Voröld - 17.09.1918, Blaðsíða 3
f
Winnipeg, 17. september, 1918.
VORÖL*.
Bls. 3
BUJORD TIL SOLU
160 EKRUR I SASKATCHEWAN TIL SÖLU.
þessi jörð liggur 3/z mílur frá Turtleford. Mjög stutt til skóia,
og eins pósthúss.
Hérumbil enginn skógur á landinu, en nægur þar í nánd sem má
fá leyfi til að nota endurgjaldlaust.
Land þetta er mjög gott fyrir korn og griparækt.
SANNGJARNT VERD. GÖDIR SKILMALAR
Upplýsingar á skrifstofu Voraldar og hjá
Thorleifi I. Hallgrimssyni
Hecla, Man.
SPARAR ELDIVID OG KOL
o
IBSO'N.
FUNNEL
ÍJ>AMPER
Patented
Nov. 1917
the i ím. Ábyrgst að blutfal'alega fálst
meiri hiti með þessari aðferð en
nokkurri annari sem þekkist.
Sparar bókstaflega einn fjórða til
helming af eldiviði og er nothæft
fyrir hitunarvélar, ofna, eldavélar,
gufukatla og vatnskatla.
Nothæft með hverskonar eldivið
sem vera vill; viði, kolum, kola-
bræðir (coke) o.s.frv, og þetta er
(lOPEN ejna fyrirkomulag sem gjörir það
mögulegt að að brenna linkolum
m;ð góðvm árangri því það heldur gasi nógu lengi til ] ess að nota
það. pað hefir fundisct út með verulegri reynsli að þegar lokað er þá
byrjar loftstraumur að innan í pípuna og til hitunarvélarinnar;
kemst þá hitaaflið aftur í eldinn og notast þar; þess vegna verður það
að hitamagnlíkurnar verða miklu meiri.
6 þuml Svart. Galvan. ..$1.50 $150 9 " ... 2.30 2.55
7 " 1.75 2.10 10 " ... 2.50 2.75
8 “ 2.00 2.30 12 “ ... 2.50 4.30
pettr verð er fyrir pípur 18. þumlunga langar og er uppsetning
þar ekki innifólgin. Stærri pípur eru sérpantanir.
Paniið frá A. GIBSON, einkaleyfishafa,
eða O-RIB-O MFG. CO., LTD., einka framleiðanda.
233 Stradbrook Ave., Winnipeg.
iisiii o-caaa-o m
I Húdir, ull og lodskinn
Ef þú óskar eftir fljótri afgre:ðslu og hæsta verði fyrir u11 og loð- |
»■ sksnn, skrifið
j Frank Massin, Brandon, Man. |
SKRIFID EFTIR VERDI OG ARITAN ASPJÖLDUM.
U—111 ■■■■ 11 —iiiiii n i— '1 ■rmr " irmrmr n---wir t—i n — n — i E
SÓLÖLD er eina barna og unglinga blaðið sem gefið er út á
meðal Vestur Islendinga.
SÓLÖLD verður skemtileg, gagnleg og fræðandi.
SÓLÖLD verður með 3-5 myndum í hvert skifti.
' \
SÓLÖLD kemur út tvisvar í mánuði.
SÓLÖLD vill .verða vinur þinn. Vilt þú ei vingast við blaðið,
sem er gefið út eingöngu fyrir þig.
SÓLÖLD vill gjarnan fá þig til að senda sér línu við og við.
SÓLÖLD kostar að eins $1.00 um árið- það borgar sig að
gefa $1.00 fyrir Sólöld.
FYLL ÚT MIDANN f DAG SVO pú FÁIR NÆSTU
SÓLÖLD.
SOLOLD
Öllum kaupendum Voraldar hefir nú gefist kostur á að sjá Sól-
öld.
Eftir bréfum og áskriftarlistanum að dæma hafa þeir ekki orðið
fyrir vonbrigðum.
En það er áríðandi að allir sem gerast ætla áskrifendur að blað-
inu geri það nú þegar.
Sendu inn hvíta miðann í dag.
SENDID pENNAN MIDA í DAG
VORÖLD PUBLISHING CO-, LTD.
4821/2 Main St.,
Winnipeg, - Man.
# /
Kæru herrar;—
Gerið ^vo vel og sendið mér blað yðar Sólöld. Hérmeð fylgir
$1.00 fyr;r fyrsta ársgjaldið.
Dagsetning ..............................
Nam
Dragið ekki að gerast askrifendur Sólaldar.
Unga Island-Verzlunarmálin
(Framhald).
I.
DEÍLUR.
pegar litið er á verzlunarástandið í landinu, hlýtur öllum að vera
ljóst, að það er aðaldagskrármálið, og næstum því eina málið sem
deilt er um, og virðist skifta landsmönnum í flokka. Sýnist það orðið
fullkomið kappsmál einstakra stétta, og framkoma flestra blaðanna
ósanngjörn, öfgafull og hlutdræg gagnvart því. Enginn viss niður-
staða er sjáanlega fyrst um sinn. Ýmsum þykir þessi barátta var-
hugaverð og óþörf, öðrum virðist hún vera óumflýjanleg, eins og búið
háfi verið í pottinn hin síðustu árin, og engu spilt ef hófs er gætt í
ræðu og riti, og forsjálega teflt fram kröfum málsaðila.
Hvernig stendur á deilunni? Sumir svara þeirri spurningu, með
því að benda til atburða, er komu í ljós síðari liluta vetrar 1917,
myndun landsmálaflokks og stofnun þjóðblaðs, er beindist að verzl-
unarmálum til athugunar og umræðna. En hér mun ég leitast við
að svara henni frá öðru sjónarmiði. Eg hygg að það þurfi að líta
lengra til baka, eigi minna en 3—4 ár aftur í tímann.
1 Ófriðarbyrjun breyttust nokkuð’ verzlunarhættir í landinu.
Kaupmenn og kaupfélög víða um land höfðu áður, að mestu leyti
bein viðskiftasambönd við útlönd. En smámsaman drógust viðskift-
in til Reykjavíkur, fyrir þverrandi siglingar og aðrar ófriðarhind-
ranir sem kunnugt er. par jókst mjög atvinna og gróðabralls lit-
vegir fyrir vörubjóða, heildsala og umboðsmenn. Eftirspurn og
pantanir landsmanna á útlendum vörum urðu að ganga í gegnum
skrifstofu í Rvík miklu meira en áður hafði tíðkast. Skipin voru
látin leggja þar upp mikinn hluta af vörubyrgðunum o. s. frv. Stór-
kaupmennirnir margfölduðu viðskiftaveltu sína, og fjöldi nýrra
manna bættist í hópinn. 1 stuttu máli sagt, ný og f jölmenn atvinnu-
stétt var mynduð í höfuðstaðnum, til þess að vera tengiliður milli
erlendra umboðsmanna og verzlunarhúsa, og kaupmanna og kaup-
félaga hér í landi. Hún virtist stefna að því marki, að ná yfirtökum
á allri verzlun landsmanna við útlönd; búa þannig um aðstöðu sína
og ýmsa skilmála að hún hlyti að lenda í þeirra höndum. pví meir
sem styrjaldarkröggurnar þrengdu að, þess meir jókst gengi oð ásólm
heildsalanna. Atvinna þeirra og starfsemi var auðvitað fengur fyrir
Reykjavíkurbæ, en þó einkum sérstakár stéttir þar. Sló það svo
miklum gullglampa í augu ýmsra bæjarbúa, að margir góðir hæfi-
leika- og mentamenn hugðu þar til fanga; snerust þessvegna frá at-
vinnu, er þeir áður höfðu rekið, og suinir jafnvel störfum í landsins
þjónustu. pá hrutu eigi síður ýmsum lögfræðingum og málaflutn-
ingsmönnum, bitar af verzlunarborðunum. Eftirspurn var mikil
eftir leiðbeiningum þeirra við þaup- og sölusamninga, fjárheimtur og
ýms gróðabrögð. Sú stétt var því af skiljanlegum ástæðum sam-
hent heildsölunum og fylgdi þeim að málum.
Ýmsunl mönnum, er að samvinnufélögum stóðu, þótti þetta at-
hugunarverðar aðfarir, því nær sem dróg þeirra nauðsyn kaupfélaga
að panta vörur sínar gegnum Reykjavík. En sum félögin höfðn,
sem kunnugt er, lengst allra einkaverzlana, bein verzlunarsambönd
við útlönd, gegnum skrifstofu S. í. S. í Ivaupmannahöfn. — pessir
samvinnumenn fóru því að bera saman ráð sín, og' leita bragða til að
sporna við framsókn og frekju heildsalanna. Fyrst og fremst með
því að hvetja all neytendur, sveitárbændur og verkamenn í kaup-
stöðum til þess að fylkja sér um samvinnufélagsskapinn. Yar að
því unnið í Tímariti Sambands íslenzkra samvinnufélaga, fyrirlestr-
arferðum um sveitirnar, og ennfremur með fundahöldum, blaðútgáfu
og sumstaðar kaupfélagsstai’fsemi í verkamannafélögum.
Önnur úrræði samvinnumanna, gegn flokksvaldi heildsalanna, er
virtist ætla að kreppa verzlun landsins í gróðagreipum sínum — komu
eigi til framkvæmda fyrri en síðastliðið ár. pá var aðalskrifstofa
S. 1. S. flutt til Reykjavíkur, farið að undirbúa þar heildsöluverzlun
fyrir félögin, og stofnað þjóðblaðið “Tíminn, ” sem studdi málstið
og markvið samvinnufélaganna. pessir |iðasttóldu atburðir urðu
heildsölum og kaupmönnum höfuðstaðarins þyrnír í augum. pegar
þar við bættist að þeir álitu liið nýstofnaða ráðaneyti íslands hlynt
samvinnustefnunni,' meira en góðu hófi géngdi. Glámssýnir þeirra
gintu til þess, að þeir gátu naumast unt, nýkomnum aðilum sámvinnu-
stefnunnar jafnréttis við sig, gagnvart stjórnarráðinu og verzl oiar-
skilyrðunum í R.vík. Að vera heimaríkur þykir lítil iiæverska, og'
hefir jafnan ákveðnar afleiðingar.^
Varð nir skjótlega landsfleyg su frétt, að búið ræri að kveikja
eldinn við herbúðir beggja flokka, kaupmanna og sanvinr.ufélaga.
Aðalorsökin sú að framsæknustu liðsflokkar og höfuðsmenú þeirra
tveggja andstæðu stefna í þessu landi voru nú komnir svo nálægt
hver öðrum að þeir gátu horfst í augu á úrslitahólmmuim Sýnilegt,
að nú gátu þeir ekki lengur starfað samhliða að verzlun landsmanna
nema að farið væri í fullru alvöru að togast á um hana. Og þá sér-
staklega á heildsölutorgi landsins í Reykjavík. Flokkaskiftingin og
deiluefnin mjög eðlileg; engum einum manni eða þjóðbladi var mögu-
legt um það að kenna. Aðeins hinu, sem áður er sýnt, að viðskifta-
óreiði þessara tíma og slit eldri sambanda, knúðu fram öfgar og
ágengi, einkum úr flokki stórkaupmanna, er flýtti fyrir að stefn-
urnar rækjust hvor á aðra.
pað var ekki ritstjórnargrein í “Tímanum,” som kveikti eldinn,
eins og fleiprað er um og flaggað með af miður góðgjöi’num mönnum,
og ýmsar volaðar sálir taka trúanlegt. Sagan geymir verzlunar-
greinir ‘ ‘ Tímans ’ ’ til sönnunar því, að þar var ekkerl ósæmil egt fram
borið, og eigi liampað frekari kröfum, en áður hafði verið haldið
fram af samvinnumönnum í ræðu og riti. Mátti glögt sjá það á því,
að fyrsti málsvari kaupmannastefnunnar, í þessum deilum, G. G.,
fjallaði mest um ritgerðir, sem prentaðar voru löngu áður í Tímai’iti
ísl. samvinnufélaga og víðar. Annað mál var það, þó að andsvör
“Tímans” þætti nokkuð hvatskeytileg, því G. G. notaði, einkura
þegar fram í sótti, óvönduð orð, missagnir og rangfærslur, er þjóð-
kunnir gætnis- og sæmdarmenn víttu opinberlega og leiðréttu.
Enda virðist nú auðsætt að málsaðilar kaupmannastefnunar,
sleppi eigi framar fúslega við hann pennanum, því sjálfum þeim
vinnur hann mést ógagn. peir forsjálari og hyggnari í flokki kaup-
manna, bejla jafnan því heillaráði gagnvart kaupfélagsskapnum, að
tefla sem minst eða rökræða opinberlega. Birta kaupendum sjaldan
skýrslur eða ástæður í verzlunarefnum, én veita þéim, ef til vill, frek-
ar tvíræða fræðslu um þau bak við tjöldin. Fiska í grugginu, og
fela sem vendilegast verzlunarhagnað sinn; taka hann venjulegast
af þeim lið viðskiftanna, er kaupendur eiga erfiðast með að glöggva
sig á. Kyrðin, þögnin og myrkrið eru þessum málstað hollust; en
aftur á móti eru opinberar umræður, sánnar og ljósar skýrslur,
framsóknarskilyrði samvinnustefnunnar; eins og öllum ungviðum á
þroska-aldri, er hreint og streymandi lífs-loft og ljós.
Ritdeilurnar voru aðeins byrjun í opinberri baráttu þessara and-
stæðu skoðana og flokka, er síðan hefir haldið áfram, og virðist fara
vaxandi. Eigi hefir enn bólað á illum afleiðingum hennar í verzl-
nnarframkvæmdum, þrátt fyrir öll viðskifta ókjör. Má að miklu
leyti, þakka það sanngirni og samvinnuþýðleik núverandi stjórnar,
við báða flokka; og hinsvegar staðfestu alþýðunnar gagnvart ögrun-
um blaðanna og valdsjúkra leiðtoga.
Ýmsir hafa fylst vandlætingu út af þessu vegna ófriðarins; en
auðsætt er að hér er hafin sú glíma, sem eigi var né verður hjá kom-
ist. Nokkrir gætnir og góðir samvinnumenn líta svo á, að kaupfél-
agsskapnum liafi verið unnið ógagn, með því að komast svo á deilu-
málaskrá þjóðarinnar, samhliða öði’uu landsmálum. Telja að hann
geti þróast í kýrþey, eins og áður, án baráttu í ræðu og riti. Um
þetta er að sönnu of snemt að dæma til fulls; en vafalaust þróast hann
engu síður fyrir umræðurnar. Og varfærni þessara manná, stafar
af því að þeir hafa ekki gert sér ljósar, þær skjótu breytingar á við-
skiftalífinu í landinu, er lýst er hér að framan. Eigi glöggvað til
fulls, stefnu og framkomu heildsalastéttarinnar í Reykjavík.
peir mega ekki gleyma því að enginn málstaður er svo góður, að
hann þoli að vera svertur og rengdur, þar sem hann á eins lítil ítök
og fótfestu og kaupfélagsskapurinn hefir enn hlotið í höfuðstað
landsins og sumum héruðum. Sá málstaður getur lítið áunnið, og
eigi trygt sér fylgi þeirra manna, sem ekki hafa reynt hann; nema að
hann sé skýrður opinberlega, og varinn gegn aðkasti andstæðinga,
svo að öll þjóðin heyri. pað lierfilega skammsýni, að miða við á-
stæðurnar fyrir smásölum, sumstaðar fullnægjandi. pó var í byrjun
ómetanlegt gagn að rituðum félagsblöðum í þeim héruðum.
Mér finst það undarlega sljófir og nægjusamir samvinnumenn,
sem álíta að það geti gengið orðalítið í gegn, og án aðstoðar blaða og
annara alþjóðar-málgagna, að heildsöluverzlun kaupfélaganna geti
nú unnið sér hyllil og útbreiðslu, við hlilðina á hlífðarlausum og mis-
jöfnum keppinautum. Hér er þó eigi síður við ramman reip að draga
en þegar fyrstu félögin áttu í höggi við selstöðuverzlanirnar, og
munu þeir menn þá hafa litið svo á, að engin framsóknar- eða varn-
artæki mættu ónotuð vera.
“Að blanda kaupfélagsmálum inn í flokkapólítíkina og lands-
málaþjarkið, er beinlínis skaðræði og málefninu ósamboðið,” hefi eg
heyrt suma menn segja. En eg spyr: hver er pólitík flokkanna í
landinu, síðustu missirin? um hvað skiftast þeir, þegar frp,skilin er
baráttan um völdin, sem altaf og á öllum sviðum á sér stað? Og
hvað er kaupfélagsskapur og verzlun, annað en landsmál og
pólitík? Eg hygg að því verði eigi svarað á annan hátt.
Pqgar verzlun þjóðarinnar er aðaldagskrármálið, er í sambandi
við fjármálin, liefir áhrif á skipun flokka og afstöðu þeirra gagnvart
stjórninni, þá er eðlilegt og sjálfsagt, að samvinnustefnan láti sem
mest til sín taka og beiti sínum áhrifum.
Fortíðin virðist vera búin að gróðursetja þá skoðun, óhagganlega
hjá fjölda manna, að stjórnmálin ein, og sérstaklega sambandið við
Dani, sé sú flokkapólitík, er ráði stefnum og merkjum í þjóðmálum.
peir menn vilja ekki víðurkenna að þessum málum er nú mjög vikið
til hliðar á dagskránni, enda orðin áhrifalítil; að nútíminn er að
knýja atvinnumálin fram fyrir, til þess að ákveða hreinar línur í
innanlandsmálum; línur, sem þjóðin virðist smámsaman skipast um
síðustu missirin, þó að þingflokkarnir dingli ennþá með gömlu nöfn-
in. — Sé það svo, að þessum mönnum finnist gömlu flokksmálin og
blaðamoldviðrið, vera búið að saurga svo landsmálagrundvöllinn, að
það gerspilli kaupfélagsmálum að koma nærri honum — þá ætti það
ekki að vera fyrir neðan virðingu nokkurs samvinnumanns, að veita
lið sitt til þess að hreinsa þann grundvöll, og hefja þjóðmáli upp úr
fyrirlitningunni, á hreinna og æðra svið. Svo að þeim geti þótt það
heilbrigt og vansalaust hlutverk!, að gera samvinnufélagsskapinn að
landsmáli (pólitík).
Andstæðingar samyinnustefnunnar kunna líka að nota sér af-
stöðu og áhrif hinna varfærnu samvinnumanna, sem í rauninni eru
að nokkru leyti sprottin af umhyggju fyrir samvinnuh|igsjóninni; en
verða svo að hálfvelgju í arfleiðingunum. Andstæðingar látast, ýmsir,
viðurkenna hugsjónina og kaupfélagsstarfsemina innan vissra tak
marka, þeir þora ekki að ráðast á stefnuna sjálfa, heldur mennina
sem bera hana fram og aðferð þeirra í hvert skifti, sem þeim virðist
blása byr. Til þess að þóknast og sýna frjálslyndi, hæla þeir nú orð-
ið stærstu kaupfélögunum í Eyjafjarðar- og pingeyjarsýslu, (sbr.
G. G. og Landið). En hvaða hljóð skyldi koma úr þeirra kaup-
mannahornum, ef skjótlega kæmist rekspölur á kaupfélag í Reykja-
vík, eins öflugt og Kaupflag Eyfirðina er á sínu sviði?
Varla mun þá þurfa að káupa dýrt hnjóðsyrði og spark til fél-
agsins, en gyllingar við kaupendur, eins og áður var títt í nefndum
héruðum.
Sú skoðun mun víða vera ríkjandi sem virðist eiga að halda
fram einskonar samkomulagi eða miðlum milli kaupmanna og sam-
vinnustefnunnar — að kaupfélögin séu góð og nauðsynleg til þess
að halda uppi samkepni við kaupmenn; en verði þau öflugri en þeir
og haldi velli, muni verzlunin krept þeim böndum, er nálgast að jafn-
ast við gömlu einokunina. (“Islendingur” hefir nýlega flaggað með
þessari röksemdarfærslu, og virðist áhuginn mikill, og fögnuðurinn
yfir því að hafa loksins hlotið gullvæga sannfæringu, til að flytja
þessa skoðun). pessi hálfvolga og markmiðslausa miðlunarskoðun
á sennilega að fá almenning til þess að breyta af brjóstgæðum við
kaupmenn og þeirra atvinnugrein, og samkvæmt “ kærleikslögmál-
inu”; eins og eitt kaupmannablaðið komst svo fagurlega að orði í
vetur!
En eg vil spyrja: hver verða þá takmörkin fyrir því, hve mikið
kaupfélögin megi þroskast og víkka starfssviðið, svo að eigi leiði til
illrar einokunar? (!) Er það hugsunin að helmingur neytenda í
hverju héraði og öllu landinu, verzli við kaupmenn, en hinn hlutinn
sé í kaupfélögunum? Óneitanlega væri á þann hátt fengin jöfn af-
staða til samkepni. Og eg á von á því svari að frjálsa samkepni eigi
ag leysa úr þessu og setja hæfileg takmörk.— En gallinn er sá, að
hún réynist ekki frjáls, eins og síðar mun ljóslega sannað. Hún knýr
menn að lokum til þess að mynda hagsmunahringi, er etja hver við
annan unz einhver flokkurinn gefst upp. Ef tveir þannig andstæðir
hagsmunahi’ingir tveggja stétta, t. d. sjómanna og landbænda, eða
tveggja þjóða, sjá þann kost farsælli og báðum hagkvæmari, að koma
sér saman um sáttmála og takast í hendur áður en yfir lýkur — þá
er myndað samvinnufélag — það reynist eina úrlausnin. — Fyrst
takast þeir í hendur, sem nánastir eru og reka líka atvinnu; síðar
koma svo aðrir þeim f jarskyldari, inn í samvinnusambandið. En ef
að neytendur styðja jafnt, með viðskiftum sínum, báðar stefnurnar,
kaupmanna og kaupfélaga — þá hjálpa þeir þeim fyrnefndu til að
lteppa við og veikja sitt eigið hagsmuna- og sameignarfyrirtæki; á
þennan hátt berjast þeir hver við annan eða réttara sagt, sjálfa sig.
Samkepnisokrið kostar þjóðina of fjár og starfskrafta, éigi síður en
ill einokun. Eina algilda reglan verður þessi: Sú viðskiftastefnan,
sem með rökum og reynslu getúr sannað, að hún reki verzlun lands-
manna betur og með minni kostnaði, hún á að sigra, og gerir það
með tímanum, því fyr, því beti’a. pjóðin flýtir mest fyrir þeim sigri,
ef hún gerist einhuga um heilbrigðu stefnuna.
(Framhald).
/