Alþýðublaðið - 05.01.1964, Page 2

Alþýðublaðið - 05.01.1964, Page 2
Oiiotjoritr. liylfi Urönaai taö.) og BeneOlKi Gröndal. — rréttastjórl: 4mi Gunnarsson Ritstjómarfulltrúl: ElOur Guönason. Sisnar 1*900-14903. Auglýslngasíml: 14906. - Aösetur: AH>ýðuhúsl3 vlö Dverflsgötu, Reykjavík. — Prentsmlðja Alþýöublaðsins. - Áskrlftargjald kr. 60.00. — t lausasölu kr. 4.00 eintaklð - Útgefandl: Alþýöuflokkurlnn FJÓRAR LEIÐIR ENDA Í>ÓTT íslendmgar hafi um áramótin ‘beint huganum að því, sem vel hefur gengið og orðJð þjóðinni til framfara og blessunar á liðnum árum, dylst ongum, að framundan er ærinn vandi í efnahagsmálum. Verðbólgusjúkdóminn hefur 'þjóðin gengið með í rúma tvo áratugi og þekkir vel ■hans ónáttúru. Hins vegar þarf bæði aimennan yilja og þekkingu til að vinna bug á kvillanum, og íhefur gengið treglega lækningJn. Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins, ræddi þetta vandamál itarlega x áramótagrein isinni. Lýsti hann þróun kaupgjalds- og verðlags- mála á síðasta ári og brá upp þeirril spumingu, ihvað nú væri hægt að gera. Nefndi hann f jórar leið ir. Fyrsta leiðin er sú, að stjórnvöld landsins geri ekkert, og kynnu þá augu þjóðarinnar að opnast fyrir hættum verðbólgunnar. Þessari leJð hafnaði Emil og taldi, „ . . . að sú fræðsla sé of dým verði 'keypt.“ Önnur ieiðin er gengislækkun, en um hana sagði Emil: „Hún getur bjargað í bili, en aðeins i bili, og hún hefur þann mikla galla, að hún iveikir ■trú manna á íslenzka gjaldmiðlinum og dregur úr 'eðlilegum sparnaði”. Komið geta tilfelli, þegar genigislækkun er óumflýjanleg, en með núverandi gjaldeyrissjóði ætti þjóðin að geta komJzt hjá þess- ari leið, sagði Emil. Þriðja leiðin er „að lækka öll laun með lögum um :sama hundraðshluta. Þessi leið hefur eJnnig áð ur verið reynd og gefið allgóða raun. En ef hægt á að vera að ná góðum árangri á þennan hátt, verða þeir aðilar allir eða allflestir, sem málið snertir, að vera samþykkir því, að þessi lausn verðii reynd, annars er hætt við að tilætlaður árangur náist ekki.“ Fjórði og síðasti möguleikinn, sem Emi.1 nefndi í grein sJnni, er að freista þess að veita útflutnings aðilum, sem þess nauðsynlega þurfa, aðstoð til að jafna metin með því að losa þá við kostnaðarliði. Er þar fyrst og fremst haft í huga útflutningsgjald ið, en það mundi auka útgjöld ríkissjóðs og yrði hann að afla tekna á móti. „Má segja, að þá sé ivítahrJngnum lokað. Sú launahækkun, sem varð •umfram greiðslugetu atvinnurekstursins, er greidd til baka af almenningi gegnum ríkissjóð- inn.“ Emil Jónsson gat þess, að ýmislegt fleira hefði komJð til tals í þessum efnum, til dæmis lögbund in tengsl mOli kaupgjalds og verðlags, sérstaklega varðandi landbúnaðarafurðir, og mundi það valda mikíu um þá öfugþróun, sem hefur átt sér stað. „Virðist nú fyllilega tími til kominn, að verðá- kvörðun landbúnaðarvara sé tekiin tO gagngerðrar endurskoðunar.“ HÖFUM OPNAÐ Höfum opnaö aftur að Laugavegi 170-172 Jfekla áður Austursfræti 14 Lítill afli fyrir vestan í nóvember Yfirlit yfir sjósókn og afla- brögð í Vestfirðingafjórðungi í nóvember 1963_____Tíðarfar var fá dæma rysjótt í nóvember í Vest- firffingafjórðungi og gæftir því stopular. Komust bátarnir mjög sialdan á djúpmiff, og varff aflinn því miklu minni nú í nóvember, en á sama tíma í fyrra. Á þetta sérstaklega viff verstöffvarnar viff Djúp, en þar hafa fæstir bálarnir náff 100 tonna afla í mánuffinum. Á syðri Vestfjörðunum hefur aflinn verið miklu betri/ og er Andri frá Bíldudal aflahæstur með 154,7 lestir í 21 róðri. í nóvember í fyrra var Pétur Thorsteinsson frá Bíldudal aflahæstur með ná- kvæmlega sama afla. Sjö bátar frá Vestfjörðum stund uðu síldveiðar við Suðurland, en lítið fengið. Aflahæstu bátarnir á haustver- tíðinni eru: lestir róðrar Andri, Bíldudal 306 48 Pétur Thorst. Bíld. 230 39 Sæborg, Patreksf. 220 31 Dofri, Patreksf. 218 31 Guðbj. Kristj. ísaf. 182 24 Víkingur II., ís. 175 29 17 bátar stunduðu rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi í nóvember og varð heildarafli þeirra 92 lestir. Er það nokkru minni afli en var á sama tíma í fyrra, en þá voru bátarnir 13, sem stunduðu veiðar. Aflahæstur var mb. Örn með 8,3 lestir. Frá Bildudal stunduðu 5 bátar rækjuveiðar, og er heildarafli þeirra orðinn 60 lestir. Rækjan í Arnarfirði hefur verið mjög smá og léleg í haust. É6 REIKNA „Ég reikna“ 2. hefti, er komiff út á vegum Ríkisútgáfu námsbóka og hafa þeir Jónas B. Jónsson og Kristján Sigtryggsson gert heftiff. Gerð bókarinnar er svipuð og 1. heftis- Hún hefst á upprifjun þess, sem áður var lært í sam- lagningu og frádrætti, og síðan er haldið áfram, aðeins byrjað á margföldun og deilingu og kennt að geyma í samlagningu. Það er ætlazt til þess, að börn- in reikni í bókina nema þar sem annað er tekið fram, og margar myndanna má lita. Þótt bókin sé fyrst og fremst kennslubók til notkunar í skólum fyrir átta ára böfn, er hún einnig hentug til notkunar í heimahúsum. Börnin geta fikrað sig ófram af sjálfs- dáðum, því glöggrar leiðbeining- ar eru með liverri nýrri aðforð, en auk þess gefur bókin margar bendingar um leiki, æfingar og spil, sem alls staðar er liægt að nota. Myndirnar gerði Bjarni Jóns- son, bókin er sett í ísafoldar- prentsmiðju. Litbrá annaðist prent un nema kápuna, sem Alþýðu- prentsmiðjan prentaði. Freyjugötu 41 — Ásmundarsal — Sími 11990. Nýtt námskeið er að hefjast í barnadeildum. Innritun þriðjud. og miðvikud. kl. 8—10 e. h. Kennsla hefst í fullorðinsdeildum þriðjud. 7. janúar samkv. stundaskrá. Skólastjórinn. Unglingar fjar- lægöir úr togara LÖGREGLAN fjarlægði í morgun fjóra unglinga úr þýzkum togara, sem hér ligg ur. Voru þetta tveir piltar og tvær stúlkur á aldrinum 16-17 ára. Þegar lögreglan sótti þau, var klukkan rétt rúmlega 6, og cr taliff, aff unglingarnir hafi dvaliff þarna um nótt- ina. Leiðrétting Tvær mjög bagalegar villur urðu í grein minni um sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Föng- unum í Altona í blaðinu á gaml- ársdag. í upphafi greinarinnar er sagt að Helga Skúlasyni hafi verið trúandi „fyrir liirtu vandasama hlutverki Franz von Gerlachs, böðulsins frá Malarvík." Ég hef enga hugmynd um hvar Malarvík muni vera niðurkomin á heims- kortinu; í handriti mínu stóff Smolensk. Síðar í greininni, í upp hafi kaflans sem heitir Ábyrgð djöfulsins stendgr: ,,Er illvirkinn böðullnn, óhjákvæmilega frjáls maður, inniluktur í ófullkomnum: hugmyndaheimi-“ Þarna á vita- skuld að standa ófrjáls maffur. Þá féll niður úr niðurlagi grein- arinnar stutt umsögn um þýð- ingu Sigfúsar Daðasonar sem virð- ist vera einkar vandað verk, liljómar ljóst og eðlilega af vörum leikenda. Hefur Sigfús leyst erf- itt viðfangsefni óvenju haglega og smekklega áf hendi. — Ó.J. Löggriltir endurskoffendur Flókagötu 65, 1. hæð, sími 17903. ryðvörn 2 5. janúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.