Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 4

Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 4
4 U MFERÐ þetta fólk úr hópi ökumanna. Þetta fólk er margt andlega minnimáttar, ó- útreiknanlegt, flumbrukennt, hefur „pervers“ löngun til að aka hratt, tek- ur sér ekki nærri að aka fólk niður, ,,spýtir jafnvel í“ og hverfur af sjón- arsviðinu ef svo ber til. Ég hef sem læknir, ekki sjaldan rekist á fólk með ökuleyfi, jafnvel atvinnubílstjóra, sem svo var geðveilt, að ekkert vit var í að láta það valsa með ökuskírteini. Þegar löggjafinn fer að skilja þetta, losn- um við við stóran hóp hættulegra öku- manna af vegunum. Þjóðfélag þarf einnig að gera fyrir- byggjandi (profylaktiskar) ráðstafanir gagnvart fleiri augljósum umferðar- hættum en drykkjuakstrinum. Hver sá, sem brýtur ruddalega og endurtek- ið öryggiskröfur umferðaryfirvald- anna, á að sendast til geðlæknis tU nánari rannsóknar. Eftir fenginn úr- skurð læknis, á svo að ákveða, hvort hann skuli sviptur ökuleyfi um tima eða ævilangt. Það er vandameira að aka, en menn gera sér almennt grein fyrir." Þannig farast lækninum orð. Leonard Goldberg prófessor hefur nýlega fært skýr rök fyrir því, að mik- il umferðarhætta stafi af fólki, sem ekur bíl áður en það er alveg búið að ná sér eftir drykkju, þ. e. hefur meiri eða minni „timburmenn", eins og kall- að er. Hafa rannsóknir Goldbergs á þessu sviði vakið heimsathygli meðal umferðarsérfræðinga. Prófessornum og samstarfsmönnum hans, tókst að finna greinileg „objektiv" taugaein- kenni á mönnum á timburmannastig- inu. Þeir fundu þetta, er þeir mældu hi'eyfingar augnanna undir áfengisá- hrifum og skömmu eftir þau. Maður situr t. d. veizlu í 2—3 tíma og neytir víns á meðan, í sæmilegu „hófi“. Fyrsta stig augnhreyfinga (I. fasi) stendur fyrstu fimm klukku- stundirnar og lýsir sér með óregluleg- um augnhreyfingum, sem ekki eru alveg viðvarandi, en koma með reglu- legum millibilum. Þá koma einn til tveir timar, sem minna ber á þessari óreglu. En svo hefst — og það er upp- götvun Goldbergs — annað stig (II. fasi), með mjög áberandi óreglu í hreyfingum augnanna. Þær hefjast sex til átta klukkustundum eftir að byrjað var að neyta áfengisins, og geta staðið allt að fjórtán stundum eða lengur. Prófessor Goldberg bendir sem sé á, að það sé sannarlegt mál, að hægt sé að greina „objektiv" merki um framhaldandi skaðlegar verkanir alkóholsins á taugakerfið, eftir að allt alkohol, sem neytt hefur verið, er liorf- ið úr líkamanum. Því meiri timbur- menn, sem sá, er neytti alkoholsins hefur (svimi, vanlíðan o. s. frv.), því gleggri eru þessi merki. Truflanir þessar ná oft hástigi rétt áður en þær hverfa með öllu. Truflanir þessar standa í nánu sam- bandi við sjón- athyglis- og viðbragðs- hæfni mannsins. Timbraður ökumaður er enginn stórlax við stýrið. Sé nú tekinn „uppstrammari", minkar eða hverfur vanlíðanin, og augnahreyfing- arnar fara yfir á fyrsta stig. Það, sem gerir ökumann svo sérlega hættulegan umferð, strammi hann sig af á þessu stigi, er það, að honum finnst nú, að hann sé fær í flestan sjó, án þess raun- verulega aö vera laus við skaðieg eft- irköst víndrykkjunnar varðandi tauga- kerfi sitt. Það er ekki tími nú til þess, að ræða nánar um refsilöggjöfina varðandi drykkjuakstur. Svipting öku- leyfis er sjálfsögð. En löggjafinn hefði að voru áliti, átt að gera ráð fyrir styttri fangelsunum, eða engum i sum- um tilfellum, þar sem þær samkvæmt núgildandi lögum kæmu mjög til greina, en hugsa ökubyttunum, og fleiri skaðvöldum i umferðinni fyrir dvöl á taugahæli í staðinn. Þá þyrftu sektir vegna drykkjuaksturs að verða ákveðnar mjög háar, en þó í hlutfalli við efnahag hlutaðeigandi. Ætti drykkjuakstur í sumum tilfellum að kosta bílinn við fyrsta brot. — Á. S. Hæstaréttarúrskurður varðandi alkoholpróf 1 öndverOum janúar al. skýröi herra hœstaréttarritari Hákon Guðmundsson í útvarpinu frá tveim dórnsrnálmn, varö- andi umferö, sem þá nýlega Upföu kom- iö fyrir réttinn. Fjallaöi annaö þetta mál um skyldu lækna til aö gera blóöprufu á meintum ökubyttum, og fer skýrsla hœstaréttarritarans um þaö hér á eftir. Skýrsla hans um hitt máliö, sem líka er merkilegt veröur birt síöar, þar eö ekki er rúm i blaöinu nú fyrir hana. Eigi þarf að fara mörgum orðum um það, hversu gagnleg tæki bifreiðar eru, hvort heldur er til skemmtunar eða nauðsynlegra flutninga. En það er með bifreiðar, eins og reyndar svo margt annað, að þær geta orkað bæði til góðs og ills, eftir þvi, hvernig um stjórnvöl þeirra er haldið. Skiptir því höfuðmáli, að sjálfsstjórn og aðgæzla ráði ríkjum á þeim vettvangi. Af þeim sökum hafa ver- ið sett í bifreiðalög ströng fyrirmæli um það, að menn neyti hvorki áfengis við akstur né heldur aki undir áhrifum þess. Er svo sem kunnugt er, lögð refs- ing við slíkri háttsemi, auk þess, sem henni fylgir svipting ökuréttinda um lengri eða skemmri tíma. Til þess að hægt sé að fá sem örugg- asta vitneskju um áfengisneyzlu þeirra, sem sakaðir eru um ölvun við akstur, hefur um langt skeið verið heimilað i bifreiðalögum, að færa grunaða öku- menn til læknis til blóðrannsóknar, og er ökumanni þá skylt samkvæmt ákvæð- um laganna, að hlíta þeirri meðferð, sem læknirinn telur nauðsynlega vegna þeirr- ar rannsóknar. Hefur aðferð þessari iðulega verið beitt, og verður þá blóð- rannsóknin eitt þeirra sönnunargagna, um sekt eða sýknu sem til álita koma í málinu. Það mun hafa verið nokkuð misjafnt, hversu fúslega bifreiðarstjórar hafa orðið við ákvörðun löggæzlumanna um það, að taka skyldi blóð úr þeim, en læknar munu yfirleitt ekki hafa fengist til blóðtöku gegn eindreginni neitun ökumanns þess, er hlut átti að máli. Yf- irvöld munu heldur ekki hingað til hafa knúð lækna til slíkra athafna, er svo stóð á, enda þótt 41. gr. laga um rannsókn opinberra mála mæli svo fyrir, að mönn- um, og þá að sjálfsögðu einnig læknum, sé skylt að veita löggæzlumönnum og rannsóknardómurum lið í þarfir opin- berrar rannsóknar, ef þeir eru til þess kvaddir. Hafa þá mál út af ölvun við akstur, þar sem blóðrannsókn var ekki fyrir hendi, verið dæmd eftir þeim gögnum öðrum, sem völ var á og hafa bifreiðarstjórar oft og einatt hlotið refsi- dóma fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis, þótt blóðrannsókn hefði eigi ver- ið framkvæmd. Á s.l. sumri tóku ný umferðarlög gildi og fela þau í sér ýmis nýmæli frá því sem áður var. Er þar til dæmis gerður greinarmunur á því, hvort vínandamagn i blóði ökumanns er meira eða minna en 1.20%o- Af þessu leiðir, að blóðsýnishorn þarf nú að vera fyrir hendi, ef fylgja á í framkvæmd þeim mismun, sem bók- stafur laganna gerir á þvi, hvort áfengis- magnið er meira eða minna en greint var. Það var því ekki að ófyrirsynju, þótt yfirvöldin gerðu nú ríkari kröfur um það en áður, að tekin væru blóð- sýnishorn úr ökumönnum og kom af þessu efni nýlega til ágreinings milli

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.