Umferð - 01.11.1964, Síða 6

Umferð - 01.11.1964, Síða 6
TRABANT 601. undirlyftur, sem oft þarf að stilla, engan kambás eða olíudælu og þarf aldrei að óttast að vélin bræði úr sér, svo fremi sem ekki gleymist að blanda olíu í benzínið, sem nú fæzt blandað á mörgum benzínstöðvum í Reykjavík. Trabant 601 er léttur og lipur í akstri, sætin allgóð, framstólarnir færanlegir fram og aftur, með stillan- legu baki og nægilega hátt til lofts fyrir sexfetunga, sem ekki verður sagt um alla nýja smábíla. En ekki vildi ég þó feðrast langt í aftursæti, því fótarými er af skornum skammti, séu tveir stórir í framsætum. í reynsluakstrinum reyndum við bílinn að sjálf- sögðu við ýmsar aðstæður. Þetta var á sunnudags- morgni í rigningu og allar malargötur krökkar af hol- um. Við ókum bílnum upp fyrir Grafarholt og þönd- um hann í áttatíu kílómetra hraða og hann lá merki- lega vel og var þýður, á holóttum veginum, enda er hann framhjóladrifinn. Vinslan er einnig góð. Við vor- um þrír í bílnum, sennilega samtals um 260 kíló, en samt lék hann sér að fara á þriðja gír upp Ártúnsbrekk- una og missti aldrei hraðann niður fyrir 40 km. Hann er fjögurra gíra og eru allir gírarnir samstilltir. Gír- stöngin er í mælaborðinu og býsna þægileg, þegar maður er kominn upp á lagið með hana. Hemlar eru léttir og sagðir sjálfstillandi, handhem- ill er milli stólanna. Hann er með þverfjaðrir að aftan og framan, léttur í stýri. Að útliti er bíllinn fremur snotur, og þessi nýja gerð er mun skemmtilegri en eldri gerðin, Trabant 600. Rúð- ur hafa stækkað verulega og er útsýni gott úr bílnum, hann hefur fengið heilan stuðara að framan, en stuð- arar eru málaðir, hurðarrúðurnar eru nú með upphal- ara. I verðinu, sem er 80.000 krónur, fylgir miðstöð, sem sögð er hafa batnað um 50%, rúðusprauta, tveir útispeglar fyrir utan innispegil, tvær sólhlífar, gólf er allt teppalagt, með gúmmímottu undir fótum öku- manns og blaðavasar eru innan á hurðum. Mælaborðið er hvorki stórt né merkilegt. Aðeins hraðamælir og kílómetramælir og tvö ljós, annað sýn- ÖKUMENN! Það er þægilegt að verzla í NESTI. NESTI er verzlun ökumanna. Engin hlaup út í misjöfnu veðri. MUNIÐ að NESTI er alltaf á leið yðar, þegar þér akið úr bænum, því að NESTI er bæði í Fossvogi og við Elliðaár. NESTI HF. 6 UMFERÐ

x

Umferð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.11.1964)
https://timarit.is/issue/179243

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.11.1964)

Gongd: