Elding - 28.04.1901, Page 1
Blaðið kemur út á
hverjum sunnud. Kost-
ar innanl. 3 kr. (75 au.
ársfjórð.), erlend. 4 kr.
Pörtun á blaðinu er
nnanlands bundin við
minst einn ársfj., er-
endis við árg. Borgun
fyrirfram után Hvík.
1901.
REYKJAVÍK, SUNNUDAGINN 28. APRÍL.
19-20. tbl.
Til minnis.
Lcnidsbóhatafn opið hvern virkan dag 12—2.
á md., mvd. og ld. 12—3.
Landsskjalasafn (i Þinghúsinu) ÞcL, fmtd. og
ld. 12-1.
Forngripasafn (í Bankahúsinu) mvd. og ld.
11—12.
Náttúrusafn (i Doktorshúsinu). sd. 2—3.
Landsbanhinn. Opinn hv. virkan dag 11—2
Bankastjórn við 12—1.
-öheypis lœhning á spítálanum þd. og fsd
11—1.
'óheypis augnlœhning á spitalanum 1. og 3.
þd. hvers mánaðar 11—1.
■Óheypis tannlæhning í húsi Jóns Sveinssonar
1. og 3. md. hvers mánaðar
11—1.
Bæjarstjórnarfundir 1. og 3. fmtd. hvers mán-
aðar kl. 5 síðd.
■Söfnunarsjóður (í húsi Þorst. Tómassonar) 1.
mánud. hvers mánaðar 5—6 síðd.
Alþýðuháskólar í Danmörku,
IV.
Alþýðuháskólarnir í Danmörku
liggja venjulega á fögrum og
friðsælum stað, stundum nokkuð
afskekt, eins og þeir leiti einver-
unnar. í kringum sjálfan skól-
ann liggja útihúsin og bústaðir
tennaranna, og í skjóli þeirra
rísa svo aftur smærri byggingar,
er tilheyra handiðnamönnum og
öðrum, sem að einhverju leyti eru
tengdir við skólann og hafa at-
vinnu af honum. Stundum sést
kirkjuturn gnæfa við himni inni
í miðri þyrpingunni. Þegar mað-
ur sér þessa húsaþyrpingu álengd-
ar, detta manni ósjálfrátt í hug
klaustrin á miðöldunum, en þeg-
ar nær dregur, verður svipurinn
allur annar. Það þarf ekki lang-
an tíma til að ganga úr skugga
um, að hér sitja engir kúrulegir
munkar, því lífið og fjörið eins
og streymir móti manni og söng-
ur og háreysti kveður við úr
kverju horni.
Eyrirkomulagið á alþýðuháskól-
unum er þannig, að á 5 vetrar-
uiánuðunum — nóvember —marz—-
er haldinn skóli fyrir karlmenn,
og á 3 sumarmánuðunum — maí
— ágúst — fyrir kvenfólk. Á As-
kovháskóla einum er vetrarkenslan
sámeiginleg fyrir karla og konur.
Kenslugreinarnar eru að jafn-
aði þessar: Mannkynssaga, Dan-
merkursaga, biblíusaga, yfirlit yfir
danskar og norrænar bókmentir,
land- og þjóðlýsing, réttritun,
skrift og líkamsæfingar. Við
marga af alþýðuháskólunum eru þar
á ofan sérstakar deildir fyrir
landbúnað, iðnað og sjómensku,
og er þá kenslunni að nokkru
leyti hagað eftir því og kent t. d.
landmæling, garð- og trjárækt,
búreikningsfærsla, húsateikning,
fiskifræði o. g. frv. Þar á ofan
er karlmönnum veitt tilsögn í
skólaiðnaði (tréskurði o. fl.), sé
þess óskað, og námsmeyjunum í
hannyrðum og vefnaði.
Skóiagjaldið er að jafnaði 150 kr.
(fyrir mat, húsnæði og kenslu)
fyrir 5 vetrarmánuðina og jafn
hátt að tiltölu fyrir 3 sumarmán-
uðina. Það leiðir af sjálfu sér
að skólagjaldið gæti ekki verið
svo lágt nema því að eins að
skólunum væri lagðurjafn ríflegur
styrkur úr ríkisjóði og gert er,
og skólarnir framleiddu sjálfir
flestar þær lífsnauðsynjar, sem
þarf til heimilisins. Þar á ofan
er fátækum nemendum veittur
mjög ríflogur styrkur úr amts-
sjóðunum, svo jafnvel hinum fá-
tækustu er ekki um megn að
ganga á skóla að minsta kosti
lítinn tíma. Það er algengt að
fátækt vinnufólk spari við sig
sem mest það má og streitist við
að leggja upp af kaupinu til þess
að geta verið sem lengst á skól-
anum. Flestir eru nemendurnir
um tvítugt, mjög sjaldan yngri
en 18 ára. Eg hefi vitað menn
milli fertugs og fimtugs ganga á
alþýðuháskóla og láta vel yfir.
Það er áður tekið fram um
kensluna á alþýðuháskólunum, að
hún er nær því eingöngu bygð á
munulegri frásögn. Allar kenslu-
stundir byrja og enda með söng,
og er það eitt af einkennisatrið-
um alþýðuháskólanna. Söngurinn
lífgar og fjörgar og hefur meiri
og dýpri þýðingu, en margur held-
ur. Kenslan er aðallega bygð á
því að vekja lærisveinana til at-
hygli og sjálfstæðrar umhugsun-
ar, að vekja hjá þeim sjálfstætt
persónulegt líf, og um leið að
gera það ljóst og skiljanlegt fyr-
ir þeiin, sem farið er með. Við
land- og þjóðlýsingar er t. d. ekki
lögð nein sérleg áherzla á upp-
talningu fylkja, fjalla, fljóta og
borga eða íbúatölu og þess háttar,
heldur á atvinnugreinar og sam-
band þeirra við landslagið og
loftslagið, á lífskjör þjóðanna og
eðli þeirra, á samgöngur og inn-
byrðis viðskifti. Til skýringar
eru stundum sýndar skuggamynd-
ir af landslagi, stórbyggingum og
stórvirkjum ýmsra landa. Að því
er mannkynssöguna snertir, er að-
aláherzlan lögð á að gera grein
fyrir tildrögum og afleiðingum
viðburðanna, að einkenna tima-
bil og persónur og benda á hin-
ar dýpri orsakir, sem ætíð liggja
á bak við sjálfa viðburðarásina
og stýra henni, og að sýna menn-
ingargildi þeirra aðalstefna hverrar
fyrir sig, sem komið hafa fram í
sögunni o. s. frv.
Þess skal getið, að lærisvein-
arnir eru alveg látnir ráða því
sjálfir hvort þeir mæta á fyrir-
lestrunum eða ekki, og sömuleið-
is geta þeir kosið sér að taka
þátt í nokkrum af kennslugrein-
unum og öðrum ekki. Yfirheyrzl-
ur eiga sér aldrei stað. Það
kemur örsjaldan fyrir að læri-
sveinarnir slái slöku við, þrátt
fyrir þetta sjálfræði þeirra, og
skoða þeir það að jafnaði sem
ljúfa skyldu að mæta á fyrirlestr-
unum, enda hafa margir af kenn-
urunum við alþýðuháskólana sér-
stakt lag á að gera kenslu-
greinarnar laðandi, skemtilegar og
aðgengilegar. Það hefur þráfald-
lega sýnt sig, að þar sem skóla-
fyrirkomulagið er algerlega frjálst
og allir eru látnir sjálfráðir, þar
er það skoðað sem lúft og þægt
verk, sem undir hörðu skólaoki og
ströngum aga er skoðuð sem
hvimleið og ómild skylda.
Það er algengast að lærisvein-
arnir bæði matist og sofi á sjálf-
um skólanum, svo skólinn verður
fyrir þá eins og stórt heimili,
eins og fjölskylda útaf fyrir sig,og
sambandið á milli lærisveinanna inn-
byrðiseins og milli bræðraogsystra.
Gleði og sorg, andstreymi og un-
aður, alt er þeim sameiginlegt og
tengir þá því fastari böndum, sem