Umferð - 01.11.1964, Side 7

Umferð - 01.11.1964, Side 7
Hemlun á ís á 50 km. hraða með 188 SECOMET hjól- barðanöglum gefur 50% styttri hemlun, heldur en venju- legir hjólbarðar eða snjóhjólbarðar. Reynslan hefur sýnt, að notkun hjólbarða með Secomet- ■nöglum, eykur öryggi í akstri verulega. Þúsundir Evrópubúa hafa nú þegar haft ágæta reynzlu af hjólbarðanöglum. Hjólbarðar með SECOMET-nöglum veita næga mótstöðu jafnvel þegar blautir vegir „snöggfrjósa“. Hliðarsveiflu- hættan minkar við að naglarnir skerast niður í ísinn og ör- vggistilfinning ökumannsins eykzt. Nánari upplýsingar hjá umboðsmanni: Björn Pálsson Símar: 34269 og 36941. ný jung! ir aíhleðslu og hitt þegar stefnuljós er á, en það slekk- ur ekki sjálft á sér. Með stefnuljósarofanum er flaut- að og getur maður einnig gefið heð honum háan ljós- geisla, ef maður vill gefa þeim sem á undan fer, merki. Við hliðina á hraðamælinum eru fimm takkar. Ef kveikja skal aðalljós þarf að ýta á þrjá takka í réttri röð, fjórði takkinn er til vara, t. d. fyrir þokuljós, og sá fimmti er fyrir þurrkur, sem taka vel yfir rúðuna. Ben- zíntankur rúmar 24 lítra og varatankur er í bílnum, sem rúmar 4 lítra. Benzínmælir er frumlegur, kvarði, sem stungið er ofan í tankinn, sem er undir vélarlok- inu. Farangursgeymsla er gímald, miðað við stærð bílsins, en varahjólið skemmir plássið leiðinlega mik- ið, því það er illa staðsett. Miðað við verð er ekki annað hægt að segja en að Trabant 601 sé allgóður vagn, það vantar reyndar allt þetta mjúka og fína, sem dýrari bílar státa af, en get- ur maður krafist þess af bíl, sem kostar aðeins 80 þús- und krónur? Og þar sem hann hefur aðeins ekið á okk- ar erfiðu vegum síðan í marz s.l. er tæplega komin sú reynsla á vagninn, að hægt sé að segja að hann sé bú- inn að taka fullnaðarpróf á íslenzkum vegum ennþá. Við bíðum og sjáum hvað setur. Helztu tæknilegu atriði: VÉL: Tvígengisvél af OTTO gerð, 2ja strokka, ligg- ur þversum, 595 cm’, þjöppun 7,6, orka 23 DIN hest- öfl. Sveifarás með þrem legum. Benzín blandast með olíu, þ.e. 33% 1. benzín á móti 1 1. af olíu. Vélin er loft- kæld, rafkerfi 6 v. 78 amp. STÆRÐIR: Lengd 3555 mm, breydd 1504 mm, hæð 1437 mm. Eigin þyngd 615 kg. Hámarkshraði 100 km/ klst. Meðalbenzíneyðsla 6—8,5 1./100 km. Verð kr. 80.000,00. Einkaumboð: Ingvar Helgason, Tryggvagötu 4, Rvk. Söluumboð: Bílaval, Laugavegi 90, Reykjavík. Jeb. UMFERÐ 7

x

Umferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.