Voröld


Voröld - 16.07.1918, Qupperneq 6

Voröld - 16.07.1918, Qupperneq 6
Bls. 6 VORÖLD Winnipeg, 16. júlí, 1918. TIRES 32x4 FISK Non - Skid $30.00. BREEN MOTOR CO., LTD. 704 Broadway Sími Sherbr. 657 -------------------------~ RUBBER STAMPS, STENC- ILS, SEALS, CATTLE EAR BUTTONS, Etc. pegar þið >urfið stimpla insigli, signet o.s.fry. skrifið til hins undlr- ritaða. Sendið eftir ókeypis sýnishomi af Gripa Eyrna Hnöppum. Canadian Stamp Co. S. O. BJERRING Sími, Garry 2176. 380 Donald St. Winnipeg -__________________________) ll 1 - * " " ~ Talsími Main 1594 GEO.CREED Fur Manufacturer Seljiö, geymiö eða látiS gera viS loSfötin ySar nú þegar Allskonar loSskinnaföt seld meS sumarverSi. 515 Avenue Blk. 265 Portage - I-I ----------------------------^ LANDAR GÓDIR Skiftið við fyrtu íslelnsku rakarabuðina sem stjómað er samkvæmt fullkomnum heil- brigðisreglum. Hún er alveg nýbyrjuð í Iroquois hótelinu, beint á móti bæjarráðsstof- unni. Talsími M. 1044. Ingimar Einarson. HVEITILAND 1,594 EKRUR, EITTHVAD BEZTA hveitiland og griparæktarland í Saskatchewan; l,20ð ekrur rækt- aðar; yfir $10,000 virði af bygg- ingum, >rír fimtu af uppsker- unni í ár fylgja meí I kaupunum; verð $35.00 ekran. Seljandi hefir einnig 255 hesta, 15 kýr, þreski og plægingar áhöld, akuryrkju- verkfæri af öllu tagi og húsgögn, allt þetta með >rem fimtu af upp- skerunni I ár vill hann selja með landinu fyrir $75,000.00, $15,000.00 borgan út í hönd og $3,000.00 á ári; renta 6 pró cent. Seljandi tekur veðskjöl eða söluskjöl fyrir part af borguninni. No. 1825. MINNI LÖND I ÖLLUM HLUTUM Manitoba og Saskatchewan; mörgg með sánum ökrum og væg- um skilmálum. Sendiö eftir verð- skrá vorri. Dominion Farm Exchange 815-8187 Somerset Block, Winnipeg, M*n. # L—--------------------- Kjörkaup á notud um ritvélum. Underwood Ein Underwood ritvél með tveggja lita ræmu eins góð og ný. Vanaverð $150.00. Vort sérstaka verð.......................$00.00 Smith Premier Ein Smith Premier ritvél. Sein- asta gerð. Vanaverð $100.00. Vort sérstaka verð aðeins..$40.00 Empire Tvær Empire ritvélar, umbætt- ar. Vanaverð $65.00 hver. Vort sérstaka verð aðeins, hvor.$18.00 Pantanir utanaf-landi fljótt af hendi leystar. Plutningsgjald aukreitis. Sparið peninga. Kaup- ið nú þegar. Brooke & Holt 130 Lombard Str. ^ Winnipeg EIGN MED MATJURTA-I GÖRDUM TIL SÖLU Við Portage Avenue, nálægt Murray skemtigarðinum. Jarð- vegurinn er annálaður í hin- um fræga Rauðárdal. Hátt land og þurt. Lækur rennur í gegn um cignina. Gömul kona á þessa eign og getur hún ekki stundað hana eins og vera ber. Skrifið oss eða talsímið. Áritan vor er: 902 Confederation Building Sími Main 2391. Winnipeg Sumarskrúð. pað mun vera fátt sem landinn saknar meira, þegar hann kveður ættlandið, alfarinn til að flytja hing- að, en bjórtu vornáttanna, miðnætur- sólar hásumarsins, þeirr'ar sælutíðar, sem óvíða eða hvergi á jarðríki ‘g£fst jafn unaðsleg og fögur sem þar. Eng- in skemtun gat jafnast við þá, að* set- jast á bak reiðskjóta sínum, fótliprum og fjörugum í hópi með nokkrum vin- um, leggjandi upp í ferð um fjöll og dali, þegar landið var orðið alklætt hinum þétta, jðgræna sumar hjúp sínum. Að byrja ferð sína um nátt- mála bil á heiðskíru júnídags kveldi, var hin hentugasta stund, með sól- bjarta nóttina framundan, og “meðan hæðir allar á aftan klæðum standa.” Ég minnist þeirra stunda sem hinna inndælustu. pá var oft sannur fögn- uður á ferðum, tilhlökkunin hin sama og finna má hjá skáldinu er ltvað: “Um fjöll og dali fríða,” o.s.frv. Oft var ferðinni heitið upp til heiða og fjalla, víða þar mikið víðsýni, og fag- urt yfir að líta. í miðnætur sólskin- inu eru fjöllin svo tignarleg, hjúpuð gulls litum möttlum hið efra, en blá- kendum skuggum hið neðra; þó svo hrein birta í skuggum hlíða og dala; laufgrænir skógrunnar, ijósgrænir grasgeirar, bleikrauðar skriður, hrafn- svartir hamradrangar, og silfurgljáir lækja fossar bera hin sldrustu lit- brigði, loftið so hreint og tært,' ekk- /ert npstur er glepji auganu sýn; það er því augunum nautn, að sjá 'alla þá tilbreyting, jafnvel í f™lla forsæl- unni. Fja’.lahnjúkarnir og gnípurn- ar sitja sem gulli glæstir landsverðir í hásætum, hafnir langt yfir göturiki mannlegra meingjörða og örkvisa háttar hversdagslifsins. Nú horfa þeir yfir dali og grundir, þar sem leið- in liggur og út reiðarfólkið fleybist áfram með glaðværð og söng. Heið- avegirnir eru víða krókóttir og grýtt- ir, liggja ýmist niður í gil, uþp brekk- ur eða um lautir og iingbörð. öend- anleg tilbreyting; altaf ný leið á hverju leiti; ógreiðni vegarins amar ékkert að, því reiðskjótinn, fótviss og þýður, sýnir list sína og færleik og svífur yfir klungrið sem fugl væri, svo yfirferð torfæranna veiður eins og vel heppnaður leikur í ferða æfin- týrinu. f slikum ferðum er það talið liæfilegt að á—taka dálitla hvíld á klukkutíma fresti fyrir sig og hest- ana, er þá að sjálfsögðu alinn sá stað- ur sem grösugastur er fyrir hestana að grípa niður í og fegurstur umhverfis fyrir fólkið að skemta sér við, t.d., í blómgaðri hllð eða fríðu dalverpi. út- reiðarfólki gleymist sjaldan að nesta sig vel I slíkar listiferðir; ekkert er til sparað er getur glatt og hrest sam- leiðar hópinn; og út í alfrjálsri sum- ar náttúrunni, er nautnin mun meiri I sælgætinu af hverju tagi sem það er, en í hversdagsgerfinu heima fyrir. Fyndni og hnyttileg orðaköst liggja á hvers manns vörum, ósjálfrátt verð- ur alt að gamni, og alt verður að “stormi úti.” Ef ferðinni er eigi langt heitið, er ekki venja að halda spart á tímanum; laufgaðar brekkur, hamrastallar, fjöll og fossar, alt er þetta dýrðleg djásn náttúrunnar, feg- ursta furðuverk, sem manns augaif þreytist aldrei á að horfa, og hugur- inn leikur við. Hamrabjörgin há og standbein með borðsléttum stöllum eru oft einkennilega falleg, þar vex I sprungum reynir og brennirót, sjálf- gjörðir blómvendir dafnandi í friði og ró, óáreittir af mönnum og skepnum, aðeins smá fuglarnir hreiðra sig við rætur þeirra og hjala þar sitt ásta- mál.—Áfram er haldið; það vinst á leiðina, tíminn líður. pað er komið “hálægst,” sólin þó hátt á lofti yfir gullskygðum haffletinum, og yflr fjöll og heiðar fellur geislaflóðið nokkuð roða-kendara en að deginum til, og skapar roðarósir á vöngum Fjallkon- unnar. Ailir söngfuglar eru þögulir, lagnættið er þeirra hvíldar og svefn- tími, jafnvel þótt sól skíni bjart; að- eins einstöku einn sem dottað hefir á götu barminum hrekkur upp felm- traður við umferðina. Nú liggur leiðin yfir heiði,* þakta viði gulum og grænum, og fjalldrapanum víðfeðma er svo dyggilega og natið klæðir land- ið, þar sem aðrar tegundir gróðurs ganga frá, fjTir það sama er landið fegurst yfir að líta og í skjóli víðar- ins vaxa fóðurgrösin. Af há-ásum og dalbrúnum gefur að líta yfir bygðir og sveitir. í fjarlægð blasir við fjallahringur og einstöku háttgnæf- andi fjall upp af honum tröllum lík en tignarleg. Tíminn f>’á_ _mið- nætti—kl. 1—til óttu—kl. 3—er aftur- elding, er það sá hluti næturinnar sem er állra fegurstur. Jafnvel þótt sólin skíni all hátt á iofti fyrir mið- nættið, þá er dýrðleg breyting á birt- unni þegar fer að elda aftur og sólin hækkar, þá eykst Og skýrist bjarm'- inn, alt laugast 1 hvítskæru Ijóshafi; döggin, sem nú er fallin á jörðlna magnar Ijómann undir sól að sjá, þar glitrar hvert laufblað, hvert strá og hvert blóm, og ljósstafir myndast frá jörðu til sólar—hrífandi sjón. Hver sem slíkt heíir séð, og ekki oi'ðið hrif- inn, gagntekinn af lötningu að horfa á þá ljósa dýrð.er andlega Tamaður, Vart getur nokkur maður komist nær “hliði himisiifs” en á slíkum stundum úti í sí-starfandi líf-þrunginni nattúrunni. Alt vaknar á ný ómúr margbreyttra radda niðar í eýra, og þó svo undra harmoniskt. Hæst lætur í spóum, ló- um og skógar þröstum, auk þeirra er fjöldi smáfugla er hver syngur með sínu nefi; sérstaklega ber þar þó einn af, er sjmgur sitt lag svo skrítilega og af list—það er auðnu-dintlingurinn, hann er hvortvegga í einu: - söng- laga smiðurinn og tenoristinn, sem leikur jafnframt sinn söng í loftinu með kyrstöðu og snöggsnöru vængja blaki, eða kast flugi upp eða niður sem ör fljúgi. Söngur hans er ýmist dirrandi, hlakkandi eða hárfínir drátttónar er deyja út, eða þá með klagandi kallkendum raddbreytingum. Oft á mínum smaUiárum hlustaði ég hrifinn á sönginn hans, horfði með að- dáun á dint hans og ærsl. Stein- depplar og sólskríkjur gjöia sitt hlut- verk, byrja á vorin með hækkandi sól sönginn sinn, og rejmast tryggir í heiðasöngvaliðinu sumarlan'gt. í runnum og þúfum suðar randaflugan og ýmsar fleiri, og eiga sinn þátt í’ hinum hrífandi sí-vakandi sumarklið og endurvöknun morgunsins. “Náttúr- an grípur mig himin heið, hér er sem kiiður mig veki.” En hvað um ferða- lagið? Afram yfir heiðina, og fá sér gott morgun kaffi á fyrsta bæ, er ein- róma tillaga hópsins, og það er að nýju þeyst af stað og eftir stundar snarpa reið, er rxumið staðar við tún- garðinn, stígið af baki, reiðtýgjum kipt af, beizlum bundið um háls og hestum slept. parna blasir við eitt bændabýlið í helgri ró; lítill bær með prem stofuþiljum, umhverfis liggur hinn fagri lómareitilr—túnið—þakið kjarngresinu græna og fjölbreyttum litblómum yfir hóla og bala. í fylsta máta fögux' sjón í morgunsölar-dýrð- inni. pað er enn þá árla, kl. lítt yfir 4, og þvi eigi jjji'ið að rjúka. Fólkið er enn þá í svefni í draumaríkinu. Hver mundi vilja raska ró þess, fara heim og vekja upp? Einn og annar er fús til þess, og tveir leggja af stað, á meðan hefir einhver eitthvað að segja úr ferðinni: byltu hestsins síns, slitinni gjörð, týndum böggli, o.s.fry., sem þó eigi er svo vaxið að það raski ferðagleðinni. útsýni frá þessum bæ yfir sveitina vekur umræður, einum þykir þar fallegt, eins og er, öðrum finst hann vildi hafa það öðruvísi, flytja fjallið er þarna stendur ein- stakt og setja það annarstaðar I sjón- deildarhringinn, gjöra fagran dal í gegnum flatheiðina þarna, og klæða víði og grasi melaflasimar er blasa við þar norðaustur, og svo áfram; en, hann hafði nú aldrei verið kvaddur til að starfa að þessari smíð, því miður, svo það verður að sitja við það sem er. • Hello! par ríkur heima, búið að setja upp ketilinn; ferðamaðurinn annar kemur að heimann, segir bónda hafa fljótt komið til dyra fá- klæddan, og hafi svo umsamist að hinn félaginn fari að kveikja upp eldinn meðan bóndi og annað • fólk klæddist, og skilaboðin væru þau er hann flytti, að allir ættu að koma heim og fá skyr og rjóma, og neyta þess úti á hól meðan væri að hitna á katlinum. Og ferðafólkið fer að tínast heim traðirnar og raða sér á hólinn við hlaðvarpann, þar sem sól- in er búin að þurka upp döggina og verma; hér fer ágætlega um alla, er nú hugsa gott til að fá nýtt skyr. Tvær eða fleiri stúlkur úr hópnum fara inn í bæ til að aðstoða, og bera fram greiðann fyrir fóikið, alt gengur fljótt og liðlega, hvítur dúkur er breiddur á jörðina, og skyrið er etið með gfóðri lyst, og fyr en varir koma út köku föt og kaffibollar, alt. á sama dúkinn, öllu gjört sömu skil;; bónd- inn, konan og uppkomnar dætur þeirra, \eggja þar lið til, að bera að og frá, alt með ljúfri lund og glöðu géði, vel ánægt yfir þessari óvæntu gestakomu. Að lokinni kaffidrykkju þakkar hver fyrir sig góðgerðirnar, enginrx gengur þar þegjandi frá borði; þó þakka engir eins hjartnæmt sem veitendurnir sjálfir er þakka. öllum fyrir komuna, skemtunina og ánægj- una sem það hafi veitt sér. petta er hin meðfædda, einlæga, íslenzka gest- risni, sem nærri má mæta á hverjum bæ í slíkum listi-túrum. Fólkið heldur' áfram leiðar sinnar, r.ð settu marki, og síðan heim. Slíkar ferðir gleymast engum sem þær hafa farið, minningin vakir svo hugljúf, og þráin teftir þeirri nautn 'er vilt náttúran veitir, er sívakandi með- an líf lifir í æðum.—Pegar hingað kemur til þessa lands verður nokkuð á annan veg sumartíma-fagnaðurinn, skilyrðin ólík, og land; má vera að sumum geðjist pins vel margt hér af því tagi. Hér eru víða fagrir listi- garðar, fagrir skógar með ræktuðum blómabeðum, tilbúnum tjömum og gosbrunnum, með haglega bygðum gosbrunnum með haglega bjgðum skrautbyggingjum, alt prýtt af manna- höndum. Hér setur hver fjcilin og dalina þar sem honum þykir bezt fara, og óneitanlega er mannshöndin hög | þegar hún stjórnast af hugsjónaríkum og smekkvísum anda mannsías.—En þiátt fyrir það, þreytir\það maþgan að horfa oft og til lengdar á þau mann- virki er segja má um að hafi lagt hönd á náttúruna, markað henni bás; hún verður í þessim tilbúnu listigörðum sem sruíðisgripur lagleg- ur að vísu, en svo að fljótt verður til fullnustu notið og metið ,hvað þar er mest um vert að sjá. Slíkir staðir eru hinir sömu í ár sem þelr voru í fyrra," og verða þvi alveg; ófullnægj- andi sem náttúru fegurð súmarsins. Alt öðru máli er að gegna með nátt- úruna í frxu fjósgengi sínu, þar sem engin mannshönd hefir umfjallað, hún hefir altaf eitthvað það við sig, sem öllum er hugljúft og geta daðst að. Hér í landi eru víða vötn og skógar með blómlegum jurtagróðri. sólar- uppkoma fögur og morgunstundin björt. Eigi hefi ég haft því láni að fagna, að sjá hér nema eina bygð í sumarskrúði sínu, en hún er líka bæði fögur og björguleg. pað er Ar- gyle bygð. Landslag er jar viða fallegt, hólar og hæðir, lægðir og dal- verpi, klætt skógum og hávöxnu fjöl- skrúðugu grasi. Gegnum þannig vaxið land og hvítgula bylgjándi hveiti akra liggur vegurinn sléttur og breiður, oft í bugðum og brekkum er gefa þóknanlega tilbreytingu frá flat- neskjunni skóglausu. í þægilegum léttivagni situr maður og nýtur út- sýnisins. Snotur og reisuleg Ibúðar- hús með flelri og færri útihúsum, vænum og myndarlegum gefa bænda býlinu veglegann svip, og “bjóða vina til.” Á slikum ferðum hefi ég notið sumargleði ferðafólksins hér og þótt mikið til koma, þótt heimalandinu, sveipuðu skini sumarsó'arinnar, gleymi maður aldrei. Margt er það sem eftirtekt vekur þegar heim að “bæ” er komið, gests augað er glögt og næmt fyrir ný- .breytninni. Mörg eru, íbúðarhúsin íburðarmikil, ætíð allmiklu kostað til prýðis að utan til að þóknast auganu, 'þót.t við beri að tízkan togi þesshátt- ar “ornament” oft út fyrir takmörk heilbrigðrar fegurðartilfinniga, eins og verða vill á ýmsum öðrum sviðum mannlegra gjörða (t.d. í kkpðnaði). útihúsin: kornhlöður, gripahús, verk- færageymsluliús, o.fl., eru margbreyti- leg að stæ.'ð, gerð og lit. Bjálka kofar frá landnámstíð standa þar stúrnir og úr skorðum gengnir, og bera lítil merki fornrar frægðar frá þeim tímum er þeir voru hinir “ypp- urstu” og þénuðu sem íbúðarhús. Korngeymsiu- og gripahús eru því nær alstaðar. mikil og háreist, dökk- rauð og hvít að lit, og mætti vel taka misgrip á þeim og íbúðarhúsum af þeim sem ókunnir eru. Sérstakiega eru nýtízku gripa húsin aðdáunar- verðar byggingaT of kosta offjár; er þar hagkvæmt fyrirkomulag og léttir mjög undir með hirðinguna. Gripir á steinsteypugólfum, en fóður á loftum, drykkjarvatn leitt inn í stokka, en öll afræsting leidd út í steyptum renn- um. pessar byggingar eru hið skir- asta tákn framsýnnar búhyggni og menningar búandans hér í þessu landi. Víða ber fyrir augað í námunda við úthýsin hrúgald mikið aíV allskonar vögnum og vélum sem löngu eru út- slitin og á glæ kastað. Und 'ir menn hve mikið fé er þar gengið til grunna. par blasa við líka heilar raðir af not- hæfum véiunum og verkfærum: sláttuvélar.rakvélar.plógar, herfi bind- arar, sáðvélar, vagnar og sleðar; því- líkt kinstur er bóndinn þarfnast til reksturs búsins og kemur það frek- ast heim hér sem karlinn hvað: að "maður þarf að eiga alt til alls.” Á svæðuhum milli húsanna, morar af alifuglum og húsdýi'um; þar vagga feitar og bústnar gæsir, endur, hænur og “tyrkjar” með unga sína í stórhóp- um, svo og grísir af ýmsri stærð, liundar og kettir. Alt þetta óskylda safn svo einkennilega samrýmt og friðsamt að ekkert áreitir an.rað. Par hefi ég séð köttinn og andarungann, “tyrkjann” og grísinn, hundana og hænsin ganga að sama vatnspollinum til drykkjar og vappa hlið við hlið án þess að áreita hið minsta hvað annað. Friðhelgi heimilisins virðist ná svo út yfir þessa málleysingja og minnir það á hinn forn helga sælu reit er vorir fyrstu foreldrar bygðu. Að heimsælcja foriia og nj'ja vini mína i Argyle og ferðast um bygðina meðal þeirra hefir veitt mér sannar ánægju stundir, hlýlegt viðmót, og bróðurlegar viðtökur; glaðværar um- ræður og gaman yrði hrífa mann um stund út úr áþyggjuþunga lífsbarátt- unnar og kviða komandi dags. Risnu og örlæti hefi ég mætt þar er jafnast. við beztu gestrisni heima, og sérstak- lega hefi ég fengið að reyna og þreifa á að örlæti þeirra eru eigi takmörk sett við dyrustafi eða landamerkja- línur; hjálpsemi og samhygð er þeim eiginleg og hefir sitt markmið. Bónda- býlin íslenzku í Argyle bygð eru sómi okkar litla þjóðfiokks og sóvii þessa lands og tvíla ég eigi að lam'ar, hvar sem annars þeir hafa reist .-'ér bygðir og bú í Canada sýni lík arfgehg merki vorrar þjóðar í höfðingshætti og örlæti, staðfestu og - drengskap. Blessist ykkur þú og bygð og niðjar á fkomandi tíð og verið sem lengst ís- lehzkir í anda og af alhug. pjóðern- iskvíslin sú mun eigi seyra hlna marg- blöndnu þjöðernis móðu þessa lands. Verði hver og einn sínu þjóðcrni trúr, standí þétt sínurn og betur s<>mtengd- ir og samhuga í hollmáliim þes^a lands, mætti vera að lengi glóði á band okkar litlu ættkvíslar meðal komandi kynsióða. Ykkur vinum mínum í Argyle vil ég einlæglega þakka alt gott, velvild og vingjafir og viðtökurnar-' er voru mér svo hugljúfar, sem ég væri á ferð meðal góðvina í fagurri sveit heima við heiðarvötnin, milli íslands fjalla. Gætu þessar endurminningar orðið til þess að rifja upp fyrir ykkur löngu liðnar skemtistundir sem móðir vor, náttúran í fögru sumarskrúf i sínu hefir, ojg xin getur veitt, hvert heldur heima á ættlandinu okkar kæra, eða hér í fósturlandinu. J. Á. Jakobson. Vér kennum Pitmann og Gregg hraðritun SUCCESS Vér höfum 28 æfða kennara. BUSINESS COLLEGE A HORNINU A PORTAGE OG EDMONTON WINNIPEG, - MANITOBA TÆKIFÆRI. Mikil þörf er á góðu fólki út- skrifaðu frá Success. Hundruð af bókhöldurum, hraðriturum, skrifurum og skrifstofuþjónum vantar einmitt nú sem allra fyrst Byrjið tafarlaust—núna strax í dag. Búðu þig undir tækifærið sem drepur á dyr hjá þér. Legðu fé þitt í meíitun. Ef þú gjörir það þá farast þér svo vel að for- eldrar þinir, vinir þínir, viðskifta heimurinn verða stolt af þér. Success skólinn veitir þér lykil- inn að dyrum gæfunnar. Bezt er fyrir þig að innritast tafar- laust. ÖDRUM FULLKOMNARI. Bezti vitnisburðurinn er al- ment traust. Árs innritun nem- enda á Suecess skólann er miklu hærri en allra annara verzlunar- skóla í Winnipeg til samans. Skóli vor logar af áhuga nýrra hugmynda og nýtísku aðferða. ódýrir og einstakra manna skól- ar eru dýrir hvað sem þeir kosta Vér höfum séræfða kennara; kennarar vorir eru langt um fremri öðrum. Lærið á Success, þeim skóla skóla hefir farnast allra skóla bezt. Success skól- inn vinnur þér velfarnar.' J INNRITIST HVENÆR SEM ER. SKRIFID EFTIR BÆKLING The Success Business College F. G. Garbut, Pres. LTD. D. F. Ferguson, Prin. Oh I ONE GAR-SCOTT 25 H. P. o Samselt dráttvél og sjálffermari og blástursvél; fyrir j '$3,500. Skilmálar $500 út í hönd og sanngjrn tími fyrir það jj sem eftir er. Snúið yður til auglýsendans að 902 CONFEDERATION LIFE BUII*DING, WINNIPEG o-4—-o-^»-<)-4—■<)■—»()-—^■()■—•()■—-o-anM o>-« I Í Í C. S. MACDONELL LUMBER C0. Í í I Bæði Stranda og Fjallaviður þakspónn úr rauðum sítrus-viði. Sívalir og kantaðir staurar. Eldiviður SKRIFID EFTIR UPPLÝSINGUM UM VERD 346 SOMERSET BLOCK WÍNNIPEG Z CI)-«OB*<)-< MHM»(IMI)4»(MH*()«»()«»<)«*04 j R J0MI SÆTUR OG SÚR ! Keypíur Vér borgum undantekningar- laust hæsta verð. Fiutninga- brúsar lagðir til fyrir heildsölu verð. i Fljót afgreiðsla, góð skil og | kurteis framkoma er trygð með því að verzla við o , DOMINION CREAMERIES I ASHERN, MAN. og WINNIPEG, MAN. | og H)«*o«»()«»()«n»()e»()4*»()«a>()**»()«*o4a*()«»(H r »(l^l)^[)^l)^»()^H)4^[| TH 0-4BB*()-«a»-0-4ag»-<)-gBB»-< Kostaði áður VT * Al* /!)•. '1 Kostar nú $125.00 Ny Uliver lilível $62.65j Ef þú ert að borga hærra verð en $49 fyrir ritvél—en það er verðið er þú greiðir fyrir Oliver Nine. Hvað sem fram yfir er er aðeins kostnaðurinn við að selja þér vélina Með því að hffitta kostnaðarsamri sölu aðferð hefir verð hinnar frægu Oliver Nine verið lækkað frá $100 til $49, án þess að breyþa ritvélinni hið minsta. Mundu það að þessa $49 Olíver er ekki gömul vél né endursmíðuð, heldur nákvæmlega sama Oliver vélin, sama stærð, sama efni, sama vöndun eins og sú er áður var seld á $100. pessi "Oliver Nine” hefir stöðugt stafaborð—geta því allir sem kunna notað hana. Sýnileg ritun, undraverð end- ing; miklu færri stykki. Meðal stórmenna þeirra sem þessa vél nota má nefna Pennsylvania járnbrautina, U. S. Stálfélagið, National Cloak félagið og Smith Ilart Schaffner Company, Montgomery Ward & Company, Morris & Co., stórsala menn. \ 6,000,000 SELDAR. petta er þitt bezta tækifæri til þess að spara $62. Taktu eftir eyðublaðinu, það hefir allar uþplýsihgar. Yér bjóð- um auðvelda skilmála. Vér tökum notaðar véléar í sldft- um fyrir sanngjarnt verð. Stafir í ritvélar fást á íslenzku, dönsku, norsku og öllurn öðrum tungumálum. Sendið eyðublaðið í dag—tafarlaust. " OLIVER TYPEWRITER AGENCY Somerset Building < Winnipeg, Man. Oliver Typewriter Ageency. Please send me all information about your new offer of $125.00 Oliver for $62.65. Name Street Address City........... ..Provinee............

x

Voröld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.