Voröld


Voröld - 18.06.1918, Blaðsíða 3

Voröld - 18.06.1918, Blaðsíða 3
Winnipeg, 18. júní, 1918. VORÖLD Bls. 3 mn karla og kvenna, og aldrei verður hann eins sterkur og þeg- ar barist er fyrir stóru og göfugu málefni. Stærsta og þýðingarmesta mál- efní á dagskrá þjóðanna, er frelsis framsókn kvenna. Ég get sagt ykkur strax bversvegna ég álít það. Ástæðan er sú, að kærleik- urinn er sagður mestur í lieimi, og hann er það þrátt fyrir alla bölv- irn sem oft sýnist draga af honum tögl og hagldir.—pað er trú mín að hann frelsi heiminn ef nokkurt afl er þess megnugt. pað er hægt að segja að það komi ekki kvenfrelsi við. En ég svara því að það komi því meira við en mokkuð annað, vegna þess að livergi á kærleikurinn dýpri rætur en í sálarlífi konunnar. Fyrir því mætti færa margar ástæður ef tími leyfði, en ég læt mér nægja að benda á móðurástina, fegursta Móm mannlífsins. Skapmikil móðir sagði einu- sinni: “pó að ég fengi að fara til himnaríkis og njóta alsælunnar þar, en barnið mitt yrði að fara til helv.... mundi ég skella aftur hurð nimnaríkis og fara til barns- ins míns og kveljast með því.” Svo langt fer móðurástin; eng- in kemst eins langt. Sumir halda að komin sé and- leg afturför í kvenfólkið. Hé- gómagirnin, tískufýknin og skemt- anaástríðan taki hugi þeirra og hæfileika þeim heljartökum, að alt það bezta sem þær eigi sýkist ©g visni. Gamall alvöru maður sagði við mig: “Guð hjálpi ungu stúlkun- ffin; þær mála sig og þær klæða aig svo afkáralega að ég held að guð fari ekki að þekkja sitt eigið handbragð á þeim. Ég var eitthvað að malda í móinn að þetta kæmi af fegurðar tilfinning. En hann hélt að það væri eins og með fötin keisarans, \ sem allir hældu en enginn sá, en «nginn vildi viðurkenna að hann sæi ekki, vegna þess að hann var hræddur um að hann yrði kallað- ur glámskygn. Svona hugsa margir. peir hafa sínar ástæður og það er oft ekki gott að hrekja þær. Kristinn heitinn Stefánsson segir við kvenfrelsis konuna: “pú verður aldrei að eilífu frjáls með eldgosum skaps þíns og hita þíns máls, eg ekki þó kvenham þinn berir til báls, ®f brennirðu ei gæfunnar fjanda, sóttkveikju efnið í anda.” Sannlega segi ég ykkur. pað er einmitt vegna þess andlega sóttkveikjuefnis sem kvenfrelsið er Iífs nauðsyn. Konurnar þurfa að komast út, 6t á öll svæði menningar og starf- semi. pær eru orðnar veikar af margra alda inni veru í bann- vænu Iofti ósannrar karlmanna til- beiðslu—ófrelsis og kúgunar. Hreint loft og hreifing læknar betur cn hundrað doktorar. pá verða konurnar fagrar, því að ivendygðirnar sem eru óteljandi koma í staðinn fyrir málliti og tísku-kjóla. í stuttu máli hjálpar- meðulin hverfa, því að fegurðin sjálf þarf engin hjálpar meðöl. pá bnrt bera konurnar heimsins synd, —ekki með harmkvælum heldur með andagift og kærleika. Yor- gyðjan er komin inn til kvenfólks- ins. Mörg vor hret eru eftir. En vorið sigrar og sumarið kemur með ávextina. Jónas Stefánsson, frá Kaldbak. MIKLEY. Erindi flutt á fundi lestrarfélags- ins “Morgnnstjaman” 20. marz, 1918. Háttvirtu tilheyrendur! Séra Mattías Jochumson hefir ®rt kvæði um það þegar Ingólfur Amarson, fyrsti landnámsmaður á íslandi, sigldi upp til landsins ©g leit það augum í fyrsta sinn. Ein vísan er svona.—Ég býst við að þið kunnið hana öll: Himinfjöll földuð mjöll fránu gulli brunnu. Fram til sjár, silungsár sungu meðan runnu. Blóm á grund, glöð í lund gídl og silki spunnu, meðan fuglar kváðu alt sem kunnu. Glæsileg er þessi lýsing af eyj- unni okkar mörg þúsund mílur norðaustur í sænum. Og þó er kún ekki ýkt. pað getið þér borið Bjn sem séð haíið hana í allri smni dýrð. Enda hafa henni verið kveðin kvæði, og margfalt mælt fyrir minni hennar—og stendur það fyllilega jafnfætis pvi sem sagt hefir verið um nokk- nrt annað land. “En víðar er guð en í Görð- am,r’ segja menn. Fleiri eyjar eru fagrar á þessari jörðu en Is- land. ,Ein af þeim er Mikley. Hún ætti það skilið að henni væri veitt sérstök eftirtekt af öllum þeim sem um íslensk mál hugsa, vegna þess að hún er eina eyjan á hnettinum, að Islandi undan- skildu, sem bygð er af eintómum íslendingum. pó hafa henni ekki verið kveð- in nein kvæði og ekki mælt fyrir minni hennar, það ég veit, og má slíkt undarlegt heita. Hví er svo hljótt um íslenzka hagmælsku í þessu efni? Ilversvegna brýtur ekki fegurðar tilfinningin lilekk- inn og sýnir öllum heimi mynd af Mikley, í skuggsjá andlegrar og íslenzkrar listar? Hér er verk til að vinna. pað er trú mín að maður eða kona eigi eftir að koma fram einmitt hér, sem sendi hugsjónir á vængjum yindanna inn í aldir f ramtí ð arinnar. Sú sögn er til, þó að enn hafi hún ekki verið skráð, og fárra farið á milli, að Fjallkonunni hafi verið þyngra fyrir hjarta, þegar börn hennar fluttu í hund- raða tali vestur yfir Atlans hafs ála, en í öllum hörmungunum og plágunum, sem hún hafði orðið að þola á umliðnum öldum. Pó sá enginn henni bregða. Iláreist og tiguldg gnæfði hún í útsænum, eins og dóttur norðurs- ins sæmdi. Ilarðleg og fálát kvaddi hún börnin sín.—“En drotningar hjarta er viðkvæmt og varmt þó varirnar fljóti ekki í gælum.” pegar börnin snéru til vegs, kallaði hún á hollvætt íslenzks þjóðernis, og bað hann fylgja þeim yfir Atlans. haf, og finna ef þess væri kostur, eyland sem minti svo mjög á hana sjálfa, að nokkur hlutu barna hennar festi þar yndi og byggi þar einn saman. Yætturinn fann Mikley. pegar fyrstu Islendingar sigldu inn Winnipeg vatn, minti ferð þeirra á innsigling Ingólfs Arnar- sonar fyrir þúsund árum. pó að ekki rendu þeir víkinga skipi og sköruðu skjöldu. — Eriginn hefir sagt mér þá sögu, en ég sé hana í anda. pað var há sumar. Vatnið vítt og bjart eins og eilífar elskandi þrár. Og land fyrir stafni, vaxið himin háum skógi, ofnum þúsund litum.—petta var undar- íegt land, dýrlegt, dularfult eins og drauma heimur, og ósnortið, yndislegt, eins og ung mær. Og útlagarnir horfðu upp til nýja landsins, og í fyrsta sinni hrutu tár af augum þessa þolin- móða, þrautseiga fólks, því að þegar takmarki er náð eftir þunga þraut, þá fyrst þyðnar ís- inn í manns sálunum,—sem hefir verið eins og brynja í hættum og harðræði, þó að kaldur sé. Margra augu horfðu upp til Milíleyjar og í sumra huga komu orð Jónasar: “Hér vil ég una æfi minnar daga, alla sem guð mér sendir.” # # # Náttúran er mikill kennari. Hún er meiri kennari en allir skóla kennarar samtals. Úrlausn- ar efni hennar eru mörg og örð- ug. En undan þeim verður ekki komist, ef takmarkið á að nást. Náttúran hér á Mikley er engin undantekning frá reglunni. Á landi og vatni verður ekld gullið sótt í greipar hennar nema af djörfum mönnum og hraustum. pað er hart að ryðja skóg í steikjandi sólar hita, og það reyn- ir á karlmensku að veiða fisk úti á vatni í 70 stiga frosti, en þetta gera Mikleyingar, og ég hefi ekki heyrt að þeir hafi fengið aðsvif af sólar hita, né blásið í kaun af kulda. Örðugleikarnir skapa fjöll í manns sálunum — — sem andinn Gifrar upp á. pá opnast útsýn sem aldrei gleymist, liimin víð og heilög. Alt bisið og bjástrið og tískuglingrið hér niðri, verður því svo hlægilega lítilmótlegt, að við verðum hissa að það nokkurn tíma skildi taka hugsanir okkar og tilfinningar—í stuttu máli alt líf okkar jafn sterkum tökum og það gerði. Heill sé þeim manni, sem hæst kemst og mest víðsýnis getur not- ið. pó að það verði ekki fyr en á deyjandi degi. Fyrir eyrum hans hljóma orð skáldkonunnar með unaðsríkum alvöru hreimi: “Hærra minn guð til þín—hærra til þín”--------Vonin og gleð- in bregða upp ljósi og við það les hann þessi fagnaðar orð: “ pú ert á réttri leið. pað ljós er seinasta blikið sem speglast í auganu, þegar lífsins ljós sloknar. Ykkur máske finst ég leggja of mikið uppúr ávöxtum erviðleik- anna, en það er sannfæring mín að þeir séu einu traustu og réttu hornsteinarnir undir ríku, víð- fleygu og göfugu andlegu lífi. En til þess að standast örðug- leikann þarf “táp, fjör og fríska menn.” Og það hafa menn til brunns að bera hér í Mikley, þó að slíkt hafi að líkindum ekki notið sín eins vel í vetur og und- anfarandi ár, þar sem herskyld- an hangir yfir höfðum manna eins og hárbeitt sverð. Og bú- ast má við að beri að sama brunni eins og Steingrímur segir: “Hve sárt er slitnar Iiönd frá hönd, og hafið veglaust skilur lönd. pað suðar dimt við sendna strönd, þið sjáist aldrei framar.” Eini maðurinn að prestinum undanskildum, sem heimsótt hef- ár Mikleyinga í vetur í þeim til- gangi að færa þeim andlega og uppbyggilega skemtun gaf Mikl- ey vitnisburð í opinberu blaði. Hann var á þessa leið: ‘ ‘ Svo leist mér á Mikley að hún væri griða- staður fyrir þreyttar sálir og lú- in bein.” Skýr maður hér á eynni sagði við mig, þegar hann las þetta: “Eftir þessari umsögn að dæma er Mikley Betel númer 2, og hann bætti því við að sér fyndist slíkt iítill heiður fyrir eyjarbúa, og þó enn minni sannleikur í orðum þessa manns. Og mér heyrðist hann raula fyrir munni sér um leið og hann fór: “Fylgj þér einhuga hin aldraða sveit, þá ertu á vegi til grafar. ” Mikleyingar eru ekki á vegi til grafar. Hér er meira af öðru en þreyttum sálum og lúnum bein- um. Mikley er ung. Fólkið hlýtur að vera ungt, frjálst og hraust og á framsóknar leið. N pegar ég horfi á þennan gjörfulega hóp, sem er saman kominn hér í húsinu og hugsa um í hvaða tilgangi hann er hér í kvöld, sannfærist ég um, áð hér á æskan ótal spor, og mun þó eiga þau enn fleiri' í komandi tíð. Við erum hér undir merki morgunstjörnunnar. Og þó að það sé ekki merki Venusar sjálfr- ar, þá er það merki morgun- stjömu íslenzkra bókmenta. peirri stjörnu eiga íslendingar líf sitt að launa, því þegar alt annað brást, og hörmungar og hel tóku höndum saman og viltu hverjum manni sýn sem ekki tróð hel- veg að ætlan þeirra, þá skein þessi stjarna og lýsti þeim sem eftir lifðu á leiðina til lífsins. pað er von mín og ósk að ís- lendingar standi með tímanum öðrum þjóðum jafnfætis á öllum svæðum. En það er vissa mín að á ókomnum öldurn standi þeir flestum þjóðum framar í Hlið- skjálf bókmenta og lista. Um Oðinn fornguð Norðurlanda er þetta sagt: “pað er einn staður er Hliðskjálf heitir, og þá er al- faðir settist þar í hásæti, þá sá hanri of alla heima og hvers matíns athæfi og vissi alla hluti þá er hann sá. Lengi lifi Mikley!! Lengi lifi lestrarfélagið Morgunstjarnan. —-Jónas Stefánsson, frá Kaldbak. GLADAR STUNDIR Föstudaginn 24. maí s. 1. heim- sóttu 16 giftar konur á. Mikley ásamt mönnum sínum, og fleira fólki, sem þær höfðu boðið með í förina heiðurshjónin húsfreyju Solveigu Grímólfsdóttur Hoff- mann, á samt manni hennar. Til- efni fararinnar var þakklætis og vináttu viðurkenning fyrir það að Sólveig var búin að vera yfir- setu kona á eynni í 19 ár, og hafði tekið á móti börnum alllra þeirra kvenna sem nú komu til hennar. Gestirnir komu nokkuð á ó- vænt sökum þess, að konur eins og Solvéig, sem starfa í nafni mannúðar og líknar þegar þörf er mest, hugsa sjaldnast um laun. Aðkomufólk hafði að nokkru leyti aðra aðferð en lýst er í blöðunum á þessum miklu sam- kvæmistímum. Hér var ekki um neitt húsrúrn að ræða sem tekið væri með valdi Orðaglamur og háreisti, sem ein- kennir flest tískugildi samtíðar- innar þótti ekki eiga við. pagnarmál samúðar og ein- lægni hlýrra tilfinninga voru svo ljúfir hraðberar að allar dyr stóðu aðkomu fólkinu opnar. Áður en gengið var til stofu, var þess getið í fáum orðum, að með- al gestanna væri einn gestur ó- sýnilegur. Nafn hans væri Sæmd. Og nú væri það innileg k, að húsfreyja skifti við hana stöðu í nokkra klukkutíma, fengi kvæmd hefðu þær heyrt að 25. konur þessar ráðgert förina, og ára hjónabandsamæli heiðurs- gestanna hefð verið í gær. En nenni húsforráðin, en yrði sjálf og maður hennar heiðursgestir á nu eigin heimili. Var það fús- lega veitt. Að því loknu bjuggu allir sig undir að gera líðandi stund sem ánægjulegasta. Skýring á erindi þessara kvenna gaf porbergur Fjeldsted. Ilann gat þess í upphafi ræðunn- ar, að fyrir nokkrum tíma hefðu búið sig undir liana. En fáum dögum áður en hún var fram- þá hefði verið orðið of seint að haga heimsókninni eftir því.—En þrátt fyrir það vildi hann í nafni allra viðstaddra færa þeim, í sambandi við þann mikilsvæga atburð hugheilar og hjartanlegar hamingjuóskir. Orðin ein væru sögð létt á metunum, en ef þeim fylgdi óskipt samúð allra beztu tilfinninga óskendanna væri það trú sín að á bak við tjöld efnis- heimsins ætti andinn banka þann sem borgaði út á þau—með því sem hefði meira gildi en hið sýnilega gull. Ræðumaður kvaðst minnast þess, meðan efni þeirra hjóna voru lítil og barátta frumbýlings- áranna hörðust og engin til þess að gegna verkum húsfreyju þeg- ar boðin komu til hennar um að taka á móti nýjum gesti inn í þennan heim, þá hefði hún þrátt sagt við mann sinn: “Ilvað verð- ur nú um þig góði minn?” pá hefði svarið ætíð verið hið sama hjá honum: “Við megum ekkert um það tala. pú verður ao fara, og ég verð að hjálpa mér sjálf- ur.” — pannig hefði það verið. Nú væri þessu breytt og þeirri breyting fylgdi óblandin ánægja eins og allri breyting sem hægt og hægt inni sig upp frá baráttu til sigurs. Nú væru efnin vaxin og fimm majinvænleg börn uppkom- in. Tvær dætur þeirra hjóna væru hér viðstaddar í dag, báðar giftar og vel mannaðar. Yngsta dóttirin væri mentuð og liti út fyrir að eiga góða og arðberandi framtíð fyrir höndum. Tveir synir, efnilegustu menn og hinir karlmannlegustu. pegar við þetta bættist almenn hylli mætti með sanni segja að þau hjón hefðu sótt þá mestu gæfu í greipar örlaganna, sem búast má við í þessu lífi. Og þó á alla gæfu beri skugga, ekki síst á þessum alvarlegu tímum, væri sjálfunnri gæfu altaf þannig varið að hún væri sjálflýsandi; um hana gæti aldrei orðið dimt, eltku einu- sinni í svörtustu sorgarmyrkrum. Að endingu sagðist hann færa þeim, fyrir hönd viðstaddra kvenna tvær litlar gjafir, í við- urkenningar og þakklætisskyni fyrir velunnið starf.—Gjafirnar væru tveir stólar, ruggustóll fyr- ir konuna og setustóll fyrir manninn. Hann vonaði að hvíldin yrði henni hæg í sínum stól, þegar hún liti yfir örðugleika ljósmóð- urinnar og liðna gleði hennar, yfir því að hafa getað hjálpað í einum af þyngstu þjáningum mannkynsins. Einnig óskaði hann að mann- inum kæmi hans stóll að góðu liði þegar hann þyrfti að hugsa sín vandamál og taka fastar ákvarð- anir. Næst talaði Páll Jakobson nokkur vel valin orð til lieiðurs- gestanna. pá þökkuðu heiðursgestirnir sæmdina með viðkvæmum og við- eigandi orðum. Svo skemti fólkið sér við veit- ingar og samtöl. Að skilnaði gáfu konurnar Sól- veigu 10 dollara í silfri. —í holti heyrandi. HÚS TIL SÖLU Á Kildonan Avenue rétt hjá Scotia Str. er til sölu, 9 herbergja hús, 2% lyft Harðviðargólf stein- grunnur,full stærð, 80 tunna vatnsgeymir, hitunarvél og raf- magnshlóðir, stór matarskápur, innvíraðar svalir 30 fet, nálgt ánni, skóla og fegursta skemti- garði borgarinnar; 100 fet lóð með fallegum trjám, góðum garði; míreiðaskáli; fjós og hænsahús. Verð $7,500; skuld á eigninni $2,500. Skilmálar: $500 út í liönd og sanngjam tími á það sem eftir er. petta hús er vel bygt og hlýtt. Komið getur til mála að taka eign upp í nokkurn hluta af fyrstu borgun, eða skuld- laust land sem væri í góðu lagi; með skepnum eða án þeirra, í skiftum fyrir eignina. HUGH RENNIE 902 Confeleration Life Building Winnipeg. HEYRID GODU FRÉTTIRNAR. Enginn heyrnarlaus þarf að örvænta hver- su margt sem þú hefir reynt og hversu marg- ra sem þú hefir leitað árangurslaust, þá er enginn ástæða fyrir þig til írvæntingar. The Megga-Ear-Phone hefir oft gert krafta- verk þegar þeir hafa átt í hlut sem heym- arlausir voru og allir töldu ólæknandi. Hvemig sem heymarleysi þitt er; á hvaða aldri sem þú ert og hversu oft sem lækning hefir mistekist á þér, þá verður hann þér að liði. Sendu taf- arlaust eftir bæklingi með myndum. Umboðssalar i Canada: ALVIN SALES CO., DEPT. 24 P. O. Box 56, Winnipeg, Man. Verð i Canada $12.50; póstgjald borg- að af oas. VERID SPARSAMIR. Einkaleyfi í Canada, Bandarikj- um og Stórbretlandi. Hermenn vorir og bandamanna herinn þurfa á öllu því leðurlíki að halda sem hægt er að fá; haldið saman öllu leðurlíki og aflið peninga sjálfum yður til handa__Látið búa til hjólhringa sem bæði eru öruggir fyrir sandi vatni og sprynga ekki, úr tveim- ur þeirra hjélhringja sem þér hafið lagt niður. HID NÝJA HJÓLHRINGA VERK GAY’S Vér saumum ekki hjólhringana, í þeim eru engin spor sem raknað geti; vér setjum þá ekki saman með nöglum sem valdi ryfum er sandur og vatn komist inn um. STYKKJAPLÖTUR GAY'S (sem sýndar eru í myndinni) eru örugglega settar ( áframhaldandi hring; þær verja algerlega skemdun sem orsakast af steinum, djúpum skorn- ingum eða krókum. Enginn hætta er á skemdun innri slöngunni vegna þess að hún hitni á sumrinu; með því að hringarnir eru svo þéttir að enginn núningur á sér stað. Allar upplýsingar í té látnar ef óskað er. The Manitoba Gay Double Tread Tire Co., Ltd. 1341/2 HIGGINS AVENUE TALSTMI MAIN 2225 WINNIPEG, MAN. Oh r I IBÚJÖRD TIL SÖLUj j 3 1-2 MÍLUR FR\ RIVERT0N, MAN. j 160 ekrur. Gott hús á landinu; stærð 18-22. Fjós fyrir 20 gripi. Landið liggur fast að fljótinu. Borgunar skilmálar mjög vægir — lítil niðurborgun ef óskað er eftir og langur tími á afgangnum. Umsækendur skrifi eða finni: Halldor J. Austmann RIVERTON. K. Thomsen SKANDINAVIAN KLÆDASKERARI, 552 PORTAGE AVE, Kvenna og karla fatnaðir hreinsaðir og slététaðir og lagfærðir af heimkomnum hermanni. Föt og yfirhafnir búin til eftir máli, fyrir sanngjarnt verð. Fljót afgreiðsla og ábyrgst að skiftavinir verði ánwgðir. verði ánægðir. 20 ára reynsla. öll vinna ábyrgst. GERT VID LODFÖT OG pAU SNIDIN UPP. Talsími 4947. Vtomió fram meö rjett bífreiöarauga. Bifreiöarauga opiö aö framan, sem hægt er aö líta inn í og horfa í gegn um. Eins nærri og mögulegt er aö komast alveg algengu gleri og jafnframt aö fara nákvæmlega eftir öllum fyrirmælum laganna. Obrotiö auga sem veitir alt þaö Ijós sem ljósgjafinn og kúlan geta framleitt en tekur ) burtu ofbirtu og heldur ljósinu fyrir neöan 42. Skilvíslega afgreiddar póstpantanir Stærö Verö 8V2 til 9..................$5.00 8 til 814..................$4.00 Parson’s Auto Supplies 291-293 EDMONTON STREET WINNIPEG Ekkert fyrirtæki á meðal íslendinga hér vestan hafs hefir átt eins miklum vin- sældum að fagna og “Voröld” og prentfélagið “Hecla Press, Ltd.” Flestir vilja sjá því borgið og treysta á framtíð þess. HEFIR pú STYRKT FYRIRRTÆKID ? Tíu dollars, sem borga má í fernu lagi gera þig að hluteig- anda í félaginu. Fyll út eyðublaðið sem fylgir—ger það nú þegar—og send til “Voraldar” Eg undirritaður óska eftir að gerast meðlimur í félaginu “HECLA PRESS, LTD.” Eg skuldbind mig til þess að leggja fram $-------------------fyrirtækinu til styrktar, er borgist þannig: * % $------------------mú þegar $--------------------eftir 3 mán. $...............eftir 6 mán. $___________________eftir 9 mán. Dagsett__________________________1918. Nafn_______ Aritan

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.