflr þessar Texas sléttur. Auðvitað er tíminn naumur. En þó ekki sé það nema 30 mílnasvæði verður tólf minútna munurinn jafnaður. Kindarinn hefirfylt eldhólfin með kolum og gamli Ray Ellis hefir al- drei fyrr helt svo mikilli olíu á vél sína og allur er hann nú á lofti. Lestarstjórin bendir og hægt og gætilega förum við gegn um borgina. Öruggis- pípan á vélinni spýr gufu, sem sýnir að nógan höf- um vér kraftinn til að Ieggja á stað í kappreiðina. Skyldi gamla móðirin vita livað um er að vera? Eða ætli.trú hennar hafi verið svo örugg, að hún • alt af hafi vitað þetta? 8vo segir Markús Winston að verið hafi. En nú kemur óvæntfyrir. Rétt í því að við er- um að komastut úr borginni, verðurgamall flutn- ingsvagn fyrir okkur á brautinni, sem hefir farið-

x

Vínland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.