Umferð - 01.11.1964, Page 4

Umferð - 01.11.1964, Page 4
um að kenna og þarf ekki að ske. Þvert á móti gæti þessi minnisstæði dagur oröið okkur til mikillar bless- unar og nýr áfangi í umferðarmenningu okkar. En þetta skeður ekki án undirbúnings, það er víst. Breyt- ingin veitir okkur einstakt tækifæri til að hafa mikil og varanleg áhrif á manninn við stýrið, manninn á göt- unni, tækifæri, sem við megum ekki láta hjá líða að nota vel. Og það, sem meira er, verði þessu tækifæri sleppt, getur H-dagurinn orðið dagur, sem við lengi á eftir myndum ekki telja neinn happadag. Það hefur oft verið sagt, og með miklum sanni, að menn væru svo til eintómur vani. Svo mikið er víst, að vaninn er einn snarasti þátturinn í hverri manneskju. Að snögghætta því, sem menn eru búnir að venja sig á árum saman eða nærri allt sitt líf, er átak, sem er ekki öllum hent. Þó er vafalítið miklu auðveldara að venja sig af hlut er allir aðrir verða að gera hið sama. Samt er hér hin mikla hætta fólgin í sambandi við H-daginn. Margur mun þurfa að einbeita sér vel, meira en honum er eiginlega hent, eða hann er fær um andlega. Þessu fólki, og raunar öllum, verður að hjálpa svo sem unnt er. Varðandi vegfarendur verða aðal aðgerðirnar til undirbúnings hinnar væntanlegu gjörbreytingar að byggjast á málefnalegum upplýsingum, leiðbeiningu og jafnvel beinni kennslu. Nokkrar greinar í blöðun- um dagana fyrir breytinguna, eða pésar, sem sendir væru inn á hvert heimili með áskorun um að gæta sín nú vel, myndi ekki ná fullum árangri. Meira þarf til. Hið opinbera þarf að ná samvinnu við sem flest félög og stofnanir, sem til greina geta komið. Þegar, og ef til kemur, þarf í tíma að skapa almennan áhuga og hrifn- ingu í þá átt að leysa vandann sem bezt. Þetta má ekki leggja á eitt eða tvö félög t. d., það verður að kalla alla til: Rauða kross Islands, Slysavarnafélagið, bílstjóra- félög, bifreiðaeigenda- og ökumannafélög, kvenfélög, skátana, bindindisfélög, íþróttafélög, skóla og kirkju. Allir verða að vinna að því að árangurinn verði strax góður og ánægjulegur en ekki slys, tjón og sorg. Væri ekki rétt, ef og er hægri handar aksturinn verð- ur lögboðinn hér, að setja á laggirnar sérstaka „hægri akstursnefnd“ með fulltrúum frá öllum helztu aðilum, sem til greina koma. Þessi nefnd gæti svo falið hverju félagi og stofnun nánara verkefni til að vinna að. Tækist vel til með breytinguna frá „vinstri til hægri“, myndi hún geta orðið einn hinn merkasti á- fangi að aukinni umferðarmenningu eins og hér er áð- ur sagt. Bindindisfélag ökumanna mun ekki láta á sér standa að leysa það hlutverk af hendi, sem því verður ætlað. H dagur, heilla dagur. Á. S. VOLVO AMAZON 1965 -jf Nýir, frábærir framstólar. •jf Diskahemlar á framhjól. •fr Endurbætt ryðvörn, galvaniseraðir silsar og hjólbogar. Nýtt „andlit" með nýrri kæiihlíf. -jf Armhvíla í miðju aftursæti. ■jf Nýjar, formaðar gúmmímottur. -Jf Ný merki. •jf Nýr lofthreinsari á vél. Nýjar flautur. jf Ný handföng á hurðum. -fc Handfang á mælaborði, fyrir farþega. -Jc Taumotta á hattahiliu (við afturglugga). -jf Nýtt áklæði í þaki. -jf Nýjar felgur. -j- Betri miðstöð. VANDIÐ VALIÐ -VELJIÐ VOLVO Gunnar Ásgeirsson h.f. 4 UMFERÐ

x

Umferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.