Voröld - 10.12.1918, Qupperneq 4
VORÖLD.
Winnipeg 10. desember, 1918.
kemur út á hvérjum þriðjudegi.
Ctgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co.t Ltd.
Voröld kosta $2.00 um árið í Canada, Bandarikjumum
og á Islandi. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson
Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín.
Skrifstofur: Rialto Bloek, 482% Main Street—Farmers Advocate
Bldg. (gengið inn frá Langside Street)
Talsími Garry 42 52,
Friðarþingið
Stórkostlegasta málefni sem veröldin hefir nokkru sinni liaft
meSferðis eru friðarsamningarnir sem nú vofa yfir. Stríðið sem
loksins er á enda eftir fjögur blóðug ár var mannskæðara en dæmi séu
til í allri glæpasögu heimsstjómendanna. Bandamenn lögðu sterka
áherzlu á það meðan stríðið stóð yfir að þeir berðust fyrir afnámi
hervalds; sjálfstjórn allra þjóða; tryggum og varanlegum g,llieims-
friði.
En alheimsfriður er mögulegur aðeins méð vissum skilyrðum,
víssu fyrirkomulagi.
Á meðan verið vara að tala um stríðið, áður en Canada var
orðin þáttakandi í því var leyfilegt að ræða um það fullum orðum.
Pá voru skoðanir manna skiftar um það hvernig þáttakan ætti að
vera. Eftir að komið var út í ófriðinn var prentfrelsi og málfrelsi
afnumið og engin skoðana skifting mátti eiga sér stað opinberlega.
Annað stig stríðsmálanna hófst þegar það kom til umræðu hvort her-
skyldu ætti að lögleiða. þá urðu aftur sldftar skoðanir manna og
var það mál rætt af kappi á báða vegu. Eftir að herskyldan var
gerð að lögum var málfrelsi og ritfrelsi einnig afnumið, að því er
hana snertir. Nú stendur yfir nýtt. tímabil, stríðið er unnið; nú er
það eftir að semja friðinn.
Bandamenn hafa barist í nafni Krists og kirkjunnar, í nafni
miskunar og mannkærleika; í nafni sannleika og jafnaðar og rétf-
lætis. peir börðust ekki til þess að auka yfirráð síii; ekki til þess
að magna veldi sitt^ þeir trúa ekki á hnefarétt né ofbeldi; þeir fylgja
algjörlega kristnum kenningum *í framltomu sinni.
Að þetta s^ rétt hermt má sjá í Free Press, í Telegram, í Tribune,
í Lögbergi, í Heimskringlu, auk ótal annara blaða; og í ræðum allra
hínna helztu leiðtoga bæði vor á meðal og annarsstaðar. Prestarnir
okkar hafa sagt okkur það; stjómmálamennirnir sjálfir hafa sagt
okkur það, vér höfum því góðar heimildir fyrir þessum staðhæfingum.
Og þegar þess er gætt að slíkur er hugur og slíkt er hjartalag allra
bandamanna, þá þarf ekki að efast um að sanngimi verSi a í staf-
rofi friðarþingsins, sannleijiur b, kærleikur c, sáttfýsi d, réttlæti e,
o. s. frv. Að vtsu finst oss sumum að þeir sem friðarþingið sitja
hefðu átt að vera kosnir sérstaklega til þess af fólkinu sjálfu; fólkið
barðist, fólkinu blæddí; fólkið bar byrðarnar, fólkið leið hörmung-
amar; fólkið borgaði og borgar brúsann, og fólkið átti, frá voru
sjónarsviði, að ráða friðarskilmálum.
Hér í Canada hefir verið mikið um það rætt að vér ættum sem
þjóð að eiga fulltrúa á friðarþinginu. þetta er hverju orði sannara
og réttlátara. En þá átti það að véra canadiskur þjóðfulltrúi, sem
þar mætti en ekki einhver einstakur maður hversu mikil völd sem
honum hefir hepnast að afla sér. Hér í Canada er ekki um slíkt
að ræða, fréttirnar segja að maður sem Ro.bert Borden heitir, og
kallaður er forsætisráðherra, þótt hann eða stjóm hans hafi ekki
vexið kosin af óhindruðum þjóðarvilja, eigi, eða, réttara sagt, ætli,
að fara til friðarþingsins og koma þar fram sem fulltrúi. þeir sem
lesa Edmonton Bulletin, St. Thomas News, Regina Leader og fleiri
merk blöð, sjá greinilega að Borden stjómin hefir ekkert umboð frá
fólkinu samkvæmt stjómarskrá þessa lands. peir sem lesið hafa
Copps kærurnar vita það einnig. Efist einhver um þetta skal hann
leita sér sannana úr kosningasögunni 17. desember, 1917, t. d., í
Norður Winnipeg, Mið Winnipeg, Norður Edmonton, Springfield,
Regina, Neepawa og víðar. Yér eram viljugir að útvega þessar upp-
lýsingar ef óskað er.
Já, vér endurtökum það að eanadiska þjóðin hefði átt að hafa
fulltrúa á friðarþinginu. Yér vitum að eins og leyfilegt var að
ræða um stríðið áður en vér drógumst inn í það og eins og leyfilegt
var a rita um herskylduna áður en hún var gerð að lögum, þannig er
leyfilegt, og sjálfsagt, ag ræða um friðarskilmálana og friðarfulltrú-
ana einmitt nú. 1 Canada stendur öðruvísi á en í öllum öðrum lönd-
tun; á Englandi, í Bandaríkjunum, á Fr'akklandi, á Italíu, í Australíu,
í einu orði sagt í öllum löndum bandamaxma hefir þarverandi stjóm
verið kosin samkvæmt lögum landsins; í Canada voru á móti þjóðar-
viljanum brotin lög landsins, til þess að geta notað lÖgley.si'við kosn-
íngarnar og komið að vissum flokki manna. Af þessu leiðir það að
hér hjá oss er engin stjórn sem óhindrað þjóðar atkvæði hafi veitt
umboð. Borden fer því ekki í nafni þjóðarinnar á friðarþingið (að
minsta kosti fjögur ensku stórblaðanna hafa glögglega tekið þetta
fram). Hann fer aðeins í nafni afturhaldsflokksins og nokkurra
manna sem í anda og sannleika era afturhgldsmenn, þótt þeir hafi
vilst áður fyr inn á brautir frjálslyndra manna áður en þeir þektu
sitt eigið hugarfar.
Má vel vera að Borden reynist vel á þinginu, komi fram sem rétt-
látur, sanngjarn, friðelskandi og kærleiksríkur maður—með öðrum
orðum, komi fram í sönnum anda bandamanna. En sú framkoma
hans verður þá vogna prívat mannkosta en ekki sem fulltrúa frá
þjóðinni. Og satt að segja efumst vér um að sami maðurinn sem var
skírnarvottur að vanskapningnum hans Meighens geti afklæðst þeim
manni sem til þess þurfti að leggja því skrímsli líknarhönd og orðið
sanngjam friðar engifl á svipstundu.
Vér höfum áður bent á nokkur þeirra atriða sem vér teljunf
sjálfsögð friðarskilyrði—það er að segja ef sá andi á að ríkja og
ráða sem bandamenn segja að hafi stjórnað og stjómi huga sínum í
sambandi við stríðið og ef ,vér eigum að geta vænst varanlegs friðar.
pað er að vísu satt að vér íslnedingar erum hér sem annars-
staðar ‘“fáir, fátækir, smáir,” eins og skáldið segir, en annaðhvort er
að segja ekki neitt—steinþegja eins og ómálga börn, eða segja iiiiga
sinn og skoðun eins og það er þegar lög leyfa.
í öðru lagi hefir maður sem Sherman héitir, í öldungaráði
Bandaríkjanna, lýst því yfir að safna þurfi tillögum allra blaða af
hvaða'þjóðerni sem séu í öllum Vesturheimi um friðarskilmálana og
gefa þær út í sérstöku riti, þótt ekki verði nema til fróðleiks síðar
meir. Segir liann að enga þjóð megi þar eftir skilja, hversu lítil sem
hún sé, og hvoru megin sem hún sé. Verði þetta að framkvæmdum,
sem tæpast þarf að efa, þá væri vel $,ð tillögur vor íslendinga, þótt
áhrifalitlar séu, yrðu ekki ómannúðlegri en allra annara.
Vér endurtökum hér þau atriði sem vér töldum áður sjálfsögð í
friðarskilmálunum og bætum við nokkrum fleiri. Væntum vér þess að
hin íslenzku blöðin, Lögberg og Heimskringla, taki þar í sama streng,
og íslenzka þjóðin hér vestra verði því, að því er blöð hennar snertir
einhljóða í mannúðleguin, og ef segja mætti, kristilegum tillögum í
þessu ináli:
1. Að bandamenn taki allan landher og flota af pjóðverjum, og
samherjum þeirra.
2. Að bandamennt leggi sjálfir (allir) niður allan landher og
flota.
3. Að stofnað verði alheims lögreglulið á sjó og I#mdi sem
stjórnað sé af nefnd manna frá öllum þjóðum en engri þjóð einni né
þjóðaklíku.
4. Að afnumið sé einveldi í öllum löndum og allar erfðastjórnir
lagðar niður, en í þess stað komi þjóðstjórn, kosin af óháðum viija
fólksins alls.
5. Að afriumdir séu »llir leynisamningar milli þjóða.
6. Að öll verzlun skuli gerð alfrjáis. ,
7. Að öll heimshöfin og allar hafnir og sund og vígi skuii jafn-
frjáls öllurn þjóðúm.
8. Að gagnskifti borgararéttar verði .lögleidd milli allra þjóða
þannig, að jafnlangan tíma þurfi til hans alstaðar.
9. Að mannréttindi skuli undantekningarlaust viðurkend aí-
staðár, jafnt á sama grundvelli án tillits til litar, þjóðernis,. ky.nferðis
eða trúarbragða eða annara skoðana.
10. A pjóðverjar séu látnir sleppa öllum herteknum löndum og
ienduni ef þjóðir þær sem þar búa óska þess og sýna það með óhindr-
uðu atkvæði.
11. Að bandamenn sleppi öllum sínum herteknu löndum og
lenduin ef þjóðir þær sem þar biía óska þess og sýna það með óhindr-
uðu atkvæði.
12. Að állshcrjar þing sé haldið fyrir aUan heim', að mimta
kosti annaðhvort ár, til þess að ræða sameiginleg mál þjóðanna, og
séu þar mættir fulltrúar or fólkið sjálft kjósi með almennum atkvæð-
um og ríkin kosti.
13. Að lausir séu látnir í öllum löndurn allir þeir sern nú eru í
varðhaldi, og ekki hafa unriið glæp. (Að halda fram skoðun sinni
er ekki glæpur). x
14. Að stofnað sé algert og fullkomið prentfrelsi og málfrelsi í
opinberum málum í öllum lÖndum.
15. Að gefin sé út saga stríðsins, undirbúningur þess og til-
drög, og allir aðab atburðir þess, sem samin sé af nefnd frá öllum
stríðsþjóðum á báðar hliðar, og útdráttur úr henni kendur í skólum.
16. Að kosin sé sameiginleg alþjóðanefnd er gefi út tömarit,
þar sem sagt sé frá öílum aðal atburðum er sameiginlega snerta allar
þjóðir, og sé það prentað á öllum helztu málum heimsins.
17. Að tilnefndir séu menn frá öllum stórþjóðum er starfi að
sameiginlegum grundvelli undir mentun állra þjóða.
18. Að samþykt sé sama einnig fyrir vog og mál í öllum löndum.
19. Að allir menn sem frjálsir eru geti ferðast hindrunarlaust
og viðstöðulaust milli landa eins og milli héraða í sínu eigin landi.
Séu þessi atriði öll brotin til mergjar mun það koma í Ijós af>
þau hafa öll, hvert um sig mikla þýðingu til þess að fyrirbyggja stríð
framvegis.
Jafnvel atriðið að leggja sameiginlegan grundvöll undir mentun
allra þjóða hefir mikla þýðingu. Nú er mentun þjóðanna hverrar fyrir
sig í þá áttina að ala hatur og illari hug hjá hinum ungu til bræðra
sinna og systra erlendis. Afbryðissemi og þjóðardramb er nú einn
aðalþátturinn í mentun vorri.
Aðal atriðið er auðvitað það að afnema hervaldið. það hefir
enga þýðingu fyrir þetta friðarþing að láta eina þjóð leggja niður her-
valdið, en halda því við hjá öðrum. Saga sem William Jennings
Bryan sagði fyrir nokkru sýnir vel hvernig hinn svo-nefndi vopnaði
friður er. Hann hélt kappræðu í New York á móti manni sem heitir
Sullivan. Kappræðan var um “vopnaðan frið” og hélt Sullivan
með þeirri stefnu.
“þegar þér, vinir mínir, liafið hlustað á stutta sögu, sem eg ætla
að segja yður, ” mælti Bryan, “þá skiljið þér hvernig vopnaður
friður er: Tveir menn, sem hétu Brown og Jones, áttu heima í
Chicago. peir voru báðir blátt áfram vinnumenn. þeir voru ær-
legir menn og beztu vinir. þeir urðu samferða í vinnu sína á morgn-
ana og aftur heim frá henni á kveldin. peir urðu báðir ástfangnir,
eins og gengur, og kvæntust samtímis. peir keyptu sér lóðir og
bygðu hús hvor hjá öðrum. peir girtu báðir lóðimar saman og unnu
saman matjurtagarð fyrir aftan húsin. Fjölskyldan stækkaði; Brown
og Jones sáu að þeir gætu ekki framfleytt henni til lengdar á dag-
launum sínum; þeir fóra því til Montana og festu sér heimilisréttar-
lönd. peir fóru þar að sem fyr; þeir bygðu fyrst eitt hús saman og
fluttu í það, bygðu síðan annað hús saman og bjó svo sín fjölskyldan
í hvoru húsi, en báðir unnu þeir Jones og Brown saman sem fyr;
girtu saman lönd sín og spöruðu sér þannig bæði vinnu og efni; not-
uðu sömu verkfæri við garðyrkju, jarðyrkju og alt annað og unnU
ávalt saman, þegar því varð viðkomið. peim græddist fé meira og
fljótar en öðrum mönnum í bygðinni og voru eftir .skamma stund
orðnir efnaðir menn. petta gerði félagsskapurinn og samvinnan.
Einn góðan veðurdag lcemur maður til Jones er Pickerdille hét,
og mælir á þessa leið: “Mikið barn ert þú Jones, að vera svona
vamarlaus hvað sem fyrir kann að koma! ’ ’
“Við hvað áttu?” spyr Jones, og rekur upp stór augu.
“Eg á við það,” svaraði Pickerville, “að þú hefir ekkert til
varnar gegn honum Brown nágranná þínum, ef honum skyldi koma
það til hugar að ráöast á þig! ’ ’
“Ha! ha! ha! Hann Brown að ráðast á mig!” svaraði Jones.
‘ ‘ Ekki nema það þó! Við sem altaf höfum verið beztu vinir síðan við
vorum drengir og konurnar okkar eru systur. Nei, það er engin
hætta á því að hann Brown geri neitt á liluta minn.”
^ “pú heldur það núna,” svarhr Píckerdille, “en tímarnir breytast
og mennirnir með ; hann getur fengið einhverja flugu í höfuðið þegar
minst varir. Ef eg væri þú mundi eg byggja háan múr og sterkan
milli mín og hans Brown og mála á múrinn með stórum stöfum að
petta ætti að vera til varnar ef Brown kynni að vilja ráðast á mig.
Síðan mundi eg kaúpa mér 3 duglega liunda og grimma og binda
spjald við rófuna á hverjum þeirra með þessu árituðu: ‘pú skalt ekki
koma að varnarlausu heimilinu hans Jones húsbónda míns, Mr.
Brown, ef þú hugsar þér að ráðast á hann, eg er hér með klær og
tennur til taks að veita þér móttöku.’ ”
pegar Jones heyrði þetta varð hann steinhissa; hann kvaðst
eiíga þessháttar heimsku láta sér detta í hug; Brown væri bezti vinur
sinn og ekkert væri að óttast frá hans hendi. En Pickerdille kom
á hverjum degi til Jones og endurtók ávalt sömu ráðlegginguna. Og
eins og sífallandi dropinn holar harðan steininn, þannig hefir stöðug
eggjan áhrif á hugarfar manna, jafnvel á móti þeirra eigin vitund og
vilja.
“Jones fór að smá óróast; hann fór að halda að eitthvað gæti
verið liæft í staðhæfingum Pickerdilles; ekki gat þetta verið í neinu
illu skyni gert því Pickerdille var vinur hans og loksins kom þar að
hann fór að ráðum Pickerdille; hann bygði múrinn og málaði á hann
storkunaryrði; hann lceypti liundana. þrjá og batt spjöldin við róf-
urnar á þeim eins og Pickerdille hafði ráðlagt honum.
pegar Brown sá þetta hélt harin að Jones vinur sinn vriri orðinn
brjálaður; heilvita maður, fanst Honum að ekki gæti hegðað sér svona.
(En ef hann á annað borð væri orðinn brjálaður þá var að gera við því
og vera við öllu búinn. Hann hlóð því enn þá hærri og enn þá sterk-
ari múr á milli sín og Jones en hinn múrinn var og málað þar enn þá
svæsnari storkunaryrði. Og hann keypti sér fjóra hunda á móti
Jones þremur, enn þá stærri og enn þá grimmari og batt seðla með
enn þá ósvífnari orðum við rófumar á sínum liundum.
“petta sér Jones, og liugsar sér að hann verði að kaupa sér tvo
liunda í viðbót til þess áð hafa að minsta kosti einn fleiri en Browú,
en Brown hugsar eins og kaupir enn fleiri þg svona gekk það koll af
kolli; þeir keptust hvor við annan áð fá sér fleiri hunda og grimmari;
öll samvinna. var úti, og fjandskapur kominn í staðinn. ‘Alt var kom-
ið í hundana’ irinan skamms. Svona er vopnaði friðurinn svo-kall-
aði; herskipin og drápsvélarnar svara til hundum. Eini mögulegi
friðurinn og varanlegi fæst með því að leggja niður vopn og her-
búnað og hafa í þess stað alþjóða gæzlulið.”
pannig fórust William Jennings Bryan orð, og hann vann kapp-
ræðuna; á móti þessum röksemdum hans.fanst mönnum að enginn gæti
nrælt; þær voru engar heimspekislegar flækjur heklur blátt áfram
þannig fram settar að hvert niannsbarn skildi þær. Grrundvallar
atriði friðarskilmálanna ætti að.vera það að afnema hinn svo-kallaða
vopnaða frið; eins lengi og ein þjóð eða ein þjóðaklíka hugsar sér
að véra. hernaðarlega-stérk, eins lengi vara stríðin.
Jólasjóður Sólaldar
Jólin færast nær; eftir aðeins óstigin fáein skref á leiðum lífsins
þangað til staðnæmst verður í anda þar sem friðarhöfðinginn fædd’
ist—staðnæmst í nítján hundruð og átjánda skiftið. “Friður á
jörðu og velþóknun yfir mönnunum” verður þá sungið enn einu-
sinni og nú í ár með þúsundfalt meiri einlægni; þúsundfalt meiri til-
finningu; þúsundfalt meiri alvönt, og þúsundfalt meiri fögnuði en
nokkru sinni áður.
Öfugstreymi hugarfars og stjórnarfars hefir keyrt svo fram úr
hófi á vorri syndumspiltu jörð að þeir sem friðinn vildu syngja inn í
sálir og hjörtu mannanna komust ekki upp með raddir sínar um
undanfarin jól—komust elcki upp með þær frernur en friðarhöfðing-
inn sjálfur þegar hann dvaldi hérvistum.
Hefði Kristur komið fram á pýzkalandi eða Austurríki eða Tyrk-
landi,—og jafnvel víðar—í síðastliðin f jögur ár og flutt óhikað kenn-
ingar sínar þá hefði hann tafarlaust verið tekinn og ráðinn af dög-
um sem landráðamaður.
Nú er þessu breytt; nú er friðurinn kominn; nú má halda friðar-
hátíð í ró og næði á rústum hinna sáru sorga og hins djúpa saknaðar.
Jólin liafa aldrei yerið velkomnari en þau verða nu. I ár ætti
hver einasta mannsál sem þess er megnug að senda ylgeisla friðar,
huggunar og líknar inn á heimili sorganna og bágindanna—og þau
eru mörg. En eitt er það heiriiilið sem vér megum ekki gleyma,
sameiginlegt heimili þeirra sem áður hafa verið heimilisfeður og
heimilismæður vor á meðal, en hönd ellinnar og hrumleikans hefir
snortið svo lamandi tökum að þau mega ekki lengur lialda áfram á
beirri leið.
Gamalmennin á Betel, hinu sameiginlega heimili þeirra, sem lokið
hafa dagsverki sínu og þreyja nú hina löngu “vöku” uns nóttin
lcemur og þau leggjast til hvíldar—til þeirra á hugur vor og hjarta
að stefna fyrir jólin og þangað eigum vér að beina geislum frá sál
vorri með þakklæti fyrir unnið lífsstarf og hlýju handtaki um leið
og vér bjóðum þeim góða nótt—sumum ef til vill í síðasta sinn.
Jólasjóður Sólaldar eykst óðum, er nú á milli $50 og $60, og
væntum vér þess að heimsókn vor til Betel megi verða minnistæð og
fagnaðarrík—megi- verða til þess að breiða blæju friðar og stundar-
sælu yfir sálir hinna þreyttu manna og kvenna á þessu sameiginlega
heimili þeirra, sem orðin eru börn í annað sinn.
Munið eftir því að stutt er orðið til jólanna; farið að dæmi
þeirra sem gefið hafa í þennan sjóð til minningar um friðinn.
Rannveig Ingjaldson tekur á móti gjöfunum.
BITAR
Margt er undarlegt sent nú skeður
á þessum manndóms og mannkærleik-
ans timum. pað lítur út fyrir að
gamla Katla hafi með gosi sínu haft
undarleg áhrif á vestur íslenzka reik-
háfinn, hinn mikla, hann á sem sé að
hafa byrjað að spú og spúð því með
eldlegum orðum að það ætti að brenna
upp alla helvítis Voraldar klikkuna.
.... Áskrifandi að Lpndar.
Nú gefur Lögberg það í skyn að
Bcrfien, sem það hefir elt eins og fylgi-
spakur (hvaða orð er heppilegast?)
muni ekki verða heppilegur á friðar-
þinginu/ Gaman er að börnunum þeg-
ar þau fara að sjá.
Sagt. er að fyrverandi Liberalar séu
farnir að kunna illa við sig í nýju vist-
inni og vilji gjarnan koma aftur.
Allir sem fylgja Laurier eiga að vera
brennimerktir um öld og æfi sem land-
ráðamenn eftir því sem Lögberg og
Kringla segja.
En það skrítna er að því er nú fleygt
að þeir þar norður frá vildu gjarna
vera komnir í landráðamanna töluna.
Fáid ykkur gód íöt
og vel gerð
Vér bjúðum ykkur að bera
saman okkar föt við hvaða
önnur föt sem er í Winnipeg.
pér munuð finna að þau bera
af þeim öllum að gæðum.
pau eru haildsaumuð í beztu
verkstQfum, hreinum og
björtum. Ef ykkur vantar
föt eða yfirliafnir sem fara
vel þá ltaupið þau hjá
Búin til eftir máli.
$30 til $75
VORÖLD FYRST EINS OG VANT ER
Voröld sendi skeyti til Islands nokkr
um dögum eftir hin blöðin, en fékk
samt svar tveim dögum á undap þeim
um ástandið heima.
THE HOUSE OF HOBBERLIN
LTD.
Tailors to the CanadianGentleman
350 Portage Ave.
§<j