Umferð - 01.11.1964, Blaðsíða 18

Umferð - 01.11.1964, Blaðsíða 18
• • • Margar breytingar Framhald af bls. 13. Hvað ytra útlit snertir, þá hefur hann fengið nýja vatnskassahlíf, nýjar gataðar felgur og ryðfría hjól- koppa. Hyðvörn hefur verið endurbætt og undirvagn- inn galvaniseraður að hluta. Diskahemlar eru á fram- hjólum. En merkilegasta nýjungin er þó framstólarnir, sem eru gerðir í samráði við læknasérfræðinga og hafa færanlega hryggstoð. Þegar ökumaður eða farþegi þreytist í mjóhrygg þarf hann ekki annað en skrúfa takka á hlið sætisins til þess að stilla bak sætisins þannig, að það passi sem bezt fyrir bakið. Áklæðið á stólnum er úr nýju efni, ofnu vinyl, sem er riflað eft- ir miðju. Áklæðið virðist vera sterkt og auðvelt að halda því hreinu. Armpúði er nú í miðju aftursætis- baki og hitakerfi aftur í vagninum hefur verið endur- bætt. Verð á Volvo Amazon er tveggja dyra kr. 221.000.00, fjögurra dyra kr. 224.000.00. SAAB. 1 heimalandi sínu, Svíþjóð, er SAAB einn aðal- keppinautur Volvo um heimasöluna, en Volvo hefur alltaf haft betur, enda eldri og fastari í sessi. Fyrstu sjö mánuði þessa árs voru skráðir 22.350 nýir Volvo Amazon í Svíþjóð (18.991 á sama tíma í fyrra), 15.992 nýir SAAB (15.909 í fyrra) og 15.182 nýir Volkswag- en 1200 (17.181 í fyrra). Eins og sjá má af þessum töl- um hefur Volvo Amazon unnið á 3.360 vagna meðan SAAB eykur söluna aðeins um 727 vagna. (Á þess- um tíma minnkaði salan á Volvo PV 544 og P210, station, um 1010 vagna). Eins og að framan segir kom Volvo Amazon fram með þýðingarmiklar endurbæt- ur nú í haust, sem án efa mun enn auka söluna. Sem svar við þessari harðnandi samkeppni kynnti SAAB nú í haust breyttan og endurbættan vagn, ár- gerð 1965. Hafa verið gerðar miklar breytingar á fram- hluta þessarar nýju gerðar, sem gerir hana bæði ný- tízkulegri og rennilegri en áður var. Vélarhúsið hef- ur verið lengt um 14 cm. ný vélarhlíf (grill) og nýtt vélarlok, sem gefur vagninum fallegri svip. Nýir stuð- arar eru að framan og aftan og hefur stuðarasvunt- um verið sleppt. Vatnskassinn hefur verið færður fram fyrir vélina og kælikerfið endurbætt, þannig að kæl- ingin verður fullkomnari og vélin hitar sig fyrr upp. Þá hefur miðstöðvarkerfið verið endurbætt, en það þótti gott í eldri gerðinni. Nýtt útblásturskerfi er á bílnum, sem gerir gang vélarinnar hljóðminni og þýð- ari. Vökva-kúplingskerfi hefur verið komið fyrir og nú eerð benzíndælu. Beygjuradíus minnkaður. Vélin er áfram þriggja strokka tvígengisvél og hefur orka hennar verið aukin um 2 hestöfl, eða í 44 SAE hestöfl. Petalar eru nú af hangandi gerð, sem er góður kost- ur, því þá losnar maður við göt í gólfinu, sem vatn og aur vill svo gjarnan setjast í. Allt fyrir öryggið auglýsir SAAB. Hann hefur tvö- faldar bremsur, þannig að þó að bremsurör springur eða eyðilegst á annan hátt, þá missir hann ekki nið- ur allar bremsur, tvö hjól halda alltaf fullum brems- um. Þá hefur hann stálbita í framgluggaumgjörð, þannig að þó vagninn lendi á toppnum, á hann ekki að geta dældast inn að neinu ráði. Verð á SAAB 96 fólksbíl er kr. 168.050. Umhverfis jörðina Framhald af bls. 14. einnig hafið framleiðslu á nýjum smábíl, Fiat 850, sem er eins og aðrir Fiat smábílar með vélina að aftan. Annars er þessi nýi Fiat nokkurs konar stækkuð útgáfa á Fiat 600. Volkswagen æ vinsœlli í Bandaríkjunum. Það er lítið lát á vinsældum Volkswagen í Bandaríkjunum. Ár- ið 1963 var hann 10. söluhæsti bíll- inn þar og langmest seldi innflutti bíllinn, því það voru hvorki meira né minna en 240.143 nýir VW skráðir þar í landi á síðastliðnu ári. Sá innflutti bíllinn, sem næstur honum komst var hinn franski Renault, sem hefur um áraraðir haldið öðru sætinu þar vestra, en 22.621 Renault voru skráðir í Bandaríkjunum 1963. Og enn eykst innflutningurinn á VW, því sam- kvæmt síðustu fréttum setti hann nýtt met í sölu til Bandaríkjanna fyrstu sex mánuði þessa árs, eða 156.456 nýir vagnar í stað 138.487 á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 13%. 18 UMFERÐ

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.