Umferð - 01.11.1964, Blaðsíða 6

Umferð - 01.11.1964, Blaðsíða 6
TRABANT 601. undirlyftur, sem oft þarf að stilla, engan kambás eða olíudælu og þarf aldrei að óttast að vélin bræði úr sér, svo fremi sem ekki gleymist að blanda olíu í benzínið, sem nú fæzt blandað á mörgum benzínstöðvum í Reykjavík. Trabant 601 er léttur og lipur í akstri, sætin allgóð, framstólarnir færanlegir fram og aftur, með stillan- legu baki og nægilega hátt til lofts fyrir sexfetunga, sem ekki verður sagt um alla nýja smábíla. En ekki vildi ég þó feðrast langt í aftursæti, því fótarými er af skornum skammti, séu tveir stórir í framsætum. í reynsluakstrinum reyndum við bílinn að sjálf- sögðu við ýmsar aðstæður. Þetta var á sunnudags- morgni í rigningu og allar malargötur krökkar af hol- um. Við ókum bílnum upp fyrir Grafarholt og þönd- um hann í áttatíu kílómetra hraða og hann lá merki- lega vel og var þýður, á holóttum veginum, enda er hann framhjóladrifinn. Vinslan er einnig góð. Við vor- um þrír í bílnum, sennilega samtals um 260 kíló, en samt lék hann sér að fara á þriðja gír upp Ártúnsbrekk- una og missti aldrei hraðann niður fyrir 40 km. Hann er fjögurra gíra og eru allir gírarnir samstilltir. Gír- stöngin er í mælaborðinu og býsna þægileg, þegar maður er kominn upp á lagið með hana. Hemlar eru léttir og sagðir sjálfstillandi, handhem- ill er milli stólanna. Hann er með þverfjaðrir að aftan og framan, léttur í stýri. Að útliti er bíllinn fremur snotur, og þessi nýja gerð er mun skemmtilegri en eldri gerðin, Trabant 600. Rúð- ur hafa stækkað verulega og er útsýni gott úr bílnum, hann hefur fengið heilan stuðara að framan, en stuð- arar eru málaðir, hurðarrúðurnar eru nú með upphal- ara. I verðinu, sem er 80.000 krónur, fylgir miðstöð, sem sögð er hafa batnað um 50%, rúðusprauta, tveir útispeglar fyrir utan innispegil, tvær sólhlífar, gólf er allt teppalagt, með gúmmímottu undir fótum öku- manns og blaðavasar eru innan á hurðum. Mælaborðið er hvorki stórt né merkilegt. Aðeins hraðamælir og kílómetramælir og tvö ljós, annað sýn- ÖKUMENN! Það er þægilegt að verzla í NESTI. NESTI er verzlun ökumanna. Engin hlaup út í misjöfnu veðri. MUNIÐ að NESTI er alltaf á leið yðar, þegar þér akið úr bænum, því að NESTI er bæði í Fossvogi og við Elliðaár. NESTI HF. 6 UMFERÐ

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.