Alþýðublaðið - 05.01.1964, Síða 3
Kenya: Sjálfstæði
og vandamál
JOMO KENYATTA og ráðherrar
hans í Kenya, sem öðlaðist sjálf-
stæði hinn 12. desember sl. eiga
við mikla erfiðleika að stríða. Ke-
nyatta verður að stjórna ríki, sem
ekki er undir eins sterkri mið-
stjórn og hann telur æskilegt og
mun þetta hafa vandamál í för með
sér. Nauðsynlegt hefur reynzt, að
verða við kröfum stjórnarandstöð-
unnar og veita sjö fylkjum lands-
ins víðtæk völd.
Einnig verður Kenyatta að
lialda jafnvægi milli hvítu bænd-
anna, sem stjórna landbúnaðinum
á „hvíta hálendinu”, og hinna jarð
næðislausu, afrísku ættflokka. —
Auk þess stendur Kenyatta and-
spænis því erfiða vandamáli, að
leysa þá deilu hvort Sómaliætt-
bálkurinn í norðurhluta landsins
skuli búa í Kenya eða Sómalíu.
Hér á eftir verða þe'ssi vanda-
mál nánar rakin.
KANU OG KADU
skipt í sjö fylki, sem öll fengu tals
vert mikil völd.
Það reyndist einkum mikilvægt,
að lögregla sambandsstjórnarinn-
ar hafði litla sem enga mögulelka
til að skerast í leikinn þegar óeirð-
ir brutust út í einhverju fylkinu.
Einnig var erfitt að breyta þessu
ákvæði stjórnarskrárinnar. TiT
þess að fá slíkri breytingu fram-
gengt þurfti samþykki þriggja af
hverjum fjórum þingmönnum í
Fulltrúadeildinni og níu af hverj-
um tíu í Öldungadeildinni.
ERFIÐIR SAMNINGAR
í samningayiðræðunum í London
um óskorað sjálfstæði komu þessi
atriði mikið við sögu. Ýmislegt
KASTLJÓS
og KADU tókst að róa hina æstu
flokksbræður sína og viðræðun-
um í London lauk með stjómar-
skrárfrumvarpi og ákveðið var að
12. desember yrði dagur „Uhuru”-
frelsis.
KANU tókst að breyta stjómar-
skránni þannig, að mikil völd voru
fengin sambandsstjórninni. Brezka
: stjórnin kvað þetta nauðsynlegt,
þar eð nokkur atvik sýndu, að erf-
itt væri að stjóma landinu sam-
kvæmt stjórnarskránni frá' 1961.
Þó vann KANU yfirburðarsigur í
kosningunum í maí I vor og er ó-
tvírætt stærsti flokkurinn. KANU
fékk 63% atkvæða.
Auk þess gekk Paul Ngei, sem
hafði stofnað klofningsflokk, aftur
í KANU. Það merkir, að KANU
hefur 82 þingsæti af 124 í Fulltrúa
deildinni og 20 þingsæti af 38 í
Öldungadeildinni. KANU hefur 42
þingsæti í Fulltrúadeildinni og
18 í Öldungadeildinni. (Sæti Norð
urfylkisins, 5 í Fulltrúadeild og
3 í Öldungadeild, eru auð).
KANU (Kenya African National
Union) er stærsti stjórnmálaflokk
ur landsins. Flokkinn styðja fjórir
eða fimm hinna 170 ættflokka
Kenya. Stærsti og atkvæðamesti
ættflokkurinn kallast Kikuyu. Ke-
nyatta, sem er foringi flokksins og
forsætisráðherra, er af þeim ætt-
flokki. Nánustu samstarfsmenn
hans, Tom Mboya og Oginga Od-
inga, eru af Luo-ættflokknum.
KANU vill sterka miðstjórn,
sem stjórna skuli uppbyggingu
landsins eftir sameinaðri áætlun.
Hinn stóri stjórnmálaflokkur-
inn, KADU (Kenya African Demo-
cratic Union), óttast, að stóru ætt-
flokkarnir fái of mikil völd. KADU
vill því, að fylkin fái víðtæk völd.
KADU fékk þessu komið til leiðar
þegar landið fékk takmarkaða
sjálfstjórn 1961. Landinu var
sögulegt kom fyrir í þessum við-
ræðum eins og venjulegt er. Með-
al annars hótuðu fylgismenn
KADU að stofna sérstakt lýðveldi
og kröfðust aðskilnaðar frá Kenya.
í þessu nýja lýðveldi yrðu þau
fylki, þar sem KADU réð lögum
og lofum, en KADU vildi afstýra
því, að fylki þessi misstu liina víð-
tæku sjálfstjórn, sem þau höfðu
fengið. Þessi hótun var tekin mjög
alvarlega og lögreglan var þess al-
búin að bæla niður óeirðir.
Á hinn bóginn töldu nokkrir á-
hrifamiklir foringjar KANU, að
samningaviðræðunum miðaði lítt
áfram. Þeir hótuðu að segja Kenya
úr brezka samveldinu, stofna lýð-
veldi og leita aðstoðar „annarra
ríkja”.
Hinum ábyrgu foringjum KANU
LANDBUNAÐURINN
Landbúnaðurinn er viðkvæmt mál
vegna hvítu bændanna. Annars
vegar hefur öll frelsisbarátta ver-
ið háð gegn nýlenduherrunum og |
til þess að losna undan yfirráðum |
hvítra manna. Hins vegar hafa i
hvítu landnemarnir komið upp
landbúnaði á „hvíta hálendinu”,
sem mikla þýðingu hefur fyrir
efnahag Kenya.
Nokkrir hinna jarðnæðislausu
ættflokka halda því fram, að þeir
eigi þetta land og krefjast þess,
að fá jarðnæði sitt aftur. Hvítu
landnemarnir segja, að þeir hafi
setzt þar að, friðað ættflokkana,
sem áttu í stöðugum deilum inn-
byrðis, og komið upp landbúnaði,
sem blökkumennirnir hefðu ekki
getað stundað einir.
500 Mau Mau menn hafa til skamms tíma verið í felum í skógum Kenya, en foringi þeirra, Mwaaiama
„marskálkur“ hefur Iofað að starfa fyrir Jomo Kenyatta forsætisráðlieiTa. Hins vegar hafa borizt frétt
ir um, að Mau Mau hafi í hótuniun um að láta til sín taka í landamæradeilunni við grannríkið Sóma
líu, en margir liirðingjar af Sómali-ættflokknum b úa á landamærum ríkjanna.
Jomo Kenyatta
í sjálfstæðisbaráttunni var
Kenyatta sakaður um að stjórna
Mau-Mau-hreyfingunni, sem reis
upp á árunum eftir 1950 og barðist
fyrir útrýmingu hvítu landeig-
endanna, en nú verður stjórnmála
maðurinn Kenyatta að stunda erf-
iða jafnvægislist. Oft hafa verið
teknar af honum myndir, þar sem
hann sést ræða við hvítu bænd-
urna, sem hann hefur boðið til sín
að ræða vandamálin. Það er greini
lega nauðsynlegt fyrir hann að
sýna, að hvítu bændunum verði
leyft að halda áfram búskap sínum
ef þeir hlýði lögum landsins.
Hins vegar eiga breytingar sér
stað um þessar mundir á hvíta há-
lendinu. Afrískir bændur eru
farnir að rækta þar land og þeim
hafa verið úthlutaðar jarðir. Núna
stunda um 5 þús. Afríkumenn land
búnað þar og verja á rúmum 3
milljörðum króna (ísl.) til þess að
litvega 50 þús. afrískum fjölskyld-
um jarðnæði fyrir 1967. Sagt er,
að á 18 mánuðum hafi 11 Kikuyu-
bændur sýnt frábæran árangur.
LANDAMÆRADEILA
Kenyatta þarf einnig á miklum
samningahæfileikum að halda
þegar hann ætlar að komast að
samkomulagi við grannríkið Só-
malíu og Sómalíættflokkinn, sem
býr á svæðunum hjá landamærum
ríkjanna.
Sómalir í Kenya neyttu ekkl
kosningaréttar síns í vor og kröfð-
ust sameiningar við Sómalíu. í
nóvember voru stöðug átök á
landamærunum. Sómalir réðust á
landamæralögreglu Kenya og til
alvarlegra átaka kom. Utanríki»
ráðherra Sómalíu hélt í skyndi til
Nairobi í Kenya til þess að ræða
landamæradeiluna.
Hann mun einnig hafa látið svo
um mælt, að Sovétríkin, sem veita
Sómalíu ríflega aðstoð, hafi heitið
um 1.3 milljarð króna til eflingar
her Sómalíu. Með tilstyrk slíkrar
hernaðaraðstoðar á landið að geta
komið sér upp 20 þúsund manna
her.
Framh. á 13. siðu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 5. janúar 1964 3