Umferð - 01.02.1958, Qupperneq 5

Umferð - 01.02.1958, Qupperneq 5
U MFERÐ 5 A5 pína ágæt aðferð til þess að skemma hreTÍilinn Á hinni miklu vélaöld, sem vér nú liíum á, með t. d. yfir 100 milljónir bíla I notkun, eru margar milljónir ökumanna, sem virðast álíta, að um að gera sé að komast sem fljótast á hraðagirið eftir að búið er að ræsa bílinn og lafa svo á því, hvað sem taut- ar. Þetta væri líka vandalaust og skyn- samlegt, ef alltaf væri ekið á slétt- um, láréttum vegum án allrá hindrana. En allir vita, að bifreiðaakstur er margbrotnari en það. Við þurfum að gefa gaum að umferðinni í kringum okkur, við þurfum. að aka beygjur, fara upp og niður brekkur, stundum bæði langar og brattar. Aðstæður og umhverfi breytist ört og krefst sífellt viðeigandi viðbragða. Ef maður ekur t. d. upp brekku á hraðagíri og finnur svo allt í einu að bíllinn dregur úr ferð, þrátt fyrir það, að benzíngjöfin er aukin og einkum sé þjösnast við og ekki gírað niður, þá skeður það. sem kallað er „að pína bílinn". Þrátt fyrir aukna benzíngjöf dregur úr snúningshraöa hreyfilsins. Sama skeður og á sléttum vegi, sé mik- ið dregið úr hraða með hemlun af einhverjum ástæðum, en hraðinn svo aukinn aftur án þess að gíra fyrst niður. Hreyfillinn sogar þá inn á sig meira benzín en hann getur notað sér, og við það getur hartn farið að „banka“. Vegna ónógrar brennslu sót- Bindindisfélag ökumanna var endanlega stofnað 29. sept. 1953, en undirbúningur að stofnun félagsins var hafinn í júlímánuði sama ár í sam- bandi við Norræna bindindismálaþing- ið, sem háð var í Reykjavik um þær mundir. Bindindisfélag ökumanna (B.F.Ö.), en svo nefnist samband allra B.F.Ö.- deilda á Islandi, er meðlimur Nordisk Union for Alkoholfri Traffik (N.U.- A.T.) svo og alþjóðasambands þess- arra félaga, International Abstaining Motorists Association (I.A.M.A.). ar hreyfillinn sig, eins og kallað er, og sezt sótið einkum á strokklok, ventla, stimpilhöfuð og kerti. Billinn bankar ekki aðeins sé hann píndur, heldur einnig sé kveikjan rang- stillt og einkum ef notað er benzín með mjög mismunandi oktantölu. Allir, sem á annað horö þekkja nokkuö til bíla, vita, aö ekki er ráölegt aö ofreyna í þeim hreyfl- ana. En gera menn sér yfirleitt grein fyrir þvi, hve oft þeim kann- ske veröur þetta á og hvers vegna þaö ekki má? HvaÖ skeöur í hreyfl- inum, og er fleira í hcettu en hann ? Hækkar máske benzínreikningur- inn? Einkum er lág oktantala slæm, hvað þetta snertir. Ýmislegt skeður í hreyflinum sé bíll- inn píndur. Fyrst og fremst verður eldsneytishleðslan heitari en vanalega og brennslan skeður þvi fljótar. Þrýst- ingurinn eykst og með auknum hita. Neistinn frá kertunum kveikir í hleðslunni, og sé allt í lagi skeður brennslan á nokkrum þúsundustu hlut- um úr sekúndu, en þó brennur ekki öll hleðslan á sama augnabliki. Því meir sem hiti og þrýstingur eykst, því eldfimari verður hleðslan, og fer hún þá að brenna með hraða tundurs, þ. e. brennslutíminn styttist. Nú fer og að eiga sér stað sjálfkveikja i hleðslunni, sem leiðir af sér of fljóta kveikju. Með of fljótri kveikju er átt við það, er brennsla eldsneytisins hefst of löngu áður en stimpillinn er kominn i efstu stöðu. Sé allt í lagi, á stimpillinn að vera kominn svo til alveg í hástöðu er brennslan hefst, og brennslan skal hafa náð hámarki á sama augnabliki og stimpillinn tekur að hreyfast niður. Hinn aukni þrýstingur, sem skapast af of hraðri brennslu, sem getur líkst tundursprengingum, eins og áður er sagt, verkar á strokkveggina eins og sleggjuhögg. Því ofsalegri sem brennsl- an verður, því betur heyrast þessi högg. Mjög er það slæmt fyrir hreyfilinn, þegar meiri hluti brennslunnar á sér stað áður en stimpillinn nær efra „dauðapunkti". Þá getur eldsneytið ekki þanizt út og þrýstingshöggin lemjast í gegnum olíuhúðina á strokk- veggjunum. Þetta veldur því, að hreyf- illinn smyr sig illa, en fleira skeður þó. 1 stað þess að rétt brennsla hjálp- ar stimplinum til að snúa mjúklega við, með því að byrja rétt áður en hæstu stöðu er náð og fara svo aðal- lega fram um leið og stimpillinn byrj- ar niðurleið, þá skapar of hröð brennsla einnig mjög mikla áníðslu og slit á hreyfanlegum hlutum hreyfils- ins. Stimpilboltar og stimpilstangar- legur taka við höggunum og olíuhúðin stenzt stundum ekki ániðsluna. Séu mikil brögð að, geta stimpilstengurn- ar jafnvel bognað. Við langvarandi „píningu" brenna ventlar, enda þótt svo geti farið af öðrum ástæðum. Þegar hreyfill er tekinn upp, er oft auðvelt að sjá, hvað honum hefur verið boðið, með því að skoða stimp- ilstangarlegur Sé aðalslitið í efri hluta þeirra, hefur bíllinn verið píndur. Sé slitið í neðri hlutanum, sýnir það, að hreyfillinn hefur verið „þeyttur" að staðaldri, þ. e. látinn ganga of hratt. Það er þvi um að gera að láta hreyf- ilinn ganga með ,,hóflegum“ hraða, svo að hann skemmist hvorki vegna „píningar" eða „þeytingar". Á því síð- arnefnda er þó yfirleitt ekki mjög mikil hætta, en það fyrrnefnda er al- gengt. Þetta hefur líka áhrif á benzín- eyðsluna. Við höfum þegar drepið á það, að þegar bíll er píndur, sogar hreyfillinn inn á sig meira benzín en hann getur notfært sér. Tökum dæmi: Við ökum bíl upp brekku. Við er- um á hágíri, en hraðinn eykst ekki þrátt fyrir það, að „benzinið er i botni“. Við þetta eyðist meira benzin

x

Umferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.