Umferð


Umferð - 01.11.1964, Qupperneq 18

Umferð - 01.11.1964, Qupperneq 18
• • • Margar breytingar Framhald af bls. 13. Hvað ytra útlit snertir, þá hefur hann fengið nýja vatnskassahlíf, nýjar gataðar felgur og ryðfría hjól- koppa. Hyðvörn hefur verið endurbætt og undirvagn- inn galvaniseraður að hluta. Diskahemlar eru á fram- hjólum. En merkilegasta nýjungin er þó framstólarnir, sem eru gerðir í samráði við læknasérfræðinga og hafa færanlega hryggstoð. Þegar ökumaður eða farþegi þreytist í mjóhrygg þarf hann ekki annað en skrúfa takka á hlið sætisins til þess að stilla bak sætisins þannig, að það passi sem bezt fyrir bakið. Áklæðið á stólnum er úr nýju efni, ofnu vinyl, sem er riflað eft- ir miðju. Áklæðið virðist vera sterkt og auðvelt að halda því hreinu. Armpúði er nú í miðju aftursætis- baki og hitakerfi aftur í vagninum hefur verið endur- bætt. Verð á Volvo Amazon er tveggja dyra kr. 221.000.00, fjögurra dyra kr. 224.000.00. SAAB. 1 heimalandi sínu, Svíþjóð, er SAAB einn aðal- keppinautur Volvo um heimasöluna, en Volvo hefur alltaf haft betur, enda eldri og fastari í sessi. Fyrstu sjö mánuði þessa árs voru skráðir 22.350 nýir Volvo Amazon í Svíþjóð (18.991 á sama tíma í fyrra), 15.992 nýir SAAB (15.909 í fyrra) og 15.182 nýir Volkswag- en 1200 (17.181 í fyrra). Eins og sjá má af þessum töl- um hefur Volvo Amazon unnið á 3.360 vagna meðan SAAB eykur söluna aðeins um 727 vagna. (Á þess- um tíma minnkaði salan á Volvo PV 544 og P210, station, um 1010 vagna). Eins og að framan segir kom Volvo Amazon fram með þýðingarmiklar endurbæt- ur nú í haust, sem án efa mun enn auka söluna. Sem svar við þessari harðnandi samkeppni kynnti SAAB nú í haust breyttan og endurbættan vagn, ár- gerð 1965. Hafa verið gerðar miklar breytingar á fram- hluta þessarar nýju gerðar, sem gerir hana bæði ný- tízkulegri og rennilegri en áður var. Vélarhúsið hef- ur verið lengt um 14 cm. ný vélarhlíf (grill) og nýtt vélarlok, sem gefur vagninum fallegri svip. Nýir stuð- arar eru að framan og aftan og hefur stuðarasvunt- um verið sleppt. Vatnskassinn hefur verið færður fram fyrir vélina og kælikerfið endurbætt, þannig að kæl- ingin verður fullkomnari og vélin hitar sig fyrr upp. Þá hefur miðstöðvarkerfið verið endurbætt, en það þótti gott í eldri gerðinni. Nýtt útblásturskerfi er á bílnum, sem gerir gang vélarinnar hljóðminni og þýð- ari. Vökva-kúplingskerfi hefur verið komið fyrir og nú eerð benzíndælu. Beygjuradíus minnkaður. Vélin er áfram þriggja strokka tvígengisvél og hefur orka hennar verið aukin um 2 hestöfl, eða í 44 SAE hestöfl. Petalar eru nú af hangandi gerð, sem er góður kost- ur, því þá losnar maður við göt í gólfinu, sem vatn og aur vill svo gjarnan setjast í. Allt fyrir öryggið auglýsir SAAB. Hann hefur tvö- faldar bremsur, þannig að þó að bremsurör springur eða eyðilegst á annan hátt, þá missir hann ekki nið- ur allar bremsur, tvö hjól halda alltaf fullum brems- um. Þá hefur hann stálbita í framgluggaumgjörð, þannig að þó vagninn lendi á toppnum, á hann ekki að geta dældast inn að neinu ráði. Verð á SAAB 96 fólksbíl er kr. 168.050. Umhverfis jörðina Framhald af bls. 14. einnig hafið framleiðslu á nýjum smábíl, Fiat 850, sem er eins og aðrir Fiat smábílar með vélina að aftan. Annars er þessi nýi Fiat nokkurs konar stækkuð útgáfa á Fiat 600. Volkswagen æ vinsœlli í Bandaríkjunum. Það er lítið lát á vinsældum Volkswagen í Bandaríkjunum. Ár- ið 1963 var hann 10. söluhæsti bíll- inn þar og langmest seldi innflutti bíllinn, því það voru hvorki meira né minna en 240.143 nýir VW skráðir þar í landi á síðastliðnu ári. Sá innflutti bíllinn, sem næstur honum komst var hinn franski Renault, sem hefur um áraraðir haldið öðru sætinu þar vestra, en 22.621 Renault voru skráðir í Bandaríkjunum 1963. Og enn eykst innflutningurinn á VW, því sam- kvæmt síðustu fréttum setti hann nýtt met í sölu til Bandaríkjanna fyrstu sex mánuði þessa árs, eða 156.456 nýir vagnar í stað 138.487 á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 13%. 18 UMFERÐ

x

Umferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.11.1964)
https://timarit.is/issue/179243

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.11.1964)

Iliuutsit: