Umferð - 01.11.1964, Síða 17

Umferð - 01.11.1964, Síða 17
Árlegir góðakstrar á sem flestum stöðum, með breytingum frá ári til árs, eru sú starfsemi deildanna, sem einna heillavænlegust myndi verða er litið er fram. Ef sex til sjö stærstu deildirnar héldu góðakstra árlega, myndi það þegar hafa nokk- ur og sívaxandi áhrif á umferðar- menningu okkar til bóta. Tökum t. d. Noreg. Þar hafa nú undanfarin þrjú ár verið haldnir 100 góðakst- urskeppnir árlega. Keppendur og starfsmenn eru í öllum keppnunum hvert árið um tíu þúsund. Áhorf- endur miklu fleiri, og svo kynning- in í blöðunum. Þetta hefur áhrif, enda fer það ekki milli mála þar í landi að svo sé. Við verðum auð- vitað aldrei svona stórir í sniðun- um. en það gæti orðið að tiltölu. En hvernig stendur á því, að við erum svo tregir til með góðakstr- ana, sem raun er á. Því veldur þrennt: mikil fyrirhöfn, sem oftast lendir að miklu leyti á einum eða tveim mönnum, mikill kostnaður, ennfremur hið alkunna, nýtízku- lega, íslenzka tímaleysi, sem alla félagsstarfsemi er að drepa niður. Það er þetta en ekki fyrst og fremst skortur á áhuga, sem veldur. Þessu verður að breyta. Það er að vísu ekki hægt að þvinga menn eða deildir til að stofna til góðakst- urskeppni, en það verður að skipu- leggja hlutina á annan hátt, þann- ig að menn geti sér að skaðlausu gefið sér segjum vikutíma eða svo til að vinna að þessum málum. Öðruvísi gengur þetta aldrei svo að gagni sé. Það sem félagið þarfn- ast nú fyrst og fremst eru meiri tekjur, meira fé úr að spila. Það er ekkert hægt að gera án þess. Það er einu sinni varla hægt að halda líf- inum í svo útbreiddum félagsskap, sem Bindindisfélag ökumanna er orðið, sé efnahagur þess mjög bág- borinn. Því útbreiddara, sem félag- ið er, því fleiri fram réttar hendur, því meiri kröfur. Það er mjög slæmt að geta ekki orðið við þeim nema mjög takmarkað. Það er nauð. synlegt að hækka hið hlægilega lága 100 króna ársgjald félagsins um a.m.k. helming, í 200 krónur. En það þarf meira til. Máske væri hægt að vekja þann skilning hjá hinu op- inbera, að starfsemi Bindindisfé- lags ökumanna sé, eða gæti orðið þjóðhagslega einhvers virði, þannig að þessi aðili sæi sér fært að styrkja félagið meira en verið hefur hér til. Skal þó sízt vanþakkað það, sem gert hefur verið á því sviði, enda í mörg horn að líta. En mér virðist allt stefna í þá átt, að það fari m.a. að verða höfuðnauðsyn að efla starfsemi félagsskapar eins og BFÖ, koma því svo vel á laggirnar, að það gæti síðar meir orðið mikið til sjálfbjarga efnahagslega. (^UD^) Tvöfalt CUDO-gler reynist betur Tvöfalt C.UDO-gler lækkar liitakostnaðinn Tvöfalt CUDO-gler eyknr verðmæti hússins Tvöfalt CUDO-gler er með 5 ára ábyrgð CUDOGLER H.F. Skúlagötu 26 — Símar: 12056 og 20456 UMFERÐ 17

x

Umferð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.