Umferð - 01.11.1964, Blaðsíða 5

Umferð - 01.11.1964, Blaðsíða 5
REYNSLUAKSTUR UMFERÐAR TRABANT 60 1 Við hefjum nú nýjan þátt í Umferð — reynsluakst- ur — með líku sniði og kollegar okkar í Svíþjóð og Nor- egi. Og það fer vel á því að byrja á ódýrasta bílnum á markaðnum, Trabant 601, árgerð 1965. Trabant er framleiddur af Veb Sachsenring Automo- bilwerke, Zwickan í Austur-Þýzkalandi. Verksmiðjur þessar eru með elstu bílaverksmiðjum í Þýzkalandi og framleiddu þær fyrir stríð Horch bifreiðir, en frá 1951 —1959 framleiddu þær stóran og rándýran vagn, Sach- senring, sem aðeins grósserar A.-Þýzkalands gátu leyft sér að aka. En það vantaði ódýran alþýðuvagn í alþýðu- lýðveldinu og þess vegna hófst undirbúningur að smíði slíks vagns árið 1957 í Sachsenring verksmiðjunum. Fyrsti bíllinn, sem hlaut nafnið Trabant 500, kom á austurþýzkan markað árið 1959 og verulegur útflutn- ingur hófst árið 1962. Fyrsti Trabantinn kom til ís- lands í marz 1964 og hafa nú þegar selst um 300 bílar hérlendis, enda kostaði hann ekki nema 65 þúsund krónur. Trabant er byggður úr trefjablasti á stálgrind. Áður hefur verið flutt inn lítið eitt af Austur-Þýzka plast- bílnum P-70, sem reyndist fremur illa, en sá bíll var ekki framleiddur í Sachsenring verksmiðjunum og var hann byggður úr plötuplasti á trégrind. Trefjaplastið er mun sterkara og betra að gera við það, enda hefur það þegar náð allmikilli útbreiðslu í bílaiðnaðinum. Trabant 601 hefur loftkælda tvígengisvél, tveggja strokka, orkan er 23 DIN hestöfl. Hægagangurinn er heldur grófur, sem vænta má af 2ja strokka tvígengis- vél, en aftur á móti verður gangurinn þýður og mjúk- ur, þegar ekið er hratt á fjórða gíri. Annars eru kostir tvígengisvélar margir, t. d. hefur hún enga ventla né .ýxi'.' ÍSíSH OV}5^ GLÆSILEG ÍJTLITSBREYTING SAAB á r g e r ð 19 6 5 Aukin hestorki - Fullkomnara kælikerfi - Nýjar afturluktir - Endurbætt miðstöðvarkerfi - Nýtt, hljóðminna úthlásturskerfi - Vökva kúplingskerfi - Ný gerð eidsneytisdælu - Minni beygju radius - Nýir stuðarar - Nýtt litaval. Er sænskir blaðamenn kusu SAAB bíl ársims, síðastliðið vor var það ekki sízt með tilliti tii þess hve tæknifræðingar sænsku flugvélaverksmiðjumiar hafa lagt mikið kapp á öryggi. Fallegri — T raustari SVEINN BJÖRNSSON & CO. UMFERÐ 5

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.