Voröld


Voröld - 18.02.1919, Qupperneq 1

Voröld - 18.02.1919, Qupperneq 1
HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til fslenzku k«y- kaupmannanna, og fáið hæðsta verð, einnig fljóta afgreiðslu. Peningar lto- aðir á “kör“ send beint til okkar. Vér ábyrgjumst að gera yður 4- nægða. THE NORTHERN HAY CO. 408 Chambers of Commerce Talsími G. 2209. Nætur talsfmi S. 324? Winnipeg, - Man. II. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 18. FEBRÚAR, 1919 Nr. 3 Sir Wilfrid Laurier Látinn \ Göfugasti stjómmálamaður þessa lands lagstur til hvíldar. BJARTASTA STJARNAN HORFIN AF HIMNI OPINBERRA MÁLA. TRÚASTI HERFORINGI FALLINN f VALINN. VINUR OG VERNDARI “ÚTLENDINGANNA” VINUR ALLRA MANNA SYRGÐUR AF ÖLLUM SÖNNUM SONUM OG DÆTRUM pJóÐARINNAR. BLESSUN OG pAKKLÆTI HALDA VÖRÐ UM LIÐIÐ LfK HINS MIKLA “FÖÐUR VESTUR CANADA” pau sorgartíðindi bárust um alla Canada á mánudags- morguninn að Sir Wilfrid Laurier hafði fengið slag' kl. 11 á sunnudagsmorguninn þegar hann var að báa sig af stað til kirkjuferSar. Hann misti meðvitund með öllu—hafði fengið heila- blóðfall—en raknaði við aftur, og var talsverð von um hann seinna; en annað slag fékk liann skömmu síðar og' lézt kl. 2.50 síðdegis á mánudaginn. Laurier hafði verið óvenjulega hraustur maöur að undanförnu og talað á opinberum samkvæmum jafnvel með enn þá meira fjöri og áhuga en áSur ; vissi hann að hin mikla barátta fyrir því að ryðja iir völdum óaldar- flokkum var í nánd og mun hann hafa lagt meira á sig við undirbúning þeirra mála cn heilsa hans þoldi. Svo segja þeir er hónum voru handgengastir að hann hafi unnið svo að segja dag og nótt um langan tíma. Á því leikur enginn efi að hefði honum enst aldur til þá heföi hann aftur orðið forsætisráðherra Canada innan örlít.ils t.’ma, en ógiefu Canada veröur alt að vcpni á þess- um óstjórnar- og erfiðleika tímum. ])ó er ekki örvænt um að fráfall hans kveiki enn þá meiri eldmóð og áhuga hjá þeim er honum fylgdu en þeir áður áttu. pegar leiðtogi fellur í valinn á tímum neyðarinnar og erfiðleikanna, er aldrei nema um tvent að ræða; annað- hvort legg'ja liðsmennirnir árar í bát, þeim félst hugur og þeir “deyja” eða þeir i’ísa upp meö margföldum áhuga og auknum kröftum og ganga fram til sigurs í hvaða stríði sem að höndum ber. Hamingjan gefi að það síðara megi ske i þessu 1 ilfelli—og vér vonurn þess staðfastlega að svo verði. Sir Wilfrid Laurier var fæddur í St. Lin í Quebec- fylki, 20. nóvember árið 1841. Foreldi’ar hans voru Car- olus Laui'ier, landmælingamaður og Marcelle Martineau, kona hans. Var hann einkabarn þeii-ra lxjóna. Árið 1864 útskrifaðist hann í lögfræði frá MeGill liáskólanum og byrjaöi að stunda lögfi’æðisstarf í Montre- al og nokkru síðar í Ai’thabaskaville. Laurier var snemma glæsimenni mikið og leiðtogi annara manna, jafnvel á skóla árum sínum var hann tal- ’,i glæsilegri og fullkomnari maður en flestir samtíðai" menn hans. Snemma tók Laurier að fást viö ritstörf og ræðuhöld; þótti hann sameina það betur flestum öðrum að vei*a bæði fyndinn og fágaður í orðum. Hann ritaði í mörg frjáls- lynd blöð um það leyti sem hann útskrifaðist úr skóla, og varö nokkru síðar ritstjóri að frjálslyndu vikublaði. Árið 1871 varð Laurier fyi’st þingmaður fyrir kjör- dæmið Drummond og Arthabaska, hélt liann því sæti þangað til 1874. ])á var hann kosinn á sambands]úng frá sama kjördæmi, en þegar liann var gerður að ráöheri-a í McKenzie stjói’ninni 1877 beið hann ósigur gegn heljar ofurefli sem á móti honum var sett. Sótti liann þá í kjör- dæminu Austur Quebec og var þingmaðu’’ fyrir það xil dauðáuags. Ilann var innani’íkisráðherra í McKenzie stjórninni 1877-1878 og ári« 1887 var hann kosinn leiðtogi frjáls- lynda flokksins; honum hefir hann stjórnað síðan, eða samfleytt milli 30 og 40 ár. Árið 1896 varð hann forstótisráðherra í Canada þegar Tupper beið ósigut og var hann viö völd stöðugt þangað til 1911 þegar öll afturhaldsöfl landsins sameinuðu sig gegn honum á móti því máli sem verið hefir eitt allra mesta velferðai’mál þessarar þjóðar, og sem nú er krafist svo að segja í einu hljóði — þaö var gagnskiftamálið. Laurier tók þeim ósigri með jafnaðargeði • hann vissi að göfugra er að bíða “lægra hlut með liðsveitum himnanna en að vinna alla veröldina undir merkjum djöfulsins” eins og frjálslyndur maður komst að orði 1917. Árið 1917 er mesta frægðarár Lauriers; framkoma hans þá einkennir líf hans og manndóm fremur öllu öiSru. Hnefaréttaröfl landsins höfðu öll sameínast um það að beita kúgunaraðferð, svifta borgara landsins atkvæði og réttindum sem þeir höfðu miniS sér með súrum sveitá og koma allri þjóðinni undir stjórn örfárra sjálfkjörinna auðmanna. Laurier setti sig upp á móti þessu; liann kvað það ó- sæmilegt og engum afsakandi. Fjöldi gamalla fylgjenda hafts' og liðsmítnriá yfirgáfu liúnn og gcngu-í lið með ó- vinum sínum; snéru, bakinu við hinum aldurhnigna, hug- pniða og hjartaheita leiðtoga og svívirtu hann á allan hugsanlegan hátt og óhugsanlegan, sem svikara, landráða- mann og uppreistarforingja. En Laurier stóð eins og klettur í hafinu, samvizkan var hrein, hugurinn einbeittur þrátt fyrir aldurinn og tilfinningarnar ósljófgaðaf fyrir rétti annara manna—allra manna. Eltur og ofsóttur af sínum eigin mönnum sem óvin- um hafði tekist að breyta í grimma sporhunda ferðaðist hann sem ekkert væri landshornanna á milli og talaði kjark í hina fáu trúu á tímum neyðarinnar. Lengi mun hún verða í minnum höfð hin síðasta koma hans til Winnipeg og sár niá hún vera samvizku- ásökunin þeirra manna er honum höfðu fylgt en yfirgáfu hann einmitt þá þegar mest á reyndi. ])ó er hér skeð lán með óláni. Skiftingin í fyrra greindi sauðina frá höfrunum; sliildi þá trúu frá hinum ó- trúu;; þá kom það í Ijós hverjir væru frjálslyndir í raun og sannleika og hverjir voru það einungis í oröi kveðnu. Af þessu leiðir það aftur að þegar farið verður að lítast um eftir leiðtoga til þess að fylla liið auða sæti hins mikla og góða manns, þá vara menn sig á þeim er brugð- ist hafa og kastað af sér sauðargærunni. Annars hefði svo mátt fara að einhver þ^irra hefði svikist upp í sætið og saurgað það. peirri ógæfu er afstýrt. Sir Wilfrid Laurier var kvæntur; 13. maí 1868 gekk hann að eiga ungfrú Zoe LaFountaine frá Montreal; þeim varð engra barna auðiö; kona lians lifir mann sinn og nýtur samhygðar allra sannra sona og dætra þjóðar vorr- ar. Við tækifæri verður ítarlegar skrifaö í Voröld um Sir Wilfrid Laurier. Hafi nokkur maður með sanni getað tekið undir með skáldinu og sagt: “Mig langar að sá enga lýgi þar finni sem lokar að síðustu bókinni minni.” pá var það Sir Wilfrid Laurier. Canada þjóðin átti hann heilan og óskiftan og “því lætur hún börnin sín blessa þann mann, og bera sér nefn hans á munni.”

x

Voröld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.