Voröld


Voröld - 17.09.1918, Qupperneq 7

Voröld - 17.09.1918, Qupperneq 7
Winnipeg, 17. september, 1918. VORÖLD. Bls. 7. Islenzk þjóðernisstofnun í Winnipeg Herra ritstjóri.— Mig langar til að segja örfá orð um u.ppástungu pína., ao íslenzku Goodtemplaraa stúkurnar í Winnipeg gefi húseign sína fyrir eins- l'.onar miðstöð þjóðerr-is hreyfingar- innar meðal Vestur íslendinga. Ég er þér og öðrum, sem á þetta mál hafa minst í Voröld að miklu leyti samdóma. Húsið vri einkar hentugt fjrir þesskonar stofnun, bæði sökum þess að það er á ágætums tað fyrir íslendinga, sem til Winnipeg koma, og einnig þess kð það er og hefir yer- ið einn helzti samkomustaður íslend- inga í Winnipeg nú um nokkur ár. Bæði þú og aðrir, sem á þetta mál hafa minst, virðast vera þeirrar skoð- unar, að starfi G. T. stúknanna sé lok- ið fyrir fult og alt. Eg get ekki verið þér samdóma um það. Að vísu er starfið orðið smátt í samanburði við það sem það áður var, en alger trygg- ing er þó ekki fengin fyrir því, að ekk- ert þurfi framar að starfa í bindindis málinu. Enginn veit með vissu nema að einhverjar breytingar geti orðið í framtíðinni á landslögum og kring- umstæðum, sem geri áframhaldandi bindindis starfsemi nauðsynlega. Meðan svo er verður naumast við þvi búist, að stúkurnar, sem eru fyrst og fremst bindindisfélög, sleppi hend- inni af eign sinni, sem hefir kostað þær mikið fé. pær yrðu að minsta kosti að hafa fulla tryggingu fyrir þvi að umráð yfir húsinu gætu ekki lent í höndum manna sem eru hirðu- lausir um bindindismálið eða því jafn- vel andstæðir. En að það gæti kom- ið fyi-ir er ekki með öllu ugglaust, ef bindindismenn afsöluðu sér fyrir fult og alt yfirráðum yfir húsinu. En hvað er því til fyrirstöðu að stúk urnar ljái húsið i þjóðemislegar þarfir að svo miklu leyti sem þær sjálfar þurfa ekki nauðsynlega að nota það, án þess að gefa það alveg frá sér? pær hafa sýnt að þeim er ant um þjóðernismálið með þvf að gangast fyrir að tilsögn sé veitt í ís- lenzku endurgjaldslaust unglingum, sem vilja nota það. Tvo undanfarna vetur hafa stúkurnar haldið laugar- dagsskóla til að kenna íslenzku í húsi sínu, og ýnisir meðlimir þeirra hafa lagt á sig allmikið aukastarf við að kenna þar. J>að kemur varla til mála annað en að stúkurnar yrðu fúsar á að auka þetta starf sitt, enda var til þess ætlast að það yrði nokkuð víð- tækara, þegar ég og aðrir vöktum máls á því fyrir tæpum tveimur ár- um, þó alt hafi farist fyrir fram að þessu nema ísíenzkukenslan, mest vegna tregðu manna sem beðnir voru að flytja fyrirlestra. Sökum áhuga þess, sem 'stúkurnar hafa sýnt i þessu máli ættu þær fúslega að taka hönd- um saman við alla, sem eitthvað vilja gera til að koma málinu í betra horf. Vitanlega eru þær ekki þess megnugar að leggja á sig nokkur útgjöld til muna í þessu skyni, en húsið gætu þær eflaust léð með viðunanlegum kjörum. Ég vil þá leyfa mér að gera fáeinar uppástungur um það hvernig, að mínu áliti, mætti haga til með fram- kvæmdir í þessu máli svo að þær kæmu að góðum notum. Ef til vill getur það orðið til þess að aðrir gæfu bendingar, eða gerðu athugasemdir; en því fleiri bendingar sem koma því betra. f fyrsta lagi ætti að koma á fót ís- lenzku bókasafni, sem allir ættu að- gang að. J>að nf meira en meðal skömm að íslendingar í Winnipeg skuli ekki eiga opinbert íslenzkt bóka- safn—eg tel ekki ómyndina í bæjar- bókhlöðunni—þegar þess er gætt, að í mörgum íslenzkum bygðum hér vestra eru furðu góð íslenzék bókasöfn, sem eru eign lestrarfélaga. í bókasafni þessu ættu að vera valdar íslenzkar bækur og svo að sjálfsögðu blöð og timarit. Bækurnar þyrftu að vera í lestrarsal, sem væri ávalt opinn, til þess að sem flestir gætu notað fri- stundir sínar þar. pað segir sig sjálft að ekki væri unt að byrja nema I smá- um stíl, en bókasafnið yxi náttúrlega með tímanum; og um aðsókn að því þarf varla að efast, því nóg er til af íslenzku fólki í Winnipeg, sem vill lesa íslenzkar bækur, miklu meira en það héfir efni á að kaupa. f annan stað ætti við o^ við að flytja fyrirlestra um íslenzk efni. Nóg er til, sem flestir þurfa að fræðast um, og nóg er til af mönnunum, sem geta flutt fræðandi og skemtilega fyr- irlestra. Eg býst v;ð að því muni verða haldið fram, að fyrirlestrar þessir yrðu illa sóttir, reynslan hafi sýnt að íslendingar í Winnipeg sæki fyrirlestra yfirleitt fremur illa. Að vísu er nokkuð satt í þvi, en það mætti með ýmsu móti glæða áhuga fyrir þess konar fyrirlestrum og fá fólk til að sækja þá. Stöku sinnum gæti það og borið við að ná mætti í nafnkenda menn, sem fólk hefir ekki áður heyrt til, til að flytja fyrirlestra um ýms efni íslandi og íslendingum viðkom- andi; jafnvel ekki fyrir það takandi að með tímanum mætti bjóða merkum mönnum að heiman hingað vestur 1 þvi skyni að glæða islenzka þjóðrækni hér, og gera það með almennum sam- tökum að því er kostnað snertir. í þriðja lagi gæti íslenzk þjóðern- isstofnun í Winnipeg unnið mjög þarft verlc i þvi að leiðbeina íslendingum sem þar eru á ferð. Margir mundu nota sér leiðbeiningar, sem þar væ:i auðvelt að hafa á takteinum, en sem oft er æði snúningssamt fyrir menn, sem ekki hafa þvi meiri tíma, að fá, þegar þeim liggur á þeim. pannig gæti stofnunin komið að notum fyrir flesta Vestur-fslendinga, sem ekki eiga heima í Winnipeg. Winnipeg hefir allmargt að bjóða, sem er mentandi fyrir fólk, sem ekki er öði-u vant en því sem býðst út um bygðir; en marg- ir kunna lítt að nota sér _það, og eyða þess vegna tíma til að sækja skemt- anir af heldur lélegra tagi, þegar þeir korna til bæjarins. parflegar leið- beiningar viðvíkjandi ferðalögum og rnörgu öðru, sem fólk, er ekki mælir vel ensku, á oft erfitt með að afla sér, mætti gefa þar. Og enn er ötalið eitt þai-favex'kið, sem stofnunin gæti unnið—ef til vill hið stærsta, sem er það að draga Vestur-íslendinga betur saman í eina heild. Næstum að segja öll mál, sem við höfum með höndum, eru þannig í eðli sínu að þau skifta okkur í ein- hverja flokka. En hér getum við átt sameiningarmál. Og jafnframt því sem þjóðarbrot okkar hér gæti sameinast með þessum hætti, svo að meiri sam- úð .og skilningur ætti sér stað, rnætti gera stórmikið í þá átt að efla samúð og vináttu milli okkar og fslendinga heima. Fjölda margir Vestur-íslend- ingar hafa að einhverju leyti ranga afstöðu gagnvart heimaþjóðinni, sem oftast mun stafa af þekkixígarleysi og skilningsskorti, og líklega á hið sama sér stað á íslandi gagnvart Vestur-fs- lendingum. pessu mætti eflaust mik- ið kippa í lag með íslenzkri þjóðern- isstofnun, sem stundaði af alefli að meiri samúð gæti átt sér stað meðal Vestur-íslendinga og gagnvart Austui’- íslendingum. petfa yrði að vissu leyti aðalmark- mið stofnunarinnar ásamt því að vinna að viðhaldi málsins og þjóðernisins. Margt fleira en það, sem hér hefir verið bent á, mætti gera, sem alt gæti miðað í sömu átt, nefnilega þá að glæða hjá okkur ást á öllu íslenzku, sem við getum haldið við hér, án þess að verða á nokkurn hátt eftirbátar annars fólks hér eða lakari hérlendir borgarar. En hvernig á að gera þetta? Eitt- hvað mundi það kosta. Bókasafn og þess konar fæst ekki fyrir ekki neitt, fyrirlestrar mundu einnig hafa- ein- hvern kostnað í för með sér, þótt flest- ir yrðu ef til vill fluttir endurgjalds- laust eins og venja er til. Og ekki kæmi til mála að setja á fót slíka stofnun án þess að hafa hæfan manu til að veita henni forstöðu og borga honum sæmileg laun. Hvaðan á að fá peningana? pá yrði auðvitað að fá með almennum tillögum, t.d. árs- tillögum, sem næmu frá 1. til 5 doll- ara, eftir efnahag manna. Ekki er ólíklegt að stöku efnamenn gerðust styrktarmenn fyrirtækisins, er þeir sæju að það yrði Vestur-íslendingum til sóma og kæmi að verulegum not- um. Einhvers konar félagsmyndun með stjórn og ákveðnu fyrirkomulagi mundi verða nauðsynleg; en bezt væri að hún yrði sem víðtækust og að sem flestir tækju þátt í fyrirtækinu— alment þjóðernisfélag mundi verða vænlegast til að fá mest fylgi meðal fólks I hinum fjplmehnari íslenzku bygðum. Eflaust segja margir að nú sé ekki tími til að ráðast í fyrirtæki líkt þessu —nóg annað sé að hugsa um—og ó- ráðlegt að hraða þessu máli meira en ástæður leyfa. Getur verið að nokk- uð sé hæft í því; en málið er engan veginn komið í framkvæmd þótt byrj- sé að hugsa og tala um það. Pað þarf að likindum langan og vandað- an undirbúning, og það væri ver farið af stað en heima setið að byrja á ein- hverju í þessa átt, Sem engin ending yrði í. En að þetta sé áhugamál all- margra og að umræður um það ættu að taka ákveðna stefnu svo alt sé ekki óundirbúið þegar ástæður leyfa að byrjað sé—um það getur naumast verið nokkur skoðanamunur hjá þeim sem á annað borð hafa nokkum á- huga fyrir viðhaldi íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðernis hér vestan hafs. G. Árnason. Islenzkur fræðimaður látinn. pann 30. jan. þ. á. lézt í bænum Tacoma í Washingtonríkinu prófessor Bertel Högni Gunnlögsson. Æfiferli þessa fræðimanns, sem mestan hluta æfi sinnar hefir dvalid fjarri föður- landi sínu og ber nú beinin í fram- andi landi, lýsir Eggert Jóhannes- son í “öldinni” 1895, og finst mér vera rétt, að við hér heima fáum að vita frægð hans og mentun. “Prófessor Gunnlögsson var fæddur á íslandi 29. maí 1839 og er sonur Gunnlögs landfógeta Stefánssonar prests pórðarsonar á Hallormsstað í Norður-Múlasýslu Högnasonar og puríðar Benediktsdóttur Gröndal yfir- dómara. Ofanrituð nöfn sýna, að pröfessor Gunnlögsen var ættstór mað- ur, enda sýndi ólafur Snókdalín, er árið 1840 tók saman ættartölu (þá áttræður), að hann er i beinan kari- legg kominn af Freysgyðlingum. — 4 ára gamall fór hann með föður sín- um til Kaupmannahafnar og dvaldi vetrarlangt í Khöfn. 1848 komu þeir feðgar aftur til Reykjavíkur og var Högni á íslandi frá þeim tima og þangað til hann var 12 ára, að hann fór með föður sínum aftur til Hafnar, og tók að stunda nám í latínuskóla. pað var hvorttveggja, að Högni var snemma ímyndunarríkur og eftirtekt- arsamur, enda af þvi bergi brotinn. Tveim árum eftir ltomu hans til Dan- merkur lagði hann einn síns liðs til Rómaborgar; þá var hann 15 ára gamall, og má af því ráða að hann hafði sjálfstæðar skoðanir og meiri kjark en flestir íslendingar til þess að vinna sér frægð og fx-ama í Suður- löndum, nokkuð sem honum tökst meira en í meðallagi vel. í Róma- borg var hann til 1859; þá fór hann til Islands undir vetur; það ár fór hann aftur frá íslandi, hafði þess vegna ekki séð fslandsfjöll í 29 ár. pá fór hann til Edinborgar, var þar um hríð. pá kyntist hann enskum fræðimanni, Dr. Buchnell, og komst I kynni við ýmsa stórhöfðingja. Um það leyti var danskan og Norðurlanda- mál í hávegum meðal höfðingja allra á Englandi, sem orsakaðist einkum af því, að prinsinn af Wales var þá í undii'búningi að mægjast við Dani. Allir, sem töldust tilheyra fyrstu stærð þjóðfélagsins, vildu læra dönsku og komast niður í norðurlandafræð- um. Af þvi leiddi, að Högni, þótt ungur væri (rétt tvítugur) náði ákjós- anlegustu kennarastöðu. — Vorið 1860 bauð Dr. Buchnell honum að fylgjast með sér I ferð um Austurlönd; um tíma ferðaðist hann þannig til Grikk- lands, Litlu-Asiu, Arabíu og Egyfta- lands; þar skiftust leiðir Dr. Buch- nell hélt áfram ferðum sínum, en Gxmnlögsen vildi kynna sér meira en landslag og rústir í Littlu-Asíu og fór því norðvestur um Miðjarðarhaf til Sikileyjar og þaðan til Neapel; tók hann þar til að kenna og hafði af nægilegt viðurværi. Jafnframt stund- aði hann háskólanám af kappi og lagði stund á Austurlanda tungumál, einkum sanskrit og persnesku og samanburðarmálfræði og tók próf með 1 eink. í þessum fræðigreinum, þrátt fyrir það, að hann varð að vinna fyrir sér sjálfur meðan á náminu stóð. Um aramótin 1868—69 kvaddi Gunnlögsen Neapel og hélt til Lundúna og hitti þar marga forna og nýja vini. 1880 fór hann vestur um haf frá Lundúnum til Chicago, hélt þar áfram ritstörfum og kenslu, þangað til hann fyrir eitt- hvað þremur ái'um fluttist vestur á Kyrrahafsströnd, til Tacoma. Pað er engin þurð á mentamönnum og menta- stofnunum í Tacoma, en vafalítið er það, að Gunnlögsen er viðurkendur æðstur allra borgarmanna að því er snertir tungumál, bókmentir og fagur- fræði. Norðmenn eru þar margir og hafa verðugt eftirlæti á honum.” petta og miklu meira í'itaði Eggert Jóhannsson um hann 1895. í seinni tíð var próf. B. H. Gunnlög- sen orðin mjög svo heilsubilaður, en þrátt fyrir það hafði hann í hjáverk- um í fyrra sumar og haust er leið að snúa bók úr þýzku á ensku fyrir blaðamann einn í New -fork. Hann var fyrsta barnið er var skírt í skírnarfonti þeim, er Bertel Thor- valdsen gaf Reykjavíkur dómkirkju. Reykjavik, 18. april, 1918.—B. -—Landið. ARDUR EFTIR ÁSAUD. Ærin Dúða, eign ögmundar bónda i Miðfelli I Hraunamannahreppi I Árnessýslu, mjólkaði sumarið 1916 83 kg. alls. Fitan í mjólkinni var mæld tvisvar og reyndist að vera, i fyrra skiftið 27. júlí, 6.10 pró cent, en I síðara skiftið 9 sept., 6.50 pró cent,— Með vanalegum útreikningi á smjör- inu í mjólkinni, verður það úr þessari mjólk, nálægt 6 kg. eða nákvæmlega tiltekið 5.87 kg. Ef nú smjörið er reiknað á kr. 1.60 kílóið, og undan- renna og áfir á 5 aura lítirinn verður útkoman kr. 13.25. Sé nú ullin af ánni talin með — kr. 2.20 —r og lambið um haustið •— kr. 14.00 — þá hefir ærin gefið af sér kr. 29.45 um árið. En frá þessari upphæð dregst svo kostnaðurinn við ána, fóður, fjallskil, vextir af verði hennar o. fl. og er þetta talið að vera alls kr. 6.20. — Yerður þá ágóðinn af Dúðu alls kr. 23.25. —Freyr. VERDLAUN. úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. fengu árið sem leið, þeir Guðmund- ru porbjarnarson á Stóra-Hofi á Rang- árvöllum og Björn hreppstjóri Sigfús- son á Kornsá í Húnavatnssýslu.— Margir aðrir sóttu um verðlaunin að þessu sinni, og telja kunnugir, að sumir þeirra muni hafa eins mikla, ef ekki meiri, verðleika en hreppstjórinn á Kornsá til þess að njóta þeirra, enda þótt hann sé vitanlega góðs maklegur. —En eigi á hann sök á því, hverjir hlutu verðlaunin, því að það er lahds- stjórnin, sem úthlutar þeim . —Freyr. Business and Professional Cards Allir sem I þessum dálkum auglýsa eru velþektir og áreiðanlegir menn—peir bestu sem völ er á hver I . sinni grein. LÆKNAR. Dagtals St.J. 474. Næturt. St. J. 866 Kalli sint á nótt og degi. DR. B. GERZABEK, M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Fyrverandi aðstoðarlæknlr við hospítal í Vínarborg, Prag, og Berlin og fleiri hospítöl. Skrifstofutími í eigin hospítali, 416 -417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutími frá 9—12 f.h.; 3—4 og 7—9 e.h. Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal 415—417 Pritehard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstveiki, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýflaveiki, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. DR. M. B. HALLDORSSON ^ 401 BOYD BUILDING . Talsími M. 3088 Cor. Portage &Edm Stundar sérstaklega berklaveiki og aðra lungnasjúkdóma. Er að finna á skrifstofu sinni kl. 11 til 12 f.m. og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili að 46 Alloway Ave. Talsími Sh. 3158. V______________________________. DR. J. STEFÁNSSON ^ 401 BOYD BUILDING Horni Portage Ave og Edmonton St Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h. Talsími Main 3088 Heimili 105 Olivia St. Tals. G. 2315 HEILBRIGDIS STOFNANIR Keep in Perfect Health Phone G. 869 Turner’e Turkleh Batha. Turkish Baths with sleeping ae- commodation. Plain Baths. Massage and Chiropody. Cor. King and Bannatyne Travellers Building Winnipeg j Talsimi Main 5302 J. G. SNIDAL, L.D.S. Tannlæknir 614 Somerset Block, Winnipeg Sími, Main 649. H. W. HOGUE Sérfræðingur í öllu sem röddinni tilheyrir bæði í ræðu og söng. Alt læknað sem að röddinni gengur. Stam, mál- helti, raddleysi læknað með öllu. Ófullkomleikar raddarinnar til ræðuhalda lagfærðir. H. W. HOGUE. A. 0. U. W. Hall, 328 Smith St. Winnipeg. LÖGFRÆDIN GAR. ADAMSON & LINDSAY Lögfræöingar. 806 McArthur Building Winnipeg. Talsími M. 3142 G. A. AXFORD Lögfræöingur 503 Paris Bldg. Winnipeg J. K. SIGURDSON, L.L.B. Lögfræðingur. 708 Sterling Bank Bldg. Sor. Portage and Smith, Winnipeg Talsími M. 5266. MYNDASTOFUR. DR. 6. STEPHENSEN Stundar alls konar lækningar. Talsími G. 798, 615 Bannatyne avenue. J ■■n TANNLÆKNIR Dr. Gordon D. Peters, 5 lofti . I Boyd Byggingunni, á horni Portage og Edmonton stræti, hér I bænum. Viðtals timi 9 til 5., Phone M. 1963. Til viðtals á kveldum aðeins ef fyr- ir fram ráðstafanir eru gerðar. Sími: M. 4963 Heimili S. 3328 A. C. JOHNSON Legir hús, selur fasteignir, útvegar eldsábyrgSir. 528 Union Bank Bldg. BLÓMSTURSALAR W. D. HARDING BLÓMSALA Giftinga-blómvendir of sorgar- sveigir sérstaklega. 374J4 Portage Ave. Símar: M. 4737 Heimili G. 1854 Talsími Garry 3286 RELIANCE ART STUDIO 616 Main Street Vandvirkir MyndasmiSir. Skrautleg mynd gefin ókeypis hverjum eim er kemur meS þessa auglýsingu. KomiS og finniS oss sem fyrst. Winnipeg, Manitoba J. J SWANSON & CO. . Verzla meö fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgöir o. fl. 504 The Kensington, Cor. Portage & Smith Phone Main 2597 Talsími Main 3775 Dag og nótt og sunnudaga. THE “KING” FLORIST Gullfiskar, Fuglar Notiö hraöskeyta samband vi* oss; blóm send hvert sem er. Vandaöasta blómgerö er sérfr-æöi vor. 270 Hargrave St., Winnipeg. Ti! aö fá góöar myndir, komiö til okkar. sj N PV 9» g BURNS PHOTO STUDIO 4> 576 Main Street O; c CK G. J. GOODMUNDSON Selur fasteignir. Leigir hús og lönd. Otvegar peninga l^n. Veitir áreiðanlegar eldsábyrgðlr billega. Garry 2205. 696 Simcoe Str. SÉRFRÆDINGUR VID PHONOGRAPHS, ALLAR MAL- VÉLAR Eg geri ekkert annað en að gera við hverslags málvélar sem er. Brotnar fjaðrir, málberann og plöt- urnar, eg gerl við það alt. Eg sendi aðeins færa menn þeg- ar viðgerðirnar eru gerðar heima I húsinu. Alt verk ábyrgst. W. E. GORDON Elevator to 4th Floor, 168 Market E 4 dyr frá Pantages. Phone M. 93 Einkaleyfi, Vörumerki Útgáfuréttindi FETHERSTONHAUGH & Co 36-37 Canada Life Bldg. Phone M. 4439 Winnipeg New Tires and Tubes ’ CENTRAL VULCANIZING H. A. Fraser, Prop. Expert Tire Repairing Fljót afgreiösla óbyrgst. 543 Portage Avenue Winnipeg Phone Sh. 2151 Heimili S. 2765 AUTO SUPPLY & ELECTRIC CO., Ltd. Starting & Lighting Batteries Charged, Stored and Repaired Speedometers of all makes Tested and Repaired. Tire Vuncalizing. W. N. MacNeil, Ráösmaöur 469 Portage Ave., Winnipeg CHICAGO ART CO. 543 Main Street, Cor. James St Myndir teknar af vönduöustu tegund. Films og Plates framkallaöar og myndir prentaöar. Eigandi: FINNUR JONSSON A. S. BARDAL 843 Sherbrooke Street Selur likkistur og annast um útfarir. Allur útbunaður hinn bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og leg- steina. Heimilis Tais - Garry 2151 Skrifstofn Tals. G. 300, 375 ELGIN MOTOR SALES CO., Ltd. Elgin and Brisco Cars Komiö og talið viö oss eöa skrifiö oss og biðjið um verð- skrár meö myndum. Talsimi Main 1520 417 Portage Ave., Winnipeg. Vér getum hiklaust mælt með Feth- erstonhaug & Co. pekkjum fsleend- inga sem hafa treeyst þeim fyrir hug- myndum sinum og hafa þeir I alla staði reynst þeim vel og áreiðanlegir. LANDAR GÓDIR Skiftið við fyrtu íslelnsku rakarabúðina sem stjórnað er samkvæmt fullkomnum heil- brigðisreglum. Hún er alveg nýbyrjuð í Iroquois hótelinu, beint á móti bæjarráðsstof- unni. Talsími M. 1044. Ingimar Einarson. Lloyd’s Auto Express (áöur Central Auto Express) Fluttir böglar og flutningur. Srstakt verö fyrir heildsölu flutning. Taisimi Garry 3676 H. Lloyd, eigandi Skrifstofa: 44 Adelaide, Str. Winnipeg Sími G. 1626 Heimili S. 4211 McLEAN & CO. Electrical and Mechanical Engineers We repair: Elevators, Motors, Engines, Pumps and all other kinds of Machinery and all kinds of Machine Work Acytelene Welding 54 Princess Street, Winnipeg IDEAL PLUMBING CO. Cor. Notre Dame & Maryland Plumbing, Gasfitting, Steam and Hot Water Heating Viögeröir fljótlega af hendi leystar; sanngjarnt verö. G. K. Stephenson, Garry 3493 J. G. Hinriksson, í hemum. a

x

Voröld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.